Dagur - 22.03.1994, Side 16

Dagur - 22.03.1994, Side 16
Akureyri, þriðjudagur 22. mars 1994 Skriðu-, Glæsibæjar- og Öxnadalshreppur: Sameiningar- tillaga felld Tillaga um sameiningu Skriðu-, Glæsibæjar- og Öxnadalshrepps í Eyjafirði var felld í atkvæða- greiðslu um helgina. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu verður væntanlega ræddur möguleik- inn á því að sameina Glæsibæj- ar- og Öxnadalshrepp. Sameiningartillagan fékk mest- an stuðning í Öxnadalshreppi. Þar voru 40 á kjörskrá. Atkvæði greiddu 27 eða 67,5%. Já sögðu 22, nei sögðu 4 og 1 seðill var auður. í Glæsibæjarhreppi voru 167 á kjörskrá. Atkvæði greiddu 89 eða 53%. Já sögóu 50, nei sögðu 38 og 1 seðill var auður. I Skriðuhreppi voru 76 á kjör- skrá. Atkvæði greiddu 55 eða 73%. Já sögðu 23, nei sögóu 28 og 4 seðlar voru auðir. Til þess að sameiningartillagan næði fram að ganga þurfti meiri- hlutinn í öllum sveitarfélögunum að segja já. Sú varð niðurstaðan í Glæsibæjarhreppi og Öxnadals- hreppi en í Skriðuhreppi var til- lagan felld. Þrátt fyrir þessa niður- stöðu er ekki útilokað að Glæsi- bæjarhreppur og Öxnadalshreppur verði sameinaðir, enda er heimild í lögum til slíkrar sameiningar. Sveitarstjórnir hreppanna munu væntanlega fyrr en síðar ræóa nið- urstöóur kosninganna og meta hvort samcining þeirra verði könnuð. óþh Akureyri: Rúður brotnar í GA og Amaro Aðfaranótt sl. laugardags voru brotnar rúður í annars vegar Gagnfræðaskóla Akureyrar og hins vegar versluninni Amaro við Hafnarstræti. Fyrrnefnda rúðubrotið er upplýst en síðdeg- is í gær var ekki búið að upplýsa Amaro-rúðubrotið. Ymislegt fleira var skráð í bækur lögreglunnar á Akureyri eftir helgina. Meóal annars voru ökumenn teknir fyrir að aka rétt yfir 100 kílómetra hraöa þar sem hámarkshraði er 70 km, nokkrir voru uppvísir af því að tefja um- ferð og einnig bar á akstri móti einstefnu. A laugardag var minniháttar árekstur á móts við KEA-Nettó og sl. sunnudag voru skráðir tveir árekstrar, annars vegar árekstur vélsleða og bifreiðar á Syóri- Brekkunni og hins vegar árekstur tveggja ökutækja á mótum Aðal- strætis og Hafnarstrætis. Ökumað- ur annarrar bifreiðarinnar er grun- aður um ölvun við akstur. óþh VEÐRIÐ Eftir sunnanhvassviðrið í gær meó tilheyrandi úrkomu eru líkur á því að veðrið verði á fremur rólegum nótum í dag. Það er þó varla nema lognió á undan storminum því Veð- urstofan spáir því að á morg- un snúist vindur til noróanátt- ar með snjókomu. Á fimmtu- daginn er einnig spáð norðanátt en á föstudag eru líkur á hægri breytilegri átt. Þessi mynd var tekin á kjörstað í Glæsibæjarhreppi si. laugardag. Mynd: Robyn. Vaxandi ágreiningur um yfirráðarétt yfir Hatton-Rockall svæðinu: Breskt herskip færði togarinn Rex tll hafnar Togarinn Rex, sem áður hét Arn- ar HU, og var gerður út frá Skagaströnd, hefur að undan- fórnu verið að veiðum á Hatton- Rockall svæðinu. Bretar hafa gert tilkall til klettsins og hclgað sér 200 mílna landhelgi umhverf- is hann en sú ákvörðun þeirra hefur ekki verið viðurkennd af öðrum þjóðum við Norður-Atl- antshaf. Breskt herskip kom að togaranum fyrir helgi og færði hann til hafnar í Skotlandi. Skagstrendingur hf. stofnaði sérstakt fyrirtæki um reksturinn á togaranum Rex, Atlantic Sea Shipping, og er það skráð á Kýpur, en það er alfarió í eigu Skagstrend- ings hf. Sveinn Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Skagstrendings hf„ segir að ekkert sé að frétta af mál- inu, það hafi enn ekki verið tekið fyrir. Utgerðarstjórinn, Jón Steinar Arnason, sé að vísu kominn til Skotlands og standi í einhverju „rexi“ við yfirvöld. Islensk stjómvöld hafa lýst yfir því að ekki verði um nein afskipti að ræða af þeirra hálfu í þessu máli. Framganga Breta í málinu veltir hins vegar upp þeirri spurn- ingu hvort nýtt þorskastríð sé í Sjúkrahúsið á Húsavík: Friðflnnur Her- mannsson ráðinn framkvæmdastjóri Friðfinnur Hermannsson, við- skiptafræðingur, var valinn úr hópi 19 umsækenda í starf framkvæmdastjóra Sjúkrahúss- ins á Ilúsavík á fundi stjórnar Sjúkrahússins í gær. Hilmar Þorvaldsson, stjórnar- formaður, sagði að algjör einhug- ur hefði ríkt í stjórninni er Friö- frnnur var valinn úr hópi þriggja manna sem hæfnisnefnd taldi hæf- asta að gegna stöðunni. Ekki hefur verið rætt hvenær Friðfinnur tekur við stöóunni. Friðfinnur er fæddur 1963. Hann starfar á endurskoóunar- skrifstofu og er að ljúka prófum sem löggiltur endurskoðandi. Kona Friðfinns er Berglind Svav- arsdóttir, fulltrúi sýslumanns á Húsavík. Þau eiga einn dreng. IM uppsiglingu milli íslendinga og Breta, en með öfugum formerkjum frá fyrri „stríðum" við íslands- strendur. GG Kísiliðjan hf. í Mývatnssveit: Tapið á fjórða tug milljóna í fyrra - róttækar aðhaldsaðgerðir miða að hagnaði í ár Kísiliðjan hf. í Mývatnssveit tapaði 32 milljónum króna á síðasta ári. Nú þegar hefur verið gripið til aðgerða til að snúa taprekstrinum við og er stefnt að 25% fækkun starfsmanna, eða um 13. Tíu þeirra láta af störfum um næstu mánaðamót. Ennfremur eru hafnar viðræður um Iækkun flutningskostnaðar og fyrir dyrum standa viðræður við orkusala um lækkun á orku- kostnaði. Nýir kjarasamningar vió starfs- menn eru í burðarliðnum en þeir fela í sér nýtt vaktavinnukerfi þar sem tekið hefur verið tillit til fækkunar starfsmanna. Með að- haldsaðgerðum á að ná 15% lækk- un rekstrargjalda og vænta for- Loðnan: Helga II aflahæst norðlensku skipanna Heildarafli sjö loðnuskipa á Norðurlandi var sl. sunnudag kominn í 81.442 tonn en heildar- aflinn á vetrarvertíðinni á sama tíma var 436.040 tonn og afli skipanna því 19% af heildar- veiðinni. Það er heldur minna magn en sem borist hefur til norðlensku verksmiöjanna en þar hafa fengið um 23% af heildaraflanum. Tvö skipanna, Súlan EA og Guðmundur Ólafur ÓF, hafa veitt allan sinn kvóta, aðrir eiga mis- jafnlega mikið eftir. Af heildarút- hlutun, 1.072.000 tonnum, voru óveidd 167.000 tonn síódegis í gær, þar af tæp 25.000 tonn hjá norðlensku skipunum, þó mjög misjafnlega mikið. Helga II er aílahæst áóur- nefndra sjö skipa á vetrarvertíðinni með 16.400 tonn, en er hætt á loðnu, en veriö er að gera skipið klárt á rækjuveiðar á Dohrnbanka. Síðan kemur Júpíter ÞH 15.200 tonn; Hákon ÞH með 12.000 tonn; Súlan EA með 10.600 tonn; Guð- mundur Ólafur ÓF með 9.900 tonn; Þóröur Jónasson EA með 9.300 tonn og Björg Jónsdóttir ÞH með 8.200 tonn. GG Þrefalt hjá KA í 6. flokki KA náði þeim giæsiiega árangri um hclgina að tryggja sér ísiandsmeist- aratitil í öllum þremur styrkieikaflokkum 6. flokks drengja í handbolta, þ.e. hjá , A- B- og C- liðum. Er þetta árangur sem afar fá félög geta stát- að af. Að sögn Jóhanncsar Bjarnasonar, þjálfara liðanna, eru strákarnir samt hvað ánægðastir mcð að ciga inni hamborgara- og pizzuvcisiur hjá veitingahúsum í bænum, sem höfðu heitið á liðin fyrir mótið. Á mynd- inni hér að ofan er A-liðið mcð verðlaun sín. Efri röð fv.: Þórir Sig- mundsson, aðst. þjálf., Hafþór Úlfarsson, Atli Þór Ingvason, Einar Frið- jónsson, Ingóifur Axclsson og Jóhanncs Bjarnson, þjálfari. Ncðri röð fv.: Helgi Jónasson, Gísli Grétarsson, Baldvin Þorsteinsson, fyrirl., Birkir Baldvinsson, Einar Egilsson og Stefán Pálsson. Mynd: Þórir. Sjá nánar á íþróttasíðum bls. 7-10. svarsmenn félagsins þess aó það skili fyrirtækinu í hagnaðarrekstur á ný en árið 1992 var hagnaður Kísiliðjunnar 5,7 milljónir króna. Kísiliöjan hf. framleiddi á síð- asta ári 17.743 tonn, sem er 25% minna magn en að meðaltali síö- ustu fimm ár. Útflutningurinn jókst þó frá 1992 en engu að síður var þann mun minni en aö meðal- tali síðustu fimm árin. A þessu ári er gert ráó fyrir að framleiðslan verði rúm 19 þúsund tonn og salan verði 19.500 tonn. A fyrstu mánuðum þessa árs hefur oröið 20% söluaukning miðað við sömu mánuði í fyrra og er það í samræmi við framleiðsluáætlun, að sögn Friðriks Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Kísiliðjunnar hf. Hann telur að fyrirtækió sé að komast í uppsvciflu á ný en allar aðgerðir miði að því að rcksturinn standi undir 19-20 þúsund tonna framleiðslu á ári. Öll sala umfram þaó mark á næstu árum verði bón- us fyrir fyrirtækið. Rekstrartekjur Kísiliðjunnar voru rúmar 340 milljónir króna í fyrra og hækkuóu um 8% milli ára. Rekstrargjöld, án tjármagns- gjalda, voru 390 milljónir en voru 332 milljónir árið 1992. Hækkun- in er 17%, sem, að sögn Frióriks, skýrist aðallega af mun minna framleiðslumagni. JÓH ■BBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBB f Trio Eldavél, bökunarofn og uppþvottavél kr. 99.845 10 KAUPLAND \ Kaupangi v/Mýrarveg, simi 23565 £ 5== ik Við tökum vel á móti ykkur alla daga til kl. 22.00 Byggðavegi 98

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.