Dagur - 14.01.1994, Blaðsíða 11

Dagur - 14.01.1994, Blaðsíða 11
HER OC ÞAR Stéphane og faðir hans ræddu oft saman uni Iífið og dauðann. Undir það síðasta var Stéphane mjög upp- tekinn af þeirri hugsun að yngsti bróðirinn, Alexandcri yrði ekki cin- birni. Misstu tvo syni úr eyðni í heilbrigðismála- hneyksli í Frakklandi Hjónin Agens og Patrice Gaud- in í Frakklandi munu aldrei gleyma þeim hörmungum sem fjölskyldan upplifði þegar tveir synir þeirra létust úr eyðni eftir að hafa smitast við blóðgjöf. Drengirnir hétu Stéphane og Laurent og voru 15 og 11 ára gamlir þegar þeir létust. Yngri bróðir þeirra, Alexander, hafði ekki þegið blóð og því ekki smit- ast af eyðni og yngsta barnið, Elodie, fæddist ekki fyrr en eftir dauða bræðra sinna. Stcphane náói að fylgjast meó meðgöngu systur sinnar fyrstu fimm mánuöina en hann fékk aldrei aó líta hana augum, segir móðir hennar. Viö gleöjumst eöli- lega yfir komu hennar í heiminn cn viö munum engu að síður aldrei gleyma drengjunum okkar, sem létu lífið vegna sparnaðarað- gerða í heilbrigóiskerfinu. Þau hjón berjast nú, ásamt mögum fleirum, fyrir því að Ijósi verói varpað á þau mistök við blóðgjöf sem kostuðu allt að 300 mannslíf. Engin fjölskylda hefur þó þurft aó þjást jafn mikið og við. Það er hræðilegt að uppgötva að dreng- irnir cru farnir frá okkur fyrir fullt og allt, segir Patrice Gaudin. Aó missa tvö börn er cins og að láta höggva af sér báðar hendur og halda síðan áfram að lifa handa- laus. Ef það hefði verið ég sem hefði fengió þennan sjúkdóm er ég viss um að ég hefði haft mátt til að lifa eins lengi og þeir. Þeir héldu dauðahaldi í lífið - eins lengi og þeim var það unnt. Það var hreint ótrúlegt. Sá lífsvilji sem drengirnir höfðu til að bera knýr okkur áfram í dag til að berjast fyrir því að komist verði til botns í þessu máli. Við teljum það skyldu okkar og fyndist að við værum glæpamenn ef við fylgdum ekki þessari sann- færingu okkar, segir Patrice Gaud- in. Stéphane hvatti okkur til að eignast llciri börn. Eftir dauða Laurcnt og eftir að hann vissi sjálfur að hvcrju stefndi hafði hann áhyggjur af því að litli bróóir hans, Alexander, ætti engin syst- kini. Þess vegna varð hann glaður þegar hann vissi að ég var barns- hafandi, segir móóirin. Hann fylgdist vel með meðgöngunni þessa fimm mánuði sem hann lifði og fékk aö sjá Elodie í sónar. Hann var búinn að biðja um að fá að vera viðstaddur þegar ég fæddi en svo lengi fékk hann ekki að lifa. En það var hann sem fékk að velja henni nafn - ákveða að hún héti Elodie. Hann elskaði nafnið t raun og veru en hann talaði aldrei um hana, ckki einu sinnu þcgar hann var orðinn alvarlega veikur. Hann vildi svo sannarlega fá að halda á henni en hann vissi að dauóinn var að koma og nema hann á brott. Agncs og Patrice sögðu að ýmsir erfiðleikar hafi fylgt því að vera mcö drengina sýkta af eyðni. A fcrðalögum hafi þau alltaf þurft að hafa sérstaka ferðatösku með- ferðis með lyfjum fyrir þá en nú þurfi þau aðeins tvær ferðatöskur. En það er ekki léttir, segir Agnes - ég hefði glöð borið fimm fcrða- töskur bara ef drengirnir hcfóu fengiö að lifa. Enginn getur nokkru sinni komið í stað þeirra. HEILRÆÐI Stéphane og Laurcnt börðust saman fyrir lífinu. Myndin er tekin nokkruin dögum áður en Laurcnt dó þann 31. janúar 1992 þá 11 ára gamall. Föstudagur 14. janúar 1994 - DAGUR - 11 maaaaaaaaiaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaau a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a laaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaam Bændur - Verktakar Eigum til afgreiðslu traktorsdrifnar raf- stöðvar 20 kwa, 3ja fasa. BIFPEIÐAVERKSTÆÐIÐ ÞORSHAMAR HF. TRYGGVABRAUT 600 AKUREYRI S. 22700 Fax. 27635 AKUREYRARB/íR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 17. janúar 1994 kl. 20-22 verða bæjarfull- trúarnir Björn Jósef Arnviðarson og Þórarinn E. Sveins- son til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra aö Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 21000. Bæjarstjóri. Sveitarstjórnardagur Framsóknarflokksins 15. janúar 1994 Framsóknarflokkurinn boðar til funda um sveitarstjórna- kosningarnar 1994 á eftirtöld- um stöðum á Norðurlandi: Norðurland eystra: Hótel Húsavík, Húsavík ki. 10.00. Halldór Ásgrímsson, Þröstur, Friðfinnsson, Lilja Skarphéðinsdóttir. Skrifstofa Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 90, Akureyri kl. 14.00. Halldór Ásgrímsson, Sigfríður Þorsteinsdóttir. Norðurland vestra: Framsóknarhúsið Sauðárkróki kl. 16.00. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Guðrún Sighvatsdóttir. Á fundina er sérstaklega boðið: ★ Stjórnum félaga ★ Sveitarstjórnarmönnum og frambjóðendum ★ Trúnaðarmönnum í nefndum og ráðum ★ Áhugafólki sem vill taka þátt í starfi flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Framsóknarflokkurinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.