Dagur - 03.07.1993, Blaðsíða 11

Dagur - 03.07.1993, Blaðsíða 11
Afmæliskveðja Laugardagur 3. júlí 1993 - DAGUR - 11 Áskell Einarsson Á fyrstu áratugum aldarinnar um þaó bil sem þeir voru aó fæðast, sem nú eru komnir á ellilaun var þaó eitt af stærri vandamálum stjórnsýslunnar hve crl'itt var aö fá aldraóa embættis- menn til aö láta af störfum þótt þeir væru orðnir ófærir að gegna starfinu sökum ellihrumleika. Þá voru samgöngur allt aðrar en nú er og margir embættismenn höfðu ekki lengur þrek til að starfa í víðlendum umdæmum þar sem þurfti að ferðast yfir fjallgarða og vatnsföll í hvaða veðri sem var. Til þess að láta slíka embættismenn hætta störfum og rýma störfin fyrir yngri mönnum urðu stjórnvöld að gera róttækar ráðstafan- ir. Sett voru lög um að engir skyldu gegna embætti eftir að þeir væru orðnir sjötugir. Þrátt fyrir breytta og fullkomnari heilsugæslu og þótt mannsævin haft lengst til muna hefur þessum lögum ekki verið breytt enn- þá. Menn í fullu fjöri með verómæta lífsreynslu eru látnir hætta störfum ekki síðar en við 70 ára aldursmarkið. Þeirri kynslóð sem staðið hefur fyrir mestum alhliða framförum af öllum kynslóðum hér á landi er ýtt til hliðar án tillits til heilsufars og starfshæfni. Einn þessara manna, sem er ennþá í fullu starfsfjöri og ellin hefur ekki náð neinum tökum á, er nú hættur störfum. Hann er sjötugur í dag og því ekki lengur heimilt að nýta starfskrafta sína i þágu samfélagsins þótt hann sé ennþá hugmyndaríkari og starfshæfari en margir yngri menn. Þetta er Áskell Einarsson fyrrum bæjarstjóri á Húsavík og fram- kvæmdastjóri Fjóróungssambands Norólendinga. Hann er fæddur í Alþingishúsinu 3. júlí 1923. Foreldrar hans voru Ein- ar skrifstofustjóri Alþingis, Þorkels- son Eyjólfssonar prests á Staðarstað. Móðir hans var Olafia Guðmunds- dóttir, Jónssonar í Hörgsholti í Árnes- sýslu. Hann cr því kominn af þekkt- um bænda- og embættismannaættum sem ekki verða raktar hér. Þegar Áskell var 6 ára andaðist móðir hans og var hann þá tekinn í fóstur af móð- urbróóur sínum Jóni Guómundssyni gestgjafa í Valhöll og bónda á Brúsa- stöðum í Þingvallasveit. Þaó átti því fyrir honum að liggja að eiga sína bernskugöngu á fomum og nýjum þingmannaslóóum landsins. Vió sem þekktum hann ungan mann töldum því mjög líklegt að hann ætti eftir að eyða fleiri ævidögum sínum á þing- mannaslóðum. En engipn ræður sín- um næturstað. Fyrir Áskeli átti aó liggja annar starfsvettvangur. Hann fór til náms í Flensborgar- skólann í Hafnarfirði og lauk þar gagnfræðaprófi vorið 1939. Á þess- um árum var mikió umrót í þjóðfélag- inu og hvarf hann frá námi um hríð og starfaði lengst við verslunarstörf í hinni þckktu vcrslun Geirs Zöega á Vesturgötunni í Reykjavík. Sigurjón Jónsson frá Stóra-Ármóti sem lengi var þar vcrslunarstjóri, sagói við mig að hann hefði verið mjög undrandi að Áskell skyldi hætta verslunarstörfum því mikla hæfileika heföi hann haft á því sviði. Nú hélt Áskell í Samvinnuskólann til Jónasar frá Hriflu og lauk þaðan prófi vorió 1948. Guðlaugur Rósinkrans, yfirkenn- ari skólans, var þetta vor beóinn að benda á einhvem úr nemendahópnum til að taka að sér auglýsingastjórn Tímans, sem þá var nýlega orðinn dagblað og ætlaði nú að hasla sér völl á auglýsingamarkaðnum. Guðlaugur benti strax á Áskel og taldi hann hafa mesta hæfileika í nemendahópnum til þessa starfs. Fljótlega fór auglýsinga- magn Tímans að stóraukast og var svo jafnan meðan Áskell var auglýs- ingastjóri. Áskell starfaði mikið að félags- málum á þessum árum sem hann var auglýsingastjóri Tímans. Hann sat bæði í stjóm Félags ungra framsókn- armanna í Reykjavík og stjórn Sam- bands ungra framsóknarmanna. Hann var lengi gjaldkeri S.U.F. og annaðist um skeið ritstjórn á síðu þeirri, sem ungir framsóknarmenn höfðu þá í Tímanum. Þá vann hann einnig tals- vert að auglýsingasöfnun fyrir tímarit og árbækur. Á þessum ámm var hin svokallaóa Jónasarkynslóó vió völd eða forstöðu í mörgum fyrirtækjum. Þetta voru menn, sem Jónas Jónsson hafói tekió úr hópi nemenda sinna í Samvinnu- skólanum og falið þeim ungum ábyrgðarstörf. Jónas var óhræddur aó fela ungum mönnum ábyrgðar- og trúnaóarstörf. Segja má, að í flestum tilfellum hafi hann verið glöggskyggn og reyndust þessir menn flestir trausts hans veróir og stóðu sig vel í þeim störfum sem þeim var trúað fyrir. Eitt sameiginlegt einkenni höfðu nokkrir af þessum fyrrverandi nem- endum Jónasar, sem hann hafði kom- ió á framfæri á valdaárum sínum. Þeir voru mjög á verði gagnvart ungum og metnaðarfullum mönnum, sem lentu undir þeirra handarjaðri. Það voru ekki þeirra uppáhaldsstarfsmenn. Ef ungi maóurinn sýndi aö hann var metnaóarfullur og ætlaði að koma sér áfram til áhrifa þá var hann oft í þeirra augum verri starfsmaður en sá sem sætti sig við óbreytt starf til lang- frama. Þeir virtust ekki feta í fótspor þess manns, sem kom þeini ungum til áhrifastarfa. Þeir voru bara hinir út- völdu sem vegna mikilla hæfileika af guðs náó var tekið eftir á réttum tíma og settir til ábyrgðarstarfa. Ungir menn skyldu ekki ryójast inn á þeirra svið. Ef til vill voru þetta bara mann- leg vamarviðbrögð. Þeir höfðu sjálfir séó hvemig lærifaóir þeirra hafði ver- ið settur til hliðar af þeim mönnum sem hann hafói komið ungum til áhrifa. Það var hlutskipti Áskels eins og ýmissa jafnaldra hans að lenda undir handarjaðri slíkra manna að afloknu skólanámi. Það gat ekki gengið lengi miðað við skapgerð hans og starfs- metnað. Án þess að fara um það lleiri oróum hvarf hann frá störfum hjá Tímanum eftir nokkurra ára starf. Hann starfaði um tveggja ára skeið sem fulltrúi á skrifstofu raforkumála- stjóra. Vafalaust ætlaði’ Áskell sér ekki að vera þar til langframa þó þetta sjötugur væri nokkuð gott starf. Eg átti samt frekar von á því, að hann ætlaði sér framtíðarstarfsvettvang á höfuðborg- arsvæðinu á þessum árum. Að afloknum sveitarstjórnarkosn- ingum árið 1958 voru lausar nokkrar stöður bæjar- og sveitarstjóra víða um landió. Áskell sótti þá um bæjar- stjórastarfió á Húsavík og var ráðinn til þess starfs fyrri hluta árs 1958. Fluttist hann þá með fjölskyldu sina til Húsavíkur um vorið. Hann þótti mjög duglegur bæjarstjóri. Karl Krist- jánsson segir í Sögu Húsavíkur, að innheimta á tekjum kaupstaðarins hafi verið með miklum ágætum í bæj- arstjóratíð Áskels. Yfirleitt mun hann hafa sýnt bæði dugnað og reglusemi í starfi sínu hjá Húsavíkurkaupstað. Vorið 1966 breyttist meirihluti bæjar- stjórnar Húsavíkur og var þá annar bæjarstjóri ráóinn af hinum nýja meirihluta. Áskell tók þá við fram- kvæmdastjórastarfi sjúkrahússins á Húsavík, sem hann gegndi næstu fimm árin. Byggða- og sveitarstjómamálin áttu samt hug hans áfram. Árið 1970 kom út bók eftir hann sem hann nefndi „Land í mótun“. Þar lýsir hann hugmyndum sínum um framtíðar- skipulag byggðarinnar á Islandi og rekur sögulega þróun byggðaskipu- lagsins. Þessi bók mun hafa verið m.a. notuó um tíma sem námsefni við Háskóla Islands. Sýnir það vel að þessi bók var virt sern skyldi. Áskell hefur skrifað mikið í landsmálablöðin um byggðamál undanfarin ár. Vænti ég þess aó hann eigi eftir að láta meira heyra frá sér um þann mála- flokk. Fáir menn þekkja betur ís- lenska stjómmálasögu en hann. Hygg ég að hann muni láta heyra frá sér um þau mál áóur en ellin fer að raska minni hans. Á öndVerðu árinu I97Í var Áskell ráðinn framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambands Norólendinga. Hann fluttist þá frá Húsavík til Akureyrar og hefur búið þar síðan. Störf sín fyrir sam- bandið rækti hann af miklum dugnaði og áhuga. Um það er okkur sem oft vorum á vegi hans þegar hann var í erindum hér syóra vel kunnugt. Einn háttsettur maður sem starfaði í stofn- un sem Áskell átti oft erindi við um málefni Fjóróungssambands Norð- lendinga, sagói við mig aó hann væri undrandi á því að Norðlendingar hefðu ekki sent Áskel sem fulltrúa sinn á Alþingi því ötulli talsmann hefóu þeir naumast fengið þrátt fyrir þá úrvalsmenn sem jafnan hefóu ver- ið fulltrúar þeirra á þingi. Eg hygg að þaó hafi orðið Áskeli mikil vonbrigði þegar Fjóróungssam- band Norðlendinga var á sl. ári skipt í tvö sambönd þ.e. eitt samband fyrir hvort kjördæmið. Hann hafði gert sér miklar vonir og stefnt að því að Fjórðungssambandið yrði sterk stjómsýslueining og lagt mikla vinnu að undirbúningi þess. Það eru víst fyrirfram ákveðin örlög, að flestar til- raunir allt frá landnámsöld til sam- starfs og sérstöðu landsfjóróunganna hafa orðið minni en skyldi. Áskeil var cinn þeirra sem hafði bjargfasta trú á gildi þess, að landstjórðungamir hefðu sterk samtök og lagði sig mjög fram að efla samstöðu Norðlendinga- fjórðungs. Áskell er tvíkvæntur. Hann missti fyrri konu sína Þórnýju Þorkelsdóttur þegar hann var bæjarstjóri á Húsavík. Mcó henni átti hann tvær dætur Stein- unni og Ásu. Fyrir hjónaband hafði hann eignast dóttur, Guðrúnu. Síðari kona hans er Áslaug Valdemarsdóttir frá Húsavík. Þau eiga tvö börn Olafíu og Einar. Þau hjón eiga mjög fallegt hcimili að Höfðahlíð 9 á Akureyri. Þangað er gott að koma og njóta gest- risni þeirra. Ég man fyrst eftir Áskeli þegar ég var að Ijúka námi vió Samvinnuskól- ann vorið 1947. Hann var þá aó taka inntökupróf upp í eldri deild skólans. Hann útskrifaðist þaðan eftir eins vetrar nám. Haustið 1948 þegar ég fór að starfa í Reykjavík hófust kynni okkar. Ég tók líjótlega eftir hinum fjölþættu gáfum hans og þótti fróó- legt að ræða við hann. Hann var þá í hinu svokallaða framsóknarhreióri í prcntsmiðjuhúsi Eddu þar sem Tím- inn og Framsóknarflokkurinn höföu skrifstofur sínar. Hann fylgdist þá öðrum betur með landsmálunum og þcim hræringum sem voru hverju sinni í stjórnmálunum. Jafn glögg- skyggn maóur og hann var öðrum fyrri til aó spá í framvindu mála og sjá ýmislegt sem aðrir voru ekki búnir að átta sig á. Ég var á þessum árum mjög áhugasamur um landsmálin og stjómmálin og fór því fljótlega aó bera mínar ályktanir um landsmálin undir Áskel. Ég held að við höfum sameiginlega oftast verið búnir að átta okkur á því hvernig næstu skrefin lijá stjórnmálamönnunum væru tekin. Askell er líka mikill áhugamaður um dulræn málefni. Margar samræðu- stundir höfum við átt um þau málefni um dagana. Áskell er maöur mjög fjölfróður. Hann hefur aldrei einangrað hugsanir og störf vió cinn málallokk og lætur sér fátt óviðkomandi. Frægt var þegar hann var í spumingaþætti í útvarpinu og spyrlarnir gátu með engu móti lagt l'yrir hann þær spurningar sem hann gat ekki svarað. Ymsir voru famir að halda aó þctta yrði fastur dagskrárlið- ur til framtíðar. Nú er öld sérhæfing- arinnar runnin upp. Langskólagengn- ir, sérhæfðir menn eru þaó sem koma skal. Meðan hann starfaði í Reykjavík voru stofnanir þær sem vió störfuðum á mjög nálægar hvor annarri. Vió hitt- umst því eðlilega nánast daglega. Svo vildi til á tímabili, að forstöðumenn beggja þessara stofnana voru gamlir skólabræður. Ágætustu menn aó mörgu leyti. Þeir voru báðir úr nem- endahópi þeim sem Jónas frá Hrillu hafði komið ungum til ábyrgðarstarfa. Eins og áður er vikió að voru ungir og framgjarnir menn ekki þeirra uppáhaldsstarfsmcnn. Við skyldum því öðrurn betur aóstöðu hvors ann- ars. Átti þetta sinn þátt í að samstaða okkar varð meiri sökum vamarbaráttu þeirrar sem hvor okkar varð aó standa í hjá þeim fyrirtækjum sem við störf- uðum. Eftir aó Áskell flutti norður fyrir heiðar voru samfundir okkar margir þegar hann var á ferð til Reykjavíkur og oft hel'ur síniinn verió notaður til að ræóa málin og spá í hlutina. Hinu er ekki aó leyna að stundum hafa smá óveðursský gengió yfir enda erum við víst báðir skapmiklir og hreinskilnir. Ef til vill l'ull hreinskilnir eins og gamall ættingi minn sem þekkti okkur unga mcnn orðaói þaó einu sinni. Ég sendi Áskeli og fjölskyldu hans bestu kveðjur og ámaóaróskir á þessum tímamótum. Ég bíð óþolin- móður eftir að hann skrifi ævisögu sína því sagnfræói þessarar aldar yrói svipminni ef þá bók kæmi til með að vanta í bókasöfn þeirra mörgu, sem hafa áhuga á að kynna sér hvernig landsmálin þróuðust á öldinni sem nú er að renna sitt skeið. Ragnar Olafsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.