Dagur - 11.01.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 11.01.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 11. janúar 1994 þar sem geisladískar eru gersemi Hafnarstræti 98 • 600 Akureyri • Sími 12241 Púkarnir létu öilum illum látum á þrcttándagleðinni og skemmtu sér greinilega vei, eins og reyndar þeir fjöimörgu scm komu á gieðina. SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA FATLAÐRA Á NORÐURLANDI EYSTRA Við Plastiðjuna Bjarg er laus til umsóknar staóa verk- stjóra. í starfinu felst dagleg verkstjórn vió framleiðslu og leiðsögn til starfsmanna. Æskilegt er að umsækjandi hafi starfsréttindi sem iðn- aðarmaður og /eða menntun á uppeldissviði. Verk- stjórnarreynsla er æskileg. Staðan veitist frá 1. feb. 1994. Skriflegum umsóknum skal komið á Svæðisskrifstof- una, Stórholti 1, Akureyri. Umsókn fylgi upplýsingar um menntun og fyrri störf. Umsóknarfrestur er til 20. jan n.k. Svæðisskrifstofa fatlaðra. AKUREYRARBÆR Ætla konur að hafa áhrif á stjórnmál framtíðarinnar? Jafnréttisnefnd Akureyrar mun standa fyrir opnum fundi um konur og stjórnmál á Hótel KEA, fimmtudaginn 13. janúar 1994, kl. 20.00. Auk almennra umræðna munu fulltrúar þeirra stjórn- málaafla sem nú eiga sæti á Alþingi flytja erindi: Frá Alþýðubandalaginu: Sigríóur Stefánsdóttir, formaður bæjarráðs Akureyrar og Sigrún Sveinbjörnsdóttir, varabæjarfulltrúi á Akur- eyri. Frá Alþýðuflokki: Jónína Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ólafsfirði. Frá Framsóknarflokki: Ingibjörg Pálmadóttir, alþingiskona. Frá Kvennalista: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, alþingiskona. Frá Sjálfstæðisflokki: Birna Sigurbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi og Valgerður Hrólfsdóttir, varabæjarfulltrúi á Akureyri. Á fundinum verður einnig kynnt „Námskeið um konur og sveitastjórnarmál", s? sem haldið verður í samvinnu Jafnréttisnefndar Akureyrar og /fÁT Endurmenntunarnefndar Há- (![( skólans á Akureyri, og hefst 25. ian-nk- a akureyri Jafnréttisfulltrúi Akureyrar. Akureyri: f /p •• / Lít og qor a þrettándagleði Þórs Það var ekki bara álfakóngurinn scm söng að þessu sinni, hcldur tóku álfa- drottningin og álfamærin cinnig þátt í söngum. Jóhann Már Jóhannsson lét sig ekki vanta á þrcttándaglcðina og söng af sinni alkunnu snilld. Pálmi Gunnarsson lét heldur ekki sitt eftir liggja og söng nokkur þekkt lög. íþróttafélagið Þór á Akureyri hélt sína árlegu þrettándagleði á félagssvæði sínu við Hamar á þrettándanum. Um 1500 manns mættu á svæðið og tóku þátt í gleðinni en þetta var í 58. sinn sem félagið stendur fyrir þessari uppákomu. Dagskráin að þessu sinni var óvenju fjölbreytt og kunnu börnin sérstaklega vel að meta hana. Auk þess sem hinir hefðbundnu jólasveinar komu í heimsókn, mættu þeir Völustakkur og Lang- leggur, synir Grýlu, sem ekki fengu að vera jólasveinar, einnig á svæð- ið og höfðu sig mikið í frammi. Þarna voru að venju púkar, álfar, tröll og hin ýmsu dýr. Skralli trúður mætti í heimsókn og má segja að hann hafi stolið senunni, með skemmtilegri framkomu. Þá var sá háttur hafður á að þessu sinni að álfadrottningin söng jal'nt á við mann sinn og einnig tók dóttir þeirra þátt í söngnum. Tveir aðrir stórsöngvarar tóku lagið, þeir Jóhann Már Jóhannsson, sem hefur tekið þátt í gleðinni til fjölda ára og Pálmi Gunnarsson, sem kom sér- staklega til að syngja l'yrir þau yngri. Hátíðarhöldunum lauk svo meö stórglæsilegri flugeldsýningu, sem félagsmenn í Þór sáu urn. ý ;Á:y Skralli trúður var eitt aðalnúmerið og hér er hann að ræða við hátíðargesti, ásamt þeim Völustakk og Langlegg, son- um Grýlu, sem sluppu í bæinn og mættu tii leiks. Myndjr: Robyn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.