Dagur - 22.03.1994, Síða 14

Dagur - 22.03.1994, Síða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 22. mars 1994 MINNINO A Tryggvi Guðlaugsson vj Lónkoti Fæddur 20. nóvember 1903 - Dáinn 6. mars 1994 Ekki man ég nákvæmlega hvenær þaó var, sem l'undum okkar Tryggva frá Lónkoti bar fyrst saman. Líklega var það á héraðsfundi Skagafjarðar- prófastsdæmis, en þar átti Tryggvi sæti um árabil fyrir hönd sóknar sinnar, Fellssóknar í Sléttuhlíð. Þessi kempulegi, aldraði maður vakti athygli mína og ekki síður málfar hans, sem var kjarngott og bar merki einlægri umhyggju fyrir kirkju og kristindómi. Okkur varð fljótlega vel til vina, sú vinátta hefur varað síðan. Þegar við kynntumst, var Tryggvi oróinn vistmaður á öldrunardeild Sjúkra- húss Skagfirðinga á Sauðárkróki, sestur í helgan stein að mestu eftir farsælt ævistarf, en tcngslin við sóknarkirkjuna að Felli enn sterk og mannlíf allt í Fellshreppi. Þar á slóðum spekingsins, Sölva Helga- sonar, voru hans heimahagar. Ekki kann ég að rekja ævi Tryggva Guðlaugssonar í einstökum atriðum, enda er það ekki ætlunin með þessum iínum. Veit þó, að hann var Eyfiróingur að ætt, en fluttist bamungur til Skagafjarðar, stundaði sjósókn á yngri árum, en gerðist síðar bóndi að Lónkoti í Sléttuhlíð, þar sem hann bjó þaðan í frá, og við þann bæ var hann ætíð kenndur. Þar stundaði Tryggvi jöfn- um höndum búskap og sjósókn. Tryggvi kvæntist Olöfu Odds- dóttur frá Siglunesi en hún lést fyrir allmörgum árum. Þau eignuðust einn son, Odd Steingrím, sem íést aðeins 24 ára af völdum voðaskots og varð föður sínum harmdauði. Tryggvi var mikill félagsmála- maður, sem lét sig varða flest það, sem til heilla horfði sveit og samfé- lagi. Hann sat lengi í hreppsnefnd Fellshrepps, í stjóm ungmennafé- lags og lestrarfélags, svo aðeins nokkuó sé nefnt, átti sæti í sóknar- nefnd Fellskirkju og var meðhjálp- ari þar um árabil. Hygg ég, að vart hafi verið til staðar sá félagsskapur í Fellshreppi, þar sem Tryggvi kom ekki eitthvað við sögu. Það var ríkt í fari hans að vilja verða að liði í hverju því, sem hann tók sér fyrir hendur. Þar mun hann sjaldnast hafa innheimt dag- laun að kvöldi. Af kynnum mínum af Tryggva frá Lónkoti varó mér Ijóst, að þar fór óvenjulegur maður um marga hluti. Ahugamál hans voru mörg og margvísleg, hann lét sér fátt mann- legt óviðkomandi. Hann var áhuga- maður um allt, er laut að þjóólegum fróðleik, var sjálfur hafsjór af fróð- leik frá fyrri tíð, stálminnugur og hafði góða frásagnargáfu. Oft undr- Svava Þórhallsdóttir frá Brettingsstöðum á Flateyjardal Fædd 15. ágúst 1919 - Dáin 12. mars 1994 Vinkona okkar og frænka Svava Þórhallsdóttir er látin. Enn hefur verið höggvió skarð í raðir okkar samferðamannanna og skilið eftir tómarúm hjá okkur sem eftir stönd- um. Svava var fædd á Brettingsstöð- um á Flateyjardal 15. ágúst 1919. Foreldrar hennar voru Petrína Sigur- geirsdóttir og Þórhallur Pálsson og bjuggu þau lengst af á Efri Brett- ingsstöðum ásamt Guðmundi og Jó- hönnu systkinum Þórhalls. Svava átti þrjá eldri bræöur. Tveir þeirra eru á lífi: Páll f. 1913, hann dvelur nú í Sunnuhlíð, hjúkr- unarheimili aldraðra í Kópavogi, og Ásgeir f. 1915, vistmaður á Dvalar- heimilinu Hlíð á Akureyri. Þóróur lést árið 1985. Tvíbýli var á Brettingsstöðum og jörðin Jökulsá skammt frá. Á þess- um bæjum bjó frændlolk Svövu ásamt bömum sínum. Mikill sam- gangur, samvinna og vinátta var alla tíð á milli heimilanna. Bændur á Flateyjardal voru kunnir fyrir einstaka hjálpsemi, góðvild og myndarbrag. Margir gangnamenn minnast enn höfðing- legrar gestrisni dalsbúa er þeir komu þangað á haustin, oft þreyttir og hraktir. Sömu sögu hafa ferða- menn að segja er þar bar að garði. Flateyjardalur er fagurt byggðar- lag, en afskekkt, og hlaut þau örlög að leggjast í eyði eins og mörg önn- ur á okkar landi. Haustið 1953 fluttu síðustu ábúendur dalsins á braut, fólkió af Brettingsstaðabæjunum tveimur. Fjölskylda Svövu flutti til Flateyjar en hjónin Emilía Sigurðar- dóttir og Gunnar Tryggvason ásamt sínu skylduliði til Akureyrar. Stóru fallegu húsin í dalnum fagra stóðu nú auð, eldurinn kulnaði og nú var ekki lengur hlýtt í ranni, enginn hlúði að þreyttum ferða- manni. Á þessum tímamótum orti Árni G. Eylands. Haustið er komið, tómt er í tröðum. Til hvers var sumarsins gróður alinn? Síðasti bóndinn á Brettingsstöðum bjó sig að heiman og kvadcli dalinn. Enginn á vallarhól vorinu mcetir, veginn um hlíðina enginn ríður, enginn á kaffikönnuna bcetir og kunningja sínum til stofu býður. Nokkrum árum síðar, þegar ak- vegur var lagður yfir Flateyjardals- heiði og bömin sem ólust upp með Svövu höfðu stofnað sínar fjöl- skyldur og eignast eigin bifreióir, hófst uppbygging allra húsanna þriggja og nú rýkur aftur úr bæjun- um, kaffisopinn bíöur gesta og gangandi og þreyttir gangnamenn fá aftur húsaskjól og næturgreiða. Nú iðar dalurinn af mannlífi yfir sumartímann og litlir afkomendur ganga um bæjarstétt og búa sér leik- vöH á stekkjargrundu. Orlögin réðu því, að við hjónin eignuóumst hús systkinanna á Efri Brettingsstöðum, þar sem þau gengu ekki heil til skógar og áttu þangað ekki afturkvæmt. Þar höfum við notið sumardvalar ásamt frænd- fólkinu og reynum að halda uppi merki þessa heiðursfólks sem Efri Brettingsstaði byggóu. I Flatey bjó fjölskylda Svövu þar til haustið 1962 að systkinin llytjast suóur og setjast aó á Kópavogshæli. Foreldrar þeirra voru orðin sjúk og gátu ekki annast þau lengur. Svava átti yndisleg ár á Kópa- vogshæli. Lengst af bjó hún á „sam- býli“ hælisins ásamt Páli bróður sín- um. Hinir bræðurnir tveir höfóu þá flust aftur norður yfir heiðar. Um- önnun systkinanna var til fyrir- myndar, allt var gert til að þcim liði sem best. Starfsfólkið þar á bestu þakkir skildar. Á þessum árum eignaðist Svava góóa vinkonu, Guörúnu Pétursdótt- ur. Þær deildu saman herbergi í mörg ár og fór vel á með þeim. Við vitum að Guðrún saknar vinar í stað. Svava var vinsæl, félagslynd og alltaf svo Ijúf og glöð. Hún hafói yndi af tónlist og átti gott safn af hljómplötum sem hún naut að hlusta á. Síðustu árin bjó Svava í litla hús- inu við Kópavogsbraut 9 ásamt Eyr- únu, Sveini og Marel. Þar var alltaf notalegt að koma og viljum við þakka af alhug Evu, Sigurbjörgu, Guórúnu og Herdísi fyrir alla þá hlýju og ástúó sem þær sýndu Svövu alla tíð. Að leiðarlokum þökkum við Svövu allar fallegu jólagjafimar sem hún valdi sjálf af mikilli kost- gæfni. Þær geymum við til minn- ingar um hana. Innilegar samúóarkveðjur send- um við bræörum Svövu, öllum vin- um hennar og ættingjum. Erla Björnsdóttir, Örn Guðmundsson. aðist ég, er við tókum tal saman, hve þessum óskólagengna alþýðu- manni lá frásögn létt á tungu. Það var bókstaflega unun að hlýða á Tryggva segja frá horfnum atvinnu- háttum eða ræða um menn og mál- efni, sem hann hafói haft kynni af á langri ævi. Sem betur fer mun nokkuð af frásögn Tryggva vera varðveitt. Hann las ýmislegt efni inn á segul- band, m.a. fyrir atbeina Hjalta Páls- sonar, safnvarðar. Eina segulbands- upptöku á undirritaóur með frásögn Tryggva, þar sem hann segir frá Fellskirkju og kynnum sínum af sr. Pálma Þóroddssyni, sóknarpresti að Felli og síðar Hofsósi, sem hann mat mikils. Engu að síður mun mikill fróó- leikur um atvinnusögu og mannlíf i Skagafirði hverfa með Tryggva frá Lónkoti, það sama gildir um fleiri af aldamótakynslóðinni svokölluðu þar er nú að veróa hver síðastur að bjarga mörgum fróðleik frá gleymsku. En Tryggvi sat ekki bara fastur í því liðna. Hann fylgdist ótrúlega vel með hræringum samtímans, hvort sem var á vettvangi stjórnmála eða á öðrum sviðum. I stjóm- málaskoðunum var hann sjálfstæð- ismaður af gamla skólanum og mun hafa haldið tryggð við sinn gamla flokk allt til æviloka, þótt ekki félli honum allt jafnvel á vettvangi stjórnmálanna nú síðustu árin. Hann unni ættjörð sinni, bar hag lands og þjóðar fyrir brjósti, ekki síst sveitar- innar, upp úr jaróvegi hennar var hann sprottinn. Hann var góður son- ur sinnar sveitar og héraðs, sem hann helgaði krafta sína alla. Síðustu árin var Tryggvi blindur aó kalla. Það lét hann þó ekki aftra sér frá því aó taka sér ýmislegt fyrir hendur. Hann sótti vel félagsstarf aldraðra og mannfundi af ýmsu tagi. Ætíð hefur Tryggvi verið mættur, er við félagar í Lionsklúbbi Skaga- fjarðar höfum komið í okkar árlegu heimsókn á elliheimilið á Sauðár- króki, og oftar en hitt hefur hann sagt nokkur vel hugsuð orð í lok samverustunda. Sjálfur var hann fé- lagi í Lionsklúbbnum Höfða á Hofs- ósi allt til dauðadags. Síðustu árin hefur hann verið virkur þátttakandi í sumarferð aldr- aðra, sem klúbbur okkar hefur efnt til. Minnisstæð er mér ferð til Siglu- fjarðar fyrir tveimur árum. Er ekið var gegnum Sléttuhlíð, fékk Tryggvi hljóðnemann og fræddi um mannlíf þar. Það var auðfundið, að hann naut þess aó tala um sínar heimaslóðir, þær áttu hug hans all- an. Síðustu ferðina l'ór hann með okkur í ágúst á liðnu sumri, sem far- in var fyrir Vatnsnes, þá nær níræð- ur að aldri, en hrókur alls fagnaðar sem endranær. Vió munum sakna þess að hafa hann ckki mcð í hópn- um næsta sumar. Hinn aldni heióursmaóur, Tryggvi Guðlaugsson, hel'ur nú lagt upp í sína hinstu ferð. Eg þakka honum samfylgdina og bió honurn blcssunar og fararheilla á nýjum leiðum. Hvíli hann í l'riði. Ólafur Þ. Hallgrímsson. ^Magnús Bergur Snæbjömsson ^ Fæddur 14. október 1906 - Dáinn 13. mars 1994 Við andlát tengdaföður míns, Magnúsar Snæbjörnssonar, koma minningarnar upp í huga minn, og ætla ég aö festa nokkrar þeirra á blað. Magnús fæddist á Grund í Grýtu- bakkahreppi 14. október 1906 og ólst þar upp. Áriö 1935 byggði hann nýbýlið Syðri-Grund á hálllcndi Grundar. Ári síðar, 13. nóvember, kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Guðnýju Laxdal Grímsdóttur frá Nesi. Þau eignuðust fjögur böm: Sævar, fæddur 1936, bóndi Syðri- Grund; Helgi Laxdal, fæddur 1941, formaður Vélstjórafélags íslands; Kristjana, fædd 1945, verkakona í Kópavogi og Jóhanna, fædd 1952, bóndi í Ártúnum í Húnavatnssýslu. Magnúsi var margt til lista lagt. Fyrst og fremst var hann bóndi og elskaði gróður og ræktum lands. I mörg ár var hann jafnframt starfi bóndans, verkstjóri við vegalagn- ingu í sveit sinni og hafði marga menn í vinnu. Hann var snillingur aó hlaða úr torfi og grjóti og sá um endurbyggingu á gamla torfbænum í Laufási. Magnús var hagmæltur og orti margar vísur. Þegar hann vann í Laufási kom þessi staka hjá honum: Þótt frjósi jörðinjalli sncer og fóikið nái ei sáttum. Lengi standi Laufásbar og lýsi fornum háttum. Magnús naut þess að fcrðast og skoða landið og sérstakt yndi hafói hann af að fara út í Flateyjardal og Fjörðu. Þær veróa ógleymanlegar ferðirnar þangað með honum. Hann þekkti með nafni hverja ársprænu, hæð, hól og tind, og ekki aðeins á Flateyjardal, einnig víða um land. Magnús var mjög músíkalskur og spilaói á orgel. Hann var í mörg ár organisti í Laufáskirkju. Hann var húmoristi fram í fingurgóma og hafði gaman af að segja frá. Hann gat raunar talað endalaust og hækk- aði aóeins röddina, ef einhver annar ætlaði að komast að. Hann var stundum svolítið klúr og stríðinn. Við Helgi Laxdal, maóurinn minn, eignuóumst þrjú börn á fjórum ár- um. Þegar við hjónin gistum hjá tengdapabba, þá kom hann gjarnan til mín á morgni og hvíslaói: Ertu viss um að þú hafir verið nógu góð við son minn í nótt? Má ég reikna með barnabami þetta árið? Svo kom kitlandi skellihlátur, sem ekki gleymist. I sveitinni var mikil kartöllurækt og citt sumarið var kaupakona þar í sveit, scm Steinunn hét. Hún var að pota nióur kartöllum, og þá orti Magnús þessa vísu: Þó að kali kartöflulendur og kreppi að íslenskum sonum. En meðan stöngullinn stendur á Steinunn áivöxt í vonum. Þaó væri óskandi aó allir eigin- mennn elskuðu konuna sína jafn hcitt og Magnús gerði. Hann mátti hrcint ekki af hcnni sjá. Hún hugs- aöi líka mjög vcl um hann þcgar liann þurfti á hcnni að halda. Magn- ús var hcilsuvcill síóustu árin og þurfti að taka lyf rcglulcga í nokkur ár og sá tcngdamamma vcl um það að hann tæki þau á réttum tíma. Eg veit, að hann hcl'ði hvatt þetta líf fyrr, el' hennar hefði ekki notið við. Þökk sé henni lýrir alla hugulscm- ina og þolinmæðina. Magnús og Guðný brugóu búi 1974, þá tók Sævar sonur þeirra og Guðný kona hans alveg við búinu. Ári áður höfðu þau hjónin byggt lít- ið og snoturt íbúðarhús á Jandi Syöri-Grundar og bjuggu þar. Á síð- asta ári lor Magnús á clliheimili í Olafsfirði og Guðný llutti í eigin íbúð að Lindarsíðu 2, húsi aldraðra á Akureyri. Hjúkrunarfólki og starfsliði þakka ég umhyggju, hjúkr- un og hlýju í hans garö. Magnús var mjög cftirtektarsam- ur og fylgdist vcl mcð öllurn fréttum og hafði mikinn áhuga á stjórnmál- um. Hann haföi sínar skoóanir á hlutunum og sagði oft sem svo: „Þctta er mín skoðun og hún er rétt.“ Já, margs er að minnast þcgar ég hugsa til elskulegs tengdaföður míns. Eg vcit, að hann undi sér vel hjá ástvinum sínum og naut margs í þessu líl’i; þótti honum gott að nota neftóbakið sitt. Margir vinir hans eru á undan honum farnir yfir móð- una miklu, cn „þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti“. Sjálfur sagði hann cinhvern tíma: Allt setn lifir aftur grcer upphefst sigurganga þegar vorsins blíður blcer bóndans strýkur vanga. Guðrún Elín Jóhannsdóttir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.