Dagur - 11.01.1994, Blaðsíða 7

Dagur - 11.01.1994, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 11. janúar 1994 - DAGUR - 7 - eftir tap og sigur gegn Hvít-Rússum Möraum skilað Fulltrúar frá Vaxtarræktinni á Akureyri, mættu hjá Ragnari Sverrissyni, kaupmanni, fyrir skömmu og skil- uðu honum þcim 20 kg af fltu sem hann hcfur brennt á sl. 3 mánuðum. Fáir gera sér grcin fyrir því umfangi sem 20 kg af fltu cr en Ragnar er einn þeirra aðila sem roflð hefur 20 kg múrinn hjá Vaxtarræktinni á sl. ári. Á myndinni eru f.v. Hermann Brynjarsson, Ragnar Sverrisson og Sigurður Gestsson. Fyrir aftan þá sést í starfsmenn Ragnars, sem höfðu grcinilcga gaman af þessari uppákomu. íslenska karlalandsliðið í hand- knattlcik lék tvo leiki við Hvít- Rússa i undankeppni Evrópu- keppninnar um helgina. Með þreniur stigum hefði liðið tryggt sér sæti í úrslitakeppninni í Portúgal í haust en eftir tap í fyrri leiknum var Ijóst að það gæti orðið erfitt. Þrátt fyrir góð- an sigur í scinni leiknum, 23:18, eru möguleikar okkar nánast úti. Við getum náð annað hvort Króötum eða Hvít-Rússum að stigum með sigri á Finnum, en markatala okkar er mun lakari. Við höfum 22 mörk í plús, Kró- atar 45 og Hvít- Rússar 51. Tvö síðastnefndu Iiðin eiga eftir að leika innbyrðis. Fyrri Icikurinn fór vel af stað fyrir framan fullu húsi áhorfenda sem lctu vcl í sér heyra og hvöttu íslenska liðið dyggilega. Jafnræði var mcð liðunum allan hállleik- inn; gestirnir þó alltaf einu til tveimur skrefum á undan. Staðan í leikhlci var 14:12, Hvít-Rússum í vil. Síðari hálficikurinn var ekki hálfnaóur þegar gcstirnir höfðu náð sex ntarka forystu, 22:16, og allt stcfndi í stórsigur þeirra. Is- lcnska liðið lék óagaðan sóknar- lcik og lítt markvissan, auk þcss sem vörnin fann ekki svar við geysisterkum sóknarlotum and- stæðinganna. Hér fannst heima- ntönnum komið nóg af svo góðu í bili og gerðu á skömmum tíma fimm mörk gegn einu marki Hvít- Rússanna. Skyndilega var íslenska liðið komið inn í leikinn aó nýju; staðan 23:21 og litlu síðar, þegar urn níu mínútur voru eftir af leikn- um, 24:23. Nær komust íslensku strákarnir ckki og þrátt fyrir góða baráttu urðu þeir að lúta í lægra haldi fyrir Hvít-“Birninum“. Lokatölur leiksins urðu 29:26 og þar mcð varð draumurinn um sæti í Portúgal nánast aö engu. Enn var þó smá týra í myrkrinu ef vel var aó gáð. Sigurður Sveinsson, Héð- inn Gilsson og Geir Sveinsson léku vel í sókninni en að þessu sinni var það slök vörn og lítil markvarsla sem gerði útslagió hjá íslcnska liðinu. Allt annað Allt annað var að sjá til íslenska liðsins í síðari leiknum. Mest munaói um varnarlcikinn og þá fylgdi markvarslan í kjölfarið. Bergsveinn Bergsveinsson stóð milli stangana allan tírnann og varði eins og bcrserkur. Islending- ar náðu strax undirtökunum og íslandsmótið í innanhússknattspyrnu, 1 deild karla og mfl. kvenna: HSÞb var ljósið í myrkrinu leiddu 16:6 í lcikhléi. í síðari hálf- lcik náóu þcir 9 marka forskoti cn undir lokin náðu Hvít-Rússar aó saxa nokkuð á það. Lokatölur urðu 23:18. Sigurður Sveinsson var marka- hæstur með 6 mörk og Patrekur Jóhannesson skoraði 5. Okkar eina von til að komast áfrarn er að við vinnum Finna stórt og santa gcri Hvít-Rússar við Króata. Möguleikinn er þó mjög fjarlæg- ur. " ' SV Gcir Sveinsson, fyrirliði, komst vel frá báðum Icikjunum. Var markahæstur í þeim fyrri með 8 mörk og tókst vel að vinna úr stórkostlegum sendingum Sigurðar Sveinssonar. Um helgina var leikið í 1. deild karla á íslandsmótinu í innan- hússknattspyrnu. Þrjú norð- lensk lið voru meðal þátttak- enda, Þór, KA og HSÞb. Óhætt er að fullyrða að uppskera Ak- ureyrarliðanna hefði ekki getað orðið rýrari. Bæði liðin féllu í 2. deild og það án þess að fá eitt einasta stig. Það kom því í hlut HSÞb, sent leikur í 4. deild utanhúss, að halda uppi heiðri Norðlendinga á knattspyrnu- sviðinu. Það gerðu menn líka nteð markmanni, að Bautamótinu undanskyldu. Miðað við aðstöð- una sem við höfum til að æfa verðum við að vera sáttir við ár- angurinn,“ sagði Jónas að lokum. I 8 liöa úrslitum urðu úrslit þessi: KR;ÍBK 2:1, ÍA-Stjaman 5:1, Frant-ÍBV 6:2 og ÍR- Grinda- vík 1:5. KR vann síðan Fram í undanúrslitum 2:0 og Grindavík lagði í A 2:1. Það voru því Grind- víkingar, undir Stjórn Lúkasar Kostic og KR-ingar, undir stóm Guójóns Þórðarsonar, sem iéku til úrslita. KR hafði undirtökin í leiknum og sigraói 4:2. KR er því Islandsmeistari innanhúss 1994. Ekkert norðlenskt lið var meðal þátttakenda í meistaraflokki kvenna. Þar mættu 15 liö til leiks. Valur vann IA 2:1 í undanúrslitum og lék til úrslita við KR sem lagði Stjömuna 2:0 í undanúrslitum. Ur- slitaleikurinn var jafn og spenn- andi og þurfti framlengingu til að fá frant úrslit. Þar skoruðu Vals- stelpur 4 mörk gegn engu og unnu samtals 5:1. Valur er því Islands- meistari kvenna 1994. með sóma og var liðið hárs- breidd frá því að komast í 8 liða úrslit. Islandsmeistarar Þórs voru í riðli með KR, Störnunni og Sel- fyssingum. Þór tapaði 0:3 fyrir KR, 2:3 fyrir Stjörnunni og 1:5 fyrir Selfossi. Liðið hafnaði í neðsta sæti riðilsins og féll í 2. deild. Sörnu sögu er að segja af KA scm var í riðli með ÍA, IBK og FH. KA tapaði 1:3 fyrir FH, 1:5 fyrir ÍBK og 1:8 fyrir ÍA. Auk Þórs og KA féllu Víkingur og Haukar í 2. deild. HSÞb stóð sig best norðanliða og var hársbreidd frá því aó kom- ast í 8 liða úrslit. „Okkur vantaði bara eitt mark til ná efsta sæti rið- ilsins. Við vorunt 3:1 yfir á móti Grindavík þar til alveg undir lokin að þeir náðu að skora tvö mörk og tryggja jafntefli,“ sagði Jónas Hallgrímsson, einn af burðarásum HSÞb. Liðið var með Fram, Grindavík og Víkingi í riðli. Fram og Grindavík fóru áfram með 5 stig en HSÞb hlaut 4. Þcss má geta að bæði liöin scm fóru áfrant úr riðlinum komust í undanúrslit og Grindavík alla leiö í úrslit og riðillinn því grcinilcga stcrkur. HSÞb tapaði illa í fyrsta leik lyrir Fram, 6:1, þar sem Birkir Krist- insson hélt sínurn mönnum á fioti með meistaralegri markvörslu. „Við vorum mjög óheppnir bæði á móti Víkingi, sem við unnum 2:1 og gegn Grindavík, áttum slatta af stangarskotum o.fl. En æfingarnar hafa auðvitað verið litlar. Við hitt- umst fyrst milli jóla og nýárs og höfum ekki getað ælt á stór mörk íslandsmótið í þolfimi: Akureyringar í sviðsljósinu íslandsmótið í þolfimi fór fram um helgina. Það var hið fjölmennasta til þessa cnda þolfimi í mikilli sókn og til marks um það mættu um 2.000 áhorfendur til að fylgjast með. Akureyringar áttu sína full- trúa sem að sjálfsögðu stóðu sig mjög vel. Bcrgur Sigurósson keppti í parakeppni og varð í 2. sæti. í einstaklingskeppni bætt- ust síðan tvenn bronsverðlaun í sarpinn. Gunnar Már Sigfússon varð 3. í karlaflokki og Þórhild- ur Þórarinsdóttir í kvennallokki. Vegna crfiöleika í flug- sanigöngum í gær bárust mynd- ir frá mótinu ekki í læka U'ð en því veróa gerð betri skil í Degi þegar myndimar hafa skilað sér. Staðan: Hvit-Rússland 75 11 210:159 II Króatía 75 11 187:142 11 Island 74 12 172:150 9 Finnland 5 0 1 4 115:150 1 Búlgaría 6 006 104:187 0 Evrópukeppnin í handknattleik: Draumuríim nánast útí

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.