Dagur - 05.03.1994, Blaðsíða 11

Dagur - 05.03.1994, Blaðsíða 11
Laugardagur 5. mars 1994 - DAGUR - 11 Tónlístarhátíð á Hvammstanga Sunnudaginn 27. febrúar var efnt til mikillar tónlistarhátíðar á Hvammstanga. Þar var saman stefnt ungmennum úr tónlistarskólum á vestanverðu Noröurlandí. Tíl mótsins komu nemendur tónlistarskólanna á Siglufirðí, Sauöár- krókí, í Skagafjaröarsýslu og Vestur-Húnavatns- sýslu. Þátttakendur skiptu mörgum tugum og voru vitanlega mjög mislangt komnir í námi sínu. Þó gerðu allír vel hver á sinn máta og voru skól- um sínum og kennurum til sóma. Af frammistöðu nemendanna mátti glöggt sjá, að tónlistarkennsla á vestanverðu Norðurlandí - að minnsta kosti í þeim byggðum, sem þarna áttu fulltrúa - er vel á vegi stödd og þannig að henni unnið, að líklegt er til góðs ár- angurs. Tónlistarskólí Síglufjarðar var fyrstur á sviö í Félagsheímílinu á Hvammstanga, en þar var há- tíðin haldin. Skólinn bauö upp á átta atriði. At- hygli vakti lipurlegur og furöu þroskaöur leikur Gunnars Ragnarssonar, áttar ára snáða, á harm- óníku í Iaginu Go Away og skemmtilegt framlag Heimís Sverrissonar í marsúkanum A hálum ís eftir B. Hlíðberg. Heimír lék á harmóníku en við undirleík, sem hann hafði sjálfur sett saman á tölvu. Næstur á efnísskrá var Tónlistarskólinn á Sauðárkróki. Nemendur hans fluttu átta atríði. Þar bar hæst líflegan og áferðargóöan flutning hljómsveítar skólans á laginu Segulstöövar blues eftír Sigurð Rúnar Jónsson og þekkílegt söngat- riði Sigurlaugar Maronsdóttur, en hún flutti lagið Sólbrúnir vangar eftir Oddgeir Kristjánsson við ljóð eftir Ása í Bæ. Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu hafði tíu atriði í sínum hluta efnísskrárinnar. Þar bar hvað hæst tvo lípurlega píanóleíkara, Jón Bjarnason, sem lék 3. kafla úr sónötu í D dúr eftir J. Haydn, og Herdísi Álfsdóttur, sem fluttí verkið Harmoníks eftir B. Bartok. Bæöi léku af umtalsverðu öryggi og festu og náðu að mörgu leyti skemmtilegri túlkun í verkefnum sín- um. Gestgjafarnír, Tónlist- arskólí Vestur-Húna- vatnssýslu, var síöastur á efnísskrá og bauð upp á fimm atriöi. Þar vöktu ekki síst athygli hljóm- sveitir skólans: Léttsveit Tónlistarskóla Vestur- Húnavatnssýslu og Blásarasveit Tónlistarskóla Vestur- Húnavatnssýslu. Fyrri sveitin flutti lögin Mýrdalssandur eftír Bubba Mortens og I Want to Break Free eftir Queen undir stjórn Björns Traustasonar og gerði vel bærilega í báðum. Síð- ari sveitin lék undir stjórn Hjálmars Sigurbjörns- sonar og flutti lögin The Silver Scepter og Peper- oni Rock af talsverðu öryggi og fjöri. Tónlistarhátíð tónlistarskóla á vestanveröu Noröurlandi lauk meö leik allra blásara og sam- söng þátttakenda og áheyrenda. Þaö var hinn besti endapunktur. Fjölmargir tóku undir í söngnum og kvað við í sal Félagsheimilisins á Hvammstanga af fjörlegum lúörablæstri. Hátíöin dró að sér fullan sal áheyrenda, sem reyndar voru ýmsir úr röðum þátttakenda og fylgdarliðs þeirra. Hitt leyndist ekki, að vel hafði til tekist og að gestir kunnu vel að meta þaö, sem fram hafði verið boriö, enda í því öllu sýni- legt, að tónlistaruppeldí tónlístarskólanna, sem þátt tóku, er á heillavegi. TONLIST Haukur Ágústsson skrífar TrésmiðjQn fllfa hf. • Óseyri 1q • 603 flkureyri Sími 96 12977 Fqx 96 12978 Eftir einn - ei aki neinn! yUMFERÐAR RÁÐ Gylfi Pálsson Bridgemaður UMSE Á 73. ársþingi UMSE á dögunum var Gylfi Pálsson, úr Umf. Skriðu- hrepps, kosinn Bridgemaður UMSE 1993. Hann er sveitarfor- ingi A-sveitar Umf. Skriðuhrepps, sem orðió hcfur Eyjafjarðarmeist- ari undanfarin ár og hefur cinnig náð góðum árangri á landsmæli- kvarða. Sveit hans hel'ur kcppt á ís- landsmótum og cnnfremur hefur hann keppt í tvímenningi á ís- landsmótum og fór með sigur af hólmi í Tvímenningi UMSE 1993. Gylfl er prúður lcikmaður scm ætíð skilar sínu hlutverki meö sóma og er því vcl að því kominn að vera útncfndur bcsti bridgc- maður UMSE 1993. Gylfi I’álsson mcð viðurkcnningu sína scm Iiridgemaöur UMSE 1993. Geislaplata með tón- list úr „Gauragangi“ Skífan hf. hefur gcfið út tónlistina úr leikritinu „Gauragangur" í sam- vinnu vió Þjóðleikhúsið. Leikritið cr byggt á skáldsögunni „Gaura- gangur“ eftir Ólal' Hauk Símonar- son. Leikritið fjallar um stórsnilling- inn, gullgerðarmanninn og líkams- ræktarfúxinn Orm Oðinsson og vini hans og samskipti þeirra við fulloröna fólkið. Leikstóri er Þór- hallur Sigurðsson. Tónlistin í Gauragangi er samin af hljómsvcitinni Nýdönsk, sem jafnframt tekur virkan þátt í sýn- ingunni. Textar eru eftir Ólaf Hauk Símonarson. Geislaplatan inniheldur 17 lög sem spanna allt frá ljúfustu ballöð- um upp í harðasta rapprokk. Við llutning tónlistarinnar hefur hljóm- sveitin Nýdönsk sér til aðstoðar fjölda söngvara úr leikritinu. Þar má nefna Steinunni Ólínu Þor- steinsdóttur, Felix Bergsson, Ing- var E. Sigurðsson, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Flosa Ólafsson o. fl. Hljómsvcitina Nýdönsk skipa: Daníel Ágúst Haraldsson, Björn Jörundur Friðbjömsson, Stefán Hjörleifsson, Jón Ólafsson og Ól- afur Hólm Einarsson. Leiðrétt limra Limra sem birtist í .Smáu og stóru sl. miðvikudag misritaðist illilega. Hlutaóeigendur eru beðnir mikill- ar vclviróingar, en rctt mun limran á þessa lcið: Jón Baldvin ég lít ekki lanicin, þó iítt sé ctð þrœtununt gamon og jafnaðarmann sig segir nieð sann, efsett er ó fyrir framan. Viltu lifa heilbrigðara lífi? Náttúrulækningafélag Akureyrar boðar til námskeiða um holla lífshætti, mataræði o. fl. í Verkmenntaskólanum á Akureyri. -8. mars- Jákvætt lífsviðhorf - góð heilsa Sigríður Halldórsdóttir. Slökun Steinunn Hafstað. 10. mars- Svæðameðferð sem heilsubót Kristján Jóhannesson. 15. mars- Islenskar jurtir í mat Árni Steinar Jóhannsson. Spuni Anna Richardsdóttir. 17. mars- Hollusta og fjölbreytni í fæðuvali Marína Sigurgeirsdóttir. Ný lífsýn - grönn til frambúðar Bergþóra Reynisdóttir. -22. mars- Breyttur lífsstíll Valgerður Magnúsdóttir. Reynslusaga Gunnar Níelsson. -24. mars- Aðhlusta átónlist, Jón Hlöðver Áskelsson. Aðgangseyrir er kr. 400 hvert kvöld, en hægt er að kaupa aðgang að öllum fyrirlestrunum á kr. 1800. Te, kaffi og meðlæti innifalið. Námskeiðin hefjast kl. 20.00. Allir velkomnir Geymið auglýsinguna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.