Dagur - 22.03.1994, Síða 4

Dagur - 22.03.1994, Síða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 22. mars 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (iþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRIMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDl'S FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Óstaríhæf ríkisstjórn Það hefur lengi verið ljóst að líf ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar hangir á bláþræði. Innan hennar ríkir sam- komulag um það eitt að sitja sem fastast. Stjórnarflokk- ana greinir hins vegar á um stefnu í öllum stærstu mál- unum sem nú eru til umfjöllunar á þingi. í fyrsta lagi má minna á að kratar og sjálfstæðismenn hafa rifist hatrammlega um landbúnaðarmálin allt kjör- tímabilið. Þeim hefur ekki tekist að jafna ágreininginn en ætla engu að síður að freista þess að afgreiða bú- vörulagafrumvarpið með tveimur misvísandi nefndar- álitum stjórnarliða! Slík vinnubrögð eru hrein móðgun við löggjafarþingið og þjóðina. Auk þess bjóða þau heim hættunni á því að lögin verði túlkuð á tvennan hátt, eftir því hvort nefndarálitið er haft til hliðsjónar við túlkunina. Flestum ætti að vera ljóst að Alþingi þarf að eyða ríkjandi óvissu um hvaða landbúnaðarafurðir er heimilt að flytja inn og jafnframt undir hvaða ráðu- neyti innflutningurinn heyrir. Þessari óvissu verður ekki eytt nema stjórnarflokkarnir standi að setningu nýrra búvörulaga af heilindum en segi af sér ella. í annan stað má minna á heiftarlegan ágreining stjórnarflokkanna um stefnumótun í sjávarútvegi. Svo mikill er ágreiningurinn að nefndin sem móta á stefn- una „skartar" tveimur formönnum, einum frá hvorum flokki. Annar vill halda í kvótakerfið en hinn vill varpa því fyrir róða og koma á auðlindaskatti. Nefnd þessi hefur verið kölluð tvíhöfðanefndin og segir það nafn meira en mörg orð um hvers má vænta af störfum hennar í náinni framtíð. Einnig þarna lætur ríkisstjórnin reka á reiðanum, því hún veit sem er að ef til uppgjörs kemur leiðir það til stjórnarslita. í liðinni viku kom síðan í ljós að stórnarflokkana greinir verulega á um hver eigi að verða næstu skref ís- lands í samskiptunum við Evrópusambandið. Jón Bald- vin Hannibalsson, utanríkisráðherra og formaður Al- þýðuflokksins, hefur sagt að nú séu fyrir hendi „nýjar forsendur til að meta kosti og galla aðildar" íslands að Evrópusambandinu. Þessu hafa talsmenn allra hinna stjórnmálaflokkanna mótmælt harðlega. Björn Bjarna- son, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utan- ríkismálnefndar Alþingis, mótmælti orðum utanríkis- ráðherra með því að lýsa því yfir að enginn stjórnmála- maður hefði heimild til að beina málinu í annan farveg en þann, sem Alþingi hefði þegar samþykkt; þ.e. að leita eftir tvíhliða samningi við Evrópusambandið. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, er nú á förum til Brussel til þess að ræða við forystumenn Evrópusam- bandsins. Það fékkst staðfest á Alþingi fyrir helgi að forsætisráðherra hafði ekki tilkynnt utanríkisráðherra um þessa för sína og skipulagði hana án minnsta sam- ráðs við hann. Þetta sýnir að forsætisráðherra treystir utanríkisráðherra ekki til að gæta hagsmuna þjóðar sinnar í þessu stórmáli - og lái honum hver sem vill. Samt sem áður er hér um svo óeðlilegan framgangs- máta að ræða að nærri liggur lögbroti. Sérhver ráðherra er nefnilega skipaður af forseta íslands yfir sinn mála- flokk og er ábyrgur fyrir honum gagnvart lögum. í þessu máli sniðgengur forsætisráðherra utanríkis- ráðherra með óvenju grófum og afgerandi hætti. Sá síð- arnefndi sættir sig við það en ætti auðvitað að segja af sér. Hið sama ætti ríkisstjórnin öll að gera, því hún er einfaldlega óstarfhæf. BB. Landanir erlendra skipa: Að gefnu tilefni vegna upp- hlaups Tómasar Inga Olrich Af einhverjum ástæðum mér lítt skiljanlegum virðist það hafa farið mjög í taugarnar á sam- þingmanni mínum hér í kjör- dæminu, Tómasi Inga Olrich, að ég hef að undanförnu reynt að leggja Útgerðarfélagi Akur- eyringa lið í baráttu fyrirtækis- ins fyrir því að Mecklenburg- ertogararnir fái að landa hér afla sínum. Um þetta vitna van- stillingarlegar tilraunir nefnds Tómasar á síðum Dags í fyrra- dag og í gær [s/. miðvikudag og fimmtudag, innsk. ritstj.] til að nafngreina mig og stimpla sem sérstakan ábyrgðaraðila þess hvernig Alþingi gekk frá lögum um þessi efni 1992. Tómas telur greinilega áhrif mín mikil og sannfæringarkraft ærinn úr því hann álítur mig þvílíkan örlaga- vald í þessu efni. Samhljóða niðurstaða sjávarútvegsnefndar Hið rétta í málinu er aö sjávarút- vegsnefnd lagði samhljóða til ákveðna afgreiðslu á málinu og sú afgreiðsla byggói á viðtölum við tjölda gesta og vandlegri skoðun. Málið var einnig sent utanríkis- málanefnd til umsagnar og byggóu breytingatillögur sjávarút- vegsnefndar á sameiginlegri nið- urstöðu utanríkismálanefndar og sjávarútvegsnefndar. Allir níu þingmenn sjávarútvegsnefndar, þ.m.t. sjálfstæðisþingmennirnir Matthías Bjarnason, Arni R. Arnason, Guðmundur Hallvarós- son og Hjálmar Jónsson, stóðu að breytingatillögum og nefndaráliti án fyrirvara. Fjórtán af nítján þingmönnum Sjálfstæóisflokksins sem vióstaddir voru atkvæða- greiðslu eftir 2. umræðu, greiddu breytingatillögu við 3. gr. (um landanir erlendra skipa) atkvæöi. (Sjá Alþingistíðindi 24. mars 1992.) I þeim hópi voru bæði Matthías Bjamason, form. sjávar- útvegsnefndar, og Þorsteinn Páls- son, sjávarútvegsráðherra. Það er rétt og satt að Tómas Ingi greiddi atkvæði gegn þessu atriði, en sú andstaða vó þó ekki þyngra en það að Tómas greiddi svo frurn- varpinu í heild atkvæði sitt eftir 3ju umræðu daginn cftir. Þennan bakgrunn málsins teldi ég hollt fyrir Tórnas Inga að hala í huga þegar hann veltir því fyrir sér hvort auðveldara sé aö fá sjálfa grundvallarregluna tekna upp eða undanþáguákvæðinu beitt eða því breytt. Fjögur atriði, sem mæla með undanþágu til löndunar Ég var og er sammála þcirri niður- stöðu sjávarútvegsnefndar og yfir- Steingrímur J. Sigfússon. gnæfandi meirihluta á Alþingi aö rétt væri að ganga þannig frá mál- inu að almenna reglan væri að löndun úr sameiginlegum stofnun væri ckki heimil fyrr en samið hefði verið um nýtingu þeirra, heimilt væri hins vegar að veita „Ég ætla ekki að fara hér út í miklar rökræður um aðferðafræði, ekki síst vegna þess að málinu er ekki lokið, en ég held að óþarfl sé að rökstyðja að stysta leiðin í mark lægi gegnum samkomulag við sjávarútvegsráðuneytið og sjávarútvegnefnd Al- þingis. Samkvæmt þeirri aðferð hef ég unnið og vinn, en það er svo sem aðferð út af fyrir sig að hlaupa með hausinn undir sér beint á vegginn þar sem hann er bæði hæstur og þykkastur.“ undanþágu þegar fyrir því væru rök. Þau tel ég vera fyrir hendi og ærin í þessu tilviki. Má þar nefna fernt, a.m.k. sem átti við þegar U.A. sótti um undanþágu á dögun- um: 1. Skipió ætlaði að sækja hing- aó mikla þjónustu, fá hér viðhald og fara í breytingar. 2. Ú.A. hefur haft til athugunar að vinna að einhverju lcyti úr afl- anum verómætari vöru. 3. Fyrirtækið er, þó skráð sér erlendis, í meirihlutaeign íslensks aðila. 4’ Aðstæóur eru þannig í at- vinnumálunt svæðisins, scm í hlut á, að sterk rök þarf til að hafna beiðni um löndun eins og þessa þegar skip er á leið af miðununt með afla (þar með of seint aó stoppa þá veiði úr stofninum a.m.k.) og spuringin aðeins hvort landað verður á Akureyri eóa í Færeyjum. Ég hef undanfarið reynt að vinna að málinu þannig aó fá ráðuneytió til að fallast á, þess vegna með bakstuðningi sjávarút- vegsnefndar, að rök væru til að veita löndunarleyfi vió slíkar að- stæóur. Ef það næðist ekki fram, var ætlunin að kanna hvort unnt væri að fá sjávarútvegsnefnd til aó út- færa og flytja breytingu á undan- þáguákvæóinu sem nýttist til þess að opna fyrir löndun í slíkum til- vikum þegar það væri okkur sjálf- um bersýnilega hagstætt. Að hlaupa beint á vegginn Ég ætla ekki að fara hér út í mikl- ar rökræóur um aðferðafræði, ekki síst vegna þess að málinu er ckki lokió, en ég held að óþarfi sé að rökstyðja að stysta leiðin í mark lægi gegnum samkomulag við sjávarútvegsráöuneytið og sjávar- útvegsnefnd Alþingis. Samkvæmt þeirri aðl'erð hef ég unniö og vinn, en það er svo sem aðferð úf af fyr- ir sig að hlaupa með hausinn undir sér beint á vegginn þar scm hann er bæði hæstur og þykkastur. Tilefnislausar árásir Tómasar Inga I þau bráðurn 11 ár scm ég hcf setið á þingi fyrir Norðurland eystra hef ég litió á það scm sjálf- sagða skyldu mína að Icggja lið fyrirtækjum cða öðrurn aðilum sem þurfa að leita til stjórnvalda um úrlausn sinna mála. Ég hef reynt að halda allri flokkapólitík utan og ofan við slíkt og sama hefur reyndar nær undantekninga- laust átt við unt samstarf þing- mannahóps kjördæmisins í slíkum málurn. Mér þótti eðlilegt og sjálfsagt, sem eina þingmanni kjördæmisins í sjávarútvegsnefnd, að lcggja þeim ágætu forsvarsmönnum Ú.A., Gunnari og Björólll (scm reyndar cru nú ekki beinlínis flokksbræóur mínir), liö í þcssu máli og vænti ég þess að hvorug- urn aðilanum hafi svo mikið scm komið í hug pólitík í því sam- bandi. Ég sé mig því niióur knúinn til aó gera þessa grein fyrir ntála- vöxtum í kjölfar tilefnislausra árása Tómasar Inga, scm hann sjálfsagt útskýrir svo fyrir okkur hvernig cigi að bæta fyrir rnálinu. Steingrímur J. Sigfússon. Höfundur er þingmaóur Alþýóubandalagsins í Noróurlandskjördiemi eystra. Millifyrirsagnir eru blaósins. Áskorun til samgönguráðherra: Heilsárstenging niilli Norður- og Austurlands Á fundi oddvita Héraðs og Borgarfjarðar eystri, sem hald- inn var á Hallormsstað fyrr í þessum mánuði, var borinn upp og samþykkt samhljóða tillaga um vegabætur milli Norður- og Austurlands. Orðrétt hljóðar tillagan svo: „Oddvitafundur Héraðs og Borg- arfjarðar eystri haldinn á Hall- ormsstað 10. mars 1994 fagnar þeim samgöngubótum sem fclast í snjómokstri yfir Möðrudalsöræfi. Jafnframt skorar fundurinn á samgönguráðhcrra að vegurinn frá Egilsstöðum og norður urn Ijöll verói uppbyggður og lagt verði til hans fé úr stórframkvæmdasjóði, svo heilsárstengingu milli Noröur- og Austurlands verði lokið sem allra fyrst. Lagt verður verulegt fjármagn í þctta verk nú á þessu ári og því skorum við á samgönguráðherra að áfram verði haldið af sama þunga þar til þcssu verki verði aó fullu lokið.“ Tillaga þcssi var send Halldóri Blöndal, samgönguráðherra. SS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.