Dagur - 05.03.1994, Blaðsíða 14

Dagur - 05.03.1994, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 5. mars 1994 FRAMHALDSSACA BJÖRN DÚASON TÓK SAMAN Saga Natans og Skáld-Rósu 22. kafli: Frá Páli Sigfússyni og Natani Páll hét maöur og var Sigfús- son, hann bjó á Miklahóli í Skagafirði. Haföi hann fengiö þá jörö og gott bú aö erfðum, en varö eigi mikiö úr. Kona hans hét Ingibjörg Sölvadóttir, prests Þorkelssonar. Páll var hneigöur til bóka og fróðleiks, en auötrúa og einfaldur. Hann hugði sem sumir aörir, aö Nat- an væri fjölkunnugur, en þá list vildi hann gjarnan læra. Kom hann sér 1 kunnugleik við Natan og baö hann kenna sér fjöl- kynngi. Natan fór undan en tók þó eigi af. Kom Páll á þetta mál við Natan hvert sinn er þeir hitt- ust, en Natan dró undan. Páll baö Hellulands-Þorlák að koma meö Natan yfir aö Miklaholti, er hann væri á ferö. Varð það aö þeir fóru þangað og gistu þar um nóttina. Þá er þeir voru komnir í rekkju, kom þar Sölvi prestur og Björn bóndi llluga- son frá Brimnesi. Með þeim var Jón, er ýmist var kallaður „Bjarnastaöa- Jón" eða „Jón litlibúkur". Hann var áflogamað- ur og óróaseggur. Sölvi prestur var drukkinn. Er hann heyrði aö Natan væri þar, sagöi hann: „Er hér Natan - Satan eöa Datan?" Natan heyrði þetta álengdar, spratt á fætur og nefndi votta aö prestur hefði illmælt sér. Björn baö Natan láta þetta nið- ur falla fyrir sín orö og vináttu þeirra. Natan kvaöst vel megi gjöra fyrir hans orð, en slíkir menn, sem séra Sölvi væri þó maklegir aö reka sig á. Fóru þeir prestur og Jón til Brimness um kvöldið, meö Birni. Áöur en Björn fór um kvöldið, brá hann Páli á einmæli, vissi hann aö Páll haöi selt hálfan Miklahól og tekið viö 150 spesíum fyrir hann þennan sama dag, Bauð Björn Páli að geyma peningana fyrir hann, þar til Natan væri farinn, kvað hann eigi óvísan til að véla Pál. Enga nauösyn kvaö Páll það vera. Daginn eftir fylgdi Páll Natani út yfir Hérö- aðsvötn og allt aö Holtsmúla. Þar skyldu þeir meö hinni mestu vináttu. Síöar sagi Páll frá því, að þá hafi hann lánað Natani 60 spesíur. Hefði hann lofað að borga á ákveðnum tíma, og að auki útvega Páli part í Stóru-Borg, kenna honum galdur og útvega honum galdrabækur vestan af Strönd- um. Fór Páll þó dult meö þetta. Eigi varö af efndum fyrir Natani, og er gjalddagi var löngu lið- inn, þóttist Páll sjá, aö Natan hefði vélað sig. Þóttist hann vant viðkominn, því illt var til lögsóknar. Réði Sölvi prestur honum aö fá með sér Bjarna- staða-Jón, litlabúk, fara vestur að Natani og kúga af honum skuldina. Jón var þess allfús og riðu þeir vestur. Fréttu þeir að Natan væri að lækningum í Svínadal, mundi hann gista um nóttina á Rútsstöðum og fara daginn eftir ofan að Holti, til að lækna son llluga bónda, er Eiríkur hét. Þeir Páll gistu að Svínavatni og fóru að morgni á veg fyrir Natan. Duldust þeir í gili einu, þar sem eigi sá fyr en að var komið. Með Natani var sá maöur, er Sigurður hét, Þor- steinsson, ættaður úr Skaga- firði. Og er hvorir sjá aðra, þá mælti Jón við Pál: „Gættu Sig- urðar, meöan ég tek Natan". Natan þekkti mennina, og þóttist vita erindiö, er Jón var með Páli. Verður honum skjótt til ráðs, - hleypur af baki og aö Páli, heilsar honum blíðlega, meö faðmtaki, og segir að meira en mál muni að tala um bækurnar og öll þeirra við- skipti. Ganga þeir á einmæli. Lofar Natan að borga skuldina í Holti, ef Páll vilji koma þangað með sér. Gekk Páll nú að Jóni og hvíslaði að honum, að einskis muni við þurfa: Natan sé hinn besti og ætli að borga sér allt í Holti. Jón reiddist, og hvað Pál mundu gjalda glópsku sinnar. Vildi hann þeg- ar ráðast á Natan, en Páll varn- aði þess. Riðu þeir nú í Holt. III- ugi baö þá alla velkomna að gista þar. Beini var hinn besti og rætt um ýmislegt, en ekki minntist Natan eini oröi á skuldina. Eggjar Jón Pál aö heimta hana. Páll herti þá upp hugann og krafði Natan skuldarinnar. Natan lést verða reiður og mælti af hörku: „Eigi varðar mig þess, að kunningi minn mundi krefja mig um ranga skuld. Væri maklegt að ég lögsækti þig til bóta". Páll vissi að hann gat ekki sannaö skuldina og sleppti hann kröfunni. Jón var hinn reiðasti - og lá við að hann réöist á Natan. En lllugi bað þá enga óspekt gera i sín- um húsum. Fóru þeir Páll heim viö svo búið. Þá mælti Natan. „Nú ætlaöi Jón sér ábyggilega að fá peninga hjá Páli á heim- leiðinni, er vel að honum bregst það". Fór Natan heim. Litlu síö- ar sendi hann Páli 40 spesíur og gráan hest. En það sem vantaöi á skuldina fékk Páll aldrei. Fyrir þessu ber Tómas á Þverá - Pál sjálfan. Hafði hann, löngu eftir dauða Natans, verið til heimilis í Húnaþingi, og þá sagt frá þessu. PAC5KRÁ FJÖLMIPLA UM VÍÐAN VÖLL Úr myndasafni Dags: Reyklaust hestamannaþíng Þessi mynd er tekin á reyklatisu hestamannaþingi haustið 1985 og á henni má m.a. sjá þrjá þingfulltrúa Léttis, Hólmgeir Valdemarsson, Björn Jónsson og Gunnar Egilsson. Þeir virðast hlusta af andakt, en reykleysió mun víst hafa angraó einhverja á þinginu. Pandóra: Fyrsta kona jarðar í grískum goðsögnum. Guðirnir prýddu Pandóru öllum gáfum og kostum og sendi Scifur hana til jarðar með öskju eina eftir aö Prómeþeifur hafði fært mannkyni eldinn í óleyli Seifs. Er Pandóra opnaði öskjuna af forvitni spratt upp úr henni alls kyns böl og plágur en vonin ein varð eftir á botninum. (íslcnska airræóioróabókin, Öm & Örlygur 1990) SJÓNVARPIÐ LAUGARDAGUR 5.MARS 09.00 Morgunsjinvarp bamanna Kynnir er Rannveig Jóhannsdótt- ir. Stundin okkar. Endursýning frá siðasta sunnudegi. Umsjón: Helga Steffensen. Dagskrárgerð: Jón Tryggvason. Felix og vinir hans. Felix hittir Lísu. Þýðandi: Edda Kristjánsdóttir. Sögumaður: Steinn Ármann Magnússon. (Nordvision - Sænska sjónvarpið) Norræn goðafræði. Ginnungagap Þýðandi: Kristin Mántylá. Leik- raddir: Þórarinn Eyfjörð og Elva Ósk Ólafsdóttir. (Nordvision • Finnska sjónvarpið) Sinbað sæfari Ali Baba verður ástfanginn. Þýð- andi: Jóhanna Þráinsdóttir. Leik- raddir: Aðalsteinn Bergdal og Sigrún Waage. Galdrakarlinn i Oz. í sal sjónhverfinganna er margt undrið. Þýðandi: Ýrr Bert- elsdóttir. Leikraddir: Aldis Bald- vinsdóttir og Magnús Jónsson. Bjarnaey Edda og Matta hefur verið breytt i kristalstyttu. Þýð- andi: Kolbrún Þórisdóttir. Leik- raddir: Vigdís Gunnarsdóttir og Þórhallur Gunnarsson. Tusku- dúkkurnar í stórborginni er margt að varast. Þýðandi: Eva Hallvarðsdóttir. Leikraddir: Sig- rún Edda Björnsdóttir. 11.00 Hlé 12.00 Póitvenlun - auglýsingar 12.15 Hlé 12.45 Staður og itund Heimsókn í þessum þætti er lit- ast um á Hvolsvelli. Dagskrár- gerð: Steinþór Birgisson. Endur- sýndur þáttur frá mánudegi. 13.00 í sannlelka tagt Umsjónarmenn eru Ingólfur Margeirsson og Valgerður Matt- hiasdóttir. Útsendingu stjórnar Bjöm Emilsson. Áður á dagskrá á miðvikudag. 14.05 Syrpan Umsjón: Ingólfur Hannesson. Stjóm upptöku: Gunnlaugur Þór Pálsson. Áður á dagskrá á fimmtudag. 14.35 Einn-x-tvelr Áður á dagskrá á miðvikudag. 14.55 Enika knattipyman Bein útsending frá leik Sheffield Wednesday og Newcastle i úr- valsdeild ensku knattspyrnunn- ar. Bjarni Felixson lýsir leiknum. 16.50 Bikarkeppnln í hand- knattleik Bein útsending frá úrslitaleik KA og FH i bikarkeppni karla. Lýs- ing: Arnar Bjömsson. Útsendingu stjórnar Gunnlaugur Þór Pálsson. 18.20 Táknmáliiréttlr 18.30 Draumasteinnlnn (Dreamstone) Breskur teikni- myndaflokkur um baráttu illra afla og góðra um yfirráð yfir hin- um kraftmikla draumasteini. Þýð- andi: Þorsteinn Þórhallsson. Leik- raddir: Öm Árnason. 18.55 Fréttaikeyti 19.00 Strandverðlr 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.35 Lottó 20.45 Simpion-fjölskyldan (The Súnpsons) Bandarískur teiknimyndaflokkur um Hómer, Marge, Bart, Lisu og Möggu Simpson og ævintýri þeirra. Þýð- andi: Ólafur B. Guðnason. 21.15 Með fangið fullt 22.50 GlópaguU (Fool's Gold) Bresk sakamála- mynd frá 1992 byggð á raunveru- legum atburðum. Hér er sögð sagan af mesta ráni, sem framið hefur verið á Bretlandi, þegar glæpaklíka í Lundúnum rændi 26 miljóna punda virði af gullstöng- um úr Brink’s Mat-öryggis- geymslunni á Heathrow-flugvelli. Leikstjóri: Terry Winsor. Aðal- hlutverk: Sean Bean, Trevor Byíi- eld, Larry Lamb og Sharon Mai- den. Þýðandi: Gunnar Þorsteins- son. 00.30 Útvarpsfréttir i dagskrár- lok SJÓNVARPIÐ SUNNUDAGUR 6.MARS 09.00 Morgunsjónvarp bamanna Kynnir er Rannveig Jóhannsdótt- ir. Perrine. Skálkar gera Perrine og móður hennar grikk. Þýðandi: Jóhanna Þráinsdóttir. Leikraddir: Sigrún Waage og Halldór Björns- son. Karlinn i kúluhúsinu. Guð- rún Ásmundsdóttir flytur frum- samda sögu. Seinni hluti. (Frá 1984). Gosi. Gosi eignast gullúr. Þýðandi: Jóhanna Þráinsdóttir. Leikraddir: Örn Árnason. Maja býfluga. Alexander mús fær hagl- korn á höfuðið og missir minnið. Þýðandi: Ingi Karl Jóhannesson. Leikraddir: Gunnar Gunnsteins- son og Sigrún Edda Björnsdóttir. Dagbókin hans Dodda. Doddi stendur i ströngu eins og fyrri daginn. Þýðandi: Anna Hinriks- dóttir. Leikraddir: Eggert A. Kaa- ber og Jóna Guðrún Jónsdóttir. 11.00 Æikulýðsmessa i Selja- klrkju Á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar sendir Sjónvarpið út messu frá Seljakirkju í Reykjavík. Gospel- kór syngur og djasshljómsveit spilar en það eru ungmenni úr æskulýðssamtökum þjóðkirkjunn- ar sem sjá um allan tónlistai- flutnmg og söng. Piestur er séra Þórhallur Heimisson en herra Ól- afur Skúlason, biskup íslands, stjómar altarisgöngu. Stjórn upp- töku: Tage Ammendrup. 12.00 Hlé 13.00 Ljósbrot Úrval úr Dagsljóssþáttum vik- unnar. 13.45 Síðdegisumræðan Umsjón: Magnús Bjarnfreðsson. 15.00 Judy Jetson og rokk- stjaman 16.35 Joan Baez á tónlelkum í Gamla bíól 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Stundbi okkar 18.30 SPK Spuminga- og slúnþáttur unga fólksms. Umsjón: Jón Gústafs- son. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson. 18.55 Fréttaskeytl 19.00 BoltabuUur (Basket Fever) Teiknúnynda- flokkur um kræfa karla sem útkljá ágreiningsmálin á körfuboltavell- úium. Þýðandi: Reynú Harðarson. 19.30 Fréttakrónlkan 20.00 Fréttir 20.35 Veður 20.40 Nakin tré (De nogne træer) Verðlaunamynd frá 1991 gerð í samvmnu Dana, Norðmanna, Frakka og Pólverja. Hér segú frá ungu fólki sem stofnar andspyrnuhóp gegn nas- istum í Danmörku á árunum 1943-4. Ástarflækjur setja mark sitt á hópinn og ógna starfi hans á örlagastundu. Leikstjóri: Mor- ten Henriksen. Aðalhlutverk: Ole Lemmeke og Lena Nilsson. Þýð- andi: Veturliði Guðnason. 22.10 Kontrapunktur ísland - Noregur. Sjötti þáttur af tólf þar sem Norðurlandaþjóðún- ar eigast við i spurnúigakeppni um sígilda tónlist. Þýðandi: Ýrr Bertelsdóttú. (Nordvision) 23.10 Hið óþekkta Rússland (Rysslands okánda hörn - Vora nya grannar) Fyrsti þáttur af þremur frá sænska sjónvarpúru um mannlíf og umhverfi á Kola- skaga. 00.05 Útvarpsfréttir í dagskrár- lok SJÓNVARPIÐ MÁNUDAGUR 7.MARS 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Töfragluggbui Pála pensill kynnú teiknimyndú úr ýmsum áttum. Endursýndur þáttur frá miðvikudegi. Umsjón: Anna Hinriksdóttú. 18.25 íþróttahomið Fjallað verður um iþróttaviðburði helgarinnar og sýndar svipmynd- ú úr knattspyrnuleikjum í Evr- ópu. 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Staður og stund Heúnsókn. í þessum þætti er lit- ast um í Vopnafirði. Dagskrár- gerð: Steinþór Búgisson. 19.15 Dagsljói Meðal efnis: heimsókn til Lilju Salómonsdóttur i Solvang i Kali- forniu. 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.35 Gangur bfsins (Life Goes On II) Bandarískur myndaflokkur um hjón og þrjú böm þeúra sem styðja hvert ann- að i bliðu og striðu. Aðalhlutverk: Bill Smitrovich, Patti Lupone, Monique Lanier, Chris Burke og Kellie Martúr. Þýðandi: Ýrr Bert- elsdóttú. 21.25 Já, forsætisráðherra Biskupsbragð (Yes, Prúne Minist- er) Breskur gamanmyndaflokkur um Jim Hacker forsætisráðherra og samstarfsmenn hans. Aðal- hlutverk: Paul Eddington, Nigel Hawthorne og Derek Fowlds. Endursýning. Þýðandi: Guðni Kolbeúisson. 21.55 Malbik Fmnsk/íslensk sjónvarpsmynd um þrjá menn á íerðalagi um ís- land á gömlum bil i leit að frelsi. Leikstjóri: Arn-Henrik Blomquist. Leikendur: Ari Matthíasson, Edda Arnljótsdóttú, Gunnar Helgason, Helga Braga Jónsdótt- ú, Ingibjörg Gréta Gísladóttú, Ingvar Sigurðsson, Niklas Hággblom, Stefán Jónsson, Theodór Júlíusson og Þorsteúm Guðmundsson. Þýðandi: Þor- steúm Helgason. 23.00 EUefufréttlr 23.15 Hvalafundurbm i Tromsö Páll Benediktsson íréttamaður var á fundi NAMMCO, Norður- Atlantshafssjávarspendýraráðs- úis, í Tromsö fyrir stuttu. í þess- um þætti verður sagt frá helstu niðurstöðum fundarúis og leitað álits hjá fulltrúum aðildarþjóða á því hvers samtökin eru megnug í alþjóðlegu samstaifi. Þá er fjaUað um stöðu hvalamálsins og spáð í það hvort hrefnuveiðar hefjist við ísland í sumar. 23.45 Dagskrárlok STÖÐ2 LAUGARDAGUR 5.MARS 09:00 MeðAfa 10:30 Skot og mark 10:55 Hvíti úlfur 11:20 Brakúla greifi 11:40 Ferð án fyrirheits (Odyssey D) Leikinn myndaflokkur. 12:05 Líkamsrækt 12:20 NBA tllþrif Endurtekinn þáttur. 12:45 Evrópski vinsældalistinn 13:40 Heimsmeistarabridge Landsbréfa 13:50 Opna velska mótið í snóker 15:00 3-Bíó Á ferð með úlfi 16:35 Framlag til framfara í tilefni íslenskra daga, sem fram fóru dagana 14. - 27. febrúar síð- astliðinn, endursýnum við þessa íslensku þáttaröð sem var á dag- skrá á síðasta ári. Ætlunin er að leita uppi vaxtarbrodda, ræða við fagmenn og forystumenn og benda á nýsköpun sem víða er að finna í íslensku atvinnulífi. Þetta er fyrsti þáttur af sjö. Um- sjón: Karl Garðarsson og Kristján Már Unnarsson. Stöð 2 1993. 17:10 Hótel Marlin Bay (Marlin Bay n) 18:00 Popp og kók 19:00 Falleg húð og frískleg 19:19 19:19 20:00 Falin myudavél (Candid Camera II) Nú hefja þessir sprenghlægilegu þættir aftur göngu sína eftir nokkurt hlé og eins og áður er það spéfuglinn Dom DeLuise sem er gestgjafinn. 20:30 Imbakassinn 21:00 Á norðurslóðum (Northem Exposure in) 21:50 Léttlynda Rósa (Rambling Rose) Rose er föngu- leg sveitastelpa sem ræður sig sem bamfóstra á heimili fjöl- skyldu einnar í suðurríkjum Bandaríkjanna. Henni er vel tekið af öllum á heimilinu og hún vekur strax aðdáun Buddys sem er þrettán ára og við það að upp- götva töfra fríðara kynsins. Rose er saklaus sál en þegar hún sýnir öðrum vinsemd þá vill hún ganga alla leið. Heimilisfaðirinn veit ekki hvernig hann á að bregðast við bliðuhótum barnfóstrunnar en eiginkona hans held- ur hlífiskildi yfir stúlkunni þótt hún valdi mikilli hneykslan í bæj- arfélaginu. Hér eru úrvalsleikarar í öllum helstu hlutverk- um en Laura Dern og Di- anne Ladd voru báðar tilnefnd- ar til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Maltin gef- ur þrjár stjömur. Aðalhlutverk: Laura Dern, Robert Duvall, Di- anne Ladd og Lukas Haas. Leik- stjóri: Martha Coolidge. 1991. 23:40 Rauði þráðurinn (Traces of Red) Rannsóknarlög- reglumaðurinn Jack Duggan lifir i vellystingum á Palm Beach í Flór- ída. Hann er klókur kynlífsfíkill og algjör andstæða við félaga sinn, Steven Frayn, sem býr í út- hverfi bæjarins ásamt eiginkonu og dóttur. Þeim er falið að rann- saka hrottalegt morð á fal- legri konu en verða tortryggnir hvor í garð annars þegar í ljós kemur að hún hafði verið bólfé- lagi Jacks. Dularfull og vergjörn ekkja verður síðan til að flækja málið enn frekar. Rannsókn máls- ins dregst á langinn og morðing- inn heggur enn og aftur. Aðal- hlutverk: James Belushi, Lorraine Bracco og Tony Goldwin. Leik- stjóri: Andy Wolk. 1992. Strang- lega bönnuð bömum. 01:25 SJúkrabfllinn (The Ambulance) Þeg- ar Josh Baker sér stúlku drauma sinna gefur hann sig á tal við hana. Hún fellur fyrir honum í orðsins fyllstu merk- ingu en ekki af hrifningu heldur í sykursýkisdá. Stúlkan er Hrifin inn í sjúkrabíl en reynir af veikum mætti að segja Josh eftirnafn sitt. Josh er ákveðinn í að reyna að komast að því hvað varð um stúlkuna og þegar hann finn- ur vinkonu hennar þykist hann heldur betur hafa dottið í lukku- pottinn... Aðalhlutverk: Eric Ro- berts, James Earl Jones og Red Buttons. Leikstjórn: Larry Cohen. 1990. Stranglega bönnuð bömum. 03:00 Domino Domino er kona sem hefur komið ár sinni vel fyrir borð í lífinu á öll- um sviðum, utan eins. Hún nær ekki að viðhalda sambandi við karlmenn vegna einhvers sem býr innra með henni. Þegar hún verður vör við að það er fylgst með henni úr sjónauka bregst hún þannig við að hún notar þá reynslu til að koma á dýpri samböndum. Lokasýning. Stranglega bönnuð bömum. 04:40 Dagskrárlok STÖÐ2 SUNNUDAGUR 6.MARS 09:00 Glaðværa gengið 09:10 Dynkur 09:20 í vlnaskógi 09:45 Lisa í Undralandi 10:10 Sesam opnist þú 10:40 Súper Maríó bræður 11:00 Artúr konungur og ridd- ararnir 11:30 Chriss og Cross Leikúin myndaflokkui. 12:00 Á slaglnu ÍÞRÓTTIR Á SUNNUDEGI 13:00 NBA körfuboltlnn 13:55 ftalðkl boltinn 15:50 NISSAN delldln 16:10 Keila 16:20 Gollskóll Samvinnuferða- Landsýnar 16:35 Imbakassinn Endurtekúm spéþáttur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.