Dagur - 14.01.1994, Blaðsíða 3

Dagur - 14.01.1994, Blaðsíða 3
FRETTI R Föstudagur 14. janúar 1994 - DAGUR - 3 er þá miðað við að vísitala 1. janúar 1979 sé 100. 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1980vísitala 156 1981 vísitala 247 1982 vísitala 351 1983vísitala 557 1984vísitala 953 1985 vísitala 1.109 1986 vísitala 1.527 1987 vísitala 1.761 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1988 vísitala 2.192 1989 vísitala 2.629 1990 vísitala 3.277 1991 vísitala 3.586 1992 vísitala 3.835 1993 vísitala 3.894 1994 vísitala 4.106 Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miða við vísitölu frá 1. janúar 1979 eða frá 1. janúar næsta árs eftir stofnun hlutafélags eða innborgunar hlutafjár eftir þann tíma, en hins vegar skal miða við vísitölu 1. janúar þess árs sem útgáfa jöfnunarhlutabréfa er ákveðin. RSK RÍKISSKATTSTJ ÓRI Efnahagsskrifstofa Qármálaráðuneytisins: Verðbólguhraðinn kominn niður íyrir 2% í árslok Nýliðanámskeið hjá Akureyrarbæ Akurcyrarbrer stendur fyrir námskeiðum í þessari viku, sem veitir nýjum starfsmönnum bæjarins innsýn í bæjarkerfið, fjölbrcytta starfscmi þess og stjórnkerfi, starfsmannastefnuna og vinnuskipulag. Einnig er fræðsla um samskipti á vinnustað og sjálfsstyrkingu og gefið svigrúm til umræðna og skoðana- skipta um hlutvcrk og stöðu starfsmanna bæjarins og bæjar- kerfið, hlutverk þcss og starfsemi. Starfsmenn Akureyrarbæj- ar sjá um alla fræðslu á námskeiðinu. A myndinni eru nýliðar sem voru á námskeiðinu í gær en á innfelldu myndinni er Sig- ríður Stcfánsdóttir, formaður bæjaráðs, að ræða við þá. Myndir: Robyn „Að vera unglingur“: Foreldrafélög í þremur skólum standa fyrir umræðu- og fræðslufundum Foreldrafélögin í Glerár- og Síöuskóla og Gagnfræðaskóla Akureyrar standa fyrir um- ræðu- og fræðslufundum í skól- unum á næstunni, fyrir foreldra nemenda í 8., 9., og 10. bekk. Yfirskrift fundanna er „Að vera unglingur“ og er tilgangurinn að styrkja foreldra í hinu mikil- væga uppeldisstarfi. Félögin hafa fengið til liðs vió sig fyrirlcsara, sem munu tjalla um ýmis mál er tengjast ungling- um og foreldrum þeirra. Valgerð- ur Magnúsdóttir, sálfræóingur hjá félagsmálastofnun, mun halda fvr- irlestur sem ber yfirskriftina; að vera unglingur - að vera foreldri unglings, fulltrúar frá lögreglurini á Akureyri munu ræða samskipti lögreglu og unglinga og Bergljót Jónasdóttir, frá íþrótta- og tóm- stundaráði, mun kynna starfsemi ráðsins. AIls verða umræðu- og fræðslufundirnir níu talsins, þrír í hverjum skóla fyrir sig. Fyrsti fundurinn í hverjum skóla er ætl- aður foreldrum áttundubekkinga, þá níundubekkinga og loks tí- undubekkinga. Eftir framsöguer- indi á hverjum fundi veróur for- eldrum skipt upp í hópa, þar sem þeir m.a. svara spurningum. Hóp- arnir koma svo saman aftur, þar sem svör foreldra verða kynnt og umræóur í framhaldi af því. Fundaherferðin hefst í Gagn- fræðaskóla Akureyrar. Fyrsti fundurinn verður mánudaginn 17. janúar, annar fundur miðvikudag- inn 19. janúar og þriðji fundur mánudaginn 24. janúar. Þá veröur fundað í Glerárskóla og verður fyrsti fundurinn miðvikudaginn 2. febrúar, annar fundur mánudaginn 7. febrúar og þriðji fundur mið- vikudaginn 9. febrúar. Loks verð- ur fundað í Síðuskóla og verður fyrsti fundur miðvikudaginn 16. febrúar, annar fundur mánudaginn 21. febrúar og þriðji fundur mið- vikudaginn 23. febrúar. Allir fundirnir hefjast kl. 20. Foreldrar mæta í „sinn‘ umræðunum. eru hvattir til aó skóla og taka þátt í KK Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að verðbólga verði um 0,5 prósentustigum minni en orðið hefði án efnahagsaðgerða stjórnvalda, þ.e. skattkerfis- breytinganna sem m.a. inni- héldu lækkun matarskatts. Áhrif þessa muni væntanlega skila sér fyrst og fremst í minni hækkun verðlags fremur en bcinni lækkun. Fjármálaráðu- neytið reiknar með að árshraði verðbólgunnar verði um 4% við upphaf ársins en verði kominn niður í 1,5% í árslok. Nú við upphaf ársins sendir efnahagsskrifstofa fjármálaráðu- neytisins frá sér mat á verðlags- horfum á árinu, meðal annars í ljósi efnahagsaðgerða ríkisstjórn- arinnar. I gögnum frá efnahags- skrifstofunni segir að hröð lækkun verðbólgu frá árinu 1989 beri hvað hæst í þróun efnahagsmála hér á landi að undanförnu. Miðað vió síöasta ár hall verðbólgan vcr- ið komin á svipað stig og í OECD löndunum. Helstu skýringar á lækkun verðbólgu séu hóilegir kjarasamningar jafnframt sem aukin samkeppni innanlands, skipulagsbreytingar í atvinnulífinu og aukið frjálsræði í viðskipum hail átt sinn þátt í þessari þróun. Upp á síðkastið hafi ör lækkun vaxta lcitt til frekari veróhjöðnun- ar. Það sé til marks um þann stöó- ugleika sem skapast hafi að þrátt fyrir tvær gengisfellingar í nóv- ember 1992 og júní 1993 hafi verðlag ekki farið úr böndunum. „Árið 1994 mun áfram gæta áhrifa vaxtalækkunar á innlent verðlag. Jafnframt mun lækkun virðisaukaskatts af matvælum úr 24,5% í 14% koma fram í lægra matvælaverði. Talið er að þessi breyting geti lækkað matvælaveró um allt aó 4% á þessu ári. Á móti vegur álagning 14% virðisauka- skatts á gistingu, sérstök hækkun bifreiðagjalds og hækkun trygg- ingagjalds á fyrirtæki. Heildaráhrif skattbreytinganna eru hins vegar ótvírætt til veró- lækkunar. Þannig er áætlað að framfærsluvísitalan á árinu 1994 verði 0,6% lægri en ella. Að með- altali auka þessar breytingar því kaupmátt ráðstöfunartekna heimil- anna um rúmlega 'A% á þessu ári og reyndar enn meira hjá tekjulág- um fjölskyldum þar sem matvæla- útgjöld vega hlutfallslega þyngra en hjá hinum tekjuhærri," segir í gögnum efnahagsskrifstofu fjár- málaráóuneytisins. Tekið er fram að færri óvissuþættir séu um spá ársins en oft áóur. Mestu ráði að kjarasamningar liggi fyrir út árið en mesta óvissan sé um þróun olíuverðs. Það geti hækkað en á móti kunni að koma lækkun nafn- vaxta sem eigi að koma fram í lækkandi vöruverði. JOH Vísitala jöfimnarhlutabréfa Heilsugæslustöðin á Akureyri: Samkvæmt ákvæðum 5. og 6. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknað út vísitölu almennrar verðhækkunar í sambandi við útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1994 og Mikið um rauða hunda og hlaupabólu I skýrslu Ileilsugæslustöðvar- innar á Akureyri um sinitsjúk- dóma í desembermánuði síðast- liðnum kemur fram að mjög mikið var um rauða hunda í mánuöinum og alls 78 tilfelli greind á stöðinni. Þá var cinnig hlaupabólufaraldur í gangi og 26 tilfelli greind. Einnig vekur athygli í skýrslunni að 10 ein- staklingar greindust með kláða- maur, sem er mun meira en vant er. Rauöir hundar og hlaupabóla eru hvort tveggja smitandi vciru- sjúkdómar cn óiiæmi eftir sýkingu varir ævilangt. Einkenni rauðra hunda cru kvef, hiti og síöan ljós- rauð útbrot. Meðgöngutími cr 2-3 í desember vikur. Hlaupabóla einkennist af litlum, rauðum blettum sem verða að vessafylltum blöðrum. Meðgöngutíminn er 14-16 dagar. Sjúkdómarnir lcggjast einkurn á börn. I desember var inflúensan Iíka að herja á Akureyringa svo og ýmsar kvefpcstir. Með flensuna grcindust 67 manns, en fleiri hafa árciðanlega tekið hana út án þess aö ieita læknis, 24 voru með lungnabólgu, 618 mcö kvef, háls- bólgu, lungnakvef og ýmsar veiru- sýkingar, 36 meó streptókokka- hálsbólgu og skarlatssótt og 1 með einkirningasótt, citlasótt sem er talin smitast með munnvatni og oft nefnd kossasótt. Þá voru 78 mcð niagakveisu. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.