Dagur - 22.12.1993, Blaðsíða 2

Dagur - 22.12.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 22. desember 1993 FRÉTTIR Framhaldsskólinn á Húsavík: Útskriftarathöfn íkirkjunni Átta stúdentar og einn nemandi með verslunarpróf útskrifuðust frá Framhaldsskólanum á Húsavík sl. laugardag. Á haust- önn stunduðu 192 nemendur nám við skólann, mesti fjöldi sem verið hefur. Við útskriftarathöfnina voru af- hent verðlaun í hugmyndasam- keppni fyrir smíðisgrip sem hent- að gæti til framleiðslu fyrir nem- endur á almennri verknámsbraut. Lagt var til grundvallar að gripur- inn væri einfaldur, ætti góóa sölu- möguleika og minnti á Húsavík. Alls bárust 14 tillögur frá 10 aðil- mundur Birkir Þorkelsson, skóla- meistari, sagði að seinna meir kæmi til greina að nýta fleiri hug- myndanna. Hugrún Reynisdóttir, skólaritari, átti hugmynd í öðru sæti og Emil Kári Olason, nemi í Borgarhólsskóla og Þorfmnur Harðarson, verslunarmaður, skiptu með sér þriðju verðlaunum fyrir hugmyndir sínar. IM Stúdentar og skólameistari. Mynd: IM Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Blönduóssbæjar í janúar: „Höfum staðið í miklum framkvæmdum“ Verðlaunahugmyndina átti Að- alsteina Alda Einarsdóttir, nemi. Hugmyndin var um framleiðslu glasabakka úr niðursöguóum trjá- stofni meó álímdri mynd. Guð- segir Óskar Húníjörð, formaður bæjarráðs Vinna við gerð fjárhagsáætlun- ar Blönduóssbæjar er hafin og um þessar mundir er unnið að Tímakaup verkafólks: Hækkaði um 1,4% frá þriðja ársflórðungi síðasta árs - vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 5% á sama tíma Greitt tímakaup í dagvinnu landverkafólks innan Alþýðu- sambands íslands hækkaði um 1,4% frá þriðja ársfjórðungi 1992 til sama tímabils á þessu ári. Á sama tímabili hækkaði vísitala framfærslukostnaðar um allt að 5% þannig að kaup- máttur greidds tímakaups í dag- vinnu minnkaði um 3.4% þótt kauptaxtar flestra starfshópa væru óbreyttir á umræddu tímabili. Mánaðarlaun landverkafólks innan Alþýðusambandsins, sem var í fullu starfi á viðmiðunar- tímabilinu hækkuðu um 3,2% og kaupmáttur heildarlauna rýrnaði því um 1,7%. Þá skýrir lenging vinnuviku um hálfa klukkustund mciri hækkun heildarlauna saman- borið vió greitt tímakaup í dag- vinnu. Heildarlaun hækkuðu mest hjá verkafólki og iðnaðarmönnum en vinnuvika lengdist um allt að eina klukkustund hjá þessum starfshópum. Laun verkakarla hækkuðu að jafnaði um 2,2%, á móti 1,6% hækkun launa verkakvenna. Laun iónaóarmanna hækkuöu um 2,1% og laun skrifstofumanna hækkuðu um 1,3% að meðaltali. Karlar í af- greiðslustörfum hækkuóu um 0,2% í launum á móti 2,6% launa- lækkun kvenna við afgreiðslu- störf. ÞI !* "fc* H**1»o**W w ^ . i íiL f I I I f I I % * DÚHDURH«OÐ * fc # % f * *• # I # I Aðeins fram að jólum, eöa á meðan birgðir endait A HAGKAUP I Gæði Úrval Þjónusta ^ gcijlajpilari Þriggja geisla ! % Fjarstýring ! % 20 laga minni! 1 árs ábyrgð ! 4 Aðeins M 14.900. gagnasöfnun. Bæjarráð hefur kallað fyrir forstöðumenn deilda og stofnana bæjarins til að fá hjá þeim þeirra óskir og hugmyndir um rekstur og fjár- þörf ársins 1994. Stefnt er að því að fyrri umræða um fjár- hagsáætlun geti farið fram seinni hluta janúarmánaðar nk. Oskar Húnfjörð, formaður bæj- arráðs Blönduóssbæjar, segir að miðað við þær framkvæmdir sem átt hafi sér staó á Blönduósi á kjörtímabilinu og verkefni sem bæjarsjóður hafi tekið að sér á því kjörtímabili sem lýkur á vori kom- anda sé staða bæjarsjóðs skárri en stundum hafi verið gefið í skyn. „Það hafa ýmsir reynt að sverta fjárhagsstöðu Blönduóssbæjar í pólitískum tilgangi og hafa í þeirri viðleitni farið langt út fyrir stað- reyndir. Sumt af því sem þar hefur verið haldið fram hefur svert þetta bæjarfélag í augum margra, bæöi heimamanna og annarra, en er hrein rökleysa. Vió höfum staðið í miklum framkvæmdum á kjör- tímabilinu og eölilega tekur það í meðan á því stendur. Það verða ekki mörg stór verk- efni í gangi á næsta ári heldur verður lögð áhersla á að bæta fjár- hagsstöðuna og sú fjárhagsáætlun sem hafin er vinna við mun bera keim af því. Eg fullyrói að það verður ekkert „kosningaflipp“ hér. Þaó hefur verið lokið við meira af stórum framkvæmdum hér á Blönduósi heldur en ráðgert var í samstarfssamningi meirihluta bæj- arstjórnar í upphafi kjörtímabils- ins og að einhverju leyti cr fjár- hagsstaðan spegilmynd af því. Þar má nefna byggingu íþróttahúss, og eins hefur tekist að koma á fót framhaldsdeild hér í samvinnu við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og stunda 25 nemendur þar nám í vetur. Þaó kostar bæjarsjóð rúmlega 3 milljónir króna á þessu skólaári. Sú neikvæða umræða sem varð kringum hafnarframkvæmdir á Blönduósi hcfur að hluta til skap- aö Ieiðinlega umræðu urn þá upp- byggingu sem átt hefur sér stað hér, og hún á sér oftast staó með lciðinlegum og ósanngjörnum hætti. Blönduós á ekki minni rétt til opinberra framkvæmda en önn- ur s.veitarfélög í landinu senr liggja að sjó. Megnið af atvinnu- uppbyggingunni undanfarin ár á Blönduósi hefur átt sér stað í sjáv- arútvegi og því eiga þessar fram- kvæmdir fyllilega rétt á sér. Því finnst okkur það mjög ósanngjarnt að hafnarframkvæmdir á Blöndu- ósi séu teknar sem dæmi um bruðl á opinberu fé, því það lá fyrir að bjarga þyrfti hafnarmannvirkjum hér fyrir frekari ágangi sjávar. Það fóru meiri fjármunir í þetta cn rétt þurfti til að bjarga hafnarmann- virkjunum en um leið fengum við hafnaraðstöðuna verulega bætta. GG Húsavík: Útréttar hjálparhendur - til Qölskyldunnar sem missti allt sitt Margir brugðust skjótt við til hjálpar fólkinu er missti aleigu sína í brunanum að Garðars- braut 38 í gærniorgun. Stax var opnaður reikningur í Lands- banka íslands, útibúinu á Húsa- vík. Formaður Félagsmálaráðs, Sigríður Birna Ólafsdóttir, hóf stax leit að húsnæði fyrir fjölskylduna. Sr. Sighvatur Karlsson, sóknarprestur, tekur við húsbúnaði handa fjölskyld- unni, í bílskúr við heimili sitt að Baldursbrekku 11. Rauði kross Islands sendi fólk- inu 250 þúsund krónur og Húsa- víkurdeild Rauða krossins 30 þús- und. „Þau dreymir um að komast inn í aðra íbúð fyrir jólin. Það er ótrúlega mikið til af góöu fólki og viðbrögðin til hjálpar þcim hafa verið stórkostleg,“ sagði Sigríður Sigurjónsdóttir, vinkona fjölskyld- unnar, sem skaut yfir hana skjóls- húsi í gær. IM Lottó: Fjórfaldiir 1. vmningur Vegna jólahátíðarinnar verður Fyrsti vinningur gckk ekki út dregið í Lottó 5/38 a morgun, Þorláksmessu, en ekki á laugar- degi eins og venjulega. Að þessu sinni er fyrsti vinningur fjór- faldur, í annað sinn í sögu lottósins og er reiknað með að hann verði um 20 milljónir króna. sl. laugardag og færast því 9,3 milljónir króna yllr á 1. vinning þessa viku. Reikna má meö miklu álagi á sölustööum Islenskrar get- spár og það er því skynsamlegt að koma tímanlega á sölustaði og losna við óþarfa bióraðir. KK EyjaQarðarsveit: i~'' * ii Fretta- punktar ■ Á fundi umhverfisnefndar 2. desember sl. var rætt um livað gera skuli við þær ónýlu heyrúli- ur sem ekki voru fluttar til upp- græðslu í Mývatnssveit. Nefndin ákvað að óska cftir ábendingum um uppgræðsluverkefni heima í héraði. ■ Umhverfisnefnd beindi jafn- framt til sveitarstjómar að hún kanni áhuga fyrir lýsingu við heimreiðar í sveitarfélaginu. Jafnframt beindi nefndin því til sveitarstjómar aó hún konii upp lýsingu við heimreiðar að opin- berum byggingum í sveitarfélag- inu. Sveitarstjóm fundaði fyrir helgi og samþykkti þar að byrja á að afla upplýsinga um kostnað við lýsingu á heimreiðum. ■ Sveitarstjóm hefur samþykkt skógræktaráætlanir vegna rækt- unar nytjaskóga á 10 bæjum í Eyjafjarðarsveit. ■ Á fundi sveitarstjómar kom einnig til umræöu málefni bygg- ingafulltfúaembættisins í Eyja- firói. Lögö var l'ram tillaga til sveitarstjórna frá sáttanefnd sem falið var að leita eftir samkomu- lagi milli bygginganefndanna og Héraósíáðs sem fer með fram- kvæmdastjórn byggingafulltrúa- embættisins. Tillagan var um aó rekstur byggingafulltrúaembætt- isins færi frá héraðsnefnd Eyja- fjarðar og sveitarstjómir tækju við rekstrinum. Tillagan var felld með 4 atkvæðum gegn 3. ■ Fyrir sveitarstjóm hefur verið lagt erindi frá Heilbrigðiseftirliti Eyjafjarðar varðandi nauðsyn- legar úrbætur vió sundlaugamar aó Laugalandi og við Hrafna- gilsskóla. ■ Drög að samningi um rekstur dvalarheimilis að Skjaldarvík voru til umfjöllunar á fundi sveitarstjómar. Hún samþykkti að Eýjafjarðarsvcit gcrðist aðili aó samningnum. ■ Umdæmisnefnd Eyþings sendi sveitarstjórn bréf þar sem sveitarstjórnir voru hvattar til að ræða og túlka úrslit kosninganna um sameiningu sveitarlélaga og jafnframt hvattar til að ræða aðra sameiningarmöguleika. Sveitar- stjóm Eyjafjarðarsveitar taldi ckki tilcfni til aðgcróa af hálfu sveitarstjórnar í sameiningarmál- um á næstunni með hliðsjón af úrslitum kosninganna og því hve skammt er liðið frá sameiningu sveitarfélaga í Eyjafjarðarveit. ■ Sveitarstjóm barst bréf frá Jó- hannesi Geir Sigurgeirssyni og Hreiðari Hreiðarssyni, þar sern þeir sækja um aðstöðu fyrir landbúnaðarsýningu scm þcir áforma að setja upp í ágúst 1994. ■ Samþykktur hefur verið af sveitarstjórn kaupsamningur þar sem Fjárfestingafélagið Súlur hf. kaupir jörðina Grýtu. Sveitar- stjóm vekur athygli á því aó í landi jarðarinnar er landspilda sem er í eigu Minningarlundar Jóns Arasonar. ■ Sveitarstjóm hefur samþykkt tillögu um nafnið Krummakot á leikskóla sveitarinnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.