Dagur - 14.01.1994, Blaðsíða 15

Dagur - 14.01.1994, Blaðsíða 15
Föstudagur 14. janúar 1993 - DAGUR - 15 HALLDÓR ARINBJARNARSON ÍÞRÓTTI R Kjarnagangan 1994: Trimmnefnd ÍBA hvetur alnienning 1« 1 / i j i«l A morgun fer Kjarnaganj>an 1994 fram. Trimmnefnd IBA hvetur almenning til þátt- töku í þessari fyrstu almenn- ingsgöngu ársins. Nú er sem kunnugt er ár fjölskyldunn- ar og jafnframt afniælisár ÍBA, sein verður 50 ára. Eins og greint var frá í gær hefst skráning í gönguna kl. 12.00. Keppni í flokkum 12 ára og yngri hefst kl. 13.00 en 13 ára og cldri hefja keppni kl. 14.00. Þcir scnt ekki vilja vera meö í tímatöku, en engu að síöur taka þátt í göngunni, leggja af stað kl. 15.00 og ganga 2,5 eða 10 km, allt eftir óskum. Skógræktarfclag Ey- firðinga sór um framkvæmd. Landsleikir í handbolta Um helgina leika bæði karla- og kvennalandslið íslands í handbolta landsleiki hér á landi. Báðir eru í Evrópu- keppni landsliða. Kvennaliðið leikur mjög mikilvægan leik gegn Ponúgal í íþróttahúsinu Strandgötu í Hafnarfirói á morgun, laugar- dag. Hefst leikurinn kl. 16.30. íslandi dugir jafntefli til að tryggja sér annaó sæti riðilsins sem yrði góður árangur. Karlalióió leikur sinn síð- asta leik í riðlakeppninni við Finna. Möguleikar íslands til að komast áfram í keppninni cru úr sögunni eftir leik Króata og Hvít-Rússa því sá munur sem við þyrftum að vinna Finna með er algerlega óraun- hæfur. Leikurinn hefst í Laug- ardalshöllinni á sunnudags- kvöldió kl. 20.30. Staðan Körfubolti, 1. d. kvenna: ÍBK 8 7 1 779:412 14 KR 8 7 1 547:421 14 Grindavík 9 5 4 552:433 10 Tindastóll 954 573:531 10 Vatur 8 35 459:475 6 ÍS 9 27 442:507 4 ÍR 7 07 193:775 0 íþróttir helgarinnar FRJÁLSAR: Norðurlandsmót í íþróttahöllinni á morgun HANDBOLTI: Laugardagur: 2. deild karla: Fjölnir-Völsungur kl. 14.00 KNATTSPYRNA: íslandsmótið innanhúss: 3. og 4. deild karlaí íþróttahúsinu Austurbergi. KÖRFUBOLTI: Föstudagur: 1. deild karla: UBK-Þór Laugardagur: kl. 20.00 1. deild karla: ÍS-Þór kl.T4.00 SKÍÐI Kjarnaganga 1994 Laugardag kl. 13-15. íþróttamaður Norðurlands 1993: Hveijir skipa efstu sætin Nú er orðið ljóst hvaða íþrótta- menn koma til greina í kjöri Dags á íþróttamanni Norður- lands 1993. Þátttaka lesenda í kjörinu sló öll met að þessu sinni og greinilegt að almenn- ingur vill hafa sitt að segja um hver það er sem staðið hefur sig best á íþróttasviðinu á nýliðnu ári. Alls fengu 52 íþróttamenn atkvæði í kjörinu að þessu sinni en eins og venja er verða 5 þeim efstu veittar sérstakar viður- kenningar. Kjörinu verður lýst á morgun, laugardag, á Hótel KEA. Kjörið var mjög jafnt að þessu sinni en þó voru nokkrir íþrótta- menn sem sköruðu framúr. Nöfn þeirra 10 efstu veröa nú birt í staf- rófsröð: Baldvin Ari Guðlaugsson, Létti (hestaíþr.). Freyr Gauti Sigmundsson, KA (júdó). Hlynur Birgisson, Þór (knattsp.). Kristinn Björnsson, Olafsfirði (skíði). Omar Þ. Amason, Oðni (sund). Snjólaug Vilhelmsdóttir, UMSE (frjálsar). Valdimar Grímsson, KA (liandb.). Vemharð Þorleifsson, KA (júdó). KA (skíði). Stoke (knattsp.). Sem fyrr segir hafa 5 efstu íþróttamenn í kjörinu þegar verið boðaðir á Hótel KEA til að taka við viðurkenningum sínunr og þá veróur upplýst hver er íþróttanrað- ur Norðurlands 1993. Þetta cr í 9. sinn sem Dagur stendur aó þessu kjöri í samvinnu við lesendur sína. Verslunin Radíónaust leggur sitt af mörkum með því aö gefa verðlaun sem einn heppinn lesandi fær. Þegar Iþróttamaður Noróurlands 1993 hefur verið útnefndur mun hann draga út nafn hins heppna, eða hinnar heppnu, úr innsendum at- kvæðaseðlum. Norðurlandsmót í frjálsum íþróttum: Kvennaknattspyrna: Dalvík að öllum lfkmdum - kjörinu verður lýst á morgun Vilhelm Þorsteinsson, Þorvaldur Örlygsson, Haldið í þriðja sinn Norðurlansmót í frjálsum íþróttum innanhúss verður haldið í 3. sinn á morgun. Sem fyrr er það Ungmennafélag Ak- ureyrar sem fyrir mótinu stend- ur og verður það haldið í Iþróttahöllinni á Akureyri. Keppni hest kl. 14.00 og gert er ráð fyrir að mótinu ljúki um 18.30. Skráningar í mótið er óvenju margar að þessu sinni eða um 350 talsins. í þeim hópi er margt besta frjálsíþróttafólk landsins. Þar má nefna Skagfirðingana Jón Arnar Magnússon og Helga Sigurðsson, Sunnu Gestsdóttur úr USAH og Valdísi Hallgrímsdóttur úr UFA svo fáir séu nefndir. Annars koma keppendur frá USVH, USAH, UMSS, UMSE og HSÞ. Keppt verður í þrcmur aldursflokkum hjá báðum kynjunr, sveina, drengja, karla og meyja, stúlkna og kvenna. Stcfán Gunnlaugsson úr UMSE verður væntanlcga í cldlinunni á Norður- landsmótinu í frjálsum, en hann er í hópi þeirra efnilegustu á landinu. boðín þátttaka í 1. deild Kvennalið Þróttar Neskaup- stað hefur dregið lið sitt úr 1. deildinni í knattspyrnu. Því er endaniega Ijóst að eitt sæti mun losna í deildinni og allt bendir til þess að Dalvík verði boðið að taka það. Haukar og Höttur unnu sér sæti í 1. dcild sl. haust en lió ÍBA féll. Dalvík var næsta lið til að komast upp og virðast flestir sammála um þá túlkun á reglum KSÍ um knattspymu að bjóða eigi Dalvík sætió. Geir Þor- steinsson, starfsmaður móta- nefndar KSÍ, sagði þó of snemnu aó spá í hvort sú yrði raunin. „Ný mótanefnd hefur ekki vcrið valin, en það er í hennar verkahring að taka ákvöróun í þessu máli. Ncfndin veróur hins vegar valin um helg- ina og ég reikna með að þetta mál verói eitt af hennar fyrstu verkum." Hann sagði þó að varla væri aó búast vió niður- stöðu fyrr en undir mánaðamót. Heyrst hefur aó Höttur íhugi einnig aó draga lið sitt til baka. Geir sagði þó enga slíka tilkynn- ingu hafa borist og aðeins heyrt af því máli í fjölmiðlum. Körfuknattleikur, 1. deild kvenna: Glæsilegur sigur Tindastóls Það var mikil spcnna í íþrótta- húsinu á Sauðárkróki sl. mið- vikudagskvöld þegar baráttu- glaöar Tindastólsstúlkur sigr- uðu Grindavík 69:54 í jöfnum og spennandi leik. Greinilegt var allt frá upphafi að hæði lið ætluðu að selja sig dýrt og ekk- ert nema sigur kom til greina. Fyni hálfieikur einkenndist af mikilli baráttu, var oft leikió af meira kappi en forsjá og mikið um mistök á báða bóga. Jafnt var á nær öllum tölum í fyrri hálfieik. Mestur var munurinn 5 stig UMFG í vil og í leikhléi höfðu gestirnir 3 stiga forystu 35:32. Eins og frá var grcint í þriðjudagsbtaði Dags stóðu Akureyringar sig vel á íslandsmótinu í þolflnvi um síðustu helgi. Magnús Scheving og Unnur Pálsdóttir urðu íslandsmeistarar í einstaktingskeppni en systkinin Anna og Karl Sigurð- arbörn í parakeppni. Þar urðu Bergur Sigurðsson frá Akureyri og Auður Vala Gunnarsdóttir í 2. sæti. Bergur er hér fremstur á myndinni en Auður Vata önnur frá vinstri. Lengst tit vinstri er Hctga Berglind frá Akurcyri. Þórhild- ur Etva Þórarinsdóttir, sem varð 3. í cinstaklingskcppni, er lengst til vinstri og Gunnar Már Sigfússon, sem einnig varð 3. í cinstuklingskcppninni, er við hlið hennar en þau eru bæði frá Akureyri. Mynd: Heilsa og spon - Golli. Kári Marísson, þjálfari Tinda- stóls, notaði leikhléið til aó lesa hressilega yfir stúlkunum sínum og skilaði það þeim árangri að lík- ast var sem nýtt lió léki síðari hálfleik. Stúlkurnar hófu aó leika kröftuga vörn sem Grindvíkingum gekk illa að brjóta á bak aftur og var sóknarleikur þeirra oft mjög ráóleysislegur. Tindastóll lék hins vegar agaðan og skynsamlegan sóknarleik þar sem Bima Val- garðsdóttir og Petrana Buntic fóru á kostum. Þær skoruöu samtals 26 af 34 stigum Tindastóls í síðari hálfleik. I stöðunni 45:45 voru tæpar 15 mín. til leiksloka en þá skildu leióir. Tindastólsstúlkur sigu framúr og sigruðu sanngjamt 69:54. Bestar hjá Tindastóli voru Birna Valgarðsdóttir og Petrana Buntic en hjá Grindvíkingum voru Anna Dís Stefánsdóttir og Stefan- ía Jónsdóttir allt í öllu. -gbs Stig Tindastóls: Bima Valgarðs- dóttir 25, Petrana Buntic 20, Inga Dóra Magnúsdóttir 9. Kristín Magnús- dóttir 6, Selma Barðdal 4, Sigrún Skaiphéóinsdóttir 3 og Heba Guð- mundsdóttir 2. Stig Grindavíkur: Anna Dís 17, Stefanía Jónsdótir 12. Hafdís Hafberg 11, Svanhildur Káradóttir 6, María Jó- hannesdóttir 4, Sandra Guóbergsdóttir 2 og Hafdís Sveinbjömsdóttir 2. Dóntarar: Eggert Aóalsteinsson og Aóalsteinn Hjartarson. Agætir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.