Dagur - 14.01.1994, Blaðsíða 16

Dagur - 14.01.1994, Blaðsíða 16
Mæðginin Halldóra Kristjánsdóttir og Friðrik Flosason hafa stuðning hvort af öðru við námið í málmiðnaðardeild Verkmcnntaskólans á Akureyri. Gangi allt að óskum verða þau fullnuma gullsmiðir, rétt eins og eiginmaðurinn og faðirinn Flosi Jónsson. Mynd: Robyn. Kynslóðabilið brúað í VMA? Mæðgin saman á skóla- bekk í máhniðnaðardeild Mæðginin Halldóra Kristjáns- dóttir og Friðrik Flosason, Jóns- sonar guilsmiðs á Akureyri, hófu bæði nám við Verk- menntaskólann á Akureyri í haust í málmiðnaðardeild til undirbúnings gullsmíðanámi. Þaó er fágætt að mæðgin hefji saman nám í framhaldsskóla þó ekki sé það einsdæmi. Halldóra hefur Verslunarskóla- próf og er fjögurra barna móðir, það yngsta er ársgamalt. Það þætti mörgum ærið starf en hún segir að námið gangi með góðri hjálp fjölskyldunnar, ömm- unnar og konu sem kemur á morgnana til að gæta yngstu fjöl- skyldumeðlimanna. Samstillt átak allra geri henni kleift aó stunda þetta nám. s „Mig hefur nokkuð lengi lang- að til að læra gullsmíði og mér fannst þaö alveg kjörið tækifæri að vió Friðrik færum að læra þetta saman. Við hljótum að hafa stuðn- ing hvort af öðru í þessu,“ segir Halldóra Kristjánsdóttir. En hvernig fannst Friöriki Flosasyni aö hefja nám í VMA með móður sinni? „Það venst, en ég var kannski ekki alveg sáttur viö það í upp- hafi. Eg held að það verói bara já- kvætt þegar fram í sækir,“ segir Friðrik. GG Eyþing eykur umsvif sín: Starfsmaður ráðiim í háJfa stöðu - samgöngumálaráðstefna á Húsavík Eyþing, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum hefur auglýst eftir starfsmanni í hálfa stöðu. Starfsmaðurinn verður með aðsetur á Akureyri. Einar Njálsson, stjórnarformað- ur Eyþings, sagði að allmargar fyrirspurnir hefðu borist um starfið, en engar umsóknir. „Auðvitað er Eyþing að auka umsvif sín með þessu, því það hefur ekki verið starfsmaður á þess vegum áður,“ sagði Einar, aóspurður um aukin umsvif. Hann sagði ýmsa skrifstofuvinnu á veg- um sambandsins meiri en það að hún yrði unnin í hjáverkum. „Eyþing hefur t.d. ákveðið að VEÐRIÐ Samkvæmt veðurspá Veður- stofunnar er norðanveðrið sem hefur hrellt Norðlendinga að undanförnu, að ganga niður. Norðanáttin verður að vísu við völd í dag, á morgun og sunnu- dag, en hún verður heldur að- gerðalítil og smám saman dreg- ur úr úrkomu. Á morgun og sunnudag er spáð 7-9 stiga frosti. Á mánudag snýst vindur til suðaustlægrar áttar og held- ur hlýnar í veðri. boða til ráðstefnu um samgöngu- mál. Hún verður haldin á Húsavík 18. febrúar nk. og er öllum opin. Halldór Blöndal, samgönguráð- herra, tekur m.a. þátt í ráðstefn- unni. Þar verður fjallað um samgöngumál á mjög breiðum grundvelli, bæði vegi, hafnir og llugvelli, og áhrif samgangna á byggó, mannlíf og atvinnuhætti. Síðan verður fjallað um nýjar hug- myndir í samgöngumálum og hvort hægt sé að leggja annað mat á gildi samgangna en það hversu margir bílar fara um ákveðinn vegarspotta á ákveðnum tíma. Það er m.a. til að efla starfsemi af slíku tagi sem við ráðum starfs- mann í hlutastarf. En það er ekki meiningin að sveitarfélögin verði krafin um framlag vegna þessa, reksturinn á að geta staðiö undir sér með þeim framlögum sem við fáum úr Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga,“ sagði Einar. IM Listi óháðra kom l'ram fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 1990 og vann góðan sigur, fékk þrjá af sjö bæjarfulltrúum. Oháóir fengu 336 atkvæði og þrjá menn kjörna, Ragnar Olafsson, skipstjóra á Siglfirðingi, Olaf Marteinsson, framkvæmdastjóra Þormóðs ramma, og Brynju Svavarsdóttur hjá Siglfirska útgáfufélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 307 at- kvæði og tvo menn kjörna, Björn Jónasson, sparisjóðsstjóra, og Val- björn Steingrímsson, fram- kvæmdastjóra Nýja bíós. Alþýðu- flokkur hlaut 261 atkvæði og 2 menn kjörna, Kristján Möller, verslunarmann í Siglósporti, og Olöfu Kristjánsdóttur, húsfreyju, og Framsóknarflokkurinn fékk 214 atkvæði og 2 menn kjörna, Skarphéðinn Guðmundsson, kenn- ara, og Asgrím Sigurbjörnsson, umboðsmann VIS. Eftir kosningarnar var myndað- ur meirihluti óháðra og Alþýðu- flokks. Oháðir fengu bæjarstjór- ann Björn Valdimarsson, sem skipaði fimmta sæti lista óháðra, og kratinn Kristján Möller varð forseti bæjarstjórnar. Ljóst er að óháðir bjóða fram fyrir kosningarnar í vor, en hins vegar liggur ekki fyrir hverjir skipa efstu sæti listans. Þó er ljóst að Brynja Svavarsdóttir, sem skip- aði þriðja sætið síðast, gefur ekki kost á sér. Eftir því sem næst verður komist er ekki komið á hreint hvort bæjarstjórinn, Björn Valdimarsson, skipi sæti á lista óháðra. Alþýðuflokksmenn fara sér hægt í framboðsþreifingar og þar á bæ er ennþá allt á huldu um skipan framboðslistans. Þó bendir tlest til þess að báðir núsitjandi bæjarfulltrúar, Kristján Möller og Olöf Kristjánsdóttir, verði áfram í slagnum. Um helgina gæti komiö í ljós hvort farin verður leið prófkjörs Akureyri: Gjaldþrot hjá rekstraraðila Matvöriunarkaðarins í gær - Örlygur Hnefill Jónsson verður skiptastjóri þrotabúsins Síðdegis í gær var Sæborg hf., rekstraraðili Matvörumarkað- arins í Kaupangi á Akureyri, úrskurðuð gjaldþrota. Eins og fram kom í blaðinu í gær nema skuldir félagsins um 100 millj- ónum króna. Skiptastjóri í þrotabúinu verður Örlygur Hnefíll Jónsson, lögmaður á Húsavík. Þriggja vikna greiðslustöðvun Matvörumarkaðarins lauk í síð- ustu viku og fékkst ekki framleng- ing vegna andstöðu sjö af kröfu- höfum í fyrirtækið, sem eiga sam- tals um 30 milljóna króna kröfur. Þar með var Ijóst að fátt gæti komið í veg fyrir gjaldþrot Sæ- borgar hf. Orlygur Hnefill sagði í samtali við blaðið að verslunin yrði lokuð í dag en höfuðáhersla verði lögð á að kanna alla möguleika á áframhaldandi rekstri matvöru- verslunar á þessum staö. „Fyrsta vers veröur að setja sig inn í þetta og sjá hverjir eru helstu kröfuhaf- ar og ræða við þá. Einnig er núm- er eitt, tvö og þrjú að reyna að koma þessu út í sölu eða þannig að einhverjir taki viö þessu og reksturinn haldi áfram," sagði Ör- lygur Hnefill. JÓH Leikhústilboð Smiðjunnar Villibráðapaté með tittuberjasultu Kjöttvenna (hamborgarkótiletta og lambafille) með rauðvínssósu Kaffi og konfekt Kr. 1.990,- Bæjarstjórnarkosningarnar á Siglufirði: Tveir bæjarfulltrúar ákveðnir í að hætta Akureyri, föstudagur 14. janúar 1994 Framboðsþreifingar fyrir bæj- arstjórnarkosningarnar á Siglu- firði eru komnar skammt á veg og því erfitt að spá fyrir um skipan framboðslista flokkanna. Það er þó ljóst að tveir núsitj- andi bæjarfulltrúar, Asgrímur Sigurbjörnsson, Framsókn- arflokki, og Brynja Svavars- dóttir, af lista óháðra, gefa ekki kost á sér til endurkjörs. TILBOÐ PFAFF SAUMAVÉL 6085 HEIMILISVÉL 20 SPOR VERÐ KR. 39.805 R KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, simi 23565 eða uppstillingar vió val fram- bjóðenda á lista Sjálfstæóisflokks- ins. Björn Jónasson gefur cnnþá ekki svar um hvort hann gell kost á sér áfram, en allar líkur eru á að Valbjörn Steingrímsson gefi kost á sér til cndurkjörs. Ljóst er að Asgrímur Sigur- björnsson, sem skipaði annað sæti á lista Framsóknarflokksins, verð- ur ekki á listanum í vor, en ekki er annað vitaó en að efsti niaður list- ans, Skarphéðinnn Guðmundsson, gefi áfram kost á sér. óþh 60 raetra breið snjóflóð féllu í Múlanum Tvö snjóflóð féllu á Ólafsfjarð- arveg við Sauðanes, norðan Dal- víkur, um miðnætti sl. miðviku- dagskvöld. Að sögn Valdimars Steingríms- sonar, vegaeftirlitsmanns Vega- geröarinnar, var hvort flóð um 60 metra breitt og það stærra allt aó 5 metra djúpt. Hreinsun vegarins í gær sóttist því seint og var henni ekki að fullu lokið fyrr en undir kvöld. Valdimar segir að llóðin hafi fallið á vel þekktu snjóflóðasvæði, raunar því eina sem eitthvað kveöi að frá opnun Múlaganganna. Valdimar taldi að mesta snjó- flóðahættan væri liðin hiá í bráð. óbh Við tökum vel á móti ykkur alla daga til kl. 22.00 Byggðavegi 98

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.