Dagur - 22.10.1993, Page 4
4 - DAGUR - Föstudagur 22. október 1993
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHGLF 58, AKUREYRI, Sl'MI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Hjúkrunarfræðingar
skera upp sjúklinga
Skipulagsstjóri Akureyrarbæjar, Árni Ólafsson, hefur
skilað af sér greinargerð um hönnunarfúsk. Greinar-
gerðin var unnin að beiðni bæjarráðs Akureyrar eftir
að byggingarnefnd hafði gert harðorða bókun um
málið í vor. Sú bókun vakti mikla athygli því opinber-
ir aðilar höfðu fram að því haft hljótt um það sem var
umtalað í bænum; fúsk við hönnun og byggingu
mannvirkja.
Árni er afar harðorður í greinargerð sinni. Hann
segir að sér virðist sem íbúðir sem eru hannaðar af
ákveðnum húsateiknurum í bænum beri nær undan-
tekningarlaust vott um þekkingarskort þeirra á hí-
býlaháttum. Hann segir vinnubrögðin við innra
skipulag með slíkum eindæmum að þau verði að telj-
ast virðingarleysi gagnvart væntanlegum notendum
húsanna eða eigendum, sem leggja afrakstur lífs-
starfsins í húsnæðið. Skipulagsstjóri segir dæmi um
svo lélegar íbúðir að þær myndu teljast verri en slök
verkefni námsmanns á fyrsta ári í byggingarlist.
„Fúskinu í gerð aðalteikninga bygginga má á viss-
an hátt jafna við það, að hjúkrunarfræðingum yrði
falið að skera upp sjúklinga þar sem það væri ódýrara
en að láta læknana um verkið," segir skipulagsstjóri
Akureyrarbæjar orðrétt í greinargerð sinni.
Skipulagsstjóri vill að þeir hönnuðir sem hafi stað-
ið sig vel í faginu fái að njóta þess í framtíðinni en
fúskararnir verði látnir gjalda fyrir vinnubrögð sín.
Þetta er sjálfsögð krafa. Það hefur ekki tíðkast að
menn beri ábyrgð á fúski við gerð bygginga á Akur-
eyri. Mörg dæmi hafa komið upp og eitt það nærtæk-
asta lýtur að nýlegu fjölbýlishúsi við Helgamagra-
stræti. Þar komu upp alvarlegir gallar í mörgum
íbúðum en þegar draga átti menn til ábyrgðar vísaði
hver á annan uns málið fór í hnút. Annað dæmi, gall-
ar í sundlaugarbyggingunni í Glerárhverfi, virðist þó
ætla í annan farveg. Bæjarlögmanni var falið að
kanna hver eða hverjir bæru ábyrgð á göllunum og
er líklegt að innan tíðar verði viðkomandi dregnir til
ábyrgðar.
í greinargerð skipulagsstjóra um hönnunarfúsk
fær húsnæðisnefnd Akureyrbæjar líka ofanígjöf, en
nefndin hefur um árabil keypt stóran hluta þeirra
fjölbýlishúsa sem akureyrskir byggingarmenn hafa
framleitt. Húsin eru yfirleitt hönnuð og bygging
þeirra hafin án samráðs við húsnæðisnefndina og
ráðleggur skipulagsstjóri nefndinni að verða sér úti
um faglega ráðgjöf um hönnun bygginga almennt og
innra skipulag þeirra. Hann segir að húsnæðisnefnd-
ir þurfi að setja sér skýr markmið um að gæta hags-
muna væntanlegra íbúa.
„Metnaðarleysi húsnæðisnefndar í viðskiptum sín-
um við byggingarfyrirtæki á Akureyri er áhyggjuefni
og ætti bæjarstjórn Akureyrar að beita sér fyrir úrbót-
um í því efni,“ segir skipulagsstjóri í greinargerð
sinni og hann beinir líka spjótum sínum að bygging-
arnefnd og skipulagsnefnd og segir m.a. að bygging-
arnefnd hafi kröftuga slagsíðu þar eð hún sé að
meirihluta samsett af fulltrúum iðnaðarmanna í
byggingariðnaði. Er vonandi að greinargerð skipu-
lagsstjóra verði fylgt eftir með nauðsynlegum úr-
bótum. SS
Valddreifing, þvmgun,
spamaður, ójöfnuður!
Þaö hellast yfir mamp stórmálin.
Rússagrýlan er dauó, SIS er niður-
brotið, Island á að verða hluti af
„imiri markaði" Vestur-Evrópu
með „fjórfrelsinu“ hans og til að
kippa hinum nálæga heimi Iíka úr
skorðum er nú boðuð algjör upp-
lausn gömlu sveitarfélaganna.
Samkvæmt tillögum umdæmis-
nefndar á að gera 15 sveitarfélög á
Eyjafjarðarsvæðinu að einu - og
fmnst mörgum nóg um. En það á
að greiða atkvæði um málið í nóv-
ember og lýst er eftir almennri
umræðu um það. Þá er eins gott
að fara að mynda sér skoðun.
I fjölmiólunum hefur samein-
ingarmálið verið kymit sem vald-
dreifing og „efling sveitarstjórnar-
stigsins" og sem sérstakt hags-
munamál landsbyggðarimiar. Rík-
isfjölmiðlarnir hafa, í kynningu
sinni á málinu, rakið kosti breyt-
ingamia og hreint ekki fundið
neina galla sem verðir séu að
nefna. Fyrir óbreyttan sveitarfé-
lagslim eru þó ýmis áhyggjuefni í
sjónmáli.
Það hljómar annarlega í Uilinu
um lýðræðislega umræðu og at-
kvæðagreiðslu og talinu um
„valdið nær fólkinu“, að beint og
óbeint er gefið í skyn að samein-
ing verói þvinguð fram, verði hún
ekki samþykkt í kosningum. Rík-
isstjómin hefur nú þegar sam-
þykkt ílutning ýmissa verkefna frá
ríki til sveitarfélaga sem eru litlum
sveitarfélögum ofvaxin og hefur
stórfellda sameiningu sem for-
sendu. I framkvæmd mun það
neyða smærri sveitarfélög til að
sameinast öðrum. Þvinguiún er sú
sama og sameimng með lagaboði.
Tvö viðhorf
Það er að koma upp sama mynstur
og í EES-málinu. I embættiskerfi
ríkisins og hærri stofnunum cr
nokkuð einhuga fylgi vió málið,
hjá fjölmiðlafólki sömuleióis og á
Alþingi, en fylgi mimikar eftir því
sem fjær dregur miðstöðvum
valdsins.
Tillögurnar um sameiningu eru
ekki til komnar vegna óska sveit-
arfélaganna heldur hefur frum-
kvæðið algjörlega verið ríkis-
valdsins, það er hins vegar ljóst að
ríkisvaldið hefur fengið fulltrúa-
ráð Sambands íslenskra sveitarfé-
laga til fylgis við stórtæka samein-
ingarstefnu. Það kemur svo í ljós
að þegar umræðan eykst heima í
héraði vex gagnrým og andstaða
hjá sveitarstjórnarmönnum og al-
memiingi. Embættismemi og ker-
fiskarlar svara því til að þetta fólk
skorti skilning á málinu og að nei-
kvæóir sveitarstjómannenn „cin-
faldlega sjái valdi sínu ógnað“
(Björn Arnviðarson, Degi 20/10
’93).
Nóg um tilbúnað málsins;
skoðum imúhaldið. Megintilgang-
ur með svonefndri „eflingu sveit-
arstjómarstigsins“, eins og málið
er flutt, er eftirfarandi:
1. að auka hagræðingu
2. að draga úr umsvifum
ríkisins
3. að dreifa valdi út fyrir
höfuðborgarsvæðið
4. að efla lýðræðió
Hagræðingin
Erum við ekki öll fylgjandi hag-
ræðingu? Nei ekki endilega. Hag-
ræðing á auðvaldsvísu þýðir sam-
þjöppun fjármagns. Fjármagn leit-
ar þangaó sem fjármagn er fyrir,
fé til þcirra scm eiga mikið fé fyr-
ir. I sambandi við EES-samiúng-
inn er boðuð hagræöing til að laga
íslenskt atvinnulíf að Evrópu-
Þórarinn Hjartarson.
markaðinum. Opnaðar eru allar
gáttir fyrir erlendum vörum, inn-
lend framleiósluvernd er bönnuð.
Það er þamúg hagræðing sem er
að hagræða stærstum hluta ís-
lensks landbúnaðar og iðnaðar út
úr heiminum. Ekki er ég hrifinn af
því. Ekki heldur af hagræðingu í
Landsbyggðarfólk hlýtur
að skoða með opnum huga
allar breytingar sem
stefna að minnkun fjár-
magnsflæðis til Reykjavík-
ur. Ennþá er nokkuð
óljóst hvaða tekjustofnum
ríkið ætlar að sjá á bak.
En að því tilskildu að
verulegur tilflutningur
fjármagns verði með nýja
skipulaginu eru það þung-
væg rök því til stuðnings.
A móti kemur aukin hætta
á efnahagslegum mismun
svæðanna. En meginatrið-
ið er: Það er ótækt að
samþykkja nýtt stjórn-
kerfi áður en handfast
liggur fyrir hvaða tekju-
stofnar fylgja hinum nýju
verkefnum sveitarfélag-
anna.
félagslegri þjónustu sem miðar öll
að því að gera hana ódýrari í
rekstri, þó sú hagkvæmni þýði til
dæmis fækkun leikskóla, skóla og
heilsugæslustöðva. Hvað táknar
hagræðing í skólamálum við Eyja-
fjörð? Táknar hún ef til vill akslur
með böm frá Arskógsströnd til
Akureyrar? Aðstandendur lítilla
skóla eru á nálum. Skóli í grennd-
imú er eitt meginatriðiö í vellerð
fólks, þó „óhagkvæmur” sé.
En er ekki núkil sóun í íslensku
skólakerfi? Ojæja. Hlutfall af
þjóðartekjum okkar sem varið er
til grunnskólans cr tæpur helming-
ur af því sem gerist á liinum Norð-
urlöndunum.
Minni ríkisumsvif!
Frjálshyggjumömium hefur tekist
aö gera þetta að tískuslagorði. I
skjóli þcss fer ekki aðeins fram
einkavæðing lieldur stórfelldur
nióurskurður á útgjöldum til fé-
lags- og mcnntamála. Leikskólar
ríkisins eru bara nýjasta dænúð.
Það er í samhengi við niðurskurð-
inn sem skoða verður hinn mikla
áliuga ríkisvaldsins á aó „efla
sveitarfélögin”. Er þetta ekki af
ríkisins hálfu öðru fremur hugsað
sem sparnaðaraögerð?
Eitt helsta félagslega hlutverk
ríkisins er að jafna aðstöðu þegn-
amia. Það er og verður dýrara að
reka félagslega þjónustu í dreif-
býli en jiéttbýli. Ríkið jafnar að-
stöðu Islendinga lil náms. I
Bandaríkjunum vitum við að mis-
ríkar sýslur bjóða upp á mjög mis-
góða skóla. Ætlum viö aö bjóða
upp á slíkt?
Atvinnu-og fjárhagsstaða
byggða og héraða landsins er afar
núsjöfn. Sum héruð eru mjög
skuldsett og í djúpri kreppu. Þau
þurfa nú ekki l'yrst og frcmst
„efnahagslegt sjálfstæði". Slíkt
myndi aðeins virka sem hvati á þá
þróun að þau sterkustu Iifa cn hin
veslast upp.
Valddreifing
Landsbyggðarfólk hlýtur að skoða
meö opnum liuga allar breytingar
sem stefna að mimikun fjármagns-
ílæðis til Reykjavíkur. Emiþá er
nokkuð óljóst hvaóa tekjustofnum
ríkið ætlar að sjá á bak. En að því
tilskildu að verulegur tilflutningur
fjámiagns verði með nýja skipu-
laginu eru það þungvæg rök því til
stuðnings. A móti kemur aukin
hætta á efnahagslegum mismun
svæðamia. En meginatriðið er:
Það er ótækt að samþykkja nýtt
stjórnkerfi áður en handfast liggur
fyrir hvaða tekjustofnar fylgja
hinum nýju verkcfnum sveilarfé-
lagamia.
Lýðræði
Hvað er sveitarstjórnarlýðræði?
Það er þar sem almcmúngur hefur
virk álirif á pólitíkina næst sér -
ákvarðanatökuna. Eg get ekki
annað skilið en að tcngsl og áhrif
fólks á stjómkerfi sitt minnki þcg-
ar 15 sveitarfélögum cr skellt
saman í eitt. Sumir segja að lýð-
ræðið verði jafngott og lyrr, þó að
Akureyri bæti vió sig 5000
manns. Þaö er rangt. Olafsfjörður
eöa Svarfaðardalur eru annars
konar samfélög en Akureyri og
með annars konar þarfir. Svarf-
dælsk mál líta öðmvísi út í Svarf-
aðardal en frá Akureyri. Það cr
eitt meginskilyrði velsældar að
slík samfélög ráói sínum heima-
málum.
Eykst ekki lýðræóið til dænús í
skólamálum vió aö þau i’ærist til
sveitarfclaganna? Eg er ckki viss
um það. Þó svo að ríkió fjármagni
stóran hluta skólakcrfisins cr vald
sveitarstjóma um skipan sinna
skólamála mikið. Auk þess er
hægt að auka lýöræði í ríkisgeir-
anum án þess að grciðsluhluti rík-
isins minnki að sama skapi.
Er þá ekkcrt með aukið fjár-
hagslegt bolmagn og sjálfstjórn
sveitarfélaga að gera, til dænús í
innanhéraðsmálum Eyjafjarðar?
Jú. Nútímaskipulag ýnússar fc-
lagsþjónustu kallar á aukna sam-
stillingu og jafnvel stækkun sveit-
arfélaga, en mér finnst raunar að
það kalli ekki síður á nýtt stjóm-
sýslustig, til dænús uppvakiúngu
sýslnanna gönúu í einhvcrri
mynd. Ef stefnan verður hins veg-
ar tekin á stór svcitarlélög er jafn-
núkil nauðsyn að bæta við öðru
stjórnsýslustigi þar undir. Annars
boðar breytingin mikla skerðingu
á lýðræði.
Þórarinn Hjartarson.
Höfundur er jámsmiður og sagnfræðingur,
atvinnulaus.