Dagur


Dagur - 05.01.1994, Qupperneq 4

Dagur - 05.01.1994, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 5. janúar 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Bankamenn krafðir skýringa Þrátt fyrir umtalsverða vaxtalækkun í lok nýlið- ins árs eru meðalvextir vísitölubundinna lána banka og sparisjóða nú um 7,5%. Það er auðvit- að allt of hátt og ef vel ætti að vera þyrftu þessir vextir að lækka um a.m.k. fjórðung til viðbótar. En þá fyrst kastar tólfunum þegar litið er til meðalvaxta óverðtryggðra skuldabréfalána. Þeir eru nú um 11,7% og því nákvæmlega 56 af hundraði hærri en meðalvextir verðtryggðu lán- anna! Forsvarsmenn banka og sparisjóða sáu ekki sóma sinn í að lækka þessa okurvexti á síð- asta vaxtabreytingadegi í lok nýliðins árs, þrátt fyrir þá staðreynd að verðbólga hér á landi er ekki lengur mælanleg. Hún er gersamlega horfin og allt bendir til þess að verðlag muni jafnvel fremur lækka en hitt, nú þegar lægri virðisauka- skattur en áður leggst á matvörur. Með hliðsjón af því er hér um svívirðilega háa vexti að ræða og fullkomlega siðlaust af bankamönnum að lækka þá ekki verulega. Sighvatur Björgvinsson, viðskiptaráðherra, er í hópi þeirra fjölmörgu íslendinga sem ofbýður vaxtaokur banka og sparisjóða. í Morgunblað- inu í gær er haft eftir honum að engin efnisleg rök séu lengur fyrir þeim mismun sem er á verð- tryggðum og óverðtryggðum útlánsvöxtum bankanna. „Það eru ekki til nema tvær skýring- ar á þessu," er haft eftir viðskiptaráðherra. „Annað hvort er það slæm afkoma bankanna sem þeir taka þá út á viðskiptamönnum sínum og láta þá borga hærri vexti en ella væri, eða þá hitt að þeir eru með í ávöxtun í nafnvaxtakerf- inu mjög mikla peninga á mjög háum samnings- vöxtum." í framhaldi af þeim orðum varpar við- skiptaráðherra fram þeirri spurningu hvort eitt- hvert samband sé milli þessa og tregðu lífeyris- sjóðanna til þess að kaupa húsnæðisbréf með 5% ávöxtun. Með öðrum orðum gefur ráðherr- ann í skyn að hugsanlega standi hávaxtasamn- ingar banka og sparisjóða við lífeyrissjóðina í vegi fyrir sjálfsagðri og eðlilegri vaxtalækkun. Ef fótur er fyrir þeim getgátum er ótrúlegur tví- skinnungur hér á ferðinni, því enginn hefur gagnrýnt okurvextina eins ákaft og verkalýðs- hreyfingin, sem ræður jú yfir stærstum hluta af fjármagni lífeyrissjóðanna! Sannleikurinn í þessu máli þarf að koma fram. Talsmenn banka og sparisjóða verða að gera hreint fyrir sínum dyrum og rökstyðja þá óskammfeilnu ákvörðun sína að halda óverð- tryggðum útlánsvöxtum svo háum sem raun ber vitni. Þeir þurfa jafnframt að gefa skýringar á því hvers vegna þeir hafa svikið gefin loforð um að lækka vexti jafnhratt og þeir hækkuðu - um leið og tilefni gæfist til. Tilefnið er ærið en ekk- ert bólar á efndunum. BB. Táknið á bæjarrústunuin á Ysta-Felli Á síðasta aðalfundi Sambands ís- lenskra samvinnufélaga aðvöruðu for- vígismenn þess aðalfundarfulltrúa um að senn drægi til endalokanna. Síðan hafa veður skipast í lofti og talaó er um aö endadægrið beri að með kulda- legum hætti og jafnvel með gjaldþroti, ef illa tekst til um endanleg lokaskil Miklagarðs. Minningarsúla um hálfrar aldar áfangann Minningarsúlan á gömlu bæjartóftun- um á Ysta-Felli er tákn um stofnun Sambands ísl. samvinnufélaga 20. febrúar 1902. Víóar um heimsbyggð- ina eru áþekkar sögulegar minjar oft einar eftir, sem tákn fyrir gengin þjóð- félags- og menningarskeið; stundum eina vísbendingin um þau söguskeið, sem hafa mótað menningu okkar og þjóðartilveru hvað rnest. Samband íslenskra samvinnu- félaga var í hádegisstað Samvinnumenn reistu minningarsúl- una í tilefni af 50 ára afmæli Sam- bands ísl. samvinnufélaga. Þá var Samvinnuhreyfingin í hádegisstað. Forráðamenn Samvinnuhreyfingarinn- ar létu sig skipta hvert þjóófélagssvið- ið af öðru. Eignarhaldsstefna sam- vinnufélaganna, hið nýja leióarljós, skyldi ná til flestra sviða þjóðfélags- ins, til að tryggja áhrif og þjóðfélags- stöðu samvinnuhreyfingarinnar, þar sem hefbundnar leióir í samvinnu- starfinu dugóu ekki til. Vafalaust hef- ur engan þeirra, sem stóó aó hálfrar aldar afmælinu, rennt grun í að 40 ár- um síðar stæði Samband ísl. sam- vinnufélaga frammi fyrir endadægri sínu. Minningarsúlan á Ysta-Felli í Kinn er oróin táknræn fyrir félags- málahreyfingu, sem hefur gcngió skeið sitt. Frumkvæði Þingeyinga um sambandskaupfélag Höfuðmarkmið þingeysku samvinnu- frömuðanna, með stofnun sambands- kaupfélags, sem síðar nefndist Sam- band ísl. samvinnufélaga, var að sam- stillta félagsfólkið í heildarsamtökum. Þeir skiptu samstarfsverkefnununi í þrjá meginþætti: Fræóslu- og kynn- ingarstarf um samvinnustefnuna, með erindrekstri, stofnun kaupfélaga, út- gáfustarfi og skólarekstri fyrir leið- andi menn í samvinnustarfinu. Samlag um heildarinnkaup allra kaupfélag- anna, á einni hendi, til að ná fram hagstæóustu innkaupum og um al'- urðasölu, til aó ná fram hagstæðasta skilaverði til framleiðcnda. Glötuð markmið frumherjanna Hver cr niðurstaðan, er spurt? Staóreyndimar eru þessar: Fræóslu- og kynningarstarfsemin var lögð niður í hagræöingarskyni. „Sam- vinnan“ er gengin til feóra sinna. Samvinnuskólinn er oröinn að virðu- legri háskólastofnun sem ekki elur lengur upp búðarblækur og kjaltása fyrir kaupfélögin. Vcrslunardeildir Sambandsins misstu frumkvæðið um hagstæðustu innkaupin. Á sviði afurðasölunnar gætti úrræðaleysis og kyrrstöðu. Stærri verslunarkeðjur eiga nú alls kostar við sundraða sláturleyfishafa, sem leiðir til hækkaðs milliliðakostn- aóar. Eignarhaldsstefnan varð tilefni óvinafagnaðar andstæðinganna. Frá- hvarf frá þrautreyndum úrræóum sam- vinnumanna. Stofnun andvana fæddra hlutafélaga meó skiptingu Sambands- ins í vanhæfar rekstrareiningar. Upphaf fráhvarfseinkennanna í rekstri Sambandsins Reyndur kaupfélagsstjóri benti mér á fyrstu fráhvarfseinkennin. Hann gat um kaupfélagsstjórafundi, þar sem forstjórinn hafi tjáö fundinum aó Sambandið gæti ekki af fjárhags- ástæöum annast vöruinnkaup kaupfé- laganna, með sama hætti og áður og því yrðu kaupfélögin jafnframt að leita á önnur mið um vöruinnkaup. Meginstefnan var sú að kaupfélögin fólu innflutningsdeildinni vöruinn- kaup sín og vöruútvegun l'rá öðrum aðilum. Samflotið um heildarinnkaupin rofnaði Hér er aó leita upphafs þess, aó Sam- bandið missti tökin á innkaupastefnu kauplélaganna. Verslunardeildimar gátu ekki lengur hagnýtt sér heildar- innkaupamagn kauplélaganna til hag- stæðari innkaupa. Markmið og til- gangur sannvirðisstefnunnar, sem byggðist á heildarsamstöóu til aö ná hagkvæmustu innkaupunum, hafói lotið í lægra haldi. Seinheppni og úrræðaleysi samvinnumanna Miklagarösævintýrið varð Samband- inu aó aldurtila. Sambandió og kaup- félögin voru þrátt fyrir þetta braut- ryðjendur um kjörmarkaðina, sem nýjungar í smásöluvcrsluninni. Yfir- buróir stórmarkaðanna koinu ekki í Áskcll Einarsson. Ijós fyrr en með breyttum innkaupaaó- ferðum og lrjálsu vcrómyndunarkcrfi. Horfió var frá smáum innkaupum og innkaupaháttum til aó ná fram aukinni álagningu, þrátt fyrir þröng verðlags- ákvæði. Það var Hagkaup en ekki Samvinnuhreyfingin sem ruddi braut- ina með stórinnkaupum beint frá framleiðendum. Þetta gcröi stórmark- aðina að stórveldum. Samstillt átak kaupfélaganna um heildarinnkaup Samvinnumcnn hafa lært nýja inn- kaupahætti af fyrri mistökum. Bón- uss-Hagkaupskeðjan er með þriðjung dagvöruverslunar í landinu. Hlutur þeiira kaupfélaga, sem nutu innkaupa- leiða Miklagaró, er ckki stærri en svo aó þau uróu að kaupa verslunarkeðju í Reykjavík til að vera gjaldgeng um innkaupamagn, sem dugði til stærri og hagkvæmari innkaupa. Rcynsla kaup- félaganna af innkaupaháttum Mikla- garðs kenndi þeim að leita til gömlu innkaupaháttanna um samhent inn- kaup. Hugarflugsfundur um samvinnustefnuna Félag viðskiptafræóincma hélt l'yrir allmörgum árum málþing um sam- vinnuniál á Akureyri. Forystunienn Sambandsins settu mjög svip á þetta málþing. Þeir vildu bcina afli Sam- vinnuhreyfingarinnar inn á ný svið áhættureksturs s.s. fiskiræktar og tækniiðnaðar. Hér fóru stórhuga mcnn í forystu leiðandi afis í þjóðfélaginu. Engan óraði fyrir því á þessu málþingi að þcir Sambandsmcnn hyggðust kaupa „hjartað" úr höfuöborgarsvæó- inu eóa dytti þeim í hug aó kaupa einn ríkisbankanna. Ekki bólaði hcldur á hugmyndum um skrifstofuhöll í Laug- arnesinu. Draumfarir þcirra á sviói eignarhaldsstcfnunnar voru þó miklar, þar til um síóir að steytti á skcrjum hins mögulcga. Samvinnustefnan í samtímanum? Það er rökrétt nú eftir hrakfallasögu Sambands ísl. samvinnufélaga, aó spurt sé hvort samvinnustefnan eigi erindi í okkar þjóðfélagi. I grein, sem Jónas Haralz, þáverandi bankastjóri, ritaði í „Samvinnuna", kom fram að hann teldi að samvinnustefnan hentaði á vissum þjóðfélagsskeiðum, eins og voru til staðar á Islandi á fyrri hluta þessarar aldar. Hliðstæóar þjóðfélags- aðstæður væru í mörgum þróunar- Iöndunum. I þróunarlöndunum væri gripið til úrræða samvinnustefnunar- innar, til að samhæfa framtak hópa í atvinnulífinu og til aó koma í veg fyrir einokun og fákeppni, þar sem sam- keppnisaðila skorti. Öðru máli gegndi í okkar þjóófélagi. Hér væru til staðar aðilar í athafnalífinu, sem meö sam- keppni sín á milli tryggðu hlut neyt- andans. Fjármögnunarleiðir sam- vinnukerfisins á Islandi miðuðust ekki við öflun tjármagns, sem lyti arðsem- issjónamiiðum. Þama lægju mistökin. I háþróuóum þjóðfélögum hefði Sam- vinnuhreyfingin náð góðum árangri og tekist að keppa vió einkaframtakið um fjármagn og hylli neytenda. Hlutskipti samvinnufélaganna á landsbyggðinni Ljóst er að ef félagslegrar aóildar fólksins að kaupfélögunum nyti ekki vió, væri ekki viðunandi verslunar- þjónusta víóa um landið. Vió bætast byggðalegar kvaóir kauplclaganna og Sambandsins, um fjármagnsbeiningu til undirstöóufyrirtækja, sem ióulegast eru rekin af lélagslegum ástæðum. Sömu kröfur eru gerðar til þeirra um framlög eins og til ríkis og sveitarfé- laga, sem geta endurheimt framlög sín t’rá skattborgurunum. Þetta fjármagn geta samvinnufélögin ekki sótt til baka í vasa félagsmannanna. Þama cr hinn mikli munur á möguleikum sam- vinnufélaganna og hins opinbera til að sinna félagslegum nauóþurftum lands- byggóarinnar í atvinnumáluni. Afleiðingar hávaxtastefnunnar fyrir dreifbýlisverslunina Hávaxtastefnan lamaði samvinnufé- lögin fjárhagslega. Hún knúöi fram í versluninni labreyttara vöruval, meó smæiTÍ innkaupum. Þetta leiddi til hækkaðs vöruvcrós. Með bættu vega- kerfi komu yfirburðir stórmarkaðanna á höfuðborgarsvæóinu í ljós. Með hagkvæmni stórinnkaupanna gátu þeir boðiö vörur á því verði, scm þær kost- uöu kauplclögin í innkaupum hjá hcildsölum. Brigðmæli stjórnmálamanna við dreifbýlisverslunina Erlendis tíókast að verslunarfyrirtæki landsbyggðarinnar njóti fjárhagslegrar fyrirgreiöslu til aó annast verslunar- þjónustu, meó viðunandi vörufram- boði og húsakosti. Stuóningsaðgerðir hafa verið á stefnuskrá þriggja ríkis- stjóma, sem hinn pólitíski armur Sam- vinnuhreyfingarinnar hefur átt aðild aó. Eru þctta svik hins pólitíska arms eða hafa samvinnumenn gefist upp vió að berjast l'yrir málstað sínum? Hlutskipti sann- virðisstefnunnar Fyrirsjáanlcg eru stórátök á sviði smá- söluvcrslunar í landinu, sem annað hvort enda með sáttum þeirra sem dcila kökunni á milli sín cða aó þeir stcrkustu njóta fákeppninnar. Á því stigi cr þörf fyrir sterk fjöldasamtök, sem hcfji sannviróishugsjónina til vegs, til að koma í vcg fyrir nýtt ein- okunarveldi og fákcppni þcirra sem ætla sér að skipta markaðinum á milli sín. Þjóðin mun fyrr eða síóar hafna frumskógarlögmálinu. Þetta hlutskipti bíður þeirra kaupfélaga, sem lifa hild- ina af. Áskell Einarsson. (Grcinin er upphaflega rilud í fclagsblað Kaupfélags Þingeyinga „Boóbcra” og að beiðni þess. en er hér birt í breyttu formi. mcð millifyrirsögnum og nýrri fyrirsögn til að aóhæfast brciðari lcsendahóp. Á.E.) Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Fjórð- ungssambands Norólendinga.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.