Dagur - 06.07.1993, Síða 9

Dagur - 06.07.1993, Síða 9
Þriðjudagur 6. júlí 1993 - DAGUR - 9 Sjöunda Esso mót KA 30. júní-3. júlí 1993 Fjör í KA húsinu á föstudagskvöld: Eitt af því sem keppendur í þrautahlaupinu þurftu að ieysa var að blása upp blöðru og sprcngja hana. Hér tckur einn keppenda á öilu sínu og þess má geta að blaðran sprakk á undan. Myndir: HA Keppni í tunnusvigi reyndi jafnt á hraða sem Icikni. Keflvíkingar fógnuðu ákaft þegar sigur var í höfn í flokki A-Iiða. Torfi, Ari Freyr og Róbert. Einn leikmanna UBK á fullri ferð. Mynd: Robyn Ánægðir heim af Esso móti Garpameistarar í ýmsum greinum Á föstudagskvöldið var mikið Qör í KA húsinu þegar þar var haldin mikil grillveisla jafn- framt því sem keppt var í ýms- um þrautum. Sigurvegararnir voru krýndir Garpameistarar í höfuðið á samnefndum heilsu- drykk frá Mjólkursamsölunni. bert sem voru að keppa og Ari Freyr sem hinir tveir sögðu aó væri lukkutröll liðsins en hann á enn nokkur ár eftir þar til hann keppir á ESSO móti. Allir höfóu þeir félagar skemmt sér konung- lega en hlökkuðu engu að síður til heimkomunnar. Lögreglan mætti á staðinn og sá um að mæia hraðann á boltanum í skot- hörkukcppninni. Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið upp á það besta skemmtu aliir sér vel á ESSO mótinu. Svo var t.d. með þrjá hressa Valsmcnn sem blaða- maður hitti þegar keppni á mótinu var nýlokið. Keppt var bæði í yngri og eldri flokki. Farió var í ratleik, keppt í að halda bolta á lofti, knattraki eða tunnusvigi eins og það var kallað, þrautahlaupi þar sem ýmis ljón voru í veginum á leið í mark- ió, keppt í skothittni og skothörku þar sem lögreglan mætti á staðinn með radarbyssu til aó mæla hraða boltans. Hamagangurinn í húsinu var mikill en mótshaldarar höfðu góða stjórn á öllu. En myndirnar tala sínu máli. Vorum með besta liðið A-lið Keflavíkur vann fræki- legan sigur á Valsmönnum í úrslitaleik A-Iiða. Einn af þeim sem þar fór fremstur í flokki var Hólmar Örn Rúnarsson. Hann var að sjálfsögðu ánægð- Hólmar Örn Rúnarsson. ur þegar sigurinn var í höfn. Hólmar sagóist alveg ein hafa búist við því að vinna, allavega hafi þaö verió stefna liðsins allt frá upphafi. Lið ÍBK vann alla leiki sína á mótinu nema einn er það gerði jafntefli við Fylki. „Við hefðum samt átt að vinna þann leik því við áttum leikinn," sagði Hólmar. Hann kvað úrslitaleikinn við Val hafa verið mjög erfiðan. „Mér finnst að við hefðum frek- ar átt aö vinna. Við fengum fleiri og bctri færi en þeir og því var sigurinn sanngjarn,“ sagði þessi hressi strákur úr Kefla- víkurliðinu. Eins og aðrir í liði ÍBK þá barðist Hólmar Örn eins og ljón allan úrslitaleikinn og sigurvilj- inn var svo sannarlega til staðar og greinilegt aö í Keflavík er unnið gott og markvisst ung- lingastarf í knattspyrnunni. tm alfaraleið

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.