Dagur - 11.01.1994, Blaðsíða 3

Dagur - 11.01.1994, Blaðsíða 3
Þriójudagur 11. janúar 1994 - DAGUR - 3 Samið við Flug- leiðir um sæti fyrir launþega- hreyfinguna Síðastliöinn föstudag gerðu Samvinnuferðir-Landsýn og fulltrúar aðildarfélaga ferða- skrifstofunnar, sem eru öll stærstu launþegafélög landins, samning við Flugieiðir um ráð- stöfun á um 5.000 sætum til nokkurra helstu áfangastaða fé- lagsins. Um er að ræða flug á tímabilinu frá 25. maí til 15. september til Kaupmannahafn- ar, Osló, Glasgow, Stokkhólms, London, Luxemborgar, Amster- dam, Parísar, Baltimore og Hamborgar. Sölu þessara farmiða verður lokið fyrir 10. maí næstkomandi og verður veittur sérstakur afslátt- ur á llugi innanlands í tengslum við (lug á vegum aðildarféiag- anna. Þetta er í fjórða sinn sern Sam- vinnufcrðir Landsýn og Flugleiöir gera með sér samning af þcssu tagi fyrir launþegahrcyfinguna. Fram kcmur í upplýsingum ferða- skrifstofunnar að eftir tilkomu samninganna hafi verð á flugi til Kaupmannahafnar lækkað um 5,8% og verð á flugi til Glasgow lækkað um 21%. Þrátt fyrir gengisfcllingu og óhagstæöa gengisþróun frá síðasta ári verða fargjöld nánast óbreytt milli ára. Sé farmiði keyptur fyrir 9. rnars kostar far fyrir fulloróinn til Kaupmannahafnar 18.620 kr. niiðað við staðgreiðslu, 20.235 kr. til London og 36.290 kr. til Balti- more. Aðilar að þessum fargjalda- samningi eru öll félög innan Al- þýóusambands íslands, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Banda- Iags háskólamanna, Sambands ís- lenskra bankamanna, Verslunar- mannafélags Reykjavíkur, Lands- sambands aldraðra, Farmanna- og fiskimannasambands Islands og Hjúkrunarfélags íslands. JÓH Kvenfélag Húsavíkur: Þjófstartað með þorrablótin „Þorrablótin í sýslunni komast ekki öll fyrir um helgarnar á þorranum, svo það er orðin hefð á að við þjófstörtum. Þetta hef- ur gefist vel og ég vona að við fáum góða aðsókn, eins og verið hefur undanfarin ár,“ sagði Þórhalla Sigurðardóttir, sem er í þorrablótsnefnd Kvenfélags Húsavíkur. Kvenlélagið hel’ur samkvæmt venju ákveðið aö halda þorrablót sitt viku l'yrr en aórir landsmenn byrja að blóta þorra. Þátttaka er ekki bundin vió félaga heldur er ölluni velkomið að panta borð hjá nefndinni l’yrir 13. janúar og mæta síðan mcö trogið undir hendinni fvrir kl. 20 laucardasinn 15. jan. Líkumar á að þú hljótir vinning, em hvergi eins miklar og í Happdrætti Háskóla Islands! Flestir spila í happdrætti til að hljóta vinning, en oft ræður kapp frekar en forsjá því hvar menn spila. í HHÍ getur annar hver miði hlotið vinning* það eru mestu vinningslíkur í happdrætti á íslandi. Á 60 ára afmælisári býður HHÍ m.a upp á glæsilegan afmælisvinning samtals að upphæð 54 milljónir. EINGÖNGU VERÐUR DREGIÐ ÚR SELDUM MIÐUM. Slíkir möguleikar finnast ekki i öðru happdrætti hérlendis. Nú hefur enginn efni á að vera ekki með í HHÍ og eins gott að tryggja sér númer tímanlega áður en miðar seljast upp. * CE) [Z3 Miðaverð er óbreytt, 600 kr. Spilar þú ekki í besta happdrœttinu? HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til virmings ' Á árinu 1993 voru greiddir út 52.768 vinningar á samtals 105.470 selda miöa. Vinningur féll því á meira en annan hvern miða. Verð miðað við siaðgreiðslu er 1.100 03 hver endurtehning 400 Hrónur. 00 smáauglýsingar í kró AUGLYSINGAR - RITSTJ0RN • DREIFING m Á AKUREYRI 96-24222 Á HÚSAVÍK 96-4IS8S ARGUS / SÍA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.