Dagur - 31.03.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 31.03.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 31. mars 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Togstreita trúar ogmarkaðsafla Um páskana takast á sjónarmið kirkjunnar og markaðsaflanna í þjóðfélaginu. Páskarnir eru að sjálfsögðu nátengdir trúnni og tilurð þeirra sprottin úr kristnum jarðvegi. Við minnumst krossfestingar Jesú Krists, dauða hans og pínu og síðan upprisu. Kirkjan er því eðlilega mjög virk yfir páskahátíðina og fjölmargir sækja þangað andlegan styrk. Þá ganga fermingarbörn til altaris um páskana og játa kristna trú og undirstrikar það enn frekar þann helgiblæ sem yfir páskahátíðinni hvílir. Svo eru aðrir sem renna hýru auga til páskanna í viðskiptalegu sjónarmiði og keppast við að bjóða vörur sínar og þjónustu. Þarna hefur einatt skapast togstreita og markaðsöflin hafa verið ósátt við boð og bönn sem kveða á um lokun verslana á helgum dögum. Reyndar hefur margt breyst í frjálslyndis- átt á síðari tímum, jafnvel um of að mati kirkjunnar manna. Auðvitað væri best ef hægt væri að finna hinn gullna meðalveg sem allir gætu sætt sig við. Margir líta á páskana sem kærkomið frí til að slaka á í faðmi fjölskyldunnar, ferðast og gera sér glaðan dag. Sveitarfélög og ýmsir aðilar blása til menning- ar- eða útivistarhátíðar um páskana og þarna eru gjarnan miklir fjármunir í húfi. Því eru sjónarmið þeirra sem vilja hafa rýmri afgreiðslu- og þjónustu- tíma á margan hátt skiljanleg. Ekki er þó rétt að varpa öllum siðum fyrir róða þótt strangar hefðir fyrri ára hafi verið látnar víkja að mestu. Páskarnir eru, líkt og jólin, hentugur tími til að staldra við, hugsa sinn gang og íhuga lífið og til- veruna. Öll höfum við gott af því að eyða meiri tíma með fjölskyldunni, sækja kirkju og njóta úti- vistar. Þetta eiga að vera samrýmanlegir þættir, ekki ósættanlegar andstæður. Páskahátíðin er að ganga í garð og við skulum verða reiðubúin í anda. Gleymum okkur ekki í kapphlaupi tímans og aug- lýsingamennsku markaðsaflanna. Vissulega verð- um að aðlagast því þjóðfélagi sem við lifum í en við verðum sjálf að ráða ferðinni. Til þess þarf andleg- an styrk og víst er að kirkjan stendur öllum opin. Dagur óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra páska. SS I UPPAHALDI Hátíðarmessan á páskadagsmorgun verður hápunktur helgarinnar Páskarnir eru á nœsta leiti - önn- ur stórhátíð kirkj- unnar og einnig eru þeir sérstök hátíð á mörgum heimilum þar sem börn stíga það skref að láta fermast. Fermingin er viðburður í lífi barna og fjölskyldna þar sem kirkjan kernur öðrum fremur við sögu. Páskar og fermingar- tíð eru því annatími margra presta - einkurn í fjölmennum sóknum. Ein þeirra er Glerár- sókn á Akureyri; ein af fjöl- tnennari kirkjusóknum lands- ins og þar sem margt ungtfólk býr. Sr. Gunnlaugur Garðars- son, sóknarprestur, mun því hafa í mörgu að snúast, eins og margir starfsbrœður hans, yfir þá hátíðisdaga semfara ( hönd. Hvað gerirðu helst í frístundum? „Presturinn á fáar frístundir. Hann cr alltaf á vakt en þegar þær gefast reyni ég aö nýta þær til lcst- urs bóka - einkum þeirra er tengj- ast guöfræði og sálgæslu. Einnig er ánægjulegt aö setjast niður og eiga spjall viö góða vini og kunningja.“ Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Mér finnst allur venjulegur ís- lenskur matur góður en ef ég ætti aö nefna eitthvaö til hátíðarbrigóa - mætti ég þá biója um grafinn lax.“ Uppáhaldsdrykkur? „Ég cr sælkeri aó eðlilfari og marakuja safi er mikill uppáhalds- Sr. Gunnlaugur Garðarsson. drykkur hjá mér. Svo má ekki gleyma kaffinu sem erómissandi." Ertu hamhleypa til allra verka á heimilinu? „Nú verð ég að svara neitandi og viðurkenna að ég verð aö bæta mig verulega." Er heilsusamlegt tíferni ofarlega á baugi hjá þér? „Svo sannarlega. Þetta á aó vera áhugamál allra því hreyfing er lykillinn að góðri heilsu.“ Hvaða blöð og tímarit kaupir þú? „Þau tengjast starfi mínu og ég kaupi Kirkjuritið og rit Félags guó- fræðincma auk crlcndra tímarita um guðfræði.1' Hvaða bók erá náttborðinu hjá þér? „Þær eru yfirleitt margar. Nú cr ég-til dæmis að lesa bók sem heitir Cosmic covcnant og fjallar um guöfræði Gamlatestamentisins." Hvaða hljómsveWtónlistarmaður er í mestu uppáhaldi lijá þér? „Bara eitt nafn hér - Mozart.“ Uppálialdsíþróttamaður? „Ég vcit svo lítið um íþróttir - ætli Gunnar á Hlíóarenda hafi ekki verió nokkuð góóur.“ Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi? „Yes minester" - þetta er bestu gamanþættir sem ég hef séð.“ Á hvaða stjórnmálamanni Itefurðu mest álit? „Ég veró eiginlega að segja pass. En Winston Churchill hafói cigin- leika til að sameina andstæðar fylk- ingar á örlagatímum.“ Hvar á landinu vildirðu helst búa ef þú þyrftir aðfiytja búferlum nú? „Ég vil búa þar sem ég bý nú en ég gæti hugsað mér aó eiga sumar- hús á grísku eyjunum.“ Hvaða hlut eða fasteign langarþig mest til að eignast um þessar mund- ir? „Einhvern tíma sagóist ég ætla aó eignast jeppa þegar ég yrói stór en það virðist ætla að verða einhver bið á því.“ Hvernig myndir þú verja þriggja vikna vetrarleyfi? „Þriggja vikna leyfi - hvenær sem er á Grikklandi." Hvað œtlarðu að gera um helgina? „Fyrir mér veróur komandi helgi nánast samfelld helgistund. Ferming- ar og messur en hápunktur helgar- innar verður hátíðarmcssan á páska- dagsmorgun kl. 8.00. Vió sjáumst þar.“ ÞI H RÆ RINCUR STEFAN ÞOR SÆMUNDSSON Blessuð gamla konan í gráu kápunní Stórar, þungar, blautar Oygsurnar liðuöust niður úr dimmu himin- hvolfinu, lentu á bikaóri götunni og bráðnuðu þar flestar. Aórar héldu velli og tóku höndum sam- an. Drifhvít breiða dúnmjúkra fiðrilda lagðist yfir móóur jörð. Hinn friðsæli draumur breytt- ist íljótlega í martröð þegar rauð Lada kom „æðandi" eftir götunni svo krapið sprautaðist í allar áttir. Ég var á leiðinni heim. Þaó var fimmtudagskvöld. Klukkan var laust eftir 23 og fáir á ferli í dríf- unni. Stefnan var tekin noróur Hörgárbraut. Þokkaleg þurrku- blöð bægðu blautum llygsunum frá hálfmattri rúðunni en skyggn- ið var ekki meira en sæmilegt. Okuhraðinn í kringum 50 km, jafnvel ríflega. Enginn við gang- brautina rétt norðan við brúna og Ladan brunaöi áfram. Það yrði gott að komast í hátt- inn. Ég var þó aðeins aó ergja mig yfir smá atviki frá því fyrr um kvöldió. Fannst ég hafa verið óheppinn. Guð og lukkan höfðu vcrið víðsfjarri, gæfuhjólið snúist mér mót. Eg ók á vinstri akrein. Onnur gangbraut framundan. Gangbrautarljós. Græna Ijósið lýsti gegnum slydduhríóina. Þaö slaknaði á hinum ósjálfráðu varn- arviðbrögðum. En allt í einu, eins og þruma úr heiðskíru lofti, birt- ist gamla konan í gráu kápunni... Stikaði yfír götuna á móti rauðu Ijósi Lágvaxin kona, lotin, í úlfgrárri kápu, sennilega í svörtum kulda- skóm með rennilás á hliðinni, sokkabuxum, ullarleistum og með prjónahúfu á höfðinu; nei, ég sá það ekki, ég sá bara mér til mikillar skelfingar aó gamla kon- an var að stika yfir gangbrautina á móti rauðu gangbrautarljósi, hún stikaði áfram allsporlétt, hún stikaði í veg fyrir bílinn. Rauð Lada, rautt ljós; háski á báðar hendur. Næstu atburóir gerðust á sekúndubrotuni. Konan kom frá hægri, var næstum kom- in út á miðja götu. Ég var á vinstri akgrein. Nákvæmir út- rcikningar í örvæntingu: Bíllinn myndi skella á konunni á næsta augnabliki. Hún hlyti aö stoppa þarna á miðri götunni, bíöa eftir að ég brunaói fram hjá. En hún leit hvorki til hægri né vinstri. Það var ckki tínii til aö taka hönd af stýri og berja í flautuna og cf ég bremsaði myndi bíllinn renna eins og sleði og lenda á grá- klæddu konunni um lcið og hún kæmi á vinstri akreinina. Adrcna- línið sprautaðist út í blóðiö og einhver óskiljanlegur kraftur fékk mig til að sveigja stýrið til hægri. Ladan hlýddi, framendinn svipti sér til hægri en afturcndinn rann til. Ég sneri stýrinu til vinstri og rétti bílinn af, gætti þcss að stíga ekki á bremsuna og bíllinn smaug hægra megin vió konuna á gang- brautinni. Um lciö ýtti ég á llaut- una... Að tapa Ieik og sigra í lífinu Sú gamla hirti ckki um að líta upp hcldur stikaði áfram. Rauði. kallinn í gangbrautarljósinu gcgnt henni hafði cngin áhril' á hana. Ekki hcldur rauða Ladan scm nánast straukst viö hana. Ekki heldur hvcllt llaut bílstjóra á barmi örvæntingar. Annað hvort var hún hcyrnarlaus cóa svona uppfull af hroka og fyrirlitningu, cins og sumt gamalt lölk virðist vera þegar þaö anar í vcg fyrir bíla eins og það eigi hciminn. En ég var ckki að brjóta hcil- ann um þetta. Ég fann ckki til reiöi. Ég bjóst við aó vcröa þeini gráklæddu ákaflega gramur cn þess í staó fylltist ég höfugu þakklæti. Stórmerkilcg tilfinning. Guó og lukkan komu aftur upp í huga mér. Ég hafði veriö aö böl- sótast ylir því að hafa vcrið óhcppinn fyrr um kvöldið, tapað í lcik. En þá cr bctra að tapa lcikn- um og bcra sigur úr býtum í líf- inu. Þarna skildi ég hina raun- vcrulcgu hcppni cða forsjón. Mér haföi tckist aö bjarga mannslífi. Hvcr var aö tala um óheppni? Þegar ég lcit um öxl sá ég að gamla konan var komin yfir um- fcróarcyjuna og gckk yfir vcstari hluta Hörgárbrautarinnar til sam- l'undar við rauða kallinn. Auðvit- aó cr þctta vítavcrt kærulcysi hjá gangandi vcgfarcndum að ýta ckki á hnappinn og bíóa cftir græna Ijósinu. En forsjónin hélt verndarhendi yllr blcssuðu gömlu konunni og ég vona aö hún hall átt góöa nótt. Sjálfur átti ég frckar crfitt mcð að sofna og álcitnar spurningar voru aó hringsnúast í kollinum á mér, spurningar um líf og dauða, hcppni og óhcppni, æðri mátt. Hvaó hefói gcrst cl'ég hcfði verið á 70 km hraða? Hvað hefói gcrst ef... cF... Ef... EF...?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.