Dagur - 22.10.1993, Síða 1
Hraðfrystistöð Þórshafhar hf.:
Urniið allan sólarhringiim
- við heilfrystingu og flökun á síld
Um þrjú þúsund tonn hafa bor-
ist af síld til Þórshafnar á ver-
tíðinni, en á fimmtudag landaði
Svanur RE þar 500 tonnum en
Júpíter ÞH og Björg Jónsdóttir
ÞH hafa cinng landað þar síld,
bæði til vinnslu og bræðslu.
Tæplega 50% af aflanum fara
til vinnslu scm teljast verður
mjög gott, en þó hafa komið far-
mar sem ckki hefur verið hægt
að nýta neitt úr til vinnslu og þá
hefur öll síldin farið til bræðslu.
Utan Þórshafnar hefur aðallega
verið tekið við síld til vinnslu á
Hornafirði og Eskifirði.
Síldarvirmslan eykur mjög eft-
irspum eftir vinnuafli en tekin var
upp vaktavinna þegar hún hófst og
er unnið allan sólarhringirtn í
frystihúsi Hraðlrystistöðvar Þórs-
hafnar hf. Um 10 manns bætast
við starfsmarmafjöldann vegna
vaktavimiunnar og fara þcir all-
flestir á næturvaktina, en á hverri
vakt eru um 20 manns. Jafnframt
er Ioðnuverksmiðjan í gangi allan
sólarhringinn, en þangað hefur
borist meira magn til bræðslu af
loðnu og síld en nokkru sinni fyrr.
Búið er að landa 35.205 tonnum
af loónu á Þórshöfn. Síldin sem
hefur verið að veiðast í Berufjarð-
arál og í Lónsbugtinni er mjög
góð til vinnslu en að sögn Guim-
laugs Karls Hreinssonar, verk-
stjóra hjá Hraðfrystistöð Þórshafn-
ar hf., er stærsta síldin heilfryst á
Evrópumarkað, cn sú minni er
Rækjuveiði hafín á Húnaflóa:
Veiðarnar stundaðar af 20 bátum sem
leggja upp hjá ijórum vinnslustöðvum
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
farið að tillögu Hafrannsókna-
stofnunar og veitt leyfi til þcss
að hafnar verði rækjuveiðar á
Húnaflóa og hófu nokkrir bátar
vciðar fyrr í vikunni. Fyrst um
sinn verður leyft að veiða 1000
tonn. Þrír bátar verða við
rækjuveiðar frá Hvainmstanga,
einn frá Blönduósi, fimm frá
Skagaströnd og ellefu frá
Hólmavík og Drangsnesi, eða
alls 20 bátar á Húnaflóanuin öll-
um.
A Hvammstanga eru það bát-
amir Haförn HU-4, Neisti HU-5
og Jón Kjartan HU-27, á Blöndu-
ósi Húni HU-62, á Skagaströnd
Hafrún HU-12, Helga Björg HU-
7, Auðbjörg HU-6, Olafur Magn-
ússon HU-54 og Dagrún ST-12. Á
Hólmavík og Drangsnesi hafa eft-
irtaldir bátar fengið úthlutað
veiðileyfum: Örvar ST-155, Sæ-
björg ST-7, Hilrnir ST-1, Sigur-
björg ST-55, Gunnhildur ST- 29,
Grímsey ST-2, Gpimvör ST-39,
Ásdís ST-37, Ásbjörg ST-9,
Sundhani ST- 3 og Stefnir ST-47.
arfirði, Geir frá Olafsvík, sem
gerður hcfur verið út frá Hvamms-
tanga, og heimabáturinn Bjarmi
sem liafa séð verksmiðjunni fyrir
hráefni á undanförnum misserum.
Þór hcldur úthafsrækjuveiðunum
áfram, Geir er aö fara á uppboð en
óljóst er á hvaða vciðar Bjarrni
fer, en undanfarin ár hefur harm
verið á skelveiðum.
Mynd: Robyn
flökuð og lögð í edik í tuimur. Sú
framleiðsla fer á markað í Svíþjóð
og Danmörku.
Um 20 skip eru á síldveiðum,
en á fimmtudag var lítið að hafa af
síld enda stendur hún djúpt og er
mjög stygg og því erfið viðureign-
ar, en megnið af því sem veiöist
fer til bræóslu. Botndýpi í Beru-
fjarðarál er frá 70 niður í 100
faðmar. 5.500 krónur em greiddar
fyrir tonnið af síld til bræðslu en
rúmar 7.500 krónur fyrir tonniö ef
síldin fer til viimslu. Verðmunur
eykst hins vegar vemlega eftir
viiuislu á þeirri síld sem unnin er
til maimeldis, á móti þeirri sem fer
til bræðslu, sem aóallega er notuð
til skepnufóðurs. GG
Drög að þaki yfir höfuðið!
Loðdýraræktin:
Lánaniðiirfærslan frá í
siunar hjálpar mikið
- segir framkvæmdastjóri Sambands loðdýraræktenda
Arvid Kro, framkvæmdastjóri
Sambands íslenskra loðdýra-
ræktenda, segir að Ioðdýra-
bændum sé talsverð hjálp í þeim
skuldbreytingum sem gerðar
voru hjá Stofnlánadeild land-
búnaðarins í sumar. Skinnaverð
er þó enn langt frá því sem það
var hæst en spár uppboðshús-
anna benda til áframhaldandi
hækkunar á verði, þó loðdýra-
ræktendur vildu vissulega hafa
hana hraðari.
ember með uppboði í Kaup-
maimahöfn og er verið að vinna úr
upplýsingum um framleiðslu ís-
lensku búanna á árinu. Arvid segir
að gæði lieimar séu vaxandi, sér-
staklega séu áberandi framfarir í
gæðum skiima hjá sunnlenskum
minkabændum. Hvað verö áhrærir
segir Arvid að þetta framleiðsluár
liafi veriö lélegt, meðalverð á
minkaskiimum 109 danskrar krón-
ur og 284 danskar krónur á refa-
skinnin. Áætlanir uppboðshússins
í Danmörku geri nú ráð fyrir
hækkun á næsta framleiðsluári,
sem hefst í desember, upp í 150
danskar krónur fyrir minkaskiimin
og um 400 danskar krónur fyrir
refaskinnin. „Þetta er ekki nóg en
hækkun samt. En það verður að
taka meö í reikninginn að þetta er
verðið til meðalbóndans en betri
búin eru 10-30% yfir þessu verði
og við eigum nokkra af þeirn hér
heima, sem betur fer,“ sagói
Arvid. JÖH
Aðgerðirnar hjá Stofnhlnadeild
landbúnaóarins sl. sumar fólust í
niðurfellingu á 30% af skuldum
loðdýrabænda við deildina en til
viðbótar voru felldar niður afborg-
anir lána næstu tvö árin. Aö þess-
um aðgerðum loknum telur Árvid
skynsamlegast fyrir bændur að
halda framleiðslumú áfram næstu
tvö árin í þeirri von að skinnaverð
hækki og reksturiim komist á
lygnari sjó.
Um síóustu áramót voru 72
loódýrabú í rekstri hér á landi og
segir Arvid flest benda til að
fjöldinn verði sá sami um næstu
áramót.
Framleiðsluárinu lauk í sept-
Áætlanir uppboðshússins í Danmörku gera nú ráð fyrir hækkun skinna-
vcrðs á næsta franilciðsluári, scm hefst í descmber.
Lcyfi til viimslu rækju hafa
Kaupfélag Steingrímsfjarðar á
Hólmavík, Særún hf. á Blönduósi,
Hólanes hf. á Skagaströnd og
Meleyri hf. á Hvammstanga.
Örn Gíslason, verkstjóri hjá
Meleyri hf., segir aó rækjuverk-
smiðjan hafi haft nægjanlegt hrá-
efni að undanlomu en það hcfur
verið úthafsrækja, bæði fryst og
ófryst. Um 25 heilsdagsstörf eru
við verksmiðjuna en allmiklu
fleiri starfa þó við hana því tals-
vert er um að fólk starfi þar hluta
úr degi.
Það eru bátamir Þór frá Hai'n-
Leyft var að hefja veióar fyrr í
Ófeigsfiröi á Ströndum, en aðeins
eiim bátur fór þangað og var afli
hans ágætur af sænúlega stórri
rækju. A öórum veiðisvæóum hef-
ur rækjan verið fremur smá miðað
við árstíma. Þrátt fyrir smáa rækju
benda raimsóknir þó til aö töluvert
magn sé að finna af rækju í Húna-
flóa. Miðfjörður er lokaður fyrir
allri veiði en rækjan sem faimst
þar er mjög smá, allt aö 580 stk. í
kg. Miðfjörðurinn er oft lokaður
fyrir rækjuveiói, enda er þar um
eitt af uppvaxtarsvæðum rækjuim-
ar að ræða. GG
Þokkalegt veður
framundirjól
- segir Lauga
Sigurlaug Jónasdóttir á Kára-
stöðum í Skagafirði hefur það
fyrir sið að spá fyrir um
veturinn í kindagarnir. Oft hef-
ur spáin hennar staðist, t.d.
spáði hún fyrir um þá tvo ill-
viðriskafla sem komu í dcsem-
ber og janúar sl. vetur. Hún tel-
ur að veðrið verði þokkalegt
fram undir jól, utan „smá-
skota“, en leiðindakafli verði
seinnipartinn í febrúar og fram
í mars.
Sigurlaug, eöa Lauga eins og
hún er oftast kölluð, segist alltaf
nota gamir af fullorðnu fé, minna
á Kárastöðum
sé að marka lambsgariúr. Þessa
veðurspáraðferð lærði hún í æsku.
I þetta simi sá Lauga ágætis
veður l'ram til jóla, utan tveggja
„smáskota" sem standa stutt, aim-
að þeirra semúlega skammt und-
an. Eftir áramót segir Lauga að
við fáum virkilega vetrartíð frá
lokum febrúar og frarn í mars.
Síðan telur hún aö veðrið verði
þokkalegt og vorið mun skárra en
nú síðast. Lauga segist oft hafa
komist „furðulega nærri“ í spá-
dómum sínum og engiim hafi
skammað sig enn. Er vonandi að
spá Laugu gangi eftir. sþ