Dagur - 26.01.1994, Síða 4

Dagur - 26.01.1994, Síða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 26. janúar 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SIMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRIMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Einkavinavæðing í algleymingi íslenskir stjórnmálamenn hafa löngum haft orð á sér fyrir að gera vel við sína. Því er hugtakið „einkavinavæðing" sérstaklega tileinkað þeim. Dæmi um einkavinavæðingu er þegar ráðherra beitir sér fyrir því að ríkisfyrirtæki sé selt við hlægilega lágu verði til vinveittra einkaaðilja; svo lágu að nær væri að tala um gjöf en gjald. Nýlegt dæmi um slíkt er salan á íslenskri endurtrygg- ingu. Fjörutíu prósenta hlutur ríkissjóðs í því ágæta fyrirtæki var selt Sjóvá/Almennum, Vá- tryggingafélagi íslands og fleiri tryggingafélög- um á 160 milljónir króna í árslok 1992. Talið er að raunhæfara hefði verið að selja eignarhlut ríkis- sjóðs fyrir tæpar 500 milljónir króna, þ.e.a.s. þre- falt hærri upphæð en gert var. Til marks um fá- ránleika sölunnar má nefna að íslensk endur- trygging hefði skilað ríkissjóði um helmingi sölu- verðsins í arðgreiðslur árið sem það var selt! Hér var því um að ræða sannkallaða gjöf en ekki gjald. Sala Útvegsbankans er eldra dæmi um einkavinavæðingu og salan á Síldarverksmiðjum ríkisins er ef til vill það nýjasta. í öllum þessum tilfellum er auðvelt að færa rök að því að stjórn- málamenn hafi ekki gætt fjármuna almennings sem skyldi. Önnur hlið einkavinavæðingarinnar eru siðlaus ráðstöfun opinberra embætta. Mýmörg dæmi eru um ráðherrar hafi ráðið flokksgæðinga, vini og vandamenn í stöður hjá hinu opinbera og snið- gengið með gróflegum hætti hæfustu umsækj- endurna - það er að segja ef viðkomandi ráð- herra hefur á annað borð haft fyrir því að auglýsa starfið laust til umsóknar! Þótt fjölmiðlar hafi ítrekað vakið athygli á ósómanum láta sumir stjórnmálamenn engan bilbug á sér finna í þessu efni. Þar fara Alþýðuflokksmenn tvímælalaust í fylkingarbrjósti. Enginn stjórnmálaflokkur hefur gengið jafnlangt í siðlausum embættisveitingum og Alþýuflokkurinn. Frá nýliðnu ári má nefna að minnsta kosti tíu dæmi þar sem ráðherrar Al- þýðuflokksins hafa látið flokksskírteinið og/eða kunningsskap ráða gerðum sínum, þegar þeir hafa skipað fólk í toppstöður hjá ríkinu. Þeir hafa blygðunarlaust ráðstafað embættum til flokks- bræðra og auglýst þau einungis til málamynda. Núverandi heilbrigðisráðherra gekk meira að segja svo langt að skipa nátengdan fjölskyldu- meðlim í mikilvægt embætti, nokkrum klukku- stundum áður en lög sem bönnuðu slíkt tóku gildi! í gær flutti síðan utanríkisráðherra og for- maður Alþýðuflokksins þjóðinni þau tíðindi að á árinu yrði gerð veigamikil uppstokkun á utanrík- isþjónustunni. Fastlega má gera ráð fyrir því að ráðherrann noti tækifærið til þess að koma enn fleiri Alþýðuflokksmönnum á ríkisjötuna. Á síðustu árum hafa kröfur um bætt siðferði í stjórnmálum, opnari stjórnsýslu og lýðræðislega ábyrgð sett æ meiri svip á ákvarðanir stjórnmála- manna víðast hvar á Vesturlöndum - að íslandi undanskildu. Hér á landi er siðferðið í stjórn- málaheiminum enn á sama lága planinu, enda einkavinavæðingin í algleymingi. BB. Pólítísk afglöp Komið hefur í ljós, eftir því sem fréttir herma, að arðbært sé að styrkja íslenskan skipaiðnað. Að gera það ekki, hefur verið pólitísk ákvörðun í gegnum árin. Stjórn og stjórnarandstaða virðast hafa átt þessa ákvöröun sameiginlega og um hana hefur ríkt friður. Ekki hefur breytt neinu hverjir voru hvar við hió pólitíska borð hverju sinni; allir voru samstiga í þessum pólitísku afglöpum. Verndartollur settur á Þegar svo útreikningar koma, sem sýna hvað skynsamlegt er að gera, þá ákveður ráðherra að breyta þeirri niðurstöðu og hafa þessa ráðstöfun með tvennu móti. Með því vill ráðherra tryggja að erlend- ar skipasmíðastöðvar nái ekki verkefnum frá íslenskum skipa- smíðastöðvum meó undirboðum. Efnahagsleg niðurlæging skipasmíðaiðnaðarins er slík eftir þessa slæmu meðferð aó til þarf aó koma sérstök ráðstöfun til þess að vinna upp þann langa tíma sem þessi afglöp hafa staðió. Aukaráðstöfun Til þess að gera þessum iónaði kleift að ná sér upp eftir þessar misþyrmingar, þarf að koma til ráðstöfun í peningum eða sköttum umfram það sem ráðherra talar um. Slíkri aukaráðstöfun þarf að beita þegar um er aö ræða verk- efni erlendis frá, sem ekki næóust annars. Aukaráðstöfun af þessu tagi gæti gefið iðnaðinum færi á erlendum verkefnum, sem aftur gæfu færi á aukinni veltu umfram innlend viðskipti. Skipasmíóaiðnaóurinn þarf að komast úr þeirri aðstöðu að rétt hjara og í aóstööu til þess að geta myndað eigió fjármagn og byggt sig upp tæknilega. Meö slíkri breytingu á aðstöðu gæti hann flutt inn í landið ný atvinnutæki- færi og sýnist mér ástæða til að vera vakandi fyrir þeim mögu- leika. Verkkunnátta og þekking er mikil í greininni og hafa þeir, sem nota skip sém hér eru byggó; sjó- menn og útgerðarmenn, verið sammála um ágæti greinarinnar. Mismunun Ef íslenskum útgerðaraðilum fyndist sér mismunað með slíkum sértækum aðgerðum, má benda þeim á aó mikið erlent styrkjaljár- magn er fólgið í skipum þeirra. Þess vegna njóta þeir sparnaðar í Brynjólfur Brynjólfsson. vaxtagreiðslum og afborgunum á hverju ári. Margfeldisáhrif Ef vel tækist til meó endurreisn greinarinnar, gætu áhrilln oróið ótrúlega margföld og jákvæð fyrir allt atvinnulif, alveg eins og marg- feldisáhrifin sem komu á svo nci- kvæðan hátt fram við hrun grein- arinnar. Falin afglöp Rétt eins og menn hafa nú reiknað sig frá þessum afglöpum, má íhuga hvort fleiri slík afglöp liggja falin í íslensku alvinnulífi. Hvern- ig væri, að fenginni þessari reynslu af pólitískum ákvörðunum í atvinnu- og efnahagsmálum, að láta gera reikningslega úttekt á fyrri tíma ákvöróunum stjórn- málamanna? Eru það ekki pólitísk afglöp að llytja hráefni út óunnið á þessum atvinnuleysistímum? Hvað veldur því að ekki er tckið á slíkum afglöpum? Er það hirðu- leysi eða kjarkleysi þingmanna? Er hugsanlegt að einhver þau lög, sem hljóta staðfestingu í jóla- og sumarleyfisruðningi þingmanna út úr alþingishúsinu, séu þjóðinni óhagstæð? Röng meginregla Sú meginregla stjórnmálamanna, aó ekki skuli færa til fjármagn í ís- lensku atvinnulíll, er röng og óheppileg. Hún veldur cfnahags- legri tregóu á ýmsum svióurn og rándýru atvinnuleysi í kjölfarið. Stjómmálamcnn verða að cndur- skoöa þessa þráhyggju sína, ekki síst með tilliti til þess scm komió hefur í ljós meö skipasmíðaiðnað- inn. Taka þarf til endurskoðunar hversu langt á að ganga í frjáls- ræði útgerðarinnar hvað varðar ýmsar athafnir við fiskveiðar og vinnslu aflans. Risatroll og par- trollsveiðar getur ekki talist hcppi- leg þróun á ofnýttri fiskislóð. Ekki er séð fyrir hvernig gotfiskinum reióir af þegar farið vcrður að ösla með slík veiðarfæri í hryggningar- göngin. Hvað kostar útflutningurinn? Tölur um kostnaó vió atvinnuleysi er fréttaefni fjölmiöla ööru hverju og eru þær háar. Fróðlegt væri aó sjá ef reiknimeistarar fjölmiðla tækju í citt reiknidæmi útfiuttan, óunninn fisk og tölur atvinnuleys- isbóta til að sjá hvað sú ósvinna kostar þjóóina mikiö. Ekki kæmi að sök þó líka yröi aóeins litió á hvað sjóvinnslan kostar þjóðina. Eg tel að almannafé sé varið til þess að greiða niður, óbeint, út- flutning á þessum tveimur mióur góóu þáttum fiskvciöanna. Það er gert rneð því að halda fjölda fólks atvinnulausum og greiða honum bætur af almannafé. Eru það mannréttindabrot? Að meina fólki aðgang að þcirri sjálfsviróingu scm l'clst í því að sjá sér og sínum farboróa mcð vinnu, er skcróing á mannréttind- um. Verst er þcgar svo cr gert með stjórnvaldsaðgerðum. Eg fiokka afskiptalcysi stjórnmála- manna, eða rangar ákvarðanir í þessu efnum, sem stjórnvaldsað- gerðir og þætti slíkt frásagnarvcrt fréttaefni ef það geröist crlcndis. Ekki virðast miklar hömlur á því sem íslenskir útgcrðarmcnn geta gert í atvinnumálum. Fyrst eru þaó launamálin; þar cr samió um laun, sem cru fyrir ncðan fá- tækramörk, svo hægt sé að vinna aflann hér heirna. Ekki dugar þcim það, því þeir fiytja mcgnið af viðskiptum viö skipasmíðaiðn- aðinn úr landi og síðan liskinn úr landi óunninn. Ekki verður sagt að launafólk í landinu cigi sér stcrka málsvara í þinginu þegar horft er (il þcssarar þróunar. Skammt dugar sú full- yröing stjórnmálamanna aó þjóðin eigi auðlindina þegar svona cr staðió að málum. Brynjólfur Brynjólfsson. Höfundur er mulreióslumeisiuri ú Akureyri. Pétur Ó. Helgason Hver á tógið? Eins og þeir vita sem til þckkja, þá er heimreiðin að Hranastöóum í Eyjaíjarðarsveit nokkuó brött og er af þeim sökum oft eríió um að fara á vetrum. Þessa dagana er hún öll svelli lögð, eins og raunar allir vegir nú, og því er ekki auð- velt að stöðva ökutæki á hcnni ef hindrun vcróur á vegi. Síöastliðió haust setti Hitavcita Akureyrar niður pípuhlið neðst í heimreióina, og var mcð því að loka Iandi Botns og Hrafnagils. Var þetta gert í fullu samráði við mig og með niínu samþykki og ekki meira um það að segja. Síðastlióinn laugardag, 22. janúar, ók ég niður ísilagða hcim- reióina, skömmu eftir hádegi. Var þá föl yfir svelli svo möguleikar til að stöðva bíl voru ekki miklir. Þegar ég nálgaóist fyrrnefnt pípu- hlið sá ég að búió var að strengja kaóal þvert yfir hlióið í um þaó bil meters hæð og festa beggja meg- in. Þar sem ég var á mjög hægri „Þar sem nú er hart í ári og menn mega ekki við því að glata eigum sínum, þá vil ég gjarnan koma tógi þessu til rétts eig- anda, og lýsi ég hér með eftir honum. Eg veit ekk- ert hver hann er, en vissu- lega fellur grunur á viss- an hóp manna því merki um umferð hrossa sáust á veginum.“ feró tókst mér að stöðva bíl minn áður en ég Icnti á kaðlinum, cn þó ekki fyrr en bíllinn var kominn út á sjálft hlióiö, þannig að slys cöa tjón varð ekki. En hcfði verið komið aö þessari hindrun í rnyrkri, eóa hcfði bíl verið ckiö af aðalveginum upp í hlióió, þá hefði orðið slys. Þar sem nú er hart í ári og mcnn mega ckki við því að glata cigum sínuni, þá vil ég gjarnan koma tógi þessu til rétts ciganda, og lýsi ég hér með cftir honum. Eg veit ckkert hvcr hann cr, en vissulcga fcllur grunur á vissan hóp manna því mcrki um umfcrð hrossa sáust á vcginum. Hafi eig- andi tógsins kjark til að keyra hcimrciðina á Hranastööum cins og hún cr þessa dagana, þá býö ég honum í kaffi um leið og hann sækir tógið sitt. Yl'ir kaffibolla getum við svo rætt þann þanka- gang, scm þyrlast um höfuð þeirra, scm framkvæma slíka hluti og ég hcf hér lýst. En skorti kjark- inn þá má hringja í mig. Um lciö og ég scndi ciganda tógsins samúðarkvcöjur mínar, vonast ég til að hann gcfi sig fram. Pétur Ó. Helgason. Höfundur er bóndi uó Hrunustöóum í fiyju- fjuróursveit.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.