Dagur - 05.01.1994, Qupperneq 12
Stórviðburður í Eyjafjarðarsveit
síðla næsta sumars:
Landbúnaðarsýning
aðHrafnagili
í undirbúningi
Undirbúningur er hafínn að
viðamikilli landbúnaðarsýn-
ingu, sem fara á fram að
Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit,
síðari hluta ágústmánaðar í
sumar. Jóhannes Geir Sigur-
geirsson og Hreiðar Hreiðarsson
hafa fyrst og fremst unnið að
hugmyndinni á síðustu mánuð-
um en framundan er stofnun
sérstaks félags um framkvæmd-
ina. Ráðinn hefur verið starfs-
maður til að vinna að undirbún-
ingi sýningarinnar.
Samkvæmt upplýsingum að-
standenda sýningarinnar veróur
markmið þessa félags að sinna
verkefnum sem tengjast ferðamál-
um á svæðinu og verður sýningar-
haldið sjálft fyrsta verkefni þess.
Frá upphafi hefur verið unnið að
málinu í samráði við sveitarstjórn
Eyjafjarðarsveitar og viðræður við
hana um aðstöðu fyrir sýninguna
eru á lokastigi. Einnig hefur verið
haft samráð við Búnaóarsamband
Eyjafjarðar um málió.
Frágengió er aó Vaka Jónsdótt-
ir, sem var að ljúka námi í ión-
rekstrarfræði frá Háskólanum á
Akureyri, verði framkvæmdastjóri
sýningarinnar og tekur hún strax
til starfa. Þá hefur verið haft sam-
band við nokkra af þeim aðilum
sem líklegt er að hafi áhuga á aó
notfæra sér þá aðstöu sem þarna
verður komið upp til sýningar-
halds.
Að sögn Jóhannesar Geirs Sig-
urgeirssonar hefur málinu alls
staðar verið vel tekið. Hann segir
það vilja aöstandenda sýningar-
innar að á henni verói lögð áhersla
á að kynna sem flestar fram-
leiósluvörur íslensks landbúnaðar
og aðrar afuróir sem unnar eru í
sveitum landsins. Sérstök áhersla
verði lögð á nýjungar í atvinnulífi
svo og þaó sem verið er að vinna
að varðandi útflutning á íslensk-
um hágæða búvörum. Þá munu
sýningaraðilar leggja metnað sinn
í aó standa fyrir dagskrá þar sem
fram koma sýnishom af því fjöl-
þætta menningarstarfi, sem fer
fram í hinum dreifðu byggðum
landsins. Von sýningarhaldara sé
sú aö standa megi þannig að mál-
um að þessi viðburður geti orðið
áhugavert innlegg í að efla inn-
lenda feróaþjónustu um leið og
vakin sé athygli á mikilvægi land-
búnaðarins fyrir þróun islensks at-
vinnulífs á næstu árum.
Ekki er frágengið hvaða daga
sýningin stendur en miðað er viö
aó hún verði einhvern tímann á
tímabilnu frá 19. til 28. ágúst í
sumar. JÓH
Reykjahverfi:
Harðfiskverkun haf-
in á ný hjá Stöplafiski
- Tryggvi Óskarsson leigir reksturinn
Harðfiskframleiðsla hófst á ný
hjá Stöplafiski í Reykjahverfi 3.
janúar sl. Það er Tryggvi Ósk-
arsson frá Þverá, sem tekið hef-
ur húsnæði og vélar á leigu til
sex mánaða, en framleiðslu
Stöplafisks var hætt snemma í
haust og leitað eftir samstarfs-
aðila um reksturinn eða leigj-
anda.
Hráefni til framleiöslunnar
fékk Tryggvi af frystitogara frá
Þórshöfn. Framleiðsla fyrir þorra-
blótsmarkaðinn er hafin, en einnig
stendur yfir útsala á eldri birgðum
fyrirtækisins.
Tryggvi sagði aó þó nokkur
störf sköpuðust við harðfisk-
VEÐRIÐ
Gert er ráð fyrir norðanátt í
dag og heldur vaxandi
frosti. Um norðanvert landið
má búást vió norðaustan
kalda og éljum á miðum og
annesjum en bjartara veðri
inn til landsins. Heldur mun
birta útifyrir þegar líður á
daginn.
vinnsluna og enginn hörgull væri
á vinnuafli. Reiknaði hann með aó
allt að fimm manns fengju vinnu
hjá fyrirtækinu. Hann hyggur á
verkun gæludýrafóðurs, þegar
hægjast fer um á harðfiskmark-
aðnum. Einnig býður hann versl-
unareigendum að þurrka saltfisk
fyrir þá og er að reyna að finna
fyrirtækinu fleiri verkefni. IM
Fjögur glaðleg í leik í snjónum á nýbyrjuðu ári.
Mynd: Robyn.
Silfurstjarnan hf. í Öxarfirði:
Fær 22% hærra verð fyrir laxinn en
Norðmenn á þýskum mörkuðum
Vaxandi eftirspurn er eftir laxi
frá laxeldisstöðinni Silfurstjörn-
unni hf. í Öxarfirði á markaði í
Munchen í Þýskalandi og fæst
nú 441 króna fyrir kg, sem er 70
til 80 krónum hærra verð en
Norðmenn eru að fá fyrir sína
framleiðslu á sama markaði.
Norðmenn selja ekki til Banda-
ríkjanna og því hafa þeir snúið
sér af fullum þunga að Evrópu-
markaðnum og hófu í desem-
bermánuði að bjóða laxinn í
Þýskalandi og Belgíu á 260
krónur meðalverð, allar stærðir.
„Mér er ekki alveg ljóst af
hverju við getum selt okkar lax á
svona miklu hærra verði en Norð-
menn. Við notum miklu minna
lýsi í fóðrið hér en fóðurverk-
smiðjur almennt gera, en lýsið er
ódýrasta orkan sem völ er á. Hún
er 18% hér en er víða allt upp í
30%, og þó ég sé ekki fóðurfræð-
ingur veit ég þó að fiskurinn er
aldrei neitt annað en það sem
hann étur, rétt eins og með aórar
skepnur,“ segir Björn Benedikts-
son.
„I ár seljum við um 35% af lax-
inum til Þormóðs ramma hf. á
Siglufirði, sem flytur hann síóan
reyktan á Bandaríkjamarkað.
Framleióslan á síðasta ári var tæp
500 tonn og um 100 tonn af
bleikju sem að mestu fer á Banda-
ríkjamarkað en einnig fer nokkuð
til Bretlands og Þýskalands. Viö
fáum mjög gott verð fyrir bleikj-
una í Bandaríkjunum, 7,7 dollara
eða 559 krónur, en hún þarf að ná
900 grömmum, slægð. Hér innan-
lands fáum við 350 krónur fyrir
hana, fyrir utan skatt. Við höfum
selt þeim innlendum aðilurn sem
sóst hafa eftir bleikjunni og geta
borgað en það eru aðallega nokkr-
ar fiskbúðir og hótel á höfuðborg-
arsvæðinu. A sumrin eykst svo
eftirspurnin“.
Rekstur Silfurstjörnunnar hf.
gekk þokkalegaá árinu 1993, en
fyrirtækið á vel fyrir breytilegum
kostnaði og afskriftum. Það var
nokkurt kappsmál á nýloknu ári
því ljóst er að það greiöir enginn
mcð rekstri árum saman. Björn
segir að hægt sé að unilíöa endur-
greiðslu á fjárfestingarfé eftir aó
búið er að eyða því en annað ekki.
Ymsir möguleikar eru til að auka
afköst Silfurstjörnunnar hf. án
þess að kostnaóur vaxi að sama
skapi en fyrirtækið á möguleika á
því að auka laxasöluna umtalsvert.
Verið er að bæta súrefnisinn-
blöndunina og verður hægt að
ráða henni ásamt straumþungan-
um og svo hefur fyrirtækió jarð-
hita, nánast við verksmiójuvegg-
inn. GG
TILBOÐ
PFAFF
SAUMAVÉL 6085
HEIMILISVÉL 20 SPOR
VERÐ KR. 39.805
□
KAUPLAND
Kaupangi v/Mýrarveg, simi 23565
Bæjarpólitíkin á Akureyri:
/ /
1
Svo gæti farið að framboðslist-
um fyrir næstu bæjarstjórnar-
kosningar á Akureyri fjölgi frá
síðustu kosningum. Menn
spyrja hvort Kvennalistinn ætli
að hella sér í slaginn í kjölfar
uppsveifiunnar á landsvísu og
þá er komin fram sú hugmynd
að Þórsarar og/eða íbúar í
Glerárhverfi bjóði fram sér-
stakan lista.
Aöalstcinn Sigurgeirsson, for-
maður íþróttafélagsins Þórs,
staðfesti í samtali við Dag aó
menn hefðu viðrað framboðshug-
myndir við aðalstjóm Þórs og
stjómin myndi að sjálfsögóu
skoða þetta nánar.
„Því er ekki að leyna að það
hefur gætt óánægju hjá ýmsum
félagsmönnum og þó nokkrir
hafa haft samband við aóalstjórn-
armenn og viðrað hugmynd að
framboóslista. Viö munum skoða
þetta og væntanlcga boða til
fundar í framhaldi af því,“ sagði
Aóalsteinn.
Aóspurður kvaðst hann bæöi
hafa heyrt hugmyndir um fram-
boð Þórsara og sérstakan lista
íbúa í Þorpinu, þ.e. norðan Gler-
ár. Hann sagói síðamefndu hug-
myndina hafa verið í umræóunni
í nokkur ár enda staðreynd að
enginn bæjarfulltrúi er búsettur í
Glerárhverfi og íbúum þar finnst
þeir afskiptir að mörgu leyti, s.s.
hvað ýmsa þjónustu varðar.
Aðalsteinn ítrekaði að ekkert
væri ákveóið í þcssum efnum.
Þetta væru hugmyndir sem kom-
ið hefðu fram, félagsmenn hefðu
viðrað skoóanir sínar og málið
yrói rætt gaumgæfilega á næst-
unni. SS
rýWM
- íslenskt
og gott
Byggðavegi 98
Opið til kl. 22.00 alla daga