Dagur - 22.12.1993, Side 19

Dagur - 22.12.1993, Side 19
IÞROTTIR Miðvikudagur 22. desember 1993 - DAGUR - 19 HALLDÓR ARINBJARNARSON Bautamótið í knattspyrnu: Haldið 2. janúar Hið árlega Bautamót Knatt- spyrnudeildar KA verður haldið í KA-húsinu á Akureyri sunnudaginn 2. janúar. Mótið er innanhússmót fyrir meist- araflokk karla og er leikið skv. reglum KSI um knattspyrnu- mót. Þátttaka tilkynnist í síðasta lagi mánudaginn 27. desember til Sveins R. Brynjóll'ssonar í síma 96-25885 eða hjá KA í síma 96-23482. Þátttökugjald er kr. 9.000 fyrir eitt lið eða 16.000 fyrir tvö lið frá sama félagi. Innanhússknattspyrna á Blönduósi: Heimamenn sterkastir Um síðustu helgi fór fram mót í innanhússknattspyrnu á Blönduósi, styrkt af trésmiðj- unni Stíganda. Til leiks mættu 10 lið frá 5 félögum af Norður- landi vestra. Heimamenn í Hvöt mættu með 3 lið, Tindastóll, Þrymur og Kormákur með tvö hvert og Neisti með eitt. A-liö Hvatar komst taplaust í úrslitaleikinn en í hinurn milliriðl- inum böróust Tindastóll-a og Neisti. Neisti hafði betur og lék til úrslita við Hvöt-a. Þann leik vann Hvöt örugglega, 8:3. Um 3. sæti mótsins léku Tindastóll-a og Kor- mákur-a. Þar urðu lokatölur 6:2 Kormáki í vil. Knattspyrna, 4. deild: KS ræður þjálfara Knattspyrnufélag Siglufjarðar hef- ur gengið frá ráðninu þjálfara fyrir meistaraflokk félagsins fyrir næsta sumar. Hörður Júlíusson mun taka við liðinu en hann er heimamaður og lék meó KS fyrir nokkrum árum. Hann var ekki í hópi þeirra sem sótti um stöðuna er hún var auglýst en stjórn KS tók síðan upp viðræður við hann og hel’ur nú verið skrifaó undir samning til 30. september 1994. íþróttamaður Norðurlands 1993 Nafn íþróttamanns: 1. íþróttagrein: 2. 3. 4. 5. Nafn: Sími: Heimilisfang: Sendist til: íþróttamaður Norðurlands 1993 B.t. Dagur, Strandgötu 31,600 Akureyri Skilafrestur er til 7. janúar 1994 íþróttamaður Norðurlands 1993: Heppinn lesandi hreppir verðlaun M Radíónausti Eins og greint var frá í gær mun Dagur samkvæmt venju standa fyrir kjöri á Iþróttamanni Norðurlands, í samvinnu við lesendur sína. Dregið verður úr innsendum atkvæðaseðlum og heppinn þátttakandi getur unn- ið glæsileg verðlaun. Líkt og undanfarin ár er það verslunin Radíónaust, Geislagötu 14, Ak- ureyri, sem leggur sitt af mörk- um í kjörinu með því að gefa verðlaunin. Að þcssu sinni cr um að ræða glæsilcgt sambyggt tæki mcð geislaspilara, útvarpi og scgul- bandi af gerðinni Samsung RCD- 985. Geislaspilarinn er forritan- legur, 16 bita al' hæsta gæðaflokki, segulbandstækió öfl- ugt meó hraðfjölföldun á kassettu og einnig er 3 bylgju útvarp. Tæk- ió er mjög vandað en það fæst nú á sérstöku jólatilboðsverði í Radiónausti á kr. 19.900 og 18.900 ef staðgreitt er. Af þessu sést að til rnikils er að vinna og án efa munu lesendur bregðast skjótt viö. Reglum kjörsins var lýst í gær, en lesendur skrifa nöfn 5 íþrótta- rnanna á seðilinn, klippa hann út og senda til Dags eða koma með hann til blaðsins. Einnig er hægt að faxa seðilinn inn í sírna 96- 27639. Skilafrestur er til 7. janúar 1994. Allir svarseðlar verða settir í pott og íþróttamaður Norður- lands 1993 dregur síóan út nafn eins heppins lesanda. Hann, eða hún, hlýtur síðan hió glæsilega tæki sem Radíónaust gefur. Rétt er að árétta hvaóa íþrótta- Hér má sjá tækið frá Radíónausti sem kcmur í hlut einhvcrs scm þátt tekur í að vclja íþróttamann Norðurlands 1992. rnenn koma til greina en þaó eru allir þeir sem stunda íþrótt sína á Norðurlandi eða Norölendingar sem stunda íþrótt sína annars stað- ar. Og nú er bara að leggja höfuð- ió í bleyti. Júdómaðurinn Freyr Gauti Sig- mundsson var Iþróttamaður Norð- urlands 1992. Verið með í vali Stjörnuliðsins Vert er að hvetja lesendur Dags til að taka þátt í vali Stjörnuliðs HSI og íþróttafréttamanna í handknatt- leik, sem mætir landsliðinu 29. desember. Velja skal einn mann í hverja stöðu. Atkvæðaseðill birtist í blaðinu í gær en hann þarf aö póstleggja til HSI fyrir jól. Innanhússknattspyrna: Keppni hjá yngri flokkum af stað milli jóla og nýárs - keppt bæði í íslandsmóti og Akureyrarmóti í KA-húsinu Breytingar hafa nú verið gerðar á fyrirkomulagi íslandsmóts í innanhússknattspyrnu hjá yngri flokkum. Fyrst fer fram lands- hlutaskipt riðlakeppni og að henni lokinni úrslitakeppni efstu liða í Reykjavík. Milli jóla og nýárs hefst keppni í Norður- landsriðli og eru það KA-menn Frjálsíþróttasamband íslands hefur nú kynnt stefnumörkun og áætlunargerð til ársins 2000. Liður í þeirri áætlun er val á 10 einstaklingum í Ólympíuhóp FRÍ 2000 en með því á að gera allan undirbún- ing fyrir ÓL í Atlanta 1996 mun markvissari. Til þessa hefur undirbúningur afreks- fólks undir slík stórmót verið í höndum einstaklinganna sjálfra og þjálfara þeirra en með þessu mót er vonanst eftir betri árangri. Sá hópur sem nú hefur verið valinn fær nú und- irbúning með ÓL 1996 sern lokamarkmið. Á næsta ári, Jón Arnar Magnússon úr UMSS er í Ólynipíuhópi FRÍ. 1994, ber EM í Helsinki hæst en HM í Gautaborg á árinu 1995. Það íþróttafólk sem valið var í hópinn er. Eggcrt Bogason, FH (kringlukast), Einar Þór Einars- son, Árm. (100 m hlaup), Einar Vilhjálmsson, ÍR (spjótkast), Guörún Amardóttir, Árm. (100 m grindahlaup), Jón Amar Magnússon, UMSSf (tugþraut), Martha Ernstsdóttir, ÍR (10.000 m hlaup), Pétur Guömundsson, KR (kúluvarp), Sigurður Einars- son, Árm. (spjötkast), Vésteinn Hafsteinsson, HSK (kringlukast) og Þórdís Gísladóttir, HSK (há- stökk). sem ríða á vaðið. í þeirra umsjón cru 2. og 3. flokkur karla auk 3. og 4. flokks kvenna. KA hefur ákveðið, með lcyfl KSI, að leikin veröi tvöföld umferð í þeim riðlurn sem félagið hefur umsjón með og er það fyrri umfcröin sem fer l’ram rnilli jóla og nýárs. Völsungur á Húsavík sér um riðlakeppni 4. flokks karla og Hvöt á Blönduósi um riðlakeppni 5. flokks karla og 2. flokks kvenna. Sú keppni fer fram eftir áramót. Til þcss að allir flokkar fái verkefni milli jóla og nýárs hefur verið ákvcðið að endurvekja Ak- ureyrarmót og verður því einnig keppt í þeim flokkum sem síóan keppa á Islandsmóti el'tir áramót. Þctta cru sem áður segir 4. og 5. tlokkur karla og 2. flokkur kvenna. Einnig verður keppt í 6. flokki karla. Riðlakeppni þcirra flokka sem kcppa á Islandsmótinu nú gildir einnig sem fyrri umferð í Akurcyrarmóti. Kcppnisfyrirkomulag í KA- húsinu vcrður sem hér segir: Mán. 27. des, kl. 8.30: 4. 11 karla, Ak. mót: Þátt taka: Dalvík, KA (2 lið), Þór (2 lió) og Völsungur. Mán. 27. des., kl. 11.00: 5 11. karla, Ak.mót: Þátt taka: Dalvík, KA (2 lið), Völsungur og Þór (2 lið). Þri. 28. des., kl. 8.30: 2.11. karla, ísl.mót: Þátt taka: Dalvík, KA og Þór. Þri. 28. des., kl.11.10: 6.11. karla, Ak.mót: Þátt taka: Dalvík, KA(2 lið) og Þór(2 lið). Miðv. 29. des. kl. 8.30: 3. fl. karla, ísl.mót: Þátt taka: Dalvík, Geislinn, Hvöt, KA, Tindastóll, Völsungur og Þór. Fimmtudagur, 30. des kl. 8.30: 4. fl. kvenna, Isl.mót: Þátt taka: Dalvík, KA og Þór. Finimtudagur, 30. des. kl. 9.00: 3. fl. kvenna, Isl.mót: Þátt taka: Dalvík, Hvöt og KA. Fimmtudagur, 30. des. kl. 11.00: 2. fl. kvenna, Ak.mót: Þátt taka: Dalvík, KA og Þór. I framtíðinni stendur til að fyrri umferð Norðurlandsrióils Islands- mótsins hjá yngri flokkum verði leikin í nóvember, síðan veröi hraómót milli jóla og nýárs, síðari umlerð íslandsmótsins í janúar og síöan jafnvel eitt hraðmót í viðbót áður en æfingar utanhúss taka við.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.