Dagur - 11.01.1994, Blaðsíða 1

Dagur - 11.01.1994, Blaðsíða 1
r 77. árg. Akureyri, þriðjudagur 11. janúar 1994 Síðir ullarjakkar Verð 14.900 6. tölublað V. HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri ■ Sími 23599 Hrikalegur veðurofsi á Siglufirði í gær: Þök sviptust af mörgum húsum og neyðarástand skapaðist í bænum Stórfelldar hamfarir riðu yfir Siglufjörð í óveðrinu í gær. Sigl- firðingar eru ýmsu vanir þegar veðurfar er annars vegar en ógn- arkraftur ofsans og eyðilegging- armáttur var hrikalegri en menn áttu von á þar sem norðan bálið var frekar austanstætt og öllu jöfnu veita fjöllin nokkurt skjól. Síðdegis höfðu lögreglu borist tilkynningar um tjón á 22 húsum og þök af fjórum húsum höfðu sópast burt. Vindhraði á Sauðanesi mældist Akureyrarbær: Styrkur úr Atvinnu- leysistryggingasj óði Stjórn Atvinnuleysistrygginga- sjóðs hefur samþykkt að veita Akureyrarbæ styrk til að ráða 120 manns til vinnu í tvo mán- uöi. Vilyrði hafði fengist fyrir þessum styrk og hann hefur nú verið formlega afgreiddur. Þar með getur Akureyrabær hrint af stað nýjum átaksverkefn- um, cn eins og Heimir Ingimars- son, formaður atvinnumálanefnd- ar, hefur bent á í samtali vió Dag er vandamálið nú að finna mann- sæmandi störf handa þessu fólki. Ekki er um auðugan garð að gresja yfir vetrarmánuðina en vonast cr til hægt vcrði að l'inna verkcfni við hæfi. SS Frystihús KEA í Hrísey: Tóbaksreykur á bak og burt Starfsfólk frystihúss KEA í Hrísey samþykkti sl. föstudag að þegar það kæmi aftur til vinnu eftir það vinnsluhlé sem nú stendur yfir, verði frystihús- ið reyklaust. Eins og Dagur greindi frá sl. laugardag hefur Hraðfrystihús Ól- afsfjarðar hf. fengið viðurkenn- ingu Tóbaksvarnanefndar scm reyklaust frystihús frá og mcð 1. janúar sl. Ólafsfirðingar riðu á vaðið og frystihúsið þar cr fyrsta reyklausa frystihús landsins. Með ákvörðun frystihússfólks í Hrísey er líklegt að frystihús KEA í eynni verði næst í röðinni sem rcyklaust frystihús. Ari Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri frystihússins í Hrís- ey, segir að Halldóra Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameins- félags Akureyrar og nágrennis, hafi átt fund með starfsfólki sl. föstudag þar sem hún greindi því frá ýmsu varðandi skaðsemi reyk- inga. I kjölfar framsögu Halldóru hafi 48 af 49 starfsmönnum sam- þykkt að gera frystihúsið að reyk- íausum vinnustað. Ari sagðist vera mjög ánægður með þessa niðurstöðu, þessi af- staða starfsfólksins hafi komið sér skemmtilega á óvart, ekki síst þegar þess sé gætt aö margir starfsmanna reyki. óþh að jafnaði 11-12 vindstig og slydda fylgdi ósköpunum þannig að krap hlóðst á raflínur. Rafmagn datt tvisvar út en komst strax á aftur með varafli. Neyðarástand skapað- ist í bænum. Þakplötur voru á ferð og flugi, þök l’uku og gaflar gáfu sig. Almannavarnir komu saman. Allir tiltækir hjálparsveitarmenn voru á þönum svo og lögreglu- menn, slökkviliðsmenn, iðnaðar- menn og allir sem vettlingi gátu valdiö. „Fjögur þök eru farin og mörg í hættu. Til dæmis er komin sprunga í þakið á nýja íþróttahúsinu og gaflinn farinn að losna. Ljóst er að eignatjón er verulegt. Astandið er slíkt að við höfum verið að reka fólk heim og aðeins leyft þeim að vera á ferli sem eiga krefjandi er- indi. Þakplötur eru á fljúgandi ferð um bæinn eins og við urðum áþreifanlega varir við í lögreglu- bílnum. Hjálparsveitarmenn ráða ckki viö ástandið, það er svo alvar- legt. Þeir geta aðeins sinnt brýn- ustu verkefnum," sagði Kolbcinn Engilbertsson, lögregluþjónn, í samtali við Dag síðdegis í gær. Ekki höfðu orðið slys á fólki cn kona ein fékk þó áfall er þak húss- ins sviptist af og loftið gekk niður yfir hana þar sem hún var stödd heima í stofu. Lögreglan flutti fjöl- skylduna í annað hús og innan- stokksmunir voru fjarlægöir. Alls fóru þrjú þök af í heilu lagi svo ekkert stóð eftir, en sem fyrr segir voru fjögur þök farin síðdegis og alls tuttugu og tvö hús skemmd. „Okkur hrýs hugur við að vera úti í veórinu, það er svo ógurlegt. Hlutir skella á bílnum og það er r.ánast glapræði að vera á ferli. Þetta eru einstök heljarmenni sem eru úti vió hjálparstörf," sagði Kol- beinn. Hann óttaðist jafnvel enn frek- ari áföll er líða tæki á kvöldið. Vindur var farinn aö snua ser meira til norðurs og skjólió ekki lengur til staðar. Þá var mikil hætta á ísingu á raflínum. Ogerlegt var að segja til um það í gær hve mikið tjón hafði orðið á Siglufirði enda veðrið ekki gengið niður og engan veginn hægt að mcta skemmdir á húsum. Lögreglan telur þó víst að tjónió sé verulegt. „Þær eru alls ekki frýnilegar til- kynningarnar sem við fáum frá Veðurstofunni,-4 sagöi Kolbeinn þegar Dagur hafði aftur samband við hann um kvöldmatarleytið. „Það eru að nálgast skil sem menn þurfa aó hafa virkilegar áhyggjur af en viö vonum það besta. Nú eru um 50 manns að störfum við að bjarga því sem mögulegt er að bjarga og við á lögreglustöðinni stöndum í ströngu vió að stjóma aógeróum í samvinnu við Björgun- arsveitina Stráka,“ sagði Kolbeinn. SS Mikil hálka var á götum Akureyrar í gær og allnokkrir árekstrar í umferðinni. Þessi lenti í kröppum dansi í Gilinu. A þjóðvegum var mikil ófærð og kolvitlaust veður. Mynd: Robyn. Norðurland: MM ófærð og afleitt veður Norðaustan áhlaupið í gær gerði það að verkum að margir vegir tepptust. Um miðjan dag var Öxnadalsheiðin orðin ófær, veðr- ið var kolbrjálað og öllum mokstri aflýst. Þar með varð ófært milli Akureyrar og Reykja- víkur. Fært var frá Akureyri til Dalvík- ur og Ólafsfjarðar en skafrenning- ur. Ófært var til Grenivíkur og Vík- urskarðið var ófært vegna illviðris. Austan Víkurskarðs var fært í Fnjóskadal og til Húsavíkur en austan Húsavíkur var mjög slæmt veður og víða þungfært. Ófært var um Kísilveg, Fljótsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi. SS Húsavík: Þakplötur fuku Nokkrar járnplötur fúku af húsi við Höfðaveg á Húsavík rétt fyrir kl. 15 í gær, en hvassa bylji gerði í bænum eftir hádegið. Lögregla og smiðir aðstoð- uðu húseigandann við að hefta fokið af þakinu. Lögreglu var ekki tilkynnt um að annað hefði farið úrskeiðis í veður- hamnum. Hclgin var rólcg, að sögn lögreglu. IM Akureyri: Flugsamgöngur lömuðustígær Síðdegis í gær hafði ekkert verið flogið til eða frá Akur- eyri og varla útlit fyrir nein- ar flugsamgöngur vegna óveðurs. Flugfélag Noróurlands af- lýsti öllu flugi en Rugleiðir ætluðu að athuga með flug frá Reykjavík kl. 19. Útlitið var þó mjög slæmt. Um 80 manns áttu bókað far frá Akureyri með Flugleiðum. SS Nýja íþróttahúsið í Ólafsfirði: Haukur verði ráðinn um- sjónarmaður Á fundi bæjarstjórnar Ólafs- fjarðar í dag verður væntan- lega afgreidd ráðning starfs- fólks nýs íþróttahúss í bæn- um, sem gert er ráð fyrir að verði tekið formlega í notkun 1. maí í vor. Fastlega er gert ráð fyrir að Haukur Sigurðsson, trésmiður og varabæjarfulltrúi, verði ráð- inn í starf umsjónarmanns íþróttamannvirkja; íþróttahúss- ins og sundlaugarinnar. Bæjar- ráð mælir meó því við bæjar- stjóm að Haukur vcrði ráðinn. Hálfdán Kristjánsson, bæj- arstjóri í Ólafsfirói, segir að vinna við nýja íþróttahúsið sé á góðu skriði og áætlanir stand- ist. Allt bendi til þess aó húsið verði tilbúið til notkunar um mánaðamótin apríl-maí. Næsta skref er að leggja góllefni á íþróttahúsið og auk þess verkáfanga er eftir minni- háttar frágangur og áhalda- kaup. óþh Danir, Bretar og Portúgalir yfirbjóða Rússafiskinn: Um 70 tonn af ýsu verið seld til Sauðárkróks Ásgeir Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmiðlunar Norðurlands hf. á Dalvík, telur að töluvert framboð verði af fiski af rússneskum togurum á þessu ári, sem eru á veiðum í Barentshafi, þ.e. ef tíð helst þar sæmileg. Á þessu ári hefur Fisk- miðlunin selt 70 tonn af ýsu úr Barentshafi, sem fór til vinnslu hjá Fiskiðjunni hf. á Sauðár- króki, en uppistaða afla rúss- neska togarans fór til Græn- lands. „Fiskvinnslufyrirtæki á Islandi verða að byggja töluvert á aö- keyptum fiski á þessu ári, sérstak- lega í ljósi þeirrar staðreyndar aö margir eru langt komnir með fisk- veióikvótann og hjá mörgum verður hann búinn í mars eða apr- ílmánuði. Fiskveiðikvóti Rússa og Norómanna í Barentshafi hefur verið stóraukinn, og byggist það á nióurstöðum rannsókna, sem fiskifræðingar þeirra hafa gert á þessum slóðum. Ef Norómennirn- ir veiða mun meira en á sl. ári þurfa þeir minna að kaupa af Rússum og þá eykst væntanlega framboðið til íslands. Mikið hefur verið spurt eftir fiski á þessu ári vegna sjómanna- verkfallsins en afuróaverð hefur heldur farið lækkandi og við höf- um misst nokkra farma því við höfum ekki getað boóið sama verð og t.d. Danir, Bretar og Portúgal- ir,“ segir Ásgeir Arngrímsson. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.