Dagur - 22.10.1993, Síða 15
IÞROTTIR
Föstudagur 22. október 1993 - DAGUR - 15
HALLDÓR ARINBiARNARSON
Körfubolti, úrvalsdeildin:
Um hclgina leika Tindastóls-
menn tvo erfiða leiki. I kvöld
fara þeir til Njarðvíkur og leika
við heimamcnn í hinni alræmdu
ljónagryfju en á sunnudags-
kvöldið er komið að Grindvík-
ingum að spila í Síkinu á Sauð-
árkróki, eins og heimavöllur
Stólanna er gjarnan kallaður.
Tindastóll hefur til þcssa spilað
tvo leiki, gegn Haukum og KR,
og tapað báðum. Að sögn Peter
Jelic er það hins vegar fyrst og
fremst spurning um tíma hve-
segja Peter JeKc þjálfari Tindastóls og Páll Kolbeinsson leikmaður
nær æfingarar fara að skila sér
og menn uppskera árangur erf-
iðisins.
„Ef við skoðum þessa tvo leiki
sem búnir eru, þá voru Haukarnir
einfaldlega betri en við. Varðandi
KR-leikinn þá er okkar lið, eins
og ég hef áður bent á, reynslulítið.
Við vorum nálægt sigri í þeim leik
en reynsluleysið varð okkur að
falli. Sumir okkar stigahæstu
memi á æfingum og æfingaleikj-
um náöu ekki að einbeita sér í
sókninni og það var fyrst og
fremst vegna reynsluleysis. Það
má hins vegar ekki bara gleyma
svona leik og segja; það gengur
betur næst. Memi verða að læra af
mistökunum. Við erum ekki
brotnir heldur beygðir (þetta
kenndi Palli Kolbeins mér). Ég
vona að sá dagur komi að ég geti
sagt við þig. Sjáðu, ég hafði rétt
fyrir mér, viö erum famir að spila
vel.
Við eigum erfiðan leik fyrir
höndum í Njarövík, en við eigum
möguleika. Tindastólsliðið á
möguleika gegn öllum lióum
deildarimiar. Eg hef sagt vió
strákana mína eitthvað á þessa
leið: Við æfum vel hvem dag og
þið getið treysl því að sú stund
remiur upp að það skilar sér í leik
okkar. Það er einfaldlega ekki
hægt aó sinna starfi svona vel eins
og við gemm og uppskera aldrei
áræigur.
Leikurimi við Grindavík er
einn okkar mikilvægasti heima-
leikur í vetur. Svo samiarlega lyk-
illeikur og mikið próf á raunvem-
lega getu okkar. Grindvíkingar eru
mcð gott lið en ég á von á sigri,“
sagði þjálfari Tindastóls, Peter
Jelic.
Körfubolti, yngri flokkar:
Boltinn byrjar
að skoppa
Um helgina hefst keppni hjá
yngri flokkum í körfubolta og
verða þá bæði lið frá Þór og
Tindastóli í eldlínunni. Eitt fjöl-
liðamót verður norðan heiða en
Þórsarar sjá um keppni hjá 8.
flokki drengja og er leikið í
íþróttahúsi Glcrárskóla.
Fjórir flokkar frá Króknum
halda í víking. Unglingaflokkur
kvenna leikur í Stykkishólmi,
mimiibolti kvemia verður í
Grindavík, 8. fl. kvemia í Borgar-
nesi og drengjaflokkur í Keflavík.
Þórsarar halda fjölliðamót fyrir
8. flokk drengja, B-riðill, í íþrótta-
húsi Glerárskóla. Lcikjafyrir-
komulag er eftirfarandi:
Laugardagur, 23. okt.:
Haukar-ÍR kl. 13.00
Grindavík-Þór kl. 14.10
Haukar-UBK kl. 15.20
ÍR-Grindavíkkl. 16.30
Þór-UBK kl. 17.40
Siuinudagiu', 24. okt.:
Haukar-Grindavík kl. 9.00
ÍR-Þór kl. 10.10
Grindavík-UBK kl. 11.20
Haukar-Þór kl. 12.30
ÍR-UBK kl. 13.40 ____________
Handbolti, 2. flokkur
karla:
íslandsmótið
hefst um
helgina
- Þór spilar í íþrótta
höllinni en KA fyrir
sunnan
Keppni á íslandsmóti 2. flokks
hefst um hclgina og þá verða lið
frá bæði KA og Þór í cldlínunni.
KA Ieikur í 1. deild en Þór í 2.
og sjá Þórsarar um fjölliðamót
2. dcildar B-riðils og verður
leikið í íþróttahöllinni á Akur-
eyri.
Liðin sem koma norður eru
Víkingur, Haukar, HK og Grótta
og er leikjamðurröðun þessi:
Laugardagur 23. okt.:
Þór-Víkingur kl. 13.15
Haukar-HKkl. 14.15
Grótta-Víkingur kl. 15.15
Þór-Haukar kl. 16.15
HK-Grótta kl. 17.15
Sunnudagur 24. okt.:
Víkingur-Haukar kl. 9.00
Þór-HK kl. 10.00
Haukar-Grótta kl. 11.00
HK-Víkingur kl. 12.00
Grótta-Þór kl. 13.00
KA leikur sem fyrr segir í 1.
deild og er fyrsta fjölliðamótið í
umsjón Valsmamia. Auk Vals og
KA eru KR, Fram og FH meðal
þátttakenda. Líkt og fyrir norðan
er leikið bæði á laugardag og
sunnudag.
Pcter Jelic, hinn skelcggi þjálfari Tindastóis, stjórnar sínuni inönnum af
ákveðni þegar í Icik er koinið. Mynd: Halldór.
Handbolti karla, bikarkeppni:
dregið í 32 liða úrslitum
Drcgió var í fyrstu umferð í bik-
arkeppni karla, 32 liöa úrslitum,
í fyrradag. KA-menn sækja Ár-
maim heim og Þórsarar ÍH, liðið
sem KA sló út í fyrra. Völsung-
ur situr hins vegar hjá í fyrslu
umferð. Eftirtalin liö drógust
samtux, cn leikintir eru settir á
miðvikudagiim 17. nóvember:
IHb-KR
FH - Haukar
Valur b - Selfoss b
Ármann - KA
ÍRb-UBK
Ögri - ÍBV b
ÍH-Þór
HK-ÍBV
Haukarb - Selfoss
Fjölnir - ÍR
Víkingur b - Fylkir
BÍ 88 - UMFA
Fram - Vaiur
Stjaman - Víkingur
Grótta - ÍBK
Völsungur
Ísland-Króatía 24:22:
\Hjum vera númer eitt
í heimmum í dag
- sagði Valdimar Grímsson eftir sigurleikinn gegn Króötum
„Ég get ckki annað en verið
mjög ánægður. Við spiluðum vel
og það var geysilega mikilvægt
að vinna leikinn,“ sagði Valdi-
mar Grímsson, landsliðshorna-
maðurinn snjalli, eftir sigur Is-
lendinga á Króötum í Evrópu-
keppni landsliða í handbolta í
fyrrakvöld, 24:22. Hann gerði
mörg glæsileg mörk úr horninu
en leikur sem kunnugt cr í stöðu
skyttu hjá KA.
„Það er erfitt að svara því hvort
þaó eigi eftir að hafa slæm álirif á
mig sem hornamann að spila aðra
stöðu með KA. Ég lít bara þamiig
á málið að þjálfarimi, Alfreð
Gíslason, telur það besta kostinn
fyrir liðið að ég spili fyrir utan og
ég veró aó skila því hlutverki eins
vel og ég get. Ætli það verði ekki
bara að vera styrkur minn aö geta
leikið báðar þessar stöður."
Valdimar lék stórt hlutverk í
landsleiknum í fyrrakvöld og
gerði alls 9/3 mörk, þar af sex í
fyrri hálfleik. Um leikinn sagði
hann að annað en sigur hafi aldrei
komið til greina. Islenska liðið
vildi vera númer eitt í handbolta-
heiminum og þá þyrfti að fara í
alla leiki með sigur í huga.
Islenska liðið lék mjög vel í
leiknum, bæði í vörn og sókn, og
má ljóst vera að endurkoma þeirra
Geirs Sveinssonar og Júlíusar Jón-
assonar hafði mikla þýðingu í
leiknum. Báðir léku mjög vel í
vöminni og það var sem Júlíus
Valdimar Grínisson átti stórlcik gegn Króötuni og voru fyrrum félagarnir
hjá Val, hann og Júlíus Jónasson, að öðruni ólöstuðum mennirnir á bakvið
góðan sigur. Mynd: Robyn.
skipti um ham í lok fyrri hálfleiks
þegar hann skoraði sitt fyrsta
mark. Þar á eftir fylgdu átta
þrumuskot til viðbótar og var
lircin unun að fylgjast með kraft-
inum í kappanum.
Ljóst er að þau þrjú stig sem
liðió hefur fengið duga því
skammt og verður speiuiandi að
sjá hvemig viðureignimar við
Búlgara og Hvít-Rússa koma til
með að ganga. Sem kumiugt er
hefur HSI keypt útileikina gegn
þessum liðum hingað heim. SV
Handbolti:
Fjölliðamót í 2. flokki í
íþróttahöllinni á Akureyri.
Körfubolti:
Föstudagur:
Úrvalsdeildin:
Njarðvík-Tindastóll kl. 20.00
Sunnudagur:
Úrvalsdelldin:
Tindastóll-Grindavík kl. 20.00
FjöHiðamót 8. íl. í Glcrár-
skóla.
Er bara spuming um tíma