Dagur - 31.03.1994, Blaðsíða 12

Dagur - 31.03.1994, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Fimmtudagur 31. mars 1994 MATARKRÓKUR Fylltir sveppir og fleira gott - frá Nönnu Árnadóttur í Ólafsfirði Matarkrókurinn er í Ólafs- firði þessar vikurnar og það er Nanna Arnadóttir sem œtl- ar að töfrafram uppskriftir fyrir páskana. Ysan er alltaf kœrkomin, fylltir sveppir eru ákaflega spennandi forréttur og hrísgrjónin eru víst mjög góð með svínakjöti. Nanna segist una sér vel í eldhúsinu. Hún hefur gaman afþví að búa til mat og er nýjunga- gjörn. „Hitt er svo annað mál hvort heimilisfólkið borðar réttina ef þeir eru of nýstárlegir eða hvort ég sit ein til borðs, “ sagði Nanna en lítum þá á uppskriftirnar. Ýsa í ofni 800 g ýsuflök 1 grœn paprika, lítil blaðlaukur 1 bréfbeikon, 6-7 sneiðar l'Á tsk. karrí 'A-I'á tsk. engifer salt /1 rjómi Ysuflökin eru skorin í bita og raðað í eldfast mót. Salti stráð yf- ir eftir smekk. Paprika, blaðlauk- ur og bcikon skorió í bita og brúnað á pönnu. Byrjað á beikon- inu til að fá fitu. Karrí og engifer bætt út í. Gumsió sett yfir fiskinn og / af rjóma hellt yfir, sett inn í heitan ofninn, ca 200 gráóur í 20 mínútur. Fylltir sveppir (Forréttur fyrir 4) 8 sveppir 1 dl rifinn ostur 1 hvítlauksgeiri svartur pipar 1 mulin brauðsneið sítróna Stilkarnir eru teknir af sveppun- um og saxaðir smátt. Hvítlaukur- inn saxaður og rifnum osti, brauðmylsnu og svörtum pipar hært saman og troðið ofan i sveppahattana. Sítrónusafi kreist- ur yfir. Bakað í 200 gráðu heitum ofni í 20-30 mínútur. Sítrónan aftur kreist yfir áöur en sveppirnir eru bornir fram. Þetta er spenn- andi forréttur og nægja tveir stór- ir sveppir á mann. Hrísgrjón 1 poki fljótsoðin hrísgrjón laukur sveppir '/ grœn paprika / rauð paprika 1 bréfbeikon, brytjað sojasósa tabasco-sósa Grænmetið og beikonið brúnað á pönnu, sett út í hrísgrjónin ásamt 1-2 matskeiðum af sojasósu og 2-3 dropum af tabasco-sósu. Annars ræður smekkur magninu í þessum rétti. Nanna segir hrís- grjónin afar gott meðlæti með nýju svínakjöti. Vió þökkum Nönnu fyrir upp- skriftirnar og hún skorar á Hönnu Maronsdóttur í Olafsfirði í næsta Matarkrók. Svo skemmtilega vill til aö Hanna er móðir Nönnu og frá henni hefur hún sjálfsagt fengió margan vísdóminn í eld- húsinu. Gleóilega páska. SS POS I IKOPtTí F RA ÞYSKALAN Dl hlynurhahsson SAMAS EM FLÓAMARKAÐUR i dag lágum við á ströndinni í sólbaði. Svo stendur maður á fætur og þcrnar á auga- bragði i golunni. Fyrstu kosningarnar í Þýskalandi á þessu mikla kosningaári eru yfirstaðnar. Neðra-Saxland var fyrsta landið (fylkið) sem efndi til kosninga en í kjölfarið fylgja nokkrir tugir í viðbót. Hver maður þarf þó ekki að kjósa mikið oftar en fjórum sinnum á árinu og sumir bara tvisvar. Síðust fjögur árin hafa Græningjar og Sósíaldemókratar (SPD) stjórnað í Neðra-Saxlandi og var það í fyrsta skipti sem rauð-græn stjórn hafði setið allt kjörtímabilió. Kristilegir demó- kratar (CDU) og Frjálsir Demókratar (FDP) ætluðu því heldur betur að að salta rauð-grænu stjórnina en áttu auóvitað á brattann aó sækja þar sem í Bonn situr óhemju ÓVÍnsæl sambandsstjórn þess- ara tveggja flokka. Enda fór það svo að Frjálsir (FDP) þurrkuðust út af landsþing- inu, þ.e. fengu innan við fimm prósenta markið. Enn stærra var samt tapið hjá Kristilegum (CDU) og eru rúm þrjátíu ár frá því aó þeir fengu jafn lítið fylgi og nú 36,5%. Sigurvegar kosninganna eru Sósíaldemókratar (SPD) því þeir náðu eins atkvæðis meirihluta á Landsþinginu í Hannover, bættu vió sig 10 þíngsætum og geta stjórnaó einir næstu fjögur ár með 44,3% atkvæóa. Og allt þetta þrátt fyrir að fylgisaukningin hafi verið aðeins 0,1%, skýringin er fráfall Frjálsra. Þaó er því súrt fyrir Græningja að þurfa að fara í stjórnarandstöðu þrátt íyrir sigur sam- steypustjórnarinnar og bestu útkomu úr kosningu frá því þeir buðu fyrst fram árið1978 meó 7,4%. Allir eru svo sam- mála um að þaó sé gleðilegt að hægri öfgamenn (Repúblíkanar) hafi verið langt frá þvi að ná fimm prósent markinu og fá þannig engin þingsæti. Kjörsókn var svo svipuó og við siðustu kosningar eóa um 74%. Sósíaldemókratar (SPD) sækja fylgi sitt að mestu leyti til verkamanna, en yfir sextíu prósent þeirra velja rautt. Einnig er fylgi þeirra meira í borgum en i sveit- um. Stórt hlutfall kjósenda CDU frá því í sióustu kosningum völdu nú Sósíal- demókrata en margir fóru líka i hina áttina og kusu hægri öfgamenn. Græn- ingjar eru lang sterkastir i borgum. Þeir fengu þannig hátt í 17% atkvæða í mió- borg Hannover. Það er einnig athyglis- vert að 19% þeirra sem eru að kjósa i fyrsta skipti velja Græningja og allra hæst er hlutfallið meðal ungra kvenna. Þar eru þeir með næst mesta fylgið á eftir SPD. Margir gamlir kjósendur SPD snéru sér einnig að þessu sinni aó Græningjum i kosningunum. Það var lika áhugavert að fylgjast með áherslunum í kosningabaráttunni. Sjónvarpið skipti þar mestu máli en bæklingar og dreifibréf eru í algjöru lágmarki. Skilti með andlitum aðal frambjóðendanna þöktu auð svæói svo sumstaöar sást ekki lengur i gróóur eða umferóarskilti. Konur eiga hér enn lengra í land en á Islandi. Af tæplega átta- hundruð frambjóóendum voru innan við tvöhundruð konur og á þinginu er hlut- fallió konum enn óhagstæðara. I einum umræðuþætti sem sendur var út frá aðaljárnbrautastöðinni voru aðeins mættar konur og var fyrsta spurningin hvernig þær hefðu komió á staóinn. Ein hafói komió með lest, önnur meó spor- vagni, Græninginn hjólaði en Frambjóó- andi CDU hafði komió á bílnum sínum en sá um leið ástæðu til aó afsaka sig meó því aó það væri slæmar almenningssam- göngur við sitt hverfi. Þannig snérust kosningar að miklu leyti beint og óbeint að umhverfismálum þó aó slæmt ástand í atvinnumálum hefði verió lang viðamesta kosningamálió. Á eftir þessum tveim málaflokkum komu svo SkOftur á hús- næói og aóeins tíu prósent töldu út- lendinga vera aðal vandamálið. Flestir flokkar leggja áherslu á aó tryggja þá at- vinnu sem fyrir er og skipta henni af réttlæti á milli fólks en einblína ekki á ný störf. Og þrátt fyrir slæmt atvinnu og efna- hagsástand treystu kjósendur Sósíal- demókrötum og Græningum betur til að takast á við það næstu fjögur árin þrátt fyrir aó niðurstaóan hafi orðið sú að þeir fyrrnefndu komi til með að standa einir í eldlínunni. Óheppni Græningja fólst kannski aðallega í því að andstæðingarnir til hægri voru Slappir. Forsætisráðherra Neðra-Saxlands, Gerhard Schröder var svo varla búinn að hæla Græningjum fyrir gott samstarf þegar Andrea Hoops tals- maður Græningja lofaói honum óþægi- legri stjórnarandsöðu. Flóamarkaðurinn er fullur af gömlu og nýju rusli en það getur auðvitað verið gaman í góðu veðri að ganga um og skoóa.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.