Dagur - 22.12.1993, Page 20
Akureyri, miðvikudagur 22. desember 1993
SHÁAVGLÝSINGAR okkar ERV STÆRRIEN ÞV HELDVR!
Verð miðað við staðgreiðslu er 1.300 hrénur fyrsta birting eg hver endurtekning 400 hrénur.
J j) smáauglýsingar á krénur M) 'J 'V
Sæplast hf. á Dalvík:
Reksturinn gengur vel
Börnin á Hamarkoti og Brekkukoti á Akureyri, hcldu fyiktu liði ásamt starfsfóiki á bæjarskrifstofurnar í gærmorg-
un og sungu þar Lúsíusöngva fyrir starfsfólk. Þessi uppákoma vakti að vonum mikla athygii og kunni starfsfólk vel
að meta hana. Frá bæjarskrifstofunum héldu börnin á Iðavclli, sameinuðust í söng með börnunum þar og drukku
saman. Þaðan héldu börnin niður á Ráðhústorg og sungu þar saman jólasöngva og dönsuðu kringum jólatréð.
Mynd: MH
Vaxandi líkur á sjómannaverkfalli:
Sanuimgaviðræðum slitið
Á mánudagskvöldið slitnaði upp
úr samningaviðræðum sjó-
manna og viðsemjenda þeirra
eftir að fulltrúar SSÍ, FFSÍ og
VFÍ höfðu setið daglangt í við-
ræðum við fulltrúa VSI í Karps-
húsinu undir stjórn ríkissátta-
semjara. Ástæða þess að upp úr
slitnaði er sú að fuiltrúar
Vinnuveitendasambandsins telja
að sjómenn séu að fara út í
verkfall sem beinist að stjórn-
völdum en ekki viðsemjendum
þeirra og hafa því vísað deilunni
til félagsdóms. Félagsdómur
skal skera úr um réttmæti verk-
fallsboðunarinnar. Þar er fyrst
og fremst höfðað til þess að sjó-
menn hafa sett það á oddinn í
komandi kjaraviðræðum að
ekki megi þvinga þá til þess að
taka þátt í kvótakaupum.
„Að sjálfsögðu höfum við talið
að okkar kröfur beindust að okkar
viðsemjendum og teljum okkur
hafa nægjanleg rök því til stuón-
ings. Við erum með í höndunum
yfirlýsingu frá okkar viðsemjend-
um frá árinu 1992, þar sem reynt
er með kjarasamningi að koma í
Loðnusjómenn í jólafrí:
Heildarafli 450 þús. tonn
Vegna ótíðar hafa allir loðnu-
bátar hætt veiðum og haldið í
jólafrí. Það jólafrí kann hins
vegar að lengjast eitthvað ef af
sjómannaverkfalli verður, en
eftir að upp úr samningum
slitnaði í fyrradag hafi líkur fyr-
ir því aukist. Hæsta löndunar-
höfnin er Siglufjörður með
96.067 tonn og síðan Seyðis-
fjörður með 60.339 tonn.
Á Raufarhöfn lönduðu fjórir
bátar um sl. helgi, Albert GK,
Grindvíkingur GK, Björg Jóns-
dóttir ÞH og Örn KE, samtals 867
tonnum og þar hefur því verið
VEÐRIÐ
Stóra lægðin er enn fyrir
austan land og því verður
norðanáttin áfram viðvar-
andi en búist er við aö held-
ur dragi úr henni í dag.
Einnig mun draga nokkuð
úr frosti. Um norðanvert
landið er gert ráó fyrir
minnkandi norðanátt og
einnig minni úrkomu. Þó má
búast við einhverjum élja-
gangi - einkum á annesjum.
landað 58.934 tonnum. í Krossa-
nes komu tveir bátar, Víkurberg
GK og Guðmundur Ólafur ÓF og
er búið að landa þar 26.465 tonn-
um. Engin loðna barst til Þórs-
hafnar eóa Vopnafjarðar um helg-
ina en Júpíter ÞH landaði 333
tonnum í Bolungarvík. Heildar-
löndun á Þórshöfn er 35.402 tonn
en 15.847 tonn á Vopnafirði. GG
veg fyrir kvótabrask en því miður
hefur það ekki haldið. Vió viijum
því tryggja okkar umbjóóendum
að ekki komi til að þeir verði
þvingaóir til kvótakaupa. Við
vildum að þeir frestuðu málskot-
inu til Félagsdóms meðan reynt
yrði að ná samningum en á það
féllust þeir ekki og því töldum við
það tilgangslaust að hafa viðræð-
um áfram,“ segir Óskar Vigfús-
son, formaður Sjómannasambands
Islands.
Óskar hefur lýst því yfir, m.a.í
fundaherferð Sjómannasamtak-
anna fyrr í haust, að hann byggist
ekki viö löngu verkfalli. Er hann
enn sama sinnis?
„Eg býst ekki við löngu verk-
falli þrátt fyrir málskotið til Fé-
lagsdóms. Vió erum boðaðir á
fund Félagsdóms klukkan fjögur á
morgun (miðvikudag, innsk. blm.)
en ég vil ítreka aó ábyrgðin vegna
seinkunar kjarasamninga er öll á
heróum Vinnuveitendasambands-
ins.“
Viss ótta gætir meðal sjómanna
unt að sett verði bráðabirgðalög til
lausnar kjaradeilunni, þar sem Al-
þingi kemur ekki saman aö nýju
fyrr en 24. janúar nk. GG
Rekstur Sæplasts hf. á Dalvík
hefur gengið vel á þessu ári.
Sala á framleiðslu fyrirtækisins
hefur farið fram úr björtustu
vonum og stefnir í að um
nokkra veltuaukningu verði að
ræða milli ára. Framleiðsla hef-
ur verið í gangi allt árið á sóiar-
hringsvöktum 5 daga vikunnar
og verður unnið á vöktuni út ár-
ið til að framleiða upp í fyrir-
liggjandi pantanir.
Sala fyrirtækisins hefur skipst
nokkuð jafnt milli innanlands-
markaðar og útflutnings á árinu.
Sala á fiskkerum hefur verið svip-
uð og á sl. ári og nýir markaðir
hafa bæst við, auk þess sem hefð-
bundnir markaðir hafa verið sterk-
ir, eins og segir í fréttatilkynningu
frá fyrirtækinu.
Þannig hefur sala til Danmerk-
ur verið mjög mikil og hefur um
helmingur af útfluttum kerum ver-
ið seldur þangað. Á meðal nýrra
markaðssvæða má nefna Rúss-
land, Indland, Indónesíu, Malasíu,
Grikkland og Sameinuðu arabísku
furstadæmin. Framleiðsla ársins er
um 16 þúsund ker en það er svip-
uð framleiðsla og á síðasta ári.
Sala á trollkúlum hefur verið
góö á árinu og nokkuð betri en í
fyrra en aftur hefur skipting söl-
unnar breyst nokkuð. Söluaukning
hefur orðið á innanlandsmarkaói
en nokkuð hefur dregið úr sölu er-
lendis. Sala á rotþróm hefur verið
góð á árinu og hafa selst vel yfir
300 rotþrær það sem af er árinu.
Af nýjum framleiðsluvörum er
það að frétta, að verið er að leggja
síðustu hönd á þróunarvinnu við
tengibrunna fyrir fráveitulagnir og
verður hafin sala á þeim í upphafi
næsta árs. Þótt erfitt sé að spá
fram í tímann, eru forsvarsmenn
Sæplasts bjartsýnir á rekstur fyrir-
tæksins í nánustu framtíó. KK
Fosshóll:
Árekstur á brúnni
Tveir fólksbílar skullu santan á
brúnni yfir Hrúteyjarkvísl, rétt
hjá Fosshóli, um miðjan dag á
mánudag. Tvær konur úr öðr-
um bílnum voru fluttar með
sjúkrabíl til Húsavíkur. Þær
reyndust ekki alvarlega slasað-
ar, en önnur var lögð inn yfir
nótt vegna heilahristings.
Bílarnir skemmdust mikið og
voru báðir óökufærir. Hálka var á
slysstað. 1M
Akureyri:
Friðarganga á Þoriáksmessu
Á morgun, Þorláksmcssu, verð- vænta aðstandendur göngunnar á
ur efnt til friðargöngu á Akur- Akureyri að hér nyrðra geti hún
eyri. einnig oróió árviss atburóur á Þor-
Gengið verður frá bílastæði láksmessu. óþh
Menntaskólans við Hrafnagils-
stræti, nióur Eyrarlandsveg, Kaup-
vangsstræti, göngugötuna og út á
Ráðhústorg. Gangan hefst kl. 20.
Félagar úr Kór Akureyrarkirkju
og Kór Glerárkirkju leióa jólasöng
í göngunni. Á Ráðhústorgi verður
llutt stutt ávarp og að lokum verð-
ur sunginn jólasálmurinn „Heims
um ból“.
Gengió verður með kyndla og
geta þeir sem vilja keypt þá á
kostnaðarverði við upphaf
göngunnar.
Aðstandendur frióargöngunnar
hvetja fólk til að taka sér örstutt
fri frá hefðbundnum jólaundirbún-
ingi, íhuga friðarboóskap jólanna
og eiga eftirminnilega samveru-
stund.
Til fjölda ára hefur verið efnt
til friðargöngu á Þorláksmessu í
rniðbæ Reykjavíkur. Þátttaka í
henni hefur vaxið ár frá ári og
Fjárlögin:
Heimild tfl að selja hlut
í skólabyggingum á Laugalandi
Við afgreiðslu fjárlaganna á Al-
þingi í fyrrinótt voru samþykkt-
ar ýmsar breytingatillögur
meirihluta fjárlaganefndar sem
fela í sér heimildir til handa
fjármálaráðherra.
Eftirfarandi liðir taka til Norð-
urlands.
Heimild til að:
- Selja allt að 7 ha landspildu
ásamt útihúsum á jörðinni Lauf-
túni í Seyluhreppi í Skagafirði.
Selja allt að 20 ha úr jörðinni
Löngumýri í Seyluhreppi í Skaga-
firöi.
- Selja eignarhluta ríkisins í
fasteigninni Mímisvegi 16 á Dal-
vík.
- Selja eignarhluta ríkissjóðs í
skólabyggingum að Laugalandi í
Eyjafjarðarsveit.
- Selja 15 ha landspildu úr
jörðinni Laxamýri í Reykjahreppi
Suður-Þingeyjarsýslu.
- Kaupa húsnæði fyrir Háskól-
ann á Akureyri og taka til þess
nauðsynleg lán.
- Kaupa eða leigja húsnæði
fyrir Fræðsluskrifstofu Norður-
lands eystra á Akureyri og taka til
þess nauðsynleg lán.
- Leggja fjármagn í Vinnu-
matssjóð Háskólans á Akureyri í
samræmi vió kjarasamninga þegar
reglur um vinnumatskerfi hafa
verið afgreiddar. óþh
Vandaðir
djúpsteikingar-
pottar
Frá kr. 6.480,-
H KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565
íslenskt
og gott
Byggðavegi 98
Opið til kl. 22.00 alla daga