Dagur - 03.07.1993, Blaðsíða 12

Dagur - 03.07.1993, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 3. júlí 1993 Sagnabrunnur Landnám Svía á Siglufirði og húmoristinn Albert Engström Norðmenn voru stór- virkastir við að efla atvinnulíf Siglufjarð- ar á fyrsta fjórðungi þessarar aldar. Þeir riðu á vaðið. Þeir komu með hið nýja, stórvirka veiðitæki, herpinót- ina til Siglufjarðar árið 1903, en tilraunir til veiða misheppn- uðust. Þeir komu aftur 1904, og þá var heppnin með þeim. Þeir veiddu ágætiega, herpi- nótin gaf góða raun. Það var undravert, hvað hægt var að veiða af vaðandi síld í þetta nýja veiðitæki. Þótt Norðmenn séu upphafs- menn herpinótaveiða hér við land, svo og frumherjar að söltun og bræðslu síldar á Siglufirði, þá hafa fleiri þjóóir, útlendar, komið þar við sögu. Má þar nefna Dani og Svía. En þótt hlutdeild þeirra síð- ast nefndu sé mjög lítil, miðað við brautryðjendastarf Norðmanna við að gera Siglufjörð að stórfelldum síldarbæ, þá er ekki ástæða til, að framtak þeirra gleymist meó öllu. Telja má sennilegt, aó eftirtaldar upplýsingar um hina fyrstu sænsku síldarútgeró frá Siglufirði séu í fárra höndum nú oróið, og því ætla ég að fara nokkrum orð- um um hinn fyrsta leiðangur, er Svíar sendu til Siglufjaróar árið 1905. Og sú vióleitni, er nokkrir Svíar sýndu til að ná fótfestu á Siglufirði, varð orsök þess, að kímniteiknarinn og húmoristinn Albert Engström kom þangað árið 1911. En það var reyndar Norðmað- ur, sem átti frumkvæðið að þess- um fyrsta síldarleiðangri Svía til íslands. Maður þessi var Edvin Jacobsen, útgerðarmaður frá Fosnavaag í Noregi. Jacobsen var í hópi hinna fyrstu Norðmanna, er komu til Siglufjarðar árið 1904 með hið nýja veiðitæki þeirra tíma, herpinótina. Þetta veióarfæri olli byltingu í síldveiðinni. Vaðandi síld veidd í herpinót Áður er herpinótin kom til sög- unnar, voru síldveiðar takmarkað- ar viö veiðar í lagnet og landnætur inni á fjöróum og víkum, og rek- netin voru þá lítt þekkt og reynd og þóttu misfiskin. Ymist sukku þau vegna ofveiði eða glötuðust, ef veður spilltust. En hið nýja tæki, herpinótin, var heppileg til að veiða vaðandi síld á opnu hafi, hvar sem var, þegar veðurskilyrði leyfðu. Og aflinn gat oft skipt hundruðum tunna eða mála í hverju einstöku kasti. Svo afkastamikið veiðarfæri hafði aldrei þekkst fyrr. Norðmenn komu með herpinót- ina til Siglufjarðar árið 1903, sem fyrr segir, en veióitilraunirnar mistókust. En þeir uróu reynslunni ríkari, og árið eftir komu þeir aft- ur, og þá heppnaðist veiðin í þetta nýja tæki; nýtt tímabil hófst á Siglufiröi, Norðmenn tóku sjávar- lóðir á leigu og byggðu hin fyrstu plön og bryggjur. En fyrstu árin söltuðu þeir þó mikið af síld um borð í birgðaskipunum, er lágu í höfninni sumarlangt. Þetta voru stórar skonnortur eða barkar, svo- nefndir „lektarar". Þar fengu hinar siglfirsku stúlkur hina fyrstu æf- ingu í að kverka síld á skipsfjöl. Þar um borð var oft glatt á hjalla. Hinn góði árangur, er herpinót- in gaf árið 1904, varð til þess, að þeir höfðu mikinn viðbúnað árið eftir, og hver af öðrum tóku Noró- mennimir sjávarlóðir á leigu á Hvanneyrinni og undir Hafnar- bökkum og hófust handa um að byggja síldarplön, bryggjur og síldarhús, en söltun um borð í bryggskipunum hélt þó áfram næstu árin sökum aðstöðuskorts í landi. Hér varð að byggja allt frá grunni. Vel heppnuð tilraun Svíans Jacobsen var í hópi þeirra fyrstu, er fékk aðstöðu í landi, og hann reisti svonefnda Jacobsensstöð. Hann rak útgerð og síldarsöltun á Siglufirði í áratugi og var vel mef inn af öllum, er hann þekktu. I byrjun ársins 1905 vann Jacobsen að því, að kynna Svía nokkrum, er hann þekkti, hina góðu aðstöðu, sem hann taldi vera á Siglufirði, til að stunda síldveiðar með herpi- nót, m.a. benti hann á hina sér- stæðu og afbragðsgóðu höfn og ágætu legu staðarins yst fyrir miðju Norðurlandi. Þessi viðleitni hans varð til þess, að Adolph J. Solbu, forstjóri í Gautaborg, ákvað að gera út leiðangur til Is- lands sumarið 1905. Solbu leigði skonnortuna „Pi- len“ frá Stavanger, er skyldi vera birgðaskip og verkunarstöó, enn- fremur kútterinn „Orion“ til síld- veiðanna. Utgerðin heppnaðist ágætlega, og þótt skipin væru norsk, höfðu þau sænskan fáim meóferðis til að undirstrika, að hér væri sænskt fyrirtæki á ferð. Þessi fyrsta, vel heppnaða til- raun Svíans varð til þess, að Solbu fékk tvo aðra landa sína í félag við sig á næsta ári, og sendu þeir þá stærri leiðangur til Siglufjarð- ar. Þessir félagar hans hétu H.H. Kristensen og Erik Bolin. Þeir sendu sumarið 1906 gufuskipið „Serla“ frá Gautaborg til síldveióa við Island. Skipstjóri var Carl Kock frá Gautaborg og er „Serla“ óefað fyrsta sænska gufuskipió, er siglir inn í Siglufjarðarhöfn. Solbu ætlaói árið áður, 1905, að leigja gufuskip í hinn fyrsta leiðangur, cn leigan strandaði á því, að ekkert sænskt sjótrygg- ingafélag fékkst til að tryggja farm og útbúnað á hinum fjarlægu miðum vió Norður-ísland. Jacobsen mjög áreiðanlegur Hinir tveir leiðangrar Solbu og fé- lags hans heppnuóust vel og fram- ar vonum, og þetta framtak þeirra varó til þess, að árið 1907 komu hingað leiðangrar frá Smögen og Lysekil, og upp frá því tóku Svíar á ári hverju þátt í síldveiðinni fyrir Norðurlandi. Edvin Jacobsen hafði yfirum- sjón með síldarleióangrum þeirra Solbu, Kristensens og Bolin þau 14 ár, er þeir gerðu skip sín út til síldveiða hingað, og er ekki að efa, aó Svíarnir hafa notið dugn- aðar hans og fyrirhyggju, þar sem Jacobsen var maður mjög áreiðan- legur í öllum viðskiptum. Traust það, er hann ávann sér hjá Svíum, má marka á því, að í fyrri heimsstyrjöldinni löggilti matvælanefnd Svía hann sem trúnaðarmann sinn varðandi yfir- töku á saltsíld frá íslandi. Það var vissulega ábyrgðarstarf, eins og verkun síldar var háttaó á þeim dögum. Jacobsen geymdi í fórum sín- um sænska fánann er blakti á Siglufjarðarhöfn á skonnortunni „Pilen“ sumarið 1905. Hann varð- veitti fánann sem minjagrip, og þegar síðari heimsstyrjöldin var að hefjast 1939, afhenti hann aðal- ræðismanni Svía á Islandi, hr. O. Johansen, fánann, meó tilmælum um að hann fengi samastað á Sjö- farsmuseum í Gautaborg. Svíar voru frá upphafi síld- veiða fyrir Noróurlandi helstu kaupendur saltaðrar síldar, og þeir voru jafnan langstærstu kaupend- urnir fram að árinu 1940. Um skeið voru þeir því nær einráðir á saltsíldarmarkaðnum, og má segja, að þeir hafi - á vissu tíma- bili - verið raunverulegir eigendur margra síldarstöðvanna á Siglu- firöi. En svo koma nýir aðilar, ný- ir markaðir, og síldin seldist til fleiri landa. Það var því ekki nema eðlilegt, að þegnar helsta síldar- neyslulandsins hefðu hug á aó taka þátt í hinu mikla kapphlaupi um Norðurlandssíldina, sem hófst með tilkomu herpinótarinnar 1904. ísland fjarlægt og óþekkt Og sú staðreynd, að Solbu for- stjóri fékk ekki sænsk trygginga- félög til að tryggja farm og útbún- að hins fyrsta sænska síldarleið- angurs, sýnir, hve Island var um þetta leyti fjarlægt og óþekkt meó- al Svía. En Norðurlandssíldin kynnti Island þar ytra. Hún þótti afbragðs ljúffeng fæða á matborði Svía, sem fóru að gefa gaum þessu norðlæga, og í þeirra aug- um, mjög fjarlæga landi. Sænskir síldarkaupmenn, skipamiðlarar, fiskimcnn og for- vitnir ferðalangar og ævintýra- menn lögðu á hafið og leituðu til Siglufjarðar á sumrin. En það var aðeins einn Svíi, er reisti stóra síldarstöð í landareign Siglutjarð- ar. Það var John Wedin frá Stokk- hólmi. Hann eignaðist sjávarlóó þá, sem frumherjinn Mannes hinn norski, hafði tekið á leigu árið 1903, og sem landar hans, Hareide og Garshoe, urðu eigcndur að ári síðar, cn seldu svo Wedin. Lóð þessi var á austanveróri Hvann- eyrareyri, á milli Gránubryggju og Henriksensstöðvar. Þar reisti Wedin síldarstöð og síldarhús. Síðar reisti hann snoturt íbúóarhús í brekkunni lyrir ofan eyrina, og var hús hans ýmist nefnt Wedins- hús eða Wedinsvilla. Engström kallar Wedin „sænska landnámsmanninn á Siglufirði“, og er það réttnefni, þótt ekki ætti hann fyrstu sænsku síldarútgerðina, er þangað sótti veiöar, sbr. það sem áður segir. Wedin var dugmikill athafna- maður og vænn höfðingi, og það var hann, sem bauð nokkrum sænskum kunningjum sínum til Siglufjarðar sumarió 1911, og þekktastur þeirra mun hafa verið teiknarinn og húmoristinn Albert Engström. íslandsferð á þeim dög- um þótti mikið ævintýri. Tuttugu og þrjár ölknæpur í síldarbænum Engström skrifaði nokkuð um dvöl sína í þessum norðlæga síld- arbæ, er þá var í bernsku og allur hálfkaraður. En hvort það, sem úr penna hans flaut, gaf rétta og sanngjarna mynd af staónum, skal ósagt látið, því að fyrir Engström vakti fyrst og fremst að skapa húmor, sem krassaði á við vel Til sölu húseignin að Háalundi 6 Akureyri Upplýsingar í síma 96-11857. Happdrætti Blindrafélagsins 1993 Dregið 23. júní. Vinningsnúmer eru: 4385 5667 8147 19595 22167 5521 8669 19991 500 4517 10288 13823 19416 1004 5917 10401 14691 19533 2163 7126 11547 14829 19581 2705 7793 11721 15941 20872 3553 8321 12598 16043 21695 3859 8901 12658 16728 21995 4239 9170 13698 18347 22916 4375 9477 13763 19283 24043 Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra, Hamrahlíð 17. Símsvarinn er 38181. Hér birtist einn af mörgum þáttum sem Björn Dúason á í fórum sínum og tengjast sögu Siglufjarðar. Tilvalið þykir að birta hann núna þar sem 8. júlí nk. eru 90 ár liðin frá því fyrsta hafsíldin barst til Siglufjarðar og verður tíma- mótanna m.a. minnst með síldarsöitun á vinabæjamótinu svo og um verslunarmannahelgina þegar Síldarævintýrið brestur á. !■

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.