Dagur - 08.02.1994, Blaðsíða 11

Dagur - 08.02.1994, Blaðsíða 11
Þriójudagur 8. febrúar- DAGUR - 11 Messías á vortón- leíkum Passíukórsins Jólatónleikar Passíukórsins eru nýafstaönir og tókust vel, ef marka má viótökur áheyrcnda. Nú eru hafnar æfingar á óratóríunni Messías eftir G.F.Hándel og er stefnt aö flutningi í byrjun júní. Ekki stcndur til aö flytja Messías í heild sinni, enda tekur verkiö unr þrjár og háll'a klukkustund í llutn- ingi óstytt. Aó þessu sinni verður öllum jólaþættinum sleppt ásamt nokkrum öörum köflum. Passíukórinn llutti Messías í heild voriö 1977 og var þaö langstærsta viöfangsefni kórsins fram aö því. Kórinn hcfur tvisvar síöan llutt verkið nokkuð stytt, en nú eru 10 ár liðin síðan Messías hefur heyrst á Akurcyri og þykir mörgum tími til kominn að þetta ástsæla verk hljómi hér á ný. Stjórnandi Passíukorsins cr scm l'yrr Roar Kvarn. Kórinn æfir í Lóni viö Hrísa- lund á miðvikudögum kl. 20-22 og á laugardögum kl. 15-17. Ahugasamt sönglolk er cindrcgiö hvatt til aö ganga til liðst viö kór- inn, ckki síst gamlir kórfclagar. Þeir scm áhuga hafa geta mætt á ællngu cöa haft samband viö Krydd- bókin stjórnanda (s. 24769), Arnheiði (s. 24533) eða Elínborgu (s. 22457) og fengið nánari upplýsingar. Mikilvægt er aö allir sem hafa áhuga á aö vera með láti vita sem allra fyrst, þar sem æfingar á Messíasi eru nú þegar hafnar. (Frctlutilkynning). D LÍMMIÐAR NORÐURLANDS HF. Strandgötu 31 • 600 Akureyri Prentum allar gerdir og stærðir límmiða Sími 96-24166 c - handbók um krydd og kryddjurtir Nýlega korn út á vcgum Eldhús- fræðarans Kryddbókin eftir Harald Teitsson, matreiðslumeistara. Bókin, scm cr rúmlega 90 bls., cr uppllcttirit um krydd, krydd- jurtir og bragóefni til matreiöslu. Um cr aö ræða upplýsingar um 150 tcgtundir, sem eru gerð mciri eöa minni skil cftir því sem tilefni er til. Bókin er aögengilega sett upp í stafrófsröð og aftast í henni er nafnalisti yfir um 130 jurtir sem l'yrir koma í bókinni á íslensku, cnsku og latínu. I frctt frá útgcfanda segir m.a.: „Óhætt cr aö segja aö það hafi oröiö bylting í matargerö Islend- inga nú á allra síðustu árum. Aður var pipar og salt allsráðandi með tilfallandi allrahanda og karrýi, en nú cr öldin önnur. I verslunum cr íáanlcgt hvcrskyns hráefni til l'jölbrcyttrar matargerðar og hill- urnar í vcrslunum og á heimilum cru hlaönar af fjölmörgum krydd- tcgundum, sem kallað er eftir í uppskril'tum, sem berast aö ýmist úr austri eöa vestri, á hringlerö sinni um heiminn þar sem fjar- lægöir cru breytt hugtak. Á ferö- um sínum um víða veröld kynnast íslendingar matreiðslu annarra þjóóa og nýbúar hvaðanæva aö hafa flutt meö sér hingað til lands nýja rétti, nýjar aðl'erðir og síöast en ckki síst haft vcrulcg áhrif á matarsmckk þjóöarinnar. Til þcss að svara aö nokkru leyti þcim spurningum, sem óhjá- kvæmilega fylgja þessum breyttu viöhorfum, var Kryddbókin tekin saman svo upplýsingar um öll þcssi krydd, kryddjurtir og bragó- efni, sem nauðsynleg eru til þess aö matbúa l'jölbreytta og bragö- mikla rétti, væru á einum staö. Bókinni cr ætlað aö gefa upplýs- ingar um scm flest þau bragögef- andi efni, er geta komió fyrir í uppskriftum frá öllum heimshorn- um.“ Kryddbókin, sem er í kiljubroti, verður seld í matvöruverslunum og bókaverslunum og er verö hennar 780-790 krónur. Skilairestur skattframtals rennur út 10. febrúar Leiðbeiningabæklingur með skattframtali hefur að geyma nauðsynlegar upplýsingar varðandi framtalsgerðina. Kynntu þér bæklinginn vel - og útfylling framtalsins verður auðveldari en þig grunar. Rétt útfyllt skattframtal tryggir þér rétta skattlagningu. Eyðublöð liggja frammi hjá skattstjórum og umboðsmönnum þeirra, og í Reykjavík í bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum. Þá er minnt á mikilvægi þess að varðveita launaseðla. Ef þörf krefur eru þeir sönnun fyrir því að staðgreiðsla hafi verið dregin af launum. Skattframtalinu á að skila til skattstjóra í viðkomandi umdæmi og mundu að taka afrit af framtalinu áður en því er skilað. Skilaðu tímanlega og íorðastu álag! RSK RÍKISSKATTSTJÓRI IHHHHHHHHHHHHHHHHBHHHHHI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.