Dagur - 22.12.1993, Page 13
Miðvikudagur 22. desember 1993 - DAGUR - 13
-tt-
Jólamyndir Borgarbíós:
»
H-
„Maður án andlits“ og „Krunnnarnir11
Jólamyndir Borgarbíós á Akur-
eyri eru tvær að þessu sinni og
er um frumsýningu að ræða í
báðum tilfellum, í samvinnu við
stóru bíóhúsin syðra. Hér eru á
ferðinni bandaríska stórmyndin
„Maður án andlits“, og hin
danskættaða „Krummarnir“,
sem er leikin mynd fyrir alla
Qölskylduna - og það sem meira
er - með íslensku tali!
Frumraun Gibsons
sem leikstjóra
„Maður án andlits“ (The Man Wit-
hout a Face) er fyrsta kvikmyndin
sem ástralska stórstjarnan Mel
Gibson leikstýrir en hann leikur
jafnframt aðalhlutverkið. Myndin
fjallar um vináttusamband sem
tekst á milli tólf ára drengs og
manns sem þarf að berjast við
skugga fortíðar sinnar.
Söguþráðurinn
Justin McLeod (Mel Gibson) hefur
verið utanveltumaður þau sjö ár
sem hann hefur búið í hinu frið-
sæla sjávarþorpi, Cranesport. Hió
skaddaða andlit hans og dulúðin,
sem fortíð hans er sveipuð, hafa
orðið tilefni kjaftagangs og hæðni
þorpsbúa. I gangi eru alls kyns
sögur, m.a. um hryllilegt umferðar-
slys sem hann lenti í, ncmenda
hans sem lét lífið og glæsilegan
kennsluferil, sem tók skyndilega
endi.
Hinn 12 ára gamli Chuck Norst-
adt (Nick Stahl) er einnig utanveltu
en þó fyrst og fremst innan fjöl-
skyldu sinnar. Hann býr hjá tveim-
ur hálfsystrum sínum og daður-
gjarnri móður sinni sem er í þann
veginn að krækja í fimmta cigin-
manninn. Chuck á aðeins óljósar
minningar um látinn föður, sem
hvarf honum þegar Chuck var cnn
smábam. Ovissan varðandi fööur-
hvarfið og sú tilfinning að hann sé
óvelkominn í eigin tjölskyldu, hafa
gert Chuck fjarrænan og í eilífri
varnarstöðu á ytra borðinu en innra
með honum býr mikil óhamingja.
Hann er staðráðinn í að skapa sér
hlutverk í lífinu þar sem hann þarf
ekki að standa í samkcppni við
systur sínar og hyggst hann eyða
sumrinu í Cranesport til að undir-
búa sig undir inntökupróf í heima-
vistarskóla, sem faðir hans hafði
verió nemandi í. Chuck hefur þeg-
ar fallið á prófinu einu sinni og
þess vegna snýr hann sér til
McLcods í leit að aóstoð við nám-
ið.
Eftir því sem Iíður á sumarið
læra bæði Chuck og McLeod
meira en þeir höfðu vænst í upp-
hafi. Vinátta þeirra þróast í einlæg
og falslaus skoöanaskipti, sem
reynast báóum gagnleg og varpa
nýju og mikilvægu ljósi á líf
þeirra. Chuck uppgötvar náms-
hæfni sína og greind, traust og um-
burðarlyndi en McLeod uppgötvar
á ný hæfileikann til að tengjast
annarri manneskju og ánægjuna
sem fylgir því aó vera í kcnnarar-
Mel Gibson í
„andlitslausa mannsins“.
hlutverki
Hinn ungi Nick Stahl þykir fara frábærlega með hlutverk Chuck Norstadt í
mynkinni „Maður án andlits“, þótt um sc að ræða frumraun lians í
kvikmyndaleik.
sig um að leika aðalhlutverkið
meðfram leikstjórninni!
Hrifnir gagnrýnendur
Frammistaða Gibsons í kvikmynd-
inni, beggja vegna myndavélarinn-
ar, hefur hvarvetna hlotið mikið lof
gagnrýnenda og þar sem myndin
hefur verið tekin til sýninga hefur
aðsókn verið geysigóð. Þá spillir
þaö ekki fyrir velgengni myndar-
innar að Nick Stahl þykir sýna
sannkallaðan stjömuleik í hlutverki
unga drengsins en þetta er frum-
raun hans í kvikmyndaleik. „Maö-
ur án andlits" þykir líkleg til ósk-
arsverðlauna og þeir sem leggja
leið sína í Borgarbíó geta dæmt um
hversu vel hún væri aó slíkri til-
nefningu komin.
Myndin er sýnd samtímis í
Borgarbíói og Regnboganum í
Reykjavík.
„Krummarnir“: Dönsk/
„íslensk“ fjölskyldumynd!
Hin jólamyndin í Borgarbíói er
danska fjölskyldumyndin
„Krummamir“ (The Crumbs), sem
sló öll aósóknarmet í Danmörku á
síðasta ári og þykir með fyndnustu
myndum sem Danir hafa gert. Til
marks um vinsældir myndarinnar
má nefna að hún var sýnd fyrir
fullu húsi í sex mánuði samfleytt í
kvikmyndahúsum víða í Dan-
mörku.
Aðalpersóna myndarinnar er
hinn 12 ára gamli sakleysingi,
Crumb, sem býr meó fjölskyldu
sinni í átta hæða fjölbýlishúsi. Faó-
ir hans er kennari í bamaskóla bæj-
arins, móðirin er nemi í öldunga-
deild, systir hans er táningur og
litli bróóir hans er rúmlega eins
árs.
Einn góóan veóurdag fá ná-
grannar Cmmb góða ástæðu til að
kvarta hressilega undan honum,
því hann tekur til við vægast .sagt
mjög sérstaka eldamennsku, ásamt
Tom, vini sínum. Dauninn af elda-
hlutverki.
En þorpsbúar, sem vanir eru aó
sjóöa saman og leggja trúnað á alls
kyns sögusagnir um McLeod, fyll-
ast tortryggni í garó mannsins sem
þeir bæði óttast og skilja engan
veginn. Móðir drengsins leggst á
sveif með þeim og krefst þess að
McLeod komi ekki nærri syni
hennar. Og þá fer eitt og annað að
gerast...
Samdi við sjálfan sig
Astalski leikarinn Mel Gibson er
einn vinsælasti leikarinn í Holly-
wood. Hann getur valió úr hlut-
verkum enda hafa myndir hans síð-
ustu ár allar reynst pottþéttar „að-
sóknarmyndir“. Gibson fannst hins
vegar tími til kominn að flytja sig
hinum megin við myndavélina og
prófa aó leikstýra og framleióa
kvikmynd sjálfur. I þeim tilgangi
stofnaði hann sitt cigið fyrirtæki,
Icon, ásamt umboðsmanni sínum.
Fljótlega rak á fjörur þeirra hand-
ritið að „Maður án andlits" en þaó
er gert eftir skáldsögu Isabelle
Holland. Gibson ákvaó að slá til en
ætlaði ekki upphaflega að leika að-
alhlutverkið sjálfur. Sagan segir að
hann hafi sent handritið til þriggja
valinkunnra leikara en enginn
þeirra verið til í slaginn, ýmist
vegna anna eða þá aó þeir þorðu
ckki að taka áhættuna á aö vera
með í frumraun Gibsons sem leik-
stjóra. Hann samdi því við sjálfan
Crumb-fjölskyldan ræður ráðum sínum yfir Ieifunum af því scm Crumb Iitli
mallaði í pottinum og gerði alla nágrannana snaróða. Svo vond ku fylan
hafa verið að Þorláksmessufnykur af vei kæstri skötu þætti ilmur í
samanburðinum!
LETTIB
b
Hestamenn -
Hesthúsa-
eigendur!
Tökum að okkur morg-
ungjafir í hesthúsahverf-
unum á Akureyri í vetur.
Nánari upplýsingar veitir
Stefán Erlingsson í síma
26163 eða 23258.
Hestamannafélagið
Léttir.
mennsku þeirra félaga leggur inn í
allar íbúóir fjölbýlishússins um
loftræstikerfið og nágrannamir
brjálast. Þeir láta skammimar
dynja á foreldrunum og svo mikið
gengur á að föðumum er misboðið
fyrir hönd sonar síns. Hann ákveð-
ur að flytja úr blokkinni og kaupa
hús handa fjölskyldu sinni.
Við flutninga fjölskyldunnar
færist heldur betur fjör í leikinn.
Crumb litli og Tom komast á slóð
bankaræningja, sem eru álíka
heimskir og þeir líta út fyrir að
vera. Svo einkennilega vill til að
þeir hafa falið pcningana í kjallara
hússins sem fjölskyldan ætlar að
kaupa...
Þess utan lenda þeir félagarnir
og fjölskyldan öll í margvíslegum
ævintýrum og aðstæðum sem svo
sannarlega kitla hláturtaugar áhorf-
enda.
„Krummarnir" er gerð eftir
sögu rithöfundarins Thöger Birke-
land en hann hefur skrifað alls
þrjár bækur um ævintýri Crumb
litla og hafa þær allar notið gífur-
legrar hylli í Danmörku. Leikstjóri
myndarinnar er Sven Methling en
meó helstu hlutverk fara Laus Höj-
bye, sem þykir frábær sem Crumb
litli; Dick Kaysöc, Karen Lise
Mynster, Line Kruse og Lukas
Forchhammcr.
Myndin er með íslensku tali,
sem fyrr segir, og hafa margir
þekktir leikarar Ijáó raddir sínar.
Þeirra á meðal eru Jóhann Ari
Lárusson, Sólveig Arnardóttir,
Edda Heiðrún Backmann, Jóhann
Sigurðsson, Sigurður Skúlason,
Ari Matthíasson, Gísli Halldórsson
og Róbert Arnfinnsson. Tækni-
vinnu við hljóðsetningu stjómaði
Þorbjöm Erlingsson.
Myndir er sýnd samtímis í
Borgarbíói og Háskólabíói.
Jóiagjöf
vélsleða- og
útilífsfólksins
☆ Vatnsheld Moon Boots
kuldastígvél með filt
innleggi, auka filtsokkar
ávallt til.
☆ Hjálmar, margar gerdir.
☆ Vélsleðagallar, margar
gerðir.
☆ Þykkar fóðraðar skyrt-
ur.
☆ Kortatöskur - vatnsþétt-
ar farangurstöskur.
☆ Silva áttavitar á sleða.
☆ Bensínbrúsar, hanskar,
aukahlutir.
stöðin
Tryggvabraut.
Stansið
ávallt við
gangstéttarbrún
%
Opnunartími
verslana
umfram venju
Miðvikudaginn .............22. desember 9-22
Fimmtudaginn ..............23. desember 9-23
Aðfangadag ................24. desember 9-12
Mánudaginn..................27. desember Lokað
Gamlársdag.................31. desember 9-12
Kaupmannafélag Akureyrar.
%
Nýjar vörur
- vandaóar vörur
&
Kaupmannafélag
Akureyrar