Dagur


Dagur - 28.12.1993, Qupperneq 15

Dagur - 28.12.1993, Qupperneq 15
Þriðjudagur 28. desember 1993 - DAGUR - 15 ■ heimili fram á síðasta dag. Ámi frændi lést þann 7. nóvember 1987, höfðu þau hjón þá^ rétt haldið upp á gullbrúðkaup sitt. Ómetanlegt var hið sterka og einlæga samband þeirra mæðgna Þórgunnar og Svanhildar, ekki síst á tímum sorgar. Samband sem aldrei kom brestur í þótt mikið reyndi á. Nú er Þórgunnur í Reykholti lögð upp í ferð til annarra tilverustiga þar sem hún fær hlýjar móttökur. Um- hverfið þar er okkur ókunnugt. Við getum ekki fullyrt þótt okkur detti i hug, aö þar muni hún setjast að í nvrri Karlsbraut og verða mikilvirkur þátt- takandi í samfélagi þar sem samheldni og samábyrgð ræður ríkjum. Það er vandséð hvemig komió verður í Karlsbrautina án viðkomu í Reykholti, svo samofió var það heim- ili lífí okkar systkinanna í Lundi. Elsku Svansa, Ninni, frændsyst- kinin öll og fjölskyldur, ykkar missir er mikill en minningin um góóa konu og ættmóður lifir. Guð blessi ykkur. Systkinin í Lundi. Að lokinni samfylgd, langar mig að skrifa fáein kveójuoró til Þórgunnar í Reykholti, Við erum búnar að búa sitthvoru megin við Karlsbrautina í hartnær 50 ár. Mér finnst eins og líf okkar hafi verið svo samtvinnað frá fyrstu kynn- um. Við höfum sameinast í sorg og gleói. Oft var skokkað yfir götuna ef eitthvað þurfti aö sýna sem verið var að gera, flík var saumuð eða prjónuð, ný uppskrift reynd og ég tala nú ekki um þegar fræjunum var sáð á vorin. Við fylgdumst með því hvor hjá ann- arri hvernig fræin komu upp og jurt- imar döfnuóu. Það eru svo óteljandi minningar um þessa góðu konu sem ég geymi í hjarta mínu. Ég gleóst með henni nú, ég veit aó vinirnir hennar kæru hafa tekió á móti henni og mikil hefur gleðin verið. Um leiö og ég þakka henni fyrir allt og allt þá óska ég henni góðrar ferðar til landsins eilífa. Margs er að mirmast margi er hér að þakka. Guði sé loffyrir liðna tíð. Margs er að minnast, rnargs er að sakna. Guð þcrri tregatárin stríð. (V. Briem) Ég votta Svanhildi, Ninna og fjöl- skyldunni allri mína dýpstu samúð. Lauga í Lundi. Móðurmissir Mér andlátsfregn að eyrum berst, ég út í stari bláinn og hugsa um það, sem hefur gerst til hjarta mér sú fregnin skerst, - hún móðir mín er dáin! Hvc vildi ég, móðir, minnást þín, en má þó sitja hljóður, mérfinnst sem tunganfjötrist mín, mérfinnst hver hugsun minnkast sín, - því allt er minna móður! />ú varst mér ástrík, einlœg, sönn, mitt alhvarflífá brautum, þinn kœrleik snurt ei tímans lönn, hann traust mitt var í hvíld og önn, í sœld og sorg og þrautum. Þú geymdir heitan innri éld, þóttytra sjaldan brynni. Efkulda heims var sál mín seld, ég sat hjá þér um vetrarkveld, - þá þíddirðu ísinn inni. Scm varstu mér svo varstu þeim, er veittir œvitryggðir. Þótt auðs þér vceri vant í heim, þú valdir honum betra en seim, - þitt gull var dáð og dyggðir! Hver var þér trúrri í stöðu og stétt, hver steerri að þreki og vilja, hver mciri aðforðastflckk og blett, hverfremri að stunda satt og rétt, hver skyldur fyrri að skilja? Þótt liafi ég spurt, - um heimsins svar ég hirði ei hið minnsta; ég dóm hans, móðir, mct ci par, því mcira ég veit, - hver lund þín var og sálar eðlið innsta. Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir; svo mœt og góð, svo trygg og trú, svo tállausjalslaus reyndist þú, - ég veit þú látin lifir! Ei þar sem standa leiðin lág, ég leita mun þíns anda, - er lít ég fjöllin fagurblá, mér finnst þeim ofar þig ég sjá í bjarma skýjabanda! (S.S.) Þannig minnist ég þín elsku mamma. Svanhildur Árna. skriftin, einhvern veginn svo karl- mannleg og þróttmikil. Svo virtist sem hann þyrfti lítið að breyta textanum eftir aó hann einu sinni var kominn á blaðið. Hann hafói svo gott vald á hugsun sinni. Á þessum árum sat hann að vísu í bæjarstjórninni og var kannski í einhvcrjum nefndum á hennar vegum. Þessi störf voru létt í vösum. Störfin fyrir flokkinn og störfín sem hann vann, beint cða óbeint, fyrir verkalýðshreyfinguna og flokkinn voru aldrei launuð. Þau voru unnin í þágu hugsjónarinnar um bætt kjör og betra líf fyrir al- þýðuna. Við hefðum engan veginn komist af ef mamma hefði ekki haft örugga og tiltölulega vel launaóa kennarastöðu. Kennara- starfið, pólitíkin og málefni kvenna voru henni hugstæð, en mamma var sérkennari og kenndi matvæla- og heimilisfræði í skól- anum. Sum vorin sigldi hún til að afla sér meiri menntunar á nám- skeiðum erlendis. Vel man ég eftir einu slíku tímabili; ég varð lasin og ég man hversu mikið umburð- arlyndi pabbi sýndi mér, hlýr, þol- inmóður og traustur. I húsinu okkar, Þingvallastræti 14, var oft glatt á hjalla og rnikið um að vera á þcssum árum. Ann- ars vegar vorum við og hins vegar systkini mömmu: Elísabet, Ólafur og Ingunn og uppeldisdóttir þeirra, Hermína. Það var mikill gestagangur í húsinu og nætur- gestir voru engin tíðindi. Þaó var spilað bridge, það voru fundahöld og sumir gestir voru jafnvel svo vikum skipti. Þau systkinin áttu vini og kunningja vítt og breitt um landið sem nutu gestrisni þeirra og fádæma greiðvikni þegar þeir þurftu aö erinda á Akureyri. Ein- hver orðaði þetta svo aó húsið heföi verið miðstöð róttækninnar á Norðurlandi og líklega er það al- veg rétt. Bolsahúsið, sem margir nefndu svo, gegndi miklu hlut- vcrki í þessari hreyfingu. Sjálf fór ég ekki varhluta af nafninu og var oft kölluð litli bolsinn, en aldrei tók ég það nærri mér, líklega af því að ég var stolt af foreldrunum og vissi að þau nutu trausts og margir litu upp til þeirra. Kristbjörg, móðir Steingríms, orðin ekkja þegar ég fyrst man eftir henni, bjó í Lyngholti í Gler- árþorpi. Þar bjuggu einnig börn hennar, Kristín og Jónas ásamt fjölskyldunt sínum og Eiður. Bræður Steingríms, Ólafur og Karl, voru fjölskyldumenn og bú- settir á Akureyri. Margar ferðirnar fór ég út í Lyngholt þegar ég var krakki og frá þessum heimsóknum mínum að Lyngholti á ég ákaflega góðar minningar. Þetta var kær- leiksríkt fólk, umvafió sterkum ljölskylduböndum. Svo kom aö því að pabbi var kosinn á þing. Það var erfitt l'yrir mig aó sjá á cftir honum suður og ég hlakkaði mikið til þcgar von var á honum til baka. Hann sat á Alþingi á annan áratug og var kjörinn forseti efri deildar, yngstur þeirra, hefur mér verið sagt, sem fram að því höfðu verió kjörnir í forsetastöóu á Alþingi. Nokkrum árum scinna náði llokkurinn að vcröa stærsti llokkurinn á Akur- eyri í kosningum til bæjarstjórnar. Þcgar ég lít á þetta allt í þessari fjarlægð tímans þá fínnst mér að í pólitíkinni hafí pabbi og tengda- fólkið hans þáverandi bætt hvort annaö upp og allt haft samverkað þeim til góös. Hann annarsvegar, gjörhugull, öruggur og traustur, og þau systkinin hinsvegar, kraft- mikil, viljasterk og mælsk scm létu ekkcrt tækifæri ónotað til vió- tala og heimsókna, málstaðnum til styrktar og fylgis. Svo urðu þáttaskil. Misfellur urðu í samstarfinu, svo slitnaði það. Ég man þá stund þegar rnér varð Ijóst að pabbi ntyndi fara frá okkur mömmu, og ég man ná- kvæmlega staðinn, já, meira að segja gangstéttarhelluna, sem ég stóð á framan við flugafgreiðsluna þegar ég kvaddi hann. Mörgum árum síðar bundumst viö aftur traustum böndum sem aldrei rofn- uðu. Hann varð mér hjálparhclla í erfiðleikum og það var ekki síst fyrir hans tilverknað að ég öðlað- ist öryggi og fastan punkt í tilver- unni. Börnum mínum sýndi hann tryggð og vináttu. Fyrir þetta og öll okkar samskipti fyrr og síðar er ég óumræðilega þakklát. Síðari kona Steingríms er Sig- ríður Þóroddsdóttir frá Alviðru í Dýrafirði. Þau Urðu svo gæfusöm að eignast traust og gott heimili og þrjú elskuleg og myndarleg börn: Kristbjörgu, Sólveigu og Aóalstein. Ég bió Guð að blessa framtíð þeirra og votta þeim og Sigríði mína dýpstu samúð. Steingrím, fósturföður minn, kveð ég aó leiöarlokum með oró- um Ingibjargar, fósturmóður minnar, sem hún viðhafði jafnan þegar hún kvaddi kæra vini: Vertu ætíð Guði falinn. Gunnlaug Björk. Auglýsendur takið eftir! Milli jóla og nýárs koma út þrjú blöð, þriðjudaginn 28., miðvikudaginn 29. og fimmtu- daginn 30. desember. Skilafrestur auglýsinga í miðvikudagsblaðið er til kl. 11.00 þriðjudaginn 28. des- ember og fyrir fimmtudagsblað- ið er skilafrestur til kl. 11 mið- vikudaginn 29. desember. Fyrsta blað á nýju ári kemur út þriðjudaginn 4. janúar. auglýsingadeild, sími 24222. Hjúkrunarfræðingar Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi á gjörgæsludeild, bæklunardeild og lyfjadeild II. Deildirnar bjóða upp á gott starfsumhverfi og áhuga- veró verkefni innan hjúkrunar. Nánari upplýsingar gefur Rannveig Guðnadóttir starfs- mannastjóri hjúkrunar, sími 96- 30273 og deildarstjórar viðkomandi deilda. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-30100. Kennarar Gagnfræðaskóli Akureyrar leitar eftir kennara frá og með næstu áramótum til sérverkefna. Upplýsingar gefa: Skólastjóri í síma 96-21018, aðstoð- arskólastjóri í síma 96-23351. Hjúkrunarfræðingar í Skjólgarði er laus staða hjúkrunarfræðings frá og með áramótum. Heimilið skiptist í 32 rúma hjúkrunardeild, 14 á elli- deild, ásamt fæðingardeild meó 10-12 fæðingum á ári. Fjórir hjúkrunarfræðingar eru í starfi. Húsnæði er til staðar og flutningur á staðinn er á kostnað Skjólgarðs. Allar upplýsingar veita Amalía Þorgrímsdóttir hjúkr 4 4unarforstjóri og Ásmundur Gíslason forstöðumaður. Símar 97-81221 og 81118. Skjólgarður, Höfn, Hornafirði. Munið að gefa smáfuglunum

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.