Dagur - 05.03.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 05.03.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 5. mars 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, (fþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Náttúruskóli í Mývatnssveit í Mývatnssveit er mikill áhugi fyrir stofnun nátt- úruskóla og hafa línurnar verið lagðar á undir- búningsfundi. Vonast er til að skólinn geti orðið að raunveruleika strax á þessu ári og er hér um athyglisverða hugmynd að ræða sem gæti orðið bágbornu atvinnulífi í Skútustaðahreppi kær- komin lyftistöng. Mývatnssveit er kjörinn staður fyrir slíka fræðslustofnun vegna náttúruauðlind- anna sem þar er að finna og er vonandi að vel gangi að koma hlutafélagi um reksturinn á lagg- irnar. Með stofnun náttúruskóla gefst kostur á fræðslu um lífríki og jarðfræði Mývatnssveitar og landgræðslu og almenna náttúruvernd. Þar yrði til staðar rannsóknaraðstaða í tengslum við nám sem getur hentað öllum skólastigum. Þá er ekki aðeins verið að höfða til nemenda innanlands heldur og ferðamanna og erlendra háskólastúd- enta. Starfsemin yrði einnig kynnt félagasamtök- um og fyrirtækjum, enda opnast ýmsir möguleik- ar fyrir námskeiðshald og fræðslu. „Við vitum að það er talsverð eftirspurn eftir svona aðstöðu, ekki síst fyrir framhaldsskóla- nema frá Norðurlöndum. Við höfum líka orðið varir við áhuga hins venjulega ferðamanns. Kröf- ur um afþreyingu hafa aukist ár frá ári og mér sýnist að slík náttúrunámskeið með leiðsögn og fræðslu um lífríki Mývatnssveitar, gætu orðið mjög góð afþreying," sagði Sigurður Rúnar ■ÍRagnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, í frétt Dags í síðustu viku. Hann kemur þarna inn á afþreyingarþáttinn, en það er einmitt nauðsynlegur kostur í ferða- þjónustunni að geta boðið upp á skemmtanir og fræðslu og að leggja virkilega alúð í það að sinna ferðamönnunum. Á viðkvæmu náttúrsvæði á borð við Mývatnssveit er ferðaþjónustan tvíeggj- uð. Að sjálfsögðu vilja menn fá fleiri ferðamenn og þar af leiðandi meiri tekjur, en á sama tíma er talið nauðsynlegt að takmarka aðgang ferða- manna að viðkvæmum náttúruperlum til að vernda þau fyrir átroðningi. Kynning og fróðleik- ur um sérstæða náttúru Mývatnssveitar með til- stilli náttúruskóla væri þarft innlegg í framtíðar- uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. SS I UPPAHALDI ór Valtýsson er kennari við Gagnfrœðaskóla Akureyrar og formaður Skák- Akureyrar. Félagið varð 75 ára í síðasta mánuði og Þór stóð i ströngu við al- þjóðlega skákmótið sem hald- ið var í tilefni afmœlisins og til minningar um Ara Guð- mundsson,fyrsta formannfé- lagsins. Þór hefur tefU lengi og börnin hafa erft skák- áhugann þannig að lífið á heimilinu snýst vœntanlega dálítið um þessa göfugu hug- aríþrótt. En við œtlum að for- vitnast um ýmis önnur hugð- arefni Þórs. Hvað gerirðu helst ífrístundum? ,JÉg tefli að sjálfsögðu og sinni féiagsmálum kringum skákina. Síðan er ég aiitaf að lesa eitthvað." Hvaða matur er í mestu uppáhaldi lijá þér? „Snitsel er eitt það besta sem ég fæ.“ Uppáhaldsdrykkur? „Ætli ég segi ekki léttur bjór. Hann er mjög góður í hófi.“ Ertu Itamhleypa til allra verka á heimilinu? „Já, ég held að ég megi segja það. Þegar ég tek mig til get ég gert heil- mikió, meira að segja kokkað. Þó er ramminn kannski dálítió þröngur en ég get unnið þokkalega innan hans.“ segir Þór Valtýsson Þór Valtýsson. Er heilsusamlegt líferni ofarlega á baugi hjá þér? „Já, ég rcyni aó trimma reglulega. Maóur verður aó gera það, komast út og fá sér ferskt loft eftir alla inniver- una.“ Hvaða blöð og tímarít kaupirðu? „Ég kaupi Morgunblaöió og Newsweek og svo kaupi ég Dag eins og er. Síóan hef ég keypt Tímaritið Skák í tugi ára.“ Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „The Risc and Fall of thc Third Reich“ eftir William L. Shirer, 1400 blaósíðna dixkantur meó smáu letri. Ég gríp alltaf í hana áður en ég fer að sofa. Ég sofna alltaf út frá bók- um.“ Hvaða hljómsveit/tónlistarmaðurer í mestu uppáhaldi hjá þér? „Það er Pavarotti, alveg örugg- lega.“ Uppáhaldsíþrótiamaður? „Vilhjálmur Einarsson, þrí- stökkvari. Hann var algjört átrúnað- argoó á tímabili." Hvað horfirðu mest á í sjónvarpi? „Ég rcyni aó horfa rcglulcga á fréttir og sleppi helst ekki Já ráó- herra/forsætisráóherra. Síðan horfi ég nokkuó á íþróttir." Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu mestálit? „Ég held ég nefni bara Lúóvík Jósepsson. Hann var alltaf í uppá- haldi hjá mér þegar hann var í pólit- íkinni.“ Hvar á landinu vUdirðu helst búa ef þú þyiftir að flytja búferlum? „Ætli ég vildi ekki vera á Reykja- víkursvæóinu. Ég átti heima þar um tíma og líkaði það vel. Ég vil helst vera í þéttbýli þar sem skáklífió er blómlegt.“ Hvaða hlut eðafasteign langar þig mest til að eignast um þessar mund- ir? „Mig langar ekki í neitt sérstakt. Mér finnst ég eiga allt sem ég þarf, eða þannig hugsa ég að minnsta kosti.“ Hvernig myndir þú verja þriggja vikna vetrarleyfi? „Ég hugsa að ég myndi reyna að fara af landi brott. Eg veit ekki hvcrt. bara út í buskann.“ Hvað œtlarðu að gera um helgina? „Vera meó í Skákþingi Akureyrar sern hcfst á sunnudaginn. Hclgin fcr mikið í skák hjá mér, bæói félags- lcga og við taflborðið." SS HRÆRINCUR STEFÁN ÞÓR SÆMUNDSSON Hann skal vera í meðaUagi greindur og þriflegur Þar sem bæjar- og svcitarstjórnar- kosningar veröa eftir, tja, allt of langan tíma, er ekki úr vcgi aó líta á livaóa kostum kjörnir fulltrúar veróa aó vera búnir. Leitin aö þessu afbragðsfólki stendur nú seni hæst og umræður heima í héraði veröa æ málefnalegri eftir því sem nær drcgur kosningum. I ljósi nýjustu upplýsinga og klass- ískra siöferðisgilda þarf bæjarfull- trúi, t.a.m. í kaupstað á borð viö Akureyri, aó vera búinn eftirfar- andi lágmarkskostum: 3r Hann þarf aó vera karl- eóa kvenmaður af tegundinni homo sapiens, rétt í meðallagi grcindur og þriflegur, helst með fjölskyldu, guðrækinn og dyggðugur án þess þó að vera væminn og hclgislepju- legur. Mannorðiö skal vera óflekkað. ik Hann má ekki vera lelagi í Kaupfélagi Eyfirðinga, KA, Nátt- úrulækningaíélaginu, SÁÁ, Lionsklúbbi, Zontaklúbbi, Sorop- timistaklúbbi, JC, Létti eöa öðrum vafasömum félagsskap. Slíkt myndi valda hættu á stórkostleg- um hagsmunaárekstrum. ■& Bæjarfulltrúinn má alls ekki vinna, hvorki sem sjálfstæður verktaki né hjá fyrirtæki, þar sem ávallt er hætta á að annarleg sjón- armið stjórni geróum hans, komi upp mál cr tcngjast tilteknum verkefnum eða fyrirtækjum. >5r Þá gildir þaö sama um eigin- konu bæjarfulltrúans, börn og nánustu ættingja. Allir þessir ein- staklingar vcrða aö forðast hvers kyns vinnu, tómstundir, nám eða aðrar athafnir sem áhrif gætu haft á skoðanir og geröir kjörins bæjar- lulltrúa. Má hvorki drekka of mikið né lítið Hér eru einungis upp taldir örfáir af þeim kostum sem bæjarfulltrúa skal prýða. Haldi ég áfram að rekja alla nauðsynlega mannkosti veróa lokaorðin: Bæjarfulltrúi get- ur ckki... verió til. Þess vegna læt ég staðar numið núna áöur en ég útiloka fleiri. En þar með er ekki öll sagan sögð þótt bæjarfulltrúarnir hafi verið afgrciddir (sem og pólitísk framtíð mín, og ég sem var búinn aö fá vilyrði fyrir sæti í menning- armálanefnd!) því bæjarstjórn rcióir sig mjög á alls kyns nefndir. Þessar nefndir verða sömuleióis og enn frekar að vera skipaðar llekklausu úrvalsfólki. Tökum nokkur dæmi: I byggingancfnd má ekki sitja maöur sem vinnur hjá fyrirtæki er tengist byggingariðnaði cn samt þarf hann að hafa menntun og reynslu á svióinu. Sumsé; hann veróur að gjörþekkja fagiö cn má ckki vinna viö þaö. I áfengisvarnanefnd skulu aó- eins veljast fulltrúar sem hvorki drekka of mikið né of lítið. Bind- indismenn þckkja ekki þcssa lífs- nautn og geta því ekki haft vit fyr- ir öörum og þá er varasamt að treysta dómgreind þeirra sem fá sér ískyggilega oft í staupinu. Þeir scm taka sæti í menningar- málanefnd (sic!) verða að hal’a hreinan skjöld í menningarmálum og ekki má vera hægt að bendla þá við ncin samtök cða klíkur í bænum. Kunningsskapur getur haft óeðlilega togstreitu í för meó sér eins og allir vita. Felldur á kvenfélagsstússi tengdamömmu Já, góðir hálsar. Það cr margt að varast í heimi pólitíkurinnar. Ein- staklingur scm gefur kost á sér á framboóslista til bæjarstjórnar- kosninga veröur að gera scr grein fyrir þeirri ábyrgó sem þcssari ákvörðun lylgir. Þetta er cnginn bitlingur fyrir skrautfjaðrir flokks- ins, öðru nær. Þetta er krafa um stórkostlcga þroskað siðfcröismat og einstaka mannkosti. Ég efast um að margir sleppi í gcgnum hreinsunareldinn þegar á hólminn er komið. Þaó er alltaf hægt að grafa upp eitthvað misjafnt um ná- ungann. Vænn og hciðarlcgur karlmaður á besta aldri, prýddur öllum hugsanlegum kostum, gæti vcrið drcginn niður í svaóið fyrir að hafa æft hálft sumar meö 5. Ilokki Þórs í knattspyrnu eöa fyrir að ciga tcngdamóöur scm hel'ur unniö óslitið fyrir Kvcnfélagið Framtíðina frá haustinu 1917, reyndar meö sniá hléi vegna inn- lagnar á sjúkrahús á útmánuðum 1933. Kjósandi góður! Þér er hollast að vanda valið í kjörklcfanum. Strikaóu út alla frambjóóendur scm þig grunar að haíl ckki óllckkaö mannoró eða þú vcist aö tengjast einhverjum vafasömum hagsmunasamtökum. Viö ætlum ckki að kjósa yilr okkur spillta framagosa scm sækja siðferðis- kcnnd sína til Italíu. Island cr hrcint land, fagurt land. Viö verð- uni aó geta treyst því aö ekki falli blettur á þaö. Kjósum rétt. Kjós- um aðeins það besta. X- Q$%&!/#+’]Ö.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.