Dagur - 26.02.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 26. febrúar 1994
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SlMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
(íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON.
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Þjónustugjöld
bankanna
Sú fyrirætlan forráðamanna banka og spari-
sjóða að innheimta gjöld af viðskiptavinum
sínum fyrir ýmsa þá þjónustu, sem þeir hafa
til þessa ekki þurft að greiða sérstaklega fyr-
ir, hefur mætt harðri andstöðu meðal al-
mennings. Væntanlega koma þau viðbrögð
fáum á óvart. Um langt árabil hefur verið
óeðlilega mikill munur milli innláns- og út-
lánsvaxta í bönkum og sparisjóðum landsins.
Innlánsvextir eru í sumum tilfellum allt of
lágir, á sama tíma og útlánsvextir hafa verið
óheyrilegir. Þeir umtalsverðu fjármunir, sem
peningastofnanir hafa haft af viðskiptavinum
sínum með þessu móti, hafa verið notaðir til
að fjármagna hið allt of stóra og óhagkvæma
bankakerfi.
Almenningur, vinnuveitendur og verka-
lýðsforystan hafa árum saman barist fyrir því
að vextir verði lækkaðir. Stjórnvöld hafa síð-
ustu mánuði lagt þeim lið í baráttunni, með
ánægjulegum árangri. Vextir eru ekki lengur
í sömu ógnarhæðum og fyrr, þótt þeir séu
óneitanlega enn of háir, sérstaklega af óverð-
tryggðum útlánum.
Forsvarsmenn peningastofnana hafa full-
yrt að þjónustugjöldin séu réttlát. Með þeim
sé verið að sjá til þess að þeir sem njóti þjón-
ustunnar greiði fyrir hana, en ekki allir lán-
takendur og sparifjáreigendur í formi of
hárra vaxta. Þetta er rétt, svo langt sem það
nær. Staðreyndin er þó því miður sú að pen-
ingastofnanir hafa síðustu mánuði lækkað
vexti sína með semingi - og ávallt tekið
minni skref í þeim efnum en efni hafa staðið
til. Vextir hafa sem sagt alls ekki lækkað
meira en efnahagsaðstæður hverju sinni hafa
gefið tilefni til. Vaxtamunurinn hefur einnig
minnkað nokkuð en er ennþá meiri en eðli-
legt getur talist. Ef hann nægir ekki til að
fjármagna rekstur bankakerfisins ber for-
ráðamönnum þess að grípa til aðhaldsað-
gerða í stað þess að finna nýjar leiðir til að
láta viðskiptavininn borga brúsann. BB.
I UPPAHALDI
VÍSNAÞÁTTUR
Svanhvít Ingvarsdóttir Syóri-Skál
sendi mér nokkrar snjallar vísur,
og ber henni besta lof fyrir tiltæk-
ið. Hér á eftir birtast nokkrar góö-
ar úr bréfi Svanhvítar. Fyrstu þrjár
vísumar eru eftir Jón S. Berg-
mann. Þá hina fyrstu nefnir hann
pólítík:
Fólkið sér í seinni tíð
sitja í tryggðum griðum,
kögurbörn sem leiða lýð,
logagyllt ísniðum.
Valdatindi til að ná
tign og launabótum,
stikla heimsku annarra á
alveg þurrumfótum.
Og um menningu vora yrkir
Jón svo:
Góðan ávöxt aldrei ber
okkar tískumenning.
Tildur, heimska og hrtvsni er
hennar trúarþrenning.
I eldhúsdagsumræðum ársins
1959 gengu klögumálin á víxl, rétt
eins og gerist í dag. Undir þessum
umræðum orti Gísli Ólafsson:
í næstu tveimur vísum Gísla
leynir sér ekki gremjan út í atóm-
kveðskap.
Vísna-glóðin fölna fer,
flestir hljóðir stara.
Atómljóðin eru hér
orðin móðins vara.
Metur þjóðin menntafróð
mikla kvœðafenginn?
Silt úr hverju horni hljóð
en höfuðstafur enginn.
Og meira gott úr bréfi Svan-
hvítar á Skál. Jón frá Pálmholti
sendi Steingrími í Nesi Aðaldal
vísukorn í Degi, og var að kvitta
fyrir skeyti, sem Steingrímur hafði
áður sent Jóni. Vísa Jóns þótti
ekki með miklum meistarabrag,
og höl'ðu margir orð á. Vísan er
svona:
Stcingríms varnarvísunni
veitist þungt á bárunni,
hallar niður að heimskunni
hennar nesjamennskunni.
En Steingrímur henti leirinn á
lofti, og sendi skeyti til baka:
Og ekki var látió hér við sitja.
Egill Jónasson Húsavík, hnykkti
betur á leirburói Jóns frá Pálm-
holti:
Omurleg sjón!
Fádtvma bögubósi
birtist í „Dagsins“-ljósi.
Hann hcitir Jón.
Heyrðu mig Jón!
Vertu' ekki’ að reyna að ríma
rím skaltu spara og tíma.
HyggilegtJón.
Trúðu mér Jón!
Þó Ijóðskáld þig langi að vera,
láttu sem minnst á því bera.
Gerðu það Jón!
Þá koma nokkrar vísur Bjarna
frá Gröf:
Siðgœðis er brotin brú,
börn í villu sveima,
glötuð okkar gamla trú,
Guð á Itvergi heima.
Þó að líftð þyki kalt,
þrjóti vinafúndir,
hlýja manni eftir allt
ýmsar gleðistundir.
Upp skal rísa, ennþá mér,
yljað vísan getur.
Karla hýsa, kominn er
kaldur ísa vetur.
ÁRNI JÓNSSON
Næst ætla ég aó bera niður í
Alþingisrímum. Bregð ég þar
gróficga út af mínum fyrstu hcit-
strcngingum um að birta ekki vís-
ur né ljóð án þess aö þckkja höf-
und að. En því cr nú þannig varið,
að hreint er ekki með öllu Ijóst
hver höfundur, eöa höfundar eru
að Alþingisrímum, en þær eru ort;
ar fyrir og cftir aldamótin 1900. í
rímunum má kcnna marga af
þekktustu þingmönnum landsins,
og hvergi spart farið með lýsing-
arorðin. En lítum á smá sýnishorn:
Nú skal byrja braginn á
Bcnsa hinum gamla,
mest á þingi þótti sá
þjáðskörungur bramla.
Hátt var ennið, hvatleg brá,
harka í andlitsdráttum,
gustur kaldur gaus um þá
úr geysimörgum áttum.
Og þá var barist ekki síður cn í
dag:
Enginn brosti, öðlings þjóð
eins og lostin þrumu stóð.
Mevlti hraður hilmir þá:
„Hvað cr það, scm gcngur á. “
Allt í brandi og báli er þar
blóði randir litaðar,
bragna fall og brandshviður,
berst þar allur þingheimur.
Skortir Valtý vopn og lið,
varla er talað þar um frið.
Býsna hnellinn brands við el
Bensiféll, og þarfór vel.
Þetta hefur ekki verið hótinu
bctra en í Króatíu nú til dags:
Rœðumenn mistök á mótflokkinn sverja,
sem ma’ðist á villustig.
Grátklökkir enda þeir gloríu hvcrja
í Guðsnafni kjósið þið - mig.
Atómskáldin óljóst kveða,
almenningur leitarfrétta:
Erþað prentvillupúkinn eða
Pálmholts-Jón, sem yrkirþetta?
Óll mín fögru œskublóm
eru löngu slegin.
Eftir þungan atvidóm
urðu lítil heyin.
Þar hafa örlög ramma rún
rist, erfáir skilja,
atalt skein und augnabrún
eldur þrjósku og vilja.
„Hvaða vandi?" hilmir kvað,
„höndum vandi kemurað,
eyðist ríkið, yndi þver,
illa líkar stríðið mér. “