Dagur - 14.01.1994, Blaðsíða 7

Dagur - 14.01.1994, Blaðsíða 7
Föstudagur 14. janúar 1994 - DAGUR - 7 Skýrsla nefndar félagsmálaráðuneytis: Hvers eiga karlmenn að gjalda? - bágborin og lífshættuleg staða þeirra í þjóðfélaginu Gjaid karlmennskunnar Dauði vegna slvsa og sjálfsvíga KirUr 829 83 Kjrlar 64% 47 JZonar 18% 18 Konur36% 26 Slys tengd farartækjum Sjálfsvíg (loítl, láöl, legi) Heimlld: HclUrifóluktnlar 1984-1917 Aiþór Ri|iemoi lilIrcólniBr o " í a ti m X ■ “ 9 2 * 1 I x -t Gjald karlmennskunnar Gestir sérstofnana Drengir 72% 71 Stúlknr 28% 28 FjSldi sjúklinga á Barna og ungiingageödeild - 1986 og 1987 Það er kvöl að vera karlmaður. Karlmenn vinna óhóflega lengi, þeir geta ekki gefið fjölskyld- unni eins mikinn tíma og þeir fegnir vildu. Við skilnað fá þeir sjaldnast forræði yfir börnum sínum og missa oft náin tengsl við þau. Þeir eiga í félagslegum og tilfinningalegum vanda og leita sér sjaldan hjálpar. Mun færri karlmenn en konur eiga sér trúnaðarvini. Fleiri karl- menn verða alkóhólisma að bráð, fleiri karlmenn svipta sig lífi, fleiri karlmenn lenda í fang- elsi og karlmenn lifa skemur en konur og skal engan undra eftir þessa upptalningu. Allt þetta og meira til kemur fram í skýrslu nefndar félagsmálaráðuneytis- ins um stöðu karla í íslensku þjóðfélagi. Skýrsla þessi er nýlega komin út og fylgja henni erindi sem flutt voru á málþingi á síðasta ári. Til- gangurinn með stofnun nefndar- innar var „að vinna úttekt á stööu karla í breyttu samfélagi með jafn- ari verkaskiptingu og fjölskyldu- ábyrgð“. Nefndin lagði fram ýms- ar athyglisverðar tillögur í þessa átt og á málþinginu var lögð áhersla á að jafnrétti væri líka fyr- ir karla. Brengluð karlmennskuímynd I skýrslunni eru margir sláandi punktar. Drengir virðast oft alast upp við brenglaða karlmennsku- ímynd, hetjuímynd sem verður sí- fellt ofbeldiskenndari og viður- styggilegri. Oftlega hafa þeir lítil samskipti við feður sína og sækja fyrirmyndir í sjónvarp og kvik- myndahús. „Vió allar eðlilegar kringum- stæður er börnum hollast að umgangast báða foreldra sína, og skilnaður á ekki aó hafa þaó í för með sér aó börn hætti að umgangast annað foreldra sinna. Mæóur fá langoftast forsjá barnanna við skilnaö og því skipt- ir miklu máli að feðrum sé gerð rækileg grein fyrir þeim rétti sín- um og skyldu að rækta samneyti við börnin eftir skilnaðinn. Það er öllum fyrir bestu að þessi mál séu í góðu lagi og fljótt brugðist við ef umgengisréttur er ekki virtur eða faóir vanrækir skyldu sína,“ segir í skýrslunni og þar kemur fram að könnun á meðal vegalausra barna í Reykjavík leiddi í ljós ða 67% þeirra höfðu lítil eða engin tengsl við forsjárlausa feður sína. Því er haldið fram að skilnaður og sambúóarslit raski umhverfi karla mun meira en kvenna. „Kemur þar einkum tvennt til: Annars vegar viróast karlar mun sjaldnar eiga frumkvæði aó skiln- aði og eru því e.t.v. síður undir hann búnir tilfinningalega en kon- urnar sem hafa hugleitt skilnaóinn lengur. Hins vegar fara konur mun oftar með forsjá barna cftir skiln- að (innan við 10% einstæðra for- eldra eru feður).“ Með jafnréttisbaráttu kvenna hafa fyrirmyndir stráka orðið óskýrari og um þctta segir Ragn- hildur Bjarnadóttir, lektor við Kennaraháskóla Islands: „Strákarnir hal’a líka orðið fórnarlömb í þessari baráttu vegna þess aö konur hafa nánast staðið einar að jafnréttisumræðunni. Það lítur út fyrir að hún sé einungis hagsmunamál kvenkynsins. Þarna er boóskapurinn til drengjanna ótvíræður. Þetta ófremdarástand sem niðurlægir mæður þcirra og systur er þeim og feórum þeirra að kenna. Þeir eru kúgarar. Við erum komin í sömu úlfakreppuna og áð- ur, en bara með öfugum formerkj- um. Nú eru það drengirnir sem skynja sig ómerkilega og niður- Iægða.“ Gjald karlmennskunnar Hér er ekki rými til að kafa djúpt í skýrsluna, en þar er tæpt á flestum þáttum í líft og umhverfi karl- manna frá æsku til elli. En viö skulum staldra við erindi Ásþórs Ragnarssonar, sálfræðings, sem kallast „Gjald karlmennskunnar“ og nokkur skífurit sem fylgja er- indi hans: Rekstrar- og iðnrekstrarfræð- ingar komu saman á Hótel Höfða í Reykjavík í haust, til stofnunar sameiginlegs fagfé- lags. A undanförnum árum hafa útskrifast á sjötta hundrað nem- endur og því orðin þörf fyrir sameiginlegt fagfélag. Aóilar aó félaginu geta allir orðið sem útskrifast með tveggja ára háskólapróf í rekstrar- og iðn- „Þaó er goðsögn í menningu okkar að staða og hlutverk karl- manna í samfélaginu sé mun betri en kvenna. Svo virðist sem þeir hafi fleiri valmöguleika, meira vald og frelsi en konur. Ef þetta er rétt, er „betri“ staóa þeirra keypt dýru verði því ýmislegt í reynslu- heimi karla er ógnvekjandi. Þrátt fyrir að u.þ.b. 109 svein- börn fæöist fyrir hver 100 mey- börn (1986-1987) er kynskiptingin í þjóðfélaginu sú, að það eru að- eins 101 karl á móti hverjum 100 konum. Brottfall karla er mun meira en kvenna ef undan er skilið fyrsta aldursárið. Helstu ástæður þessa brottfalls eru sýndar hér á eftir, en þær eru slys, sjálfsvíg og sjúkdómar. Það má velta því fyrir sér hvort ekki séu einhver tengsl á milli vissra karlmennskueinkenna og þessara dauðsfalla. Það hefur t.d. verið taliö til karlmennsku að vera hug- rakkur og áræðinn. Það má segja að þaó sé aðeins stigsmunur á áræðni og fífldirfsku. E.t.v. má rekja einhver slysanna til þessa karlmennskueinkennis. Því hefur verið haldið fram að karlmenn séu ekki eins færir og konur að sýna tilfinningar sínar eða aö vinna úr tilfinningalegum vandkvæðum. Talið er að þar eigi uppeldi stærstan þátt. Skoða má sjálfsvíg og drykkjuskap karla í ljósi þessa. Karlmenn eru aldir upp í því aó harka af sér sársauka og vera ekki kveifar. Þctta getur m.a. leitt til þess aó þeir daufheyrast við varn- aðarmerkjum líkamans urn að eitt- hvaó sé að. Karlmenn leita sér síð- ur aóstoðar á heilsugæslustöðvum eða hjá geðlæknum og sálfræðing- um en konur og það má velta því fyrir sér hvort það eigi ekki sinn þátt í einhverjum dauðsfallanna af sjúkdómavöldum, þ.e. ef þeir hefðu leitaó sér aðstoðar fyrr, hefðu þeir e.t.v. haldió lífi.“ SS rekstrarfræóum frá Samvinnuskól- anum á Bifröst, Tækniskóla Is- lands og Háskólanum á Akureyri. Tilgangur félagsins er m.a. að kynna menntun rekstrar- og iðn- rekstrarfræðinga, að gangast fyrir endurmenntun og vera í forsvari í sameiginlegum málum. Á fundinum var kjörin 6 manna stjóm og er Svava Loftsdóttir for- maóur félagsins. Gjald karlmennskunnar Innilokun Karlar 96% £ * £ o - í 2 g 9 CÍ ■ 3 o “3 3 Konar 4% = | “ Fangar sem Iuku afplánun || 4 í fangelsum landsins 1985-1990 Gjald karlmennskunnar Áfengisvandi c * £ " 3 5 o •* •* O u o - 3 « H X a •• m 2 * fl 'O » t w <. Zjrlar 78% 5836 Konur 22% 1655 FJOldl einatakllnga i ifcngiamcdferd 1986 og 1987 Gjald karlmennskunnar Otímabær dauði! toeur 24% 15-19 ára Meginúueða: Slyi Hcimlld: HcilVrl|6iuklttiur 1984-1988 20-24 ára Meginájtieða: Slya, ajálfsvfg Atþór Rugnuruou i411nc6in|ur Stjórn félags rekstrar- og iðnrekstrarfræðinga, f.v., Þórdís Leifsdóttir, Unn- ar Jónsson, forinaður kynningarnefndar, Gunnar Óskarsson, gjaldkeri, Bjarni Sv. Guðmundsson, formaður cndurmcnntunarnefndar, Haukur Jónsson, ritari og Svava Loftsdóttir, formaður. Félag rekstrar- og iðn- rekstrarfræðinga stofiiað

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.