Dagur - 14.01.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 14.01.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 14. janúar 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Er lagasetning eina leiðin? Aftur hefur slitnað upp úr viðræðum sjómanna og út- vegsmanna eftir að þeir höfðu setið við samningaborð um stund. Ákveðnar vonir höfðu vaknað um að aðilar sjómannadeilunnar myndu ná samningum eftir fundar- höld með sjávarútvegsráðherra um síðustu helgi. Að þeim fundum loknum virtist deilan komin í þann farveg að unnt yrði að vinna áfram að lausn hennar. Á fundum sjómanna og útvegsmanna með sjávarútvegsráðherra var meðal annars rætt um að setja á stofn nefnd til að hafa eftirlit með því að kjarasamningar yrðu virtir og einnig hefur verið rætt um að sama nefnd fjalli um ágreining er risið getur vegna uppgjörsmála þesara að- ila. Af viðbrögðum sjómanna er þó ljóst að tilkoma slíkr- ar nefndar virðist ekki nægja til þess að mæta kröfum þeirra. Yfirstandandi sjómannadeila virðist einkum snúast um tvö atriði. Hið fyrra er að sjómenn vilja tryggja að hætt verði að taka af launum þeirra til þess að greiða fyrir viðskipti með veiðikvóta á milli útgerðaraðila. Síð- ara atriðið er krafa sjómanna um að komið verði á einhverju lágmarks fiskverði til að reikna skiptahlutfall þeirra út frá. Þessar kröfur sjómannastéttarinnar eru í sjálfu sér eðlilegar en það sem gerir samningaviðræð- urnar flóknar og erfiðar er að þessi atriði snerta fleiri aðila en viðsemjendur sjálfa. Stjórnkerfi fiskveiða gerir ráð fyrir að útgerðaraðilar geti framselt aflaheimildir sín á milli. Er það raunar for- senda þess að unnt sé að auka hagræðingu í sjávarút- vegi á þeim tímum er draga þarf fiskveiðar saman af verndarástæðum og atvinnugreinin á í fjárhagslegum erfiðleikum. Við setningu laga um stjórnun fiskveiða var að sjálfsögðu ekki gert ráð fyrir að sjómenn leggðu fram fjármuni til slíkra viðskipta. Útvegsmenn eru einnig tregir til að viðurkenna að slík vinnubrögð eigi sér stað. Þeir telja sig ekki geta bent á nein dæmi þeim til staðfestingar. Ástæðulaust er þó að draga í efa full- yrðingar sjómanna að einstakir útgerðaraðilar hafi sam- ið við sjómenn um skertan hlut vegna kvótakaupa í krafti samdráttar í atvinnulífinu. Krafa sjómanna um lágmarks fiskverð eða að allur fiskur fari á uppboðsmarkað verður heldur ekki til lykta leidd við samningaborð deiluaðila í Karphúsinu. Út- vegsmenn og sjómenn ákveða hvorki lágmarksverð eða annað verð á fiski sín í milli. Þar hljóta fiskkaupendur að þurfa að koma við sögu sem hagsmunaaðilar. Agreiningsatriði sjómannadeilunnar snúa því ekki aðeins að deiluaðilum sjálfum sem ýmist eru að setjast að samningaborði eða slíta viðræðum. Ágreiningsatrið- in snúa einnig að fiskkaupendum og síðast en ekki síst að ríkisvaldinu. Ófært er að útvegsmenn geti þvingað sjómenn til að taka þátt í kvótakaupum í krafti atvinnu- leysis. Einnig er ófært að ákvarða fiskverð án þátttöku fikskkaupenda. í þessari deilu standa spjótin þó eink- um á stjórnvöldum. Sjómenn sætta sig ekki við aðra lausn en þá að „kvótabraskið", sem þeir kalla svo, verði stöðvað, á hvern hátt sem slík lausn verður fundin. Sjómannadeilan er því í hnút. Hvort deiluaðilum tekst að finna samkomulagsleið út úr henni með að- stoð stjórnvalda er ekki ljóst á þessari stundu. Forsætisráðherra hefur sagt að lagasetning geti komið til greina. Þótt hún sé ætíð slæmur kostur við aðstæður sem þessar þá vakna nú spurningar um hvort það er ef til vill eina leiðin til að stöðva þessa vinnudeilu og koma aflatækjum þjóðarinnar af stað að nýju. ÞI Svar frá Húsnæðis- nefnd Akureyrarbæjar - vegna skrifa og ummæla nokkurra aðila hér í bæ um fyrirhuguð kaup Húsnæðisnefndar Akureyrarbæjar á íbúðum að Drekagili 28 nisk o g aftur fiísir - i' | )OlA— Féia£tern?Sls „Italskt stjómmálasiðferði“ ‘ Tftwfnú ti'dfm *Þr Húsnæðisnefnd Akureyrarbæjar auglýsti eftir íbúðum til kaups á vordögum 1993 eins og gert hef- ur verið undanfarin ár. Strax og tilkynning Húsnæðisstofnunar ríkisins barst um fjárveitingu til Akureyrarbæjar vegna kaupa eða bygginga á félagslegu hús- næði á árunum 1993-1994, ákvað húsnæðisnefndin að um það bil fjórða hver íbúð skyldi keypt notuð fyrir áðurnefnda fjárveit- ingu. Um þetta voru allir hús- næðisnefndarmenn sammála. Væntingar verktaka um sölu á frjálsum markaði brugðust Nefndin fjallaði síðan um hvernig staðió skyldi að framkvæmdum og kom inn í þá umræðu það ástand sem væri að skapast í þeim fjölbýl- ishúsum þar sem nefndin hafði keypt meirihluta þeirra íbúða sem teknar höfðu verið í notkun, og væntingar verktaka um sölu á frjálsum markaði höfðu ekki geng- ið eftir og því útlit fyrir að þessi hús mundu standa hálfbyggð ef ekkert yrói að gert. Nefndin var þarna strax í nokkr- um vanda. Fyrst og fremt vegna þess að augljósir erfíðleikar eru fólgnir í því fyrir fólk að búa í hálfbyggðum húsum og með ófrá- gengnar lóðir svo árum skiptir, bæði vegna skiptingar á föstum kostnaði og vegna slysahættu og óþrifnaðar. I öðru lagi voru komnar til framkvæmda nýjar reglur hjá Hús- næðisstofnun um hámarksverð pr. fermetra og heildarstærðir íbúða í félagslega kerfinu. I þessum nýju reglum hafði viðmiöunarveró lækkað og stærðarmörk minnkað. I þriðja lagi að ef nefndin keypti allar íbúðirnar sem eru óseldar í þessum húsum riðlaóist sú meg- instefna, sem ríkt hafði, að blanda saman í fjölbýlishúsum íbúóum í félagslega kerfinu og íbúðum á frjálsum markaði. Þá má einnig geta þess að lóðin viö Vestursíðu 20-24 var með öllu óbyggð. Til frekari skýringa eru flestar íbúöir viö Vestursíðu og í Drekagili 28 á vegum Akureyrarbæjar. Samið við Pan hf. og Fjölni hf. Fljótlega samþykkti húsnæðis- nefndin samhljóóa að ganga til samninga við Pan hf. og Fjölni hf. um kaup á samtals 14 íbúðum í fjölbýlishúsum með venjulegum fyrirvara, þ.e. samþykki bæjar- stjómar og Húsnæóisstofnunar rík- isins. 19. júlí 1993 fór húsnæðisnefnd ásamt forstöðumanni húsnæðis- skrifstofunnar til fundar vió bæjar- ráð Akureyrar til viðræðna um næstu skref framkvæmda á vegum nefndarinnar. Farió var yfir málið eins og það lá fyrir og gerðu menn þar grein fyrir sjónarmiðum sínum til málsins. Tilmæli bæjarstjórnar 27. júlí 1993 var haldinn fundur í húsnæðisnefndinni þar sem m.a. var fyrir tekið svohljóðandi erindi frá fundi bæjarstjórnar Akureyrar, sem haldinn var 21. júlí 1993: „Bæjarstjóm óskar eftir því við húsnæðisnefnd að hún nýti sem fyrst fyrirliggjandi heimildir til samninga um fleiri nýjar íbúðir á núverandi framkvæmdasvæði nefndarinnar." Tillaga þessi hlaut 9 atkvæði í bæjarstjóminni, en tveir bæjarfull- trúar sátu hjá. Húsnæðisnefndin samþykkti að taka jákvætt í tilmæli bæj ars tj ómari n n ar. Samið við S.J.S. verktaka 28. júlí 1993 samþykkti húsnæðis- nefndin að ganga til samningavið- ræðna við S.J.S. verktaka um kaup á sex íbúóum við áðumefnda lóð, Vestursíðu 20-24, sex íbúðir á ár- inu 1993 og átta íbúðir á árinu 1994 með venjulegum fyrirvara, þ.e. samþykki bæjarstjórnar og Húsnæóisstofnunar. Viðræður við A. Finnsson hf. og S.S. Byggi hf. Á sama fundi húsnæðisnefndarinn- ar var eftirfarandi bókaö: „Húsnæðisnefnd samþykkir vegna stöðu framkvæmda við Vestursíðu 18 og Drekagil 28 telur „I þessu tilviki er ástœða að cetla að þessi kostnaðarliður verði í lœgri kantinum þar sem húsið er nú þegar u.þ.b. hálf- byggt. Verð pr.fermetra fyrir þessar íbúðir er lœgra en viðmiðunarmörk Húsnœðis- stofnunar eru í dag þannig að Ijóst er að verð íbúðanna fimm við Drekagil 28 verður ekki hœrra en verð þeirra íbúða sem nefndin hefur áður keypt í þessu húsi.“ nefndin eólilegt að taka upp við- ræóur við A. Finnsson hf. og S.S. Byggi hf. um stöðu mála meó fyr- irvara um viðbótarfjárveitingu til Akureyrarbæjar frá Húsnæðismála- stjóm.“ Einar S. Bjarnason bókaði eftir- farandi: „Eg tel í hæsta máta óeðlilegt að ganga til frekari samninga á grundvelli fyrirliggjandi tilboða, dags. þ. 29.5.93, við þá aðila sem tillagan fjallar um. Eg tel aó með því sé freklega gengið fram hjá bestu kostum fyrir umbjóðendur nefndarinnar.“ Jóna Steinbergsdóttir sat hjá. 21. sept. 1993 samþykkti hús- næðisnefndin aö taka upp viðræður 'við A. Finnsson hf. og S.S. Byggi hf. í samræmi við bókun frá l'undi nefndarinnar þann 28. júlí 1993 Samið við A.Finnsson hf. og Búseta v/S.S. Byggis hf. 12. desember 1993 samþykkti hús- næðisnefndin að fela Hákoni Há- konarsyni, Brynjari Inga Skapta- syni og Guóríði Friðriksdóttur að undirrita verksamning við A. Finnsson hf. um kaup á fimm fjög- urra herbergja íbúðum við Dreka- gil 28 með venjulegum fyrirvara, þ.e. samþykki Bæjarstjórnar Akur- eyrar og Húsnæðisstofnunar ríkis- ins. Einar S. Bjamason bókaði and- stöðu við tillöguna. Rétt er að taka það einnig fram að húsnæðisnefndin samþykkti samhljóða að ganga til samninga við Búseta, byggingasamvinnufé- lag á Akureyri, um að húsnæðis- nefndin keypti af því þrjár íbúðir við Múlasíðu 9 svo Búseti gæti gert samning við S.S. Byggi hf. um kaup á þeim hluta hússins við Vestursíðu 16 sem er óbyggóur og áóur hefur verið nefndur. Með þeirri ákvörðun svo og með samn- ingurn vió A. Finnsson hf. og S.J.S. verktaka reyndi húsnæðis- nefndin m.a. að koma í veg fyrir það óhagræói sem fylgir því aó búa í hálfbyggðum húsum með ófrágengnum lóðum í íbúöahverfi sem er að öðru leyti fullbyggt. Tvær grundvallar ákvarðanir Eins og áður segir var nefndinni nokkur vandi á höndurn í upphafi þessa verks. Þessi leið hefur verið valin og er umdeild eins og fram hefur komið og er því nauðsynlegt að taka fram eftirfarandi: Þegar húsnæðisnefnd felur einhverjum að undirrita samninga um kaup á nýjum íbúðum af verk- tökum fyrir sína hönd, er hún að sjálfsögðu búin að taka tvær grundvallar ákvarðanir; þ.e. um verð íbúóanna til verktaka og fjölda íbúða. Engin undantekning var á þessu vió ákvörðun um kaup íbúóanna 5 viö Drekagil 28 eöa kr. 36.040.000.00. Um endanlegt verð til kaupanda er aldrei hægt að fullyrða þegar samningar eru undirritaðir vegna þess að lengd byggingartíma ræður þar nokkru um, þar sem vextir reiknast á byggingarkostnað á byggingartímanum, auk 3% greiðslu til Húsnæðisnefndarinnar vegna eftirlits og umsjónar við framkvæmdina. Verð undir viðmiðunarmörkum I þessu tilviki er ástæða að ætla að þessi kostnaðarlióur verði í lægri kantinum þar sem húsið er nú þeg- ar u.þ.b. hálfbyggt. Verð pr. fer- metra fyrir þessar íbúðir er lægra en viðmiðunarmörk Húsnæóis- stofnunar eru i dag þannig aó ljóst er að verð íbúðanna fimm vió Drekagil 28 veróur ekki hærra en veró þeirra íbúóa sem nefndin hef- ur áður keypt í þessu húsi. Margt fleira mætti um þetta mál segja en hér verður látió staðar numið. Akureyri 11.1.1994, Hákon Hákonarson, Sævar Frímannson, Jóna Steinbergsdóttir, Brynjar Skaptason, Snælaugur Stefánsson, Gísli K. Lórenzson. Höfundar eru allir í stjórn Húsnæóisnefndar Akureyrarbæjar. Millifyrirsagnir eru blaósins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.