Dagur - 06.07.1993, Page 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 6. júlí 1993
Iþróttir
Um helgina héldu Þórsarar sitt
árlega og sívinsæla Pollamót í
fímmta skipti. Mótið hét að
þessu sinni Pollamót Þórs og FN
en Flugfélag Norðurlands
styrkti mótið veglega og gaf öll
verðlaun. Að vanda var hart
barist á leikvellinum en góða
skapið var aldrei langt undan
og léttleikinn svo sannarlega í
fyrirrúmi þó svo að sumir kepp-
endur hafi verið komnir af
„léttasta“ skeiði. Meðal helstu
nýjunga má nefna að í fyrsta
skipti var keppt í fíokki 40 ára
og eldri, svokallaðri Lávarða-
deild og einnig voru ný verðlaur
veitt sem voru Skaphundur
mótsins. Mæltust þau vel fyrir
nema hjá þeim sem þau fengu,
óverðskuldað að eigin mati.
Halldór Arinbjarnarson
Víkverjar sigruðu á Pollamóti Þórs og FN að þessu sinni.
í fyrsta skipti var keppt í Lávarðadeiid og þar unnu Framarar.
Pollamót Þórs og FN
„Við kuimum ekki við að vinna þá,“
- sagði fyrirliði Þórs-c eftir að liðið hafði tapað úrslitaleiknum
fram vítaspymukeppni og þá
sýndu Þórsarar af sér þá gestrisni
að skora ekki úr tveimur fyrstu
spyrnum sínum og færa Víkvcrja
þar með Pollameistaratitilinn á
silfurfati. Þórsarar höfðu að sjálf-
sögðu skýringar á tapinu á reiðum
höndum og sögðust einfaldlega
ekki hafað kunnað við að vinna
andstæðingana. Þeir sem sáu leik-
inn drógu þá fullyrðinu þó í efa.
Lokahóílð hápunkturinn
Það er ekkert Pollamót án loka-
hófs og það var að þessu sinni
haldið í íþróttahöllipni. Þar var
gómsætur matur á boröum frá
Bautanum og ýmislegt brallaó.
Veislustjóri kvöldsins, sr. Pétur
Þórarinsson, fór á kostum aó
venju og stjórnaði samkomunni af
röggsemi. Skemmtiatriðin voru í
umsjón liðanna sjálfra og þau kitl-
uðu mörg hláturtaugar veislu-
gesta.
Karl Þórðarson knattspyrnu-
maður af Akranesi fór til að
mynda á kostum sem Skreiðar
Hirtinn og atriði Aftureldingar
vakti einnig mikla athygli.
Samkvæmt venju voru verð-
laun afhent á lokahófmu. Auk
hefóbundinna verðlauna fyrir 1.-3.
sæti voru ýmis aukaverðlaun í
boði. Árni Stefánsson úr Tinda-
stóli var valinn markvörður Polla-
mótsins og Þorsteinn Olafsson
IBK markvörður Lávarðadeildar-
innar. Bestu varnarmenn voru
kosnir Gunnar Austtjörö Þór-a og
Haraldur Erlendsson UBK. Karl
Þórðarson IA var besti sóknar-
maður Pollamótsins og Atli Jósa-
fatsson Fram í Lávarðadeildinni.
Sverrir Brynjólfsson Þrótti og
Haraldur Guðmundsson Aftureld-
ingu voru markahæstir á Polla-
Skemmtiatriði á Iokahófínu komu frá liðunum sjáifum. Það er Róbcrt B.
Agnarsson bæjarstjóri í Mosfellsbæ og fyrrvcrandi framkvæmdastjóri Kís-
iiiðjunnar sem hér er til skoðunar.
Bestu menn PoIIamótsins. Frá vinstri: Þorsteinn Ólafsson markvörður Lávarðadcildarinnar, Árni Stcfánsson mark-
vörður PoIIamótsins, Gunnar Austfjörð varnarmaður PoIIamótsins, fulltrúi Haraldar Erlendssonar varnarmanns
Lávarðadeildarinnar, Atli Jósafatsson sóknarmaður Lávarðadeiidarinnar og Karl Þórðarson sóknarmaður Polla-
mótsins. Myndir: HA
Metþátttaka var í mótinu að
þessu sinni. Til leiks mættu 50 lið
og haföi fjölgað frá 39 á síðasta
ári. Sem fyrr segir var sérstakur
flokkur 40 ára og eldri en þau lið
tóku þó einnig þátt í keppninni um
hinn eiginlega Pollameistaratitil.
Rétt til þátttöku hafa annars þeir
sem eru 30 ára og eldri. Kalt var í
veðri meóan á mótinu stóð en
keppendur og áhorfendur létu það
lítið á sig fá og allir fóru ánægðir
heim, staóráðnir í að koma aftur
að ári.
Keppnin
Keppni hófst á föstudagsmorgun
og þá um kvöldið var haldin mikil
grillveisla í Hamri þar sem glatt
var á hjalla. Keppni var síóan
fram haldið árla næsta morgun og
úrslit hófust upp úr hádegi. Liðum
var skipt í 8 rióla og komust 2
áfram úr hverjum í 16 liða úrslit.
Að riðlakeppni lokinni var Ijóst að
það voru Framarar sem voru sig-
urvegarar í Lávarðadeildinni, ÍBK
í 2. sæti og KA í því 3.
Keppnin um hinn eiginlega
mótinu með 8 mörk hvor en Heió-
ar Breiófjöró skoraði 7 mörk í Lá-
varðadeildinni fyrir UBK.
Ætíð er spenningur í loftinu
þegar úrslitin í vali á persónuleika
mótsins eru kynnt. Að þessu sinni
komu þau í hlut liðs Garpanna.
Þeir settu sér það markmið fyrir
mótið að skora helmingi fleiri
mörk í ár heldur cn síðast og það
tókst. Liðið skoraði 2 mörk. Krist-
inn Pétursson Fram var valinn
Persónuleiki Lávarðadeildarinnar.
Skaphundur Pollamótsins voru
verðlaun sem veitt voru í fyrsta
skipti. Þau komu í hlut Einars
Tryggvi markvörður Víkverja fær „viðeigandi“ meðferð eftir að hafa varið
vítaspyrnu í úrslitaieiknum.
Sr. Pctur Þórarinsson fór á kostum
sem veislustjóri á lokahófí Polla-
mótsins.
Vióarssonar hjá Þór-a og Vífils
Karlssonar hjá Sindra. Báðir
komu að sjálfsögðu af fjöllum og
töldu sig ekki veróskulda þennan
„heiður" umfram aóra. En allt var
þetta í gríni gert.
Að lokinni vcrðlaunaafhend-
ingu og skemmtiatriðum var dans-
inn stiginn fram eftir nóttu og víst
cr að allir þeir sem þátt tóku í
mótinu voru staóráðnir í að koma
aftur að ári.
Pollameistaratitil var æsispenn-
andi og lið Einherja frá Vopna-
ftrði tryggði sér bronsverðlaun
með því að leggja IR í leik um 3.
sætió 1:0. Um 1. sætið kepptu
hins vegar lið Víkverja og Þórs-c.
Gestrisnir Þórsarar
Þau voru ekki mörg glæsimörkin
sem litu dagsins Ijós í úrslitaleik
Þórs og Víkverja. Bæði lið léku
stífan vamarleik og voru hikandi í
öllum sínum sóknaraðgerðum.
Leikurinn einkenndist af miðju-
þófi en inn á milli brá fyrir
„snilldartöktum“ sem yljuðu
áhorfendum í noröannepjunni.
Frammistaða dómarans vakti
sérstaka athygli. Þar var á feró
Sveinbjörn nokkur Hákonarson og
hafði hann örugg tök á leiknum.
Sveinbjöm er vanur „dómgæslu-
störfum" í 1. deildinni, eða hefur í
það minnsta verið óspar á aó segja
þeim svartklæddu til í gegnum tíö-
ina. Honum urðu ekki á mörg mis-
tök, enda leikurinn stuttur.
Þegar Sveinbjörn blés til loka
leiksins hafði hvorugu liðinu tek-
ist aö klúðra tuðruni í netið hjá
andstæðingnum. Því þurfti að fara