Dagur


Dagur - 14.01.1994, Qupperneq 6

Dagur - 14.01.1994, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Föstudagur 14. janúar 1994 ✓ - A hvaða íslenskum stjórnmálamanní hefur þú mest álít? Þórarinn Ægír Guðmundsson: „Ég hef ekki álít á neinum þeirra. Engínn þeirra er þess verður." Karen Ingímarsdóttír: „Ég hef ekki myndað mér neina sérstaka skoðun á því. Mér finnst ríkisstjómin í heild ekkert „spes“, þeir em frekar slappir, blessaðir." María Kristín Helgadóttír: „Ég hef mjög Iítinn áhuga á stjórnmálum, ég held að þeir séu allir jafn vitlausir. Það þýðir ekki endilega að mér finnist Iandinu illa stjórnaö." Baldvin Ringsted: „Ætli þaö sé ekki Gvendur jaki. Ríkísstjórnin sem við höfum er alveg hryllileg, þetta er alveg ónýtt Iand.“ Gunnar Karl Gíslason: „Davíð Oddssyni, forsætisráö- herra, því hann stjórnar land- inu svo vel.“ Sptxrníng víkunnar - spurt í vma | | Alla sunnudaga okkar vinsæla Sunnudagsveisla á Súlnabergi Prinsessusúpa Roast beef „bernaise" og /eða Bayonneskinka ásamt salatbar og glæsilegu desserthlaðborði. Allt þetta fyrir aðeins kr. 1050. Frítt fyrir börn 0-6 ára, 1/2 gjald fyrir 6-12 ára, börn geta valið á milli réttar dagsins og pizzu. Ath. veislan er bæði í hádegi og um kvöld Munið janúartilboð okkar á útseldum pizzum, þú kaupir eina og færð aðra eins fría MMbna HÓTEL KEA Vinningstölur miðvikudaginn: 12. jan. 1994 VINNINGAR 6 af 6 a 5 af 6 +bónus 5 af 6 a 4 af 6 0 3 af 6 +bónus FJÖLDI VINNINGA 282 962 UPPHÆÐ Á HVERN VINNING 17.295.000 792.399 74.372 1.678 211 Vinningur fór til:Noregs og Svíþjóðar UPPLYSINGAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEÐ FVRIRVARA UM PRENTVILLUR HVAÐ E R AÐ GERAST Tvær sýningar á Saiunastofunni Leikdeild ungmennafél. Eflingar í Reykjadal verður um helgina með tvær sýningar á Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarsson í leik- stjórn Maríu Sigurðardóttur. Sýnt veröur á Breiðumýri í Reykjadal í kvöld, föstudag, og á sunnudags- kvöldið kl. 20.30. Sýningum fer að fækka. Miðapantanir í síma 43145. Verð aðg.miða kr. 500 fyr- ir börn 12 ára og yngri og 1400 krónur fyrir fullorðna. Sleepless í Borgarbíói Borgarbíó á Akureyri frumsýnir þrjár stórmyndir um helgina, í fyrsta lagi Sleepless með Tom Hanks og Meg Ryan í aðalhlut- verkum kl. 21, í öóru lagi vestrann Posse kl. 23 og í þriðja lagi The Americans kl. 21. Fjórða mynd helgarinnar er Maöur án andlits með Mel Gibson í aðalhlutverki. A barnasýningum kl. 15 á sunnu- dag verða sýndar myndirnar Prinsar í L.A. og danska myndin Krummarnir. Geirmimdur á KEA Hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar frá Sauóárkróki leikur fyrir dansi á Hótel KEA annað kvöld, laugardagskvöld. 15 mínútna mót Skákfélag Akureyrar stendur fyrir 15 mínútna móti nk. sunnudag, 16. januar, kl. 14 í húsakynnum félagsins við Þingvallastræti. Mót- ið verður öllum opiö. Skákþing Eyjafjarðar Skákþing Eyjafjarðar hefst í kvöld, föstudag, kl. 20 á Þela- mörk. Tefldar verða þrjár umferð- ir og er umhugsunartími hálf klukkustund. Einnig verður teflt nk. sunnudag og 23. janúar nk. Skákþingiðer opið. Góðverkin um helgina Lcikfélag Akureyrar verður með tvær sýningar um helgina á leikrit- inu vinsæla, Góðverkin kalla. Sýnt veröur í kvöld og annað kvöld kl. 20.30 bæði kvöldin. Miðasalan er opin í dag og á morgun frá kl. 14 og fram að sýn- ingu. Síminn í miðasölunni er 24073. Stórsýning vélsleðamanna Áhugafólk um vélsleða og útilíf fær heldur betur skammtinn sinn um helgina því þá verður haldin glæsileg sýning í Iþróttaskemm- unni á Akureyri á vélsleðum, varahlutum, aukabúnaði, öryggis- búnaði, leiósögutækjum, fatnaði og mörgu fleiru tengdu vélsleða- mennsku og almennri útvist. Sýn- ingin verður opin á morgun, laug- ardag, og sunnudag kl. 10-18 báða dagana. Karma í Sjallanum Hljómsveitin Karma frá Selfossi (sem tók lagið í þætti Hemma Gunn. sl. miðvikudagskvöld) leik- ur fyrir dansi í Sjallanum annað kvöld, laugardag. Húsiö veróur opnað kl. 23.30 og er verð aðgöngumióa kr. 1000. í Kjallar- anum verður Guðmundur Rúnar Lúðvíksson í kvöld og annað kvöld. Sjallakráin verður opin í kvöld og er aðgangur ókeypis. Samskipta- námskeið í dag og á morgun vcrður haldið í Glerárkirkju á Akureyri sam- skiptanámskeið fyrir hjón og fólk í sambúð. Á námskeiðinu er aðal- áhersla lögð á að styrkja samskipti og tjáningu gegnum snertingu og nudd. Leiöbeinandi er Kristján Jó- hannesson, sjúkranuddari. Upp- lýsingar gefur Katrín Jónsdóttir í síma 24517. 100 ára afmælishátíð Kvenfélagið Framtíðin heldur 100 ára afmælishátíó að Hótel KEA annað kvöld, 15. janúar, kl. 19. Boróhald hefst kl. 19.30. Hljóm- sveit Geirmundar leikur fyrir dansi. Fyrirlestur um málefni fatlaðra Á morgun, 15. janúar kl. 14, llytur dr. Rannveig Traustadóttir, félags- fræðingur, fyrirlestur í stofu 24 í húsakynnum Háskólans á Akur- eyri vió Þingvallastræti. Fyrirlcst- urinn er öllum opinn. Dr. Rannveig fjallar í fyrirlestr- inum um framlag kvenna til þeirra umbóta sem hafa átt sér staó í þjónustu við fatlaða undanfarna tvo áratugi. Þrátt fyrir aó konur séu í miklum meirihluta þeirra sem sinna fötluóum í einkalífi og á opinberum vettvangi, þá hefur framlag þeirra á þessu sviöi verið nánast ósýnilegt og lítið um það fjallað. I rannsóknum sínum hcfur Rannveig skoóað þrjá hópa kvenna; mæður fatlaðra barna, konur sem starfa meó fötluðum og konur sem eru vinir fatlaðra. Rannsóknir Rannveigar hafa m.a. beinst að því að athuga hvernig framlag kvenna til málefna fatl- aðra tengist stöðu kvenna í nú- tímaþjóðfélagi og hefðbundnu umönnunarhlutverki kvenna. Fyrirlestur Páls Skúlasonar Vetrarstarf Félags áhugamanna um heimspeki á Akureyri hefst í kvöld, föstudag, kl. 20.30 í Deigl- unni, sal Gilfélagsins í Grófargili, með fyrirlestri Páls Skúlasonar scm hann nefnir: Hvernig verður mannheimur til. Þar tjallar Páll um rcynslu okkar af veröldinni og lcitast vió aó skýra hvernig hugs- un, trú og tjáning skapa forscndur mannlífs og menningar. Innangengt verður á „Kaffi Karólínu", þar sem fjölbreyttar veitingar veröa falar, bæði í hléi og að fyrirlestri loknum. Aðrir lióir í vetrarstarfinu cru málstofa í febrúar um atvinnu og atvinnuleysi í umsjón Jóns Björnssonar og Þrastar Ásmunds- sonar, námskeið dagana 14.-19. febrúar á vegum Þórgnýs Dýrfjörð um siðfræðikenningar, einkum skyldukenningar og nytjastefnu, og um miðjan mars halda Guö- mundur Andri Thorsson og Gísli Sigurósson málstofu um bók- menntir frá sjónarhóli þcss sem skrifar þær annars vcgar og hins vegar þess sem les þær.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.