Dagur


Dagur - 28.12.1993, Qupperneq 3

Dagur - 28.12.1993, Qupperneq 3
Þriðjudagur 28. desember 1993 - DAGUR - 3 FRETTIR Húsavík: „Staða fólks hefur gjörbreyst“ - segir Aðalsteinn Baldursson hjá VH, aðspurður um framfærslumál „Þessi vandamál eru til staðar, og við verðum í vaxandi mæli vör við þau. Nokkuð mörgum tilfellum hefur verið sinnt á þessu ári. Félagsmálaráð hefur starfað afskaplega vel og sam- viskusamlega og sinnt málum af mikilli elju. Bærinn er að aug- lýsa eftir félagsmálastjóra, sem yrði jafnframt félagsráðgjafi á Heilsugæslustöðinni. Hann verður starfsmaður bæjarins varðandi framfærslumálin,“ sagði Einar Njálsson, bæjar- stjóri á Húsavík, aðspurður um fjölda framfærslumála. Bæjarstjóri sagði að í sumar hefði bæjarstjórn samþykkt reglur um fjárhagslegan stuðning við fólk og félagslega heimaþjónustu. Hann sagði að reglurnar og um- sóknareyðublöð lægju frammi á bæjarskrifstofunni. „Það fer stöðugt meira af okkar starfstíma í að sinna fólki sem er mát. Það er ekki spurning aó staða fólks hefur gjörbreyst. Við reyn- unt eins og við getum aö hjálpa þeim sem til okkar leita. Eins bendum við fólki á aó leita hjálpar hjá Félagsmálaráði, og við hjálp- um fólki við að fylla út umsóknir um hjálp frá bænum,“ sagöi Aðal- steinn Baldursson, varaformaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, að- spuróur hvort hann yrói var við að fólk ætti í auknum erfiðleikum. Hann sagðist fagna fyrirhug- aðri ráðningu félagsmálaráðgjafa og að vcrkalýðsfélögin hefðu mjög beitt sér fyrir að ráðgjafi yrói ráðinn. Aðalsteinn sagði aó minna yrði vart við erfiðleika hjá fólki í samfélögum á stærð við Húsavík, þar væri samhjálpin ríkj- andi og það drægi úr þjáningum fólks. „En þaó hefur jafnvel korn- ið til mín fólk í sjálfsmorðshug- leiðingum. Vandantálin eru of mörg og það þarf að taka á þeim," sagói Aðalsteinn. „Þar á ofan er búið að breyta atvinnuleysisbótunum það mikið að ég hugsa að margt fólk þurfi hreinlega að segja sig á bæinn á næstu misserum. Með þessum breytingum á kerfinu er hreinlega verið að fara marga áratugi al'tur í tímann og ég er rnjög óánægður með þessar ráðstafanir. Erfiðleikar fólks sem hefur ótrygga vinnu eða er atvinnulaust tnunu stóraukast. Bætur til viðbótar hálfsdagsvinnu rnunu t.d. hreinlega detta út eftir sex rnánuði samkvæmt ákvörðun stjórnar Atvinnutryggingasjóós,“ sagöi Aðalsteinn. IM Vinningstölur laugardaginn ÍÍÍ)(2Í) 23. des. 1993 Í25')jÉíír Y22) VINNINGAR | VINtTi^IaFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5al5 | 1 17.920.277 2.4*1« 11 136.691 3. 4af5 I 399 6.500 4. 3af 5 | 12.846 471 Heildarvinningsupphæð þessa viku: Kr. 28.067.844 Jm MJ7 | / m m ® UPPLÝSINGAR: SlMSVARI 91 -681511 LUKKULlNA 991002 Haraldur hf. á Dalvík: Framlengd greiðslustöðvun Greiðslustöðvun útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Harald- ar hf. á Dalvík rann út á Þor- láksmessu. Hún hefur verið framlengd. Samkvæmt lögum var veitt greiðslustöðvun í byrjun dcsember til þriggja vikna eða til 23. desem- ber. Héraðsdómur Norðurlands eystra veitti svo fyrirtækinu fram- lengingu greiðslustöðvunar um þrjá mánuði eða til 23. mars. JOH Sauðárkrókur: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráði hefúr borist bréf frá Atvinnuleysistrygginga- sjóði þar sem tilkynnt er að stjóm sjóðsins hafi samþykkt að veita Sauðárkrókskaupstað styrk fyrir 13 störfum í 2 mán- uði vegna sumarstarfa við at- vinnuskapandi verkefni. ■ Bæjarráði hefur borist bréf frá Fasteignamati ríksins, Norðurlandsumdæmi, þar sem fram kemur að fasteignamat á Sauðárkróki hafi hækkað um 10,98% frá árinu 1992 og álagningarstofn hækkað um 8,44%. ■ Bæjarráð hefur hafnað erindi frá Olafi M. Jóhannessyni, þar sem hann óskaði eftir styrk til útgáfu blaós gegn atvinnuleysi. ■ A fundi bæjarráðs nýlega, var lagður fram samstarfsamn- ingur um ræktun landgræðslu- skóga á landi í cigu Sauðár- krókskaupstaðar, milli Skóg- ræktarfélags íslands og Sauð- árkrókskaupstaðar. Bæjarráð samþykkti samninginn fyrir sitt leyti en óskaði eftir umsögn umhverfis- og gróðurverndar- nefndar, sem einnig samþykkti samninginn. ■ Bæjarráð hefur samþykkt verksamning milli Sauðár- krókskaupstaðar og Umf. Tindastóls, um uppbyggingu og fullnaðarffágang á malar- velli og grasvöllum á íþrótta- svæði bæjarins. Jafnframt leggur ráðið til að samningur- inn verði tekinn inn á fjárhags- áætlun fyrir árið 1994. ■ Bygginganefnd ræddi á fundi sínum nýlega, um þörf á endurskoðun aðalskipulags Sauóárkróks 1982-2002. í framhaldi af þeirri umræðu var samþykkt að hefja vinnu við endurskoóun aðalskipulagsins. ÍNA ÞÁGII ■ - ; WB&, - ■ - • ■■ AKUREYRI ■ ■ V/SA ir okkar eru: Lundi við Viðjulund r, Bílasalan 1kaup Draupnisgötu S Ý N I N G 00 við Lund

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.