Dagur - 05.03.1994, Blaðsíða 16

Dagur - 05.03.1994, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - Laugardagur 5. mars 1993 SKÓLALÍF Ullardagur í Hafr alækj arskóla - í 5.-6. bekk 17. febrúar sl. Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga samdi við Handverkskonur milli heiða í síðasta mánuði að þær sæktu þrjá skóla í héraðinu heim og kenndu nemendum vinnslu íslensku ullarinnar. Handverkskonurnar fóru í Barnaskóla Bárð- dæla, Hafralækjarskóla og Stórutjarnaskóia og í Skólalífi í dag fáum við að kynnast því hvernig nemendur Hafralækjarskóla upplifðu ullar- daginn. Það eru nemendur í 5.-6. bekk sem segja frá. F.v. Edda Rós Þorsteinsdóttir, Sigríður Drífa Þórólfsdóttir og Stcinunn Marta Þóróifsdóttir, með ilókahatta og skófatnað. Byquðum á að kemba Núna á fimmtudaginn 17. febrúar lærðum við, 6. bekkur í Hafra- lækjarskóla, ullarvinnslu og með- ferð ullar af ýmsu tagi. Vió byrj- uóum á að fara niður í handa- vinnu- og matreiðslustofurnar. Þegar við komurn nióur byrjuðu þær konur, sem ætluðu að kenna okkur margt um ullina, að kynna að kemba ullina og spinna. Við fengum að ráóa því hvaó við vild- um gera en við gátum valió um að spinna eða búa til bolta eða mýs. Svo gátum við búiö til hatta og það gerðu flestir. En það var gert svona: Viö byrjuðum á að kemba ullina en það voru flestir sem hjálpuðust aó í hópum. Sem betur Ég gerði hatt og hespu sig. Þær hétu; Guðrun, Svana og Inga. Þær byrjuðu aö segja okkur ýmislegt um ullina, t.d. hvernig á I dag komu nokkrar ullarvinnslu- konur í skólann. Vió fórum nióur. Fyrst sagði Guórún okkur frá ýmsu um ullarvinnslu. Síðan fór- um við að taka ofan af. Síðan fór- urn við að kemba. Þaó voru of fáir kambar svo ég og Kalli fórum þá á nýtísku kamba sem við settum ullina á og snerum kambinum síð- an. Þetta þurftum vió að gera þrisvar, þá var hún fullkembd. Ketill kom og fór að snúa. Síðan þegar við vorum búnir fór ég að sjá hvaó var í boði. Það voru hattar, mýs, skór, boltar og margt fleira. Síöan fór ég að gera hatt. Kristján Ingi Jónsson. fer þurftum við ekki að kemba það í höndunum eins og í gamla daga, heldur notuóum viö nýtísku kembivélar. Þegar búið var að Kristján Ingi Jónsson kembir ull. Svanhildur Sigtryggsdóttir lciðbcinir Sigurlaugu Dagsdóttur. kemba ullina var hún lögó þannig aó myndaðist hattur. Með því að bleyta ullina og nudda hana þá myndaóist hálfgert efni. Svo lögð- um við það til þannig að þaó myndaðist hattur. Mér finnst að þessi dagur hafi heppnast vel og vió 6. bekkur munum muna eftir honum lengi. Sigurlaug Dagsdóttir. Fimmtudaginn 17. febrúar komu þrjár konur í skólann til okkar til þess að kenna okkur að búa til úr ull. Vió fórum niður í handa- vinnustofu og eldhús þar sem þær voru. Þær Inga, Svana og Guórún kenndu okkur fyrst aó taka ofan af. Við læróum svo að kemba ull- ina. Næst fóru surnir inn í eldhús aó búa til bolta og mýs. Sjálf fór ég ekki þangað heldur var áfram inni í handavinnustof- Klukkan 10 fórum við niður í handavinnu- og heimilisfræöistof- umar. Þar voru þær Guðrún, Svana og Inga, konurnar sem héldu nám- skeiðió. Fyrst talaói Guðrún um ullina við okkur. Við urðum að merkja okkur svo konurnar mundu þekkja okkur. Við fórum að taka ofan af uli- inni. Þegar búið var að taka ofan af, þá prófuðum við að kemba með kömbum. Svo settumst við Steina, Sigga og Einar og ég viö rokkana og fórum að spinna okkur hespur, reyndar hætti Einar áður en hann var búinn með hespuna sína. Við vorum búnar með hespurn- ar, þá var klukkan 12.00. Við tók- um þá smá pásu til að borða og fara út. Þegar við komum inn var klukkan 12.45. Ég, Steina og Sigga héldum þá unni og lærði að spinna á rokk. Fyrst þegar maður byrjar að spinna þarf að þræða rokkinn, síð- an byrjar maður að spinna. Þarf maóur þó að passa sig á því að rokkurinn snúist í rétta átt. Ég byrjaði á að spinna úr hvítum, síó- an spann ég úr svörtum, síðan spann ég þá saman. Ég fór síðan inn í eldhús og byrjaði að vinna á kembivélum. Síðan þegar við vor- urn búin aö kemba nóg, fórum við til kembivélarinnar (það voru tvær kembivélar en við notuðum bara aðra). Við kembdum nógu margar kembur í þrjá hatta. Minn hattur er svartur og hvítur, Steinu hattur er líka svartur og hvítur en Siggu er svartur, hvítur og mórauður. Ér ég byrjaði að gera hattinn þá voru kembumar lagðar á snið sem var í laginu eins og hatturinn er í laginu. Kembumar voru svo bleyttar með volgu sápuvatni. Það þurl'ti að þæfa í klukkutíma en svo var skál sett undir kollinn á hattinum. Svo var þæft í annan klukkutíma. Svo var hatturinn skolaður, þá var skál- in tekin og hatturinn látinn þoma. Daginn eftir voru hattamir og hespumar teknar heim. Einnig voru búnir til boltar og mýs en ég gerði bara hatt og hespu. að búa til hatta. Fyrst þurfti að bleyta ullina og klappa aðeins á hana. Síðan þarl' að nudda ullina með sápu, síðan cr ullin sett á mottu og rúllað síðan nokkrum sinnum upp og bleytt með sápu- vatni. Hatturinn er síðan mótaður með skál. Síðan þarf að þæfa vel og skola. Síðan er hatturinn látinn þorna. Mér fannst þetta rnjög skemmtilegt. Steinunn Marta Þórólfsdóttir. Fór að sjá hvað var í boði Edda Rós Þorsteinsdóttir. Sumir bjuggu til bolta og mýs Hattamir þurftu að bíða í eina nótt Fyrst var talað við okkur um ull- ina og meðferð okkar á henni. Svo fenguni við að kemba á kömbum sem voru notaðir í gamla daga. Svo fengum við að kemba með kembivél. Kembivél er vél sem maður snýr og setur inn í ull sam- tímis. Svo fengu þeir sem vildu að búa til bolta og þeir sem vildu, búa til mús. Boltinn og músin voru búin til þannig að maður tók ull og hnoóaði henni saman og maóur þurl'ti að hnoða mikió ef boltinn átti að verða stór, því aó þegar hann var bleyttur, minnkaði hann. Maður þurfti nefnilega að bleyta boltann og hnoða. Síðan fengu þeir sem vildu að búa til hatta. Þá þurfti maóur að kemba mikið af ull. Svo bleyttum við ull- ina og þæl'óum. Svo settum við skál í hattinn og mótuðum. Hatt- arnir þurftu að bíóa í eina nótt. Sigrún Heiða Sveinsdóttir býr til flókahatt. Svo fengum viö, næsta dag, að fara mcð hattana heim. Sigrún Heiöa Sveinsdóttir. Rosalega skemmti legur dagur Fimmtudaginn 17. febrúar var námskeió í ullarvinnslu. Þegar við komum niður í handavinnustofu kynntu konurnar sig. Þær sögðust heita Guðrún, Inga og Svana. Ég, Edda, Steina og Einar byrj- uóum á rokk. Einar var stutta stund. Bjuggum við til hespur, hatta, bolta og mýs. Þegar við bjuggum til hatta, kembdum við ullina í nýtísku vélum. Ef við kembdum með garnla laginu vær- um við nokkrar klukkustundir að kemba. Viö þurftum aö nudda Iengi, vorum með hattana á mott- um, rúlluðum þeim upp á hattana nokkrum sinnum. Notuðum dollur til aó móta í hattinn. Þeir voru nótt að þorna. Þetta var rosalega skemmtileg- ur dagur. Sigríður Drífa Þórólfsdóttir. Guðrún Svcinbjnrnsdóttir sýnir hvernig gera á flókahatt. Unnið af kappi við ullina. Flestir héldu að þetta væri leiðinlegt Þann 17. febrúar komu handverks- konurnar Svana, Inga og Guðrún. Flestir héldu að þetta væri rosa- lega leiðinlegt cn þaö var nú sag- an önnur. Þegar við komum niður tóku þær vcl á móti okkur og fræddu okkur um íslcnsku ullina og kcnndu okkur aó kemba. Margir gerðu flókahatta, þcir voru lang- vinsælastir og líka boltarnir og mýsnar. Margir fengu að spinna tröllabönd. Ég held að allir hafi lært mikið af því og skemmt sér vel. Ég lærði mikió af þessu og sá að ullin er ekki öll sem hún er séð. Eilífur Örn Jónsson. Inga Hartmannsdóttir lciðbeinir Eilífi Jónssyni við rokkinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.