Dagur - 05.01.1994, Side 3
FRETTIR
Miðvikudagur 5. janúar 1994 - DAGUR - 3
FRETTAPUNKTAR
Búferlaflutningar
kannaðir
Jóhanna Lára Pálsdóttir vinnur
að rannsókn á búferlaflutning-
um til og frá Sauöárkróki. í
ársskýrslu Tölvunefndar 1992
kemur fram að nefndin taldi
ákvæði laga ckki standa í vegi
fyrir því að Jóhanna Lára gcrði
þessa könnun.
Tekjustofnar
sveitarfélaga
Félagsmálaráóherra ákvað fyrir
áramótin að eftirtalin nýting
tekjustofna sveitarfélaga á
næsta ári teljist eðlileg nýting:
Útsvar 9,0% álagning, fast-
eignaskattur samkv. lió a í 3.
gr. laga urn tekjustofna sveitar-
félaga 0,36%, fasteignaskattur
samkv. lió b í 3. gr. laga um
tekjustofna sveitarfélaga 1,0%
álagning og sérstakur skattur á
verslunar- og skrifstofuhús-
næði 0,9% álagning.
Ahrifamesta yng-
ingarmeðalið
Líkamsrækt er áhrifamesta
yngingarmeöaliö. Þetta segir
Arsæll Jónsson, læknir, í grein
um öldrunarmál í nýjasta tölu-
blaði Heilbrigðismála. Ársæll
segir að flcst bendi til þcss að
hófleg og reglubundin líkams-
rækt hamli gegn áhrifum öldr-
unar' á mannslíkamann. Sem
dæmi séu áhrif þjálfunar á
blóðrás og öndun marktæk.
Lungnaþol og súrefnisnýting
veíja batni, hjarta stækki, púls-
inn verði hægari og blóðrás
batni. Þá verði sykur- og fitu-
efnaskipti hagstæöari, bein-
þynning minnki, liðbönd styrk-
ist og fólki vcrói síður hætt við
byltum og brotum.
40 þúsund morð
Margar lærðar greinar hafa
verið skrifaöar um skaðsemi
sjónvarpsgláps á böm og ung-
linga. I bandaríski athugun,
scm grcint var frá i Anterican
Medical News og vitnað er til í
nýjasta tölublaði Heilbrigðis-
mála, kemur fram að bandarísk
böm horfa á sjónvarp að með-
altali 27 klukkustundir á viku,
eða tæpar fjórar stundir á dag.
Áður en þau ná 18 ára aldri
hafa þau séó 40 þúsund moró
og 200 þúsund önnur ofbeldis-
verk.
Færri reykja
Talið er að allt að 50 þús. nú-
lifandi íslendingar hafi reykt
en scu nú hættir. Nærri lætur
að reykingar hall minnkaö um
25% hér á landi á síðustu 20
árum. Samkvæmt könnun Hag-
vangs fyrir Tóbaksvamanefnd
reykja nú cilítið flciri konur en
karlar og hefur drcgið áberandi
meira úr reykingum karla en
kvenna. Nokkur munur er á
reykingavenjum eftir atvinnu
og menntun. Fólk sem hcfur
lokió bóklcgu framhaldsnámi
eða háskólaprófi rcykir mun
síður en þeir sem hafa aóeins
lokjð skyldunámi eða verklegu
framhaldsnámi.
Sjómenn fá ekki greiddar desemberuppbætur:
Úrskurður Félagsdóras gildir ekki
eftir að samfloti við ASÍ lauk
er álit Landssambands íslenskra útvegsmanna
Sjómenn á togurum Útgerðarfé-
lags Akureyringa hf. eru mjög
óánægðir með þá ákvörðun for-
ráðamanna ÚÁ að greiða enga
desemberuppbót á laun. Sam-
kvæmt miðlunartiliögu Ríkis-
sáttasemjara frá 26. apríl 1992,
sem sjómenn áttu aðild að, er
desemberuppbót 12 þúsund
krónur og orlofsuppbót 8 þús-
und krónur samkvæmt sömu
samningum.
Konráð Alfreðsson, formaður
Sjómannafélags Eyfirðinga, segir
að á sínum tíma hafi útgerðar-
menn neitað því að grciða sömu
desember- og orlofsuppbætur og
til félagsmanna ASI og því hafi
málinu verið skotið til Félags-
dóms. Dómur Félagsdóms féll 9.
febrúar 1993 og þar er félags-
mönnum innan Sjómannasam-
bands Islands sern samþykktu
miólunartillögu sáttasemjara frá
26. apríl 1992 dænidur rcttur til
desemberuppbóta aó fjárhæð 2
þúsund krónur og orlofsupphæð
aó fjárhæð 1.700 krónur.
„Útgerðariélagió ncitar nú aó
greiða sjómönnum descmbcrupp-
bót án frckari rökstuðnings. Svona
ákvörðun gerir mann auðvitað
kjaftstopp en þessi ákvörðun mun
vera komin frá LIU (Landssam-
bandi íslenskra útvegsmanna).
Jónas Haraldsson, lögfræóingi
LIÚ, hefur verið bent á dóm Fé-
lagsdóms en svörin eru þau að hér
sé um gamalt plagg að ræða og
ekkert sé rneð það að gera. Þetta
er sami dómur og þeir vísuðu
kjaradcilunni til fyrir jólin en Fé-
lagsdómur dærndi verkfallsboðun
sjómanna lögmæta scm kunnugt
er," segir Konráó Alfreðsson.
Útgerðarmenn telja að þar sem
sjómenn hafi dregið sig út úr sam-
floti mcð ASÍ í kjaramálum hafi
þcir afsalað sér ýmsum áunnum
réttindum. Jaframt er litið svo á að
dcscmbcruppbót greiðist aðeins til
þeirra scm ná ckki hlut og fá
greidd laun samkvæmt tryggingu.
I kaupgjaldsskrá LIU er bæði
desemberuppbót og orlofsuppbót
reiknuð inn í kaupskrána og er
hún hærri en kaupskrá Sjómanna-
samtakanna sem því nernur. Með
því telur LIÚ að öllum sem stunda
sjó sé tryggt hlutfall af þessum
upphæðum en útgeróarmenn telja
hættu á því að þeir sem ekki eru á
sjó í descmbcr tapi þeirri greiðslu.
GG
Sjómcnn ÚA cru óánægðir mcð að fá ckki dcscmbcruppbót á laun.
Fjárlögin:
Styrkir vegna
vetrarsamgangna
0!
Við lokaafgreiöslu fjárlaga voru
samþykktir styrkir undir liðnurn
„vetrarsamgöngur og vörullutn-
ingar". Sundurliðun þcssara
styrkja til sveitarlclaga og ýmissa
aðila á Norðurlandi er scm hér
segir (í þúsundum króna):
Almennir styrkir
Skagahreppur 150
Skefdsstaðahreppur 150
Snjóbifreið í Skagallrði 100
Fljótahreppur 200
Björgunarsveitin Strákar 150
Olafsfjaróarsveit 100
Svarfaðardalur 150
Grýtubakkahreppur 60
Hálshreppur 100
Mývatnssveit 120
Mývatn-Húsavíkurllugv. 120
Fjallahrcppur 400
Öxarfjörður-Kópasker 50
Þórshöfn 50
Stofnstyrkir
Höfóahreppur
(Skagaströnd) 750
Styrkir til flugfélaga
Flugfélag Norðurlands-
Grímseyjarflug 1.600
óþh
Akureyri:
Opið hús fyrii’ fólk í atvinnuleit
Jón Björnsson, félagsmálastjóri
á Akureyri, mun ræða horfur í
atvinnumálum í uppbafi árs í
fyrstu samverustund hjá Mið-
stöð fólks í atvinnuleit, sem
verður í Safnaðarheimili Akur-
eyrarkirkju, milli kl 15.00 og
18.00 í dag, miðvikudag.
Eins og fram kom í frétt í Degi
í gær staófesta tölur frá vinnu-
miðlunarskrifstolunni á Akureyri
nú mcira atvinnulcysi í bænum en
um gctur áöur og búist er jafnvel
viö cnn dýpri svcillu, scm er þó
að nokkru leyti háð því hversu
lcngi sjómannavcrkfall stendur yf-
ir og vinnslustöðvun varir hjá Út-
gerðarlclagi Akurcyringa.
Að undanförnu hcfur þeim
mikla vanda scm fylgir atvinnu-
leysinu gætt rnjög hjá félagsmála-
stofnun og umsóknum um fjár-
hagsaðstoó stöðugt tjölgaö, eink-
urn l'rá því fólki sent lcngi hefur
búið við atvinnuleysi eða rýrnandi
tekjur. Margt mun því án efa bera
á górna á samverustundinni í dag
og eru allir, sem misst hafa vinnu
eða standa frammi fyrir atvinnu-
lcysi, hvattir til aó mæta. Veiting-
ar verða á boðstólum þátttakend-
um að kostnaðarlausu og ýmsar
upplýsingar liggja frammi að
vanda. ÞI
Heilbrigðismálaráð Norðurlands vestra:
Vill auka héraðshlutdeild
sjúkrahúsa í stað niðurskurðar
Á fundi Heilbrigðismálaráðs
Norðurlands vestra í desember-
mánuði sl. var m.a. fjallað um
nýbirta skýrslu nefndar eða
vinnuhóps um sjúkrahúsmál og
tillögur nefndar til heilbrigðis-
og tryggingaráðherra um skip-
an sjúkrahúsmála í landinu en
þar er lögð aukin áhersla á
Slysfarir á árinu 1993:
Helmingi færri fórust
í drukknimum en 1992
Samkvæmt bráðabirgðaniður-
stöðum Slysavarnafélags íslands
á samantekt banaslysa á íslandi
árið 1993 fækkaði drukknunum
um helming frá árinu 1992.
Heildarsamantekt sýnir að
banaslysum fækkaði um sex
milli áranna og urðu þau 48 á
nýliðnu ári.
Ef litið er á sjóslys og drukkn-
anir þá fórust 11 manns í þessurn
llokki slysa og flestir þeirra mcð
skipum sem fórust. I umlcrðar-
slysurn létust 22 eða einuni lleiri
en árið 1992. Af þcirn sem létust á
síðasta ári voru flmm sem létust í
bílslysum á erlendri grundu.
I flugslysum fórst einn íslend-
ingur á síóasta ári.
Líkt og áður voru það mun
tleiri karlar sem létust af slyslor-
um en konur eða 41 karl og sjö
konur. JOH
þjónustu sjúkrahúsanna
Reykjavík og á Akureyri
vægi þeirra þar með aukið.
og
Fundurinn telur aö góð og ódýr
þjónusta sé rckin bæði í heilsu-
gæslu og sjúkrahúsum kjördæmis-
ins og nær væri að auka héraðs-
hlutdcild sjúkrahúsa á lands-
byggðinni. Heilbrigðismálaráó
bendir á að skrifstofukostnaður
svæðisins sé aóeins brot af þeim
hcildarniðurskurði sem nefndin
lcggur til í umdæminu. Með öllu
sé óskiljanlegt að lagt sé til að
niðurskuröur á Sjúkrahúsi Skag-
firðinga verði 140 milljónir króna
þcgar stofnunin er rekin með
sannanlega lágurn tilkostnaði mið-
að við samanburóartölur annars
staðar frá, þrátt l'yrir viðtækari
starfsemi. Einnig mætti benda á
sérstöðu Sjúkrahúss Siglufjarðar
hvaö varðar samgöngur og er lögó
áhersla á að skurðstofuþjónusta
þar lcggistekki niður.
Heilbrigðismálaráð beinir þeim
tilmælum til heilbirgiðisráðherra
að taka ckki til greina tillögur
ncfndarinnar og bendir á hinn
mannlcga þátt scm oft gleymist
enda erfitt að meta hann í tölum.
Spurt er hvaóa siðferði það sé að
sjúklingar séu sendir eins og kvik-
fénaður suður eða noróur þurfi
þeir á sjúkrahúsvist að halda sem
hægt væri að vcita í heimahéraói.
Óttast er að allur samdráttur í heil-
brigðisþjónustu dreifbýlisins auki
á llutning fólks þaðan. GG
T ónmenntaskólinn
á Akureyri:
Leiðrétting
í umfjöllun um Tónmenntaskól-
ann á Akureyri í Degi í gær, var
sagt að námskeiðsgjald á vorönn
væri kr. 5.000.-. Þar var einungis
átt við námskeiðsgjald fyrir þátt-
takendur í bjöllusveit við skólann
á vorönn og leiðréttist þaó hér
mcð. Bjöllusveit er nýjung á Ak-
ureyri en námið byggist eingöngu
á samspili og hæfir öllum aldurs-
hópum eftir 8 ára aldur. Höfðar
þessi tegund tónlistar ekki síður til
fullorðinna, sem vilja stunda tón-
list og samspil sér til ánægju.