Dagur - 03.07.1993, Blaðsíða 17

Dagur - 03.07.1993, Blaðsíða 17
Laugardagur 3. júlí 1993 - DAGUR - 17 BÖRNIN OKKAR Kristín Linda Jónsdóttir Að koma með bömin sín heil heim Það er skemmtilegt og uppbyggjandi að víkka sjóndeildarhringinn, með því að ferðast um áður óþekktar slóðir, hvort sem um er að ræða í næsta byggðarlagi eða á erlendri grund. Við nýtum frí- stundir sumarsins örðum tímum fremur til slíkra ferðalaga og leggjum land und- ir fót, hvert með sínu lagi, ásamt fjöl- skyldu okkar. Hvort sem við ferðumst langt eða skammt skiptir það mestu að okkur auðnist að koma heil heim. Að við og börnin okkar komumst klakklaust í gegnum ferðalög sumarsins. Um drukknanir barna hefur vcrið rætt töluvert á síöustu árum og mánuð- um en hver cinasta drukknun cr einni of mikið. Nýtum björgunarvesti og glcymum okkur ekki andartak. Erum við hugsanlega öruggust í því umhverfi sem við þekkjum, vegna þess að við þekkjum það og þar leynast ekki óvæntar hættur við næsta fótmál ? Ef svo er er þá ekki sérstaklega nauðsynlegt að hafa augun opin þegar við ferð- umst um ókunnar slóðir? Fyrir börn sem búa í þéttbýli er heimsókn á sveitabæ ævintýraleg og spennandi. Þar þarf ekki að gæta sín á bílunum á götunum og víðátta túna, holta og móa heillar. Því miður verða of mörg slys þcg- ar börn sækja bændur heim. Kramdist undir áburðar- pokum! Á síðustu árum hafa til dæmis orðið slys þegar börn hafa klifrað upp á áburðarpoka-stafla ýmist heima á sveitabæjum eða þar sem þeir standa viö vegkantinn. Eldri börnin komast upp á cn þau yngri ekki og þegar minnst varir hrynur staflinn undan eldri börnum og þau yngri verða undir. Einnig cru rúllubaggarnir freistandi til að klifra á en stórhættulegir. Flestum eru Ijósar hætturnar sem fylgja vélum og tækjum á búum en aldrei er of varlega farió í því Krakkar eru mikið í fótboita cn cins og reynslan sýnir geta laus fótboltamörk verið hættuleg. Á síðustu sex árum hafa að minnsta kosti 30 börn slasast þegar mörk hafa fallið ofan á þau. sambandi. Sveitabæir verða tæknivæddari með hverju árinu og um leið aukast hætturnar. Til dæmis hafa rafmagnsgirðingar margfaldast að lengd og umfangi á síðustu árum. Þó svo þær séu ekki lífshættulegar er hvorki æski- legt eða þægilegt fyrir barnið okk- ar, sem ætlar að troða sér í gegn- um girðinguna, að fá stuð í höfuð- ið. Það var mark Börnin okkar þekkja leiktækin í sínu nánast umhverfi en ný leik- tæki cru spennandi og skemmti- leg. Er fótboltamarkið á lóð sum- arbústaðarins fast eða l'ellur það á andlitió á barninu þínu ? Á síöustu sex árum hafa að minnsta kosti 30 „Slys eru ekki yf irnáttú ru leg u r hlutur. Þau eiga sér alltaf eðlilega skýringu og færustu sérfræðingar segja að það sé hægt að fyrirbyggja 97% allra slysa,“ segir Herdís Storgaar verkefnisstjóri hjá Slysavarnafélagi íslands. Eg vil að mamma og pabbi passi mig vel; - svo vel að ég þurfi ekki að vera hrædd - svo vel að ég meiði mig ekki neitt - svo vel aðmig hendi ekkert illt - svo vel - svo vel - svo vel börn slasast alvarlega þegar mörk hafa fallið ofan á þau. Hver er ábyrgó þeirra sem setja mörkin upp? Mörg leiktæki eru of veik- byggð, illa við haldið og illa fest. Leggjum það á okkur að skoóa leiktækin áður en barniö okkar fer að leika sér í þeirn og meta öryggi þeirra. Það eru dæmi um að leik- tæki fyrir börn hafi verið sett þannig upp að þau geti fallið 4 metra úr þeim og niður á steypt undirlag! Hvað eru þeir að hugsa sem hanna og setja upp slíkar slysagildrur? * Eg er að sökkva! Skurðir ýmist grafnir af mönnum eða fen og dý sem náttúran hefur mótað eru hættur sem víða leynast oft ótrúlega nærri ferðamanna- stöðum og bæjum. Einnig er rétt aó minnast þess að Island er land jarðhita og heitir lækir, uppsprett- ur og hverir eru víóa. Sjóðandi lækur í nokkurra metra fjarlægö frá tjaldstæði sem vinsælt er til ættarmóta er stórhættulegur og of mörg börn brennast á heitu vatni. Vatn, heitt eða kalt, getur dulist undir grænu grasi, vió, sinu, eða öðrum gróðri. Það er ckki langt síðan barn var hætt komið í síki eða for í Reykjavík, þær leynast á ólíklegustu stöóum hætturnar. Við veiðar Um drukknanir barna hefur verið rætt tölvert á síðustu árum og mánuðum en hver einasta drukkn- un eða nær drukknun er einni of mikið. Fjöldi íslendingar leggur leið sína að ám og vötnum á sumr- in, sofnum ekki á veróinum. Nýt- um björgunarvesti og gleymum okkur ekki andartak því að þau eru fá andartökin sem það tekur barnið okkar að drukkna. Jafnvel drullupollar geta valdið dauða Því miður eiga sér stað drukknanir í sundlaugum og heitum pottum, jafnvel uppblásnum litlum buslu- laugum, gosbrunnum og tjörnum í görðum. Sjaldan eru þessi mann- virki eins mikið notuð og yfir sumarið þcgar sólin skín. Gætum aö því að vatn er hvikull vinur, smábörn hafa drukknað í smá pollum, þau falla á andlitið, bera ekki fyrir sig hendurnar, draga að sér andann og lungun fyllast af vatni. Þcgar fjölskyldan er í sundi verður að vera ljóst hver ber ábyrgð á þeim sem eru ósyntir, ekki synda burt og tclja að stóri bróðir sé aó gæta litlu systur án þess að oróa það við hann. Ef til vill er hann aðeins að leika sér við hana og áttar sig ekki á að þú crt ekki til staðar þegar hann sjálfur syndir burt, slíkur misskilningur cr oft dýru verðir keyptur. Það er aldrei óþarfi eða móðursýki að gæta barnanna sinna Alltol' oft hef ég hlustað á mcnn, ávíta konur fyrir áhyggjur þcirra af öryggi barna. Ég veit að þið hafið heyrt það líka. Sem bctur fer cru flcstir forcldrar, afar og ömm- ur og aðrir þeirra sem gæta barna samhentir í því að vaka yilr vel- fcrö þeirra og öryggi. En hvc oft cr það mamman sem fer af staó til að gæta að börnunum? Hve oft fær hún þau svör að þaó sé algjör óþarfi að hafa allar þessar áhyggj- ur það sé allt í lagi með börnin! Skyldi hún hafa fcngið slík svör móðir barnsins sem drukknaði ör- skammt frá bænum? Eða móðir barnsins sem brenndist þegar það steig ofan í sjóóandi kolin í hol- unni scm gómsætt lærió hafði ver- ið grafið í? Það er ekki töff að hafa eng- ar áhyggjur Auðvitað verða börn að fá visst svigrúm til leikja, til að kanna heiminn og til að kljást við það scm ögrar cn aðcins ef fyllsta ör- yggis er gætt. Þaó er notalcgt að sitja inni í sumarbústaðnum, tjaldinu eða gististaðnum mcð rjúkandi kaffi í krús eða svalandi drykk á meðan börnin fara í fjallgöngu eða leika sér skammt undan. En hvar eru þau og hvað nákvæmlega eru þau að gera? Láturn ekki eigin leti verða slysagildru barnanna okkar. Gæt- um þcss einnig að vímucfnaneysla slævi ckki dómgreind okkar þegar öryggi barnanna á í hlut. Það cr mikilvægt að það sé ávallt einhver fulloróinn með í barnahópnum þegar dvalið cr fjarri daglegu um- hverfi barnanna. Stöndum upp og fylgjum þeim eftir, frumkvæðið og könnun óþekkts umhverfisins getur eftir sem áöur veriö þeirra, við erum aðeins öryggisnet og fá- um um leið að njóta ævintýrisins með þeirn. Næsti þáttur: Þaö eru börn í bílnum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.