Dagur - 06.07.1993, Síða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 6. júlí 1993
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SIMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. 1200Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐKR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SIGRÍÐUR ÞORGRIMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Sopanum fylgir áhætta
Neysla áfengis framkallar ýmist gleði eða veldur
sorg. Áfengi hefur verið notað sem vímugjafi í mörg
þúsund ár og tvíeggjuð áhrif þess hafa ávallt verið
kunn. Sumir geta notað það í hófi, sér til hressingar
eða slökunar. Aðrir drekka meira en þeir ætla sér,
missa stjórn á drykkjunni og hegðun sinni um leið.
Sá sem byrjar að drekka veit ekki hvort hann kemur
til með að hafa stjórn á neyslunni, hvort hann er
alkóhólisti eða getur notað þennan vímugjafa í hófi.
Það er áhætta að taka fyrsta sopann, áhætta sem
getur leitt til dauða.
Óttar Guðmundsson, læknir, fjallar um ofdrykkju í
bæklingnum „Áfengissýki - handbók fyrir stjórnend-
ur fyrirtækja um áfengismál" sem nýlega kom út.
Þar segir hann m.a.: „Enginn sem ég veit um hefur
þó valið sér það hlutskipti að stjórna ekki drykkju
sinni. Flestir þeirra uppgötva á einhverju skeiði lífs
síns að drykkjan fer endurtekið úr öllum böndum og
er orðin mun meiri en þeir sjálfir ætluðu sér. Þeir
skynja sér til mikillar skelfingar að hegðun þeirra og
framferði í drykkjunni er í engu samræmi við áætlan-
ir þeirra og lífsstefnu. Margir hafa lýst fyrir mér
þeirri örvinglan sem þeir fundu fyrir þegar þeir upp-
götvuðu að þeir höfðu enga stjórn á vímunni. En á
sama tíma var eitthvað í áfenginu sem heillaði þá
svo mjög að þeir freistuðust til að reyna á nýjan leik,
hvort þeim tækist að drekka aftur. En aftur og aftur
komust þeir að raun um að stjórnleysið virtist búa
innra með þeim sjálfum. Þegar fyrsti sopinn var
runninn niður í magann og áhrifanna farið að gæta
gleymdist allur góður ásetningur og áfengið sjálft
virtist taka við stjórnvölunum."
Það að breyta gegn eigin sannfæringu og siðferð-
iskennd, geta ekki haft stjórn á vilja sínum og hegð-
un, hlýtur að vera hverjum manni þungbært. Afleið-
ingar stjórnlausrar drykkju birtast í ýmsum hörmu-
legum myndum og fullyrt er að ofdrykkja dragi einn
íslending til dauða á hverjum degi. Fólk í vímu verð-
ur fyrir slysum, veldur slysum, missir geðheilsuna,
sviptir sig lífi eða deyr af líkamlegum afleiðingum of-
drykkju. Ótalið er þá heimilisböl og afbrot og önnur
félagsleg vandamál sem af ofneyslu áfengis hljótast.
Ekki er þetta dýrðin sem unglingarnir sækjast eftir
þegar þeir byrja að smakka vín, enda munu flestir
þeirra komast klakklaust gegnum ólgusjó vímuefn-
anna. Hins vegar sýnir reynslan að 10-20% þeirra
verða alkóhólistar og enn fleiri missa einhvern tíma
stjórn á drykkjunni með þungbærum afleiðingum.
í útvarpsfréttum í gær var haft eftir lækni á slysa-
deild að flest alvarleg slys mætti rekja til áfengis-
neyslu. Hann nefndi umferðarslys, slagsmál og
ýmsa áverka sem mætti rekja beint til neyslu vímu-
efna. Þessi hlið málsins heyrist allt of sjaldan og það
ætti að vera krafa uppalenda í þjóðfélaginu að skýrar
upplýsingar um afleiðingar áfengisneyslu verði
teknar saman og birtar og notaðar í forvarnarstarfi í
skólum. íslendingar hafa verið mjög duglegir við að
fræða æsku landsins um skaðsemi reykinga en áróð-
urinn gegn áfengisneyslu hefur ætíð verið hjáróma
og settur fram af lítilli sannfæringu þrátt fyrir þá
staðreynd að áfengið veldur mun fleiri íslendingum
fjörtjóni en tóbakið. Foreldrar og hinir opinberu upp-
alendur verða að láta af þessum tvískinnungi, börn-
in eiga rétt á markvissri fræðslu um þá áhættu sem
fylgir áfengisneyslu. Sú áhætta er vissulega mikil. SS
Fjórðungsmót norðlenskra
segir Víkingur Gunnarsson, hrossaræktarráðunautur
Þrátt fyrir að veðurguðirnir
hafi gert mönnum heldur líf-
ið leitt á Fjórðungsmóti norð-
lenskra hestamanna á Vind-
heimamelum um helgina, eru
forsvarsmenn mótsins
ánægðir með hvernig til tókst.
Mótið hófst sl. mióvikudag
og því lauk með úrslitum sl.
sunnudag. Rigning og kuldi
setti svip sinn á mótiö framan
af og á föstudag er veórinu best
lýst með oróinu „skýfall“.
Norólenskir hestamenn héldu
þó sínu striki og biðu rólegir
eftir bctra veðri og það kom
loksins síðasta mótsdaginn, á
sunnudag.
Víkingur Gunnarsson,
hrossaræktarráóunautur, var
einn þriggja ráóunauta sem
dæmdu kynbótahross á mótinu.
Hann sagði í samtali vió Dag að
mörg athyglisvéró hross hafi
komið fram á mótinu. „Við
höfum rneiri breidd núna en vió
höfum nokkru sinni haft. Sér-
stakiega er áberandi meiri
breidd í stóðhestunum. Þctta cr
bylting írá því árið 1987. Þá
voru 11 stóðhestar sýndir, en
núna voru þeir yfir 20. Topp-
amir í öllum flokkum voru
mjög góðir hestar,“ sagði Vík-
ingur.
Af hrossaræktendum nefndi
hann sérstaklega þá feðga
Svein Guömundsson og Guð-
mund Sveinsson á Sauðár-
króki. „Otur og Kjarval éru
ungir afkvæmahestar sem náóu
mjög góðum árangri. Svo má
geta um menn sem eru aó koma
æ meira upp. Ég ncfni Ingva
Eiríksson á Þverá í Skíöadal,
sem náði frábærlega góðum ár-
angri. Einnig vil ég geta um Jó-
hann Friðgeirsson á Hofi í
Skagafirói. Hann var áberandi -
með tvo graðhcsta og af-
kvæmahryssu," sagði Víkingur.
Af knöpum nefndi hann fyrst
Baldvin Ara Guðlaugsson frá
Akureyri. „Hann var mjög áber-
andi, bæði í kynbótahrossum
og gæðingum. Af skagllrskum
knöþum má nefna Pál Bjarka á
f-lugumýri," sagði Víkingur
Gunnarsson. óþh
Röð efstu manna í A-flokki gæðinga: Frá hægri: Baldvin Ari Guðlaugsson á Hrafntinnu, Eivar Einarsson á Fiðlu,
Sigurbjörn Bárðarson á Hjúpi, Þorvar Þorsteinsson á Nökkva, Sigrún Brynjarsdóttir á Dömu, Jóhann R. Skúlason
á Prinsi, Egill Þórarinsson á Kolu og Höskuldur Þráinsson á Vordísi.
Átta efstu í eldri flokki ungiinga. Frá hægri: Ragnar Skúlason á Punkti, Friðgeir Kemp á Ör, Kolbrún Stella Indr-
iðadóttir á Sölva, Hrafnhildur Jónsdóttir á Kólumbusi, Isólfur Líndal Þórisson á Móra, Líney Iljálmarsdóttir á
Glettingi, Friðgeir Jóhannsson á Gými og Sveinn Ingi Kjartansson á Lciru.
Efstur í flokki cinstaklingssýndra
stóðhcsta 6 vetra og eldri varð Safír
frá Viðvík í Skagafirði, sem hér
sést ásamt eiganda sínum, Jóhann-
esi Ottóssyni.
Þrír efstu í flokki 4 vctra stóðhesta. Frá hægri: Höskuldur Þráinsson á Þyrli
frá Aðalbóli, Matthías Eiðsson á Óðni frá Brún og Eiríkur Guðmundsson á
Gulltoppi.