Dagur - 31.03.1994, Blaðsíða 19

Dagur - 31.03.1994, Blaðsíða 19
Aðalverðlaunin í páskakrossgátunni er þctta eigulega ferðatæki af gerðinni SHARP QT-CD44. Það skartar gcislaspilara auk útvarps og scgulbands. Tækið kostar kr. 22.111 (19.900 staðgr.) í Metró á Akureyri en einhver fær það að launum fyrir það eitt að ráða krossgátuna rétt. Mynd: Robyn. Páskakrossgáta Dags: Glæsilegt ferðatæki og mánaðarkort í bíó - í boði fyrir rétta lausn Fimmtudagur 31. mars 1994 - DAGUR - 19 SAÚNABRUNNUR BJORN DUASON Bæklað bara borið í kirkju Fyrir rétta lausn paskakrossgat- unnar verða veitt fern verðlaun. Skilafrestur er til 25. apríl næst- komandi, sem er síðasti póst- lagningardagur lausna. Þann 27. apríl nk. munum við draga fjögur umslög úr bunkan- um. Handhafi þess seðils, sem fyrst kemur úr „pottinum“ hlýtur að launum SHARP QT-CD44 ferðatæki með segulbandi, útvarpi og gcislaspilara frá versluninni Metró, Furuvöllum 1, Akureyri. Þctta glæsilega ferðatæki kostar 22.111 krónur í Metró eða 19.900 Leikritið Skilaboðaskjóðan eftir Þorvald Þorsteinsson, er ævin- týraleikur með söngvum sem var frumsýndur í Þjóðleikhús- inu sl. haust og hefur verið sýndur síðan við niiklar vin- sældir. Þetta er lcikrit fyrir börn á öll- um aldri, mcð tilhcyrandi ævin- týrablæ og skrautlcgum söguper- sónum. Lcikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir. Höfundur tónlistar er Jóhann G. Jóhannsson, tónlist- arstjóri Þjóðleikhússins, en söng- textarnir eru eftir Þorvald Þor- steinsson. Mörg lög úr leikritinu eru þeg- ar orðin þekkt mcðal þeirra barna sem hafa scð lcikritið, auk þess krónur gegn staðgreiðslu. Handhafar þriggja annarra lausnarseðla fá að launum mánað- arkort í Borgarbíó á Akureyri. Þeir geta því séð allar myndir bíósins í heilan mánuð og má full- yrða að þar verður af nógu að taka. Erfitt er að segja til um verð- mæti þessara vinninga, enda fara þau eftir því hve duglegir vinn- ingshafarnir veróa að sækja sýn- ingar kvikmyndahússins. Gcfendur vinninga eru verslun- in Mctró og Borgarbíó og kunnum við þcim bestu þakkir l'yrir. sem ævintýrið um Skilaboða- skjóöuna hefur komið út á prenti. Söguhetjurnar eru börnum því all- vcl kunnar. Flytjendur tónlistarinnar eru leikarar og hljóöfæraleikarar úr uppfærslu Þjóðleikhússins. Upp- töku stjórnaði Jóhann G. Jóhanns- son en hljóðvinnsla var í höndum Sveins Karlssonar og Tómasar M. Tómassonar. Upptökur fóru fram í Þjóðleikhúsinu. Tónlistin úr Skilaboðaskjóð- unni cr fáanleg á geisladiski og snældu, sem eru til sölu í hljómplötuverslunum um land allt og í Þjóðlcikhúsinu. Utgefandi er Þjóóleikhúsið en Skífan annast dreifingu. Fastan stcndur yfir. Föstudagurinn langi ber á þessu ári 1994 upp á 1. apríl. Er við llettum sálmabókinni okkar á föstunni og hugleiðum jafnframt þá atburði, sem gáfu deginum nafn og merkingu, þá finnum við, að máttur boóskapar- ins cr svo mikill, aó hann kallar á okkur á öllum aldri til djúpra hugsana. Þegar við Islendingar lesum þessa sálma með opnum huga, sem helgaóir eru föstunni, cn þcir eru 22 talsins - og hver öórum fal- legri, þá fyllumst vió lotningu. Gegnum aldanna rof rcnna áhrifin, máttug og þung til allra hugsandi manna. Um stund verður öldungurinn hljóður l'rammi fyrir þeim harmræna atburói, sem dag- urinn minnir á. Pílagrímurinn hall- ast fram á stafshúninn og hugsar. Jafnvel barnió er ekki ósnortið af þýóingu dagsins. Næm sál þcss greinir þaó ef til vill skýrar cn hinn fullorðni maóur, hvað dimmt var á Golgata þann dag, og það gegnum hamarshöggin, sem það- an bcrast, aö sá scm er aö dcyja er „vinur barnanna" í altækari merk- ingu en llcst allir aðrir. „Mig langar í kirkju“ Það geröist á litlu hóteli í Lillc- hammer í Noregi skammt frá Osló. Komið er l'ast aó morgun- vcrði. Hljómur boróklukkunnar smýgur inn í herbergi hótelgest- anna og gefur þeim til kynna að nú sc árbítur fram reiddur. Innan stundar cru allir sestir undir borð. Meðal gcstanna cr móðir með bæklað barn, sem ckki gat gengið. Eftir árbítinn fcr barnið að biðja mömmu sína að lofa sér að fara í kirkju þcnnan dag. Þcgar móðirin tekur bæn barnsins heldur fálega, scgir barnið: „Mamma - hcyrirðu ekki hlukknahljóminn, það cr föstudagurinn langi í dag, og mig langar í kirkju." A meóal gestanna var að minnsta kosti einn maður, scm veitti þcssu kvaki barnsins nána alhygli og það var útlcndingur. Það snerti hann djúpt, hvað bæn barnsins var innileg en þaö hjálp- arlaust, og jafnframt hvað honum virtist móðirin vera lítið snortin af bæn barnsins. Þegar hann sá, aö hún ætlaði ckkert að sinna barninu í þessu efni, fann hann mjög til meö því. Hann stóð upp og gekk til móóurinnar og bauð henni að bera barnið til kirkjunnar í borg- inni, heldur en þaó gæti ekki feng- ið ósk sína uppíyllta. Móðurinni þótti ákafiega vænt um þessa nærgætni þessa ókunna og útlcnda manns. Jafnframt skildi maðurinn, að ástæðan fyrir því að konan hafði ekki sinnt barninu bctur í þessu efni, mundi fremur hafa stafaó af úrræðaleysi en vönt- un á kærleika. Utlendingurinn tók barnið í fang sér Þessi óþekkti útlendingur tók nú barnið í fang sér og bar það í kirkjuna og naut guðsþjónustunn- ar með því af heilum huga. Skyldi vera fjarri að álykta, að maður þessi hafi verið betur undirbúinn iýrir þessa guðsjónustu en flestir aðrir, þegar bæklaða barnió er frá- skilið, vegna þess að hann var genginn inn í þann fórnaranda, sem einkcnnir boðskap dagsins? Boöskapur kenniniannsins var skýr og sannfærandi. Hann benti á Krist krossfestan fyrir syndir manna og hið mikla gjald fyrir sekt mannkynsins. Bent var líka á, hver viðbrögö allra manna ættu með réttu að vera gagnvart óum- ræðanlegum kærlcika Guós sonar, sem deyr saklaus fyrir seka. Eóli- Ieg viðbrögð væru þau, að „hvert barn, hvert ljóð sem lifir, skal lúta krossins mynd“. Eftir guðsþjónustuna bar út- lendingurinn barnið heim aftur frá kirkjunni og færði það móður þess á hótelinu. Þegar hann hafði lokið þessari kærleiks þjónustu, vék hann einn til herbergja sinna og var þar lengi dags, án þess að blanda geði við nokkurn mann. Þetta var Davíð Stefánsson Þegar hann kom aftur til gestanna á hótelinu hafði hann lokið annarri guósþjónustu og henni ekki síöri en presturinn hafði fiutt í kirkj- unni um morguninn, því að þessi guðsþjónusta, sem þarna fór fram í hótelherbcrginu mun um ómuna- tíð varpa ljóma á nafn hans. Utlendingurinn, sem þarna var að verki, var Islendingur. Þaö var Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Og guósþjónustan, sem hann hafði lokið, var að yrkja hinn gull- fallega sálm: „Ég kveiki á kertum mínum". Þegar kristnir nicnn lesa og syngja þcnnan fagra sálm, þá mættu þcir minnast þess, að orsök þess að hann varð til, var - að skáldió fann sárt til með ósjálf- bjarga barni, og gerði byrðar þess að sínum og bar þaó í helgidóm Guðs á föstudagirm langa, til þcss að það fengi að heyra söguna um Hann, sem dó fyrir það. Slík kær- leiksþjónusta fer ekki fram hjá Guói, því að Kristur sagði: „Hver sem gefur yður bikar vatns að drekka í nafiú þess að þér eruð Krists, sannlega segi ég yður, hann mun alls ekki fara á niis við laun sín". (Mark. 9, 41.) Þarna koniu launin, meö því að skáldinu var gefinn andans inn- blástur til þess aó hann gæti gefið íslenskum bókmenntum þcssa ódauðlcgu perlu, sem varpa mun ljóma á nafn hans meö öldnum og óbornum um ómuna tíð. Heimildir: Séra Pétur Sigur- geirsson í bókinni: Skáldið frá Fagraskógi og Árni Kristjánsson, Píanóleikari. Ásm. Eiríksson: Gimsteinar á götuslóð. Ég kveiki á kertum mínuni Ég kveiki á kertum mínum við krossins helga tré. I öllum sálmum sínum hinn seki beygir kné. Ég villtist oft af vegi. Eg vakti oft og bað. Nú hallar helgum degi á hausaskeljastað. I gegnum móðu' og mistur ég mikil undur sé. Eg sé þig koma, Kristur, með krossins þunga tré. Afenni daggir drjúpa, og dýrð úr augum skín. A klettinn vil ég krjúpa og kyssa sporin þín. Þín þraut er þyrnum þakin, hyer þyrnir falskur koss. Eg sé þig negldan nakinn sem níðing upp á kross. Eg sé þig hœddan hanga á Hausaskeljastað. - Þann lausnardaginn langa var líf þitt fullkomnað. Að kofa og konungshöllum þú kemur einn áferð. Þú grœtur yfir öllum og allra syndir berð. Þú veist, er veikir kalla á vin að leiða sig. Þú érð og elskar alla, þó allir svíki þig. Eg "ell aðfótum þínum og faðma lífsins tré. Með innri augum mínum ég undur mikil sé. Þú stýrir vorsins veldi og verndar hverja rós. Frá þínum ástarcldi fá allir heimar Ijós. (Sb. 1945 - D. Stefúnsson frá Fagraskógi.) Heilsuvakning Rafiðnaðarsambands íslands og Rafvirkjafélags Norðurlands á Akureyri Föstudaginn 8. apríl næstkomandi gangast RSÍ og RFN í samvinnu vió forvarnar- og líkamsræktarstöðina Mátt, fyrir heilsuvakningu á skrifstofu rafiðnaðarmanna í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Dagskrá: Kl. 13.00 - 18.30 Mælingar og ráðgjöf. Þolmæling, blóðþrýstingsmæling og blóðfitumæling ásamt einkaráðgjöf um þjálfun og bættan lífsstíl. Tímapantanir fara fram á skrifstofu RSÍ á Akureyri í Alþýðu- húsinu, Skipagötu 14, sími 22119. Mælingin og ráðgjöfin tek- ur u.þ.b. 20 mín og kostar kr. 1.500,- Ef þessir tímar fyllast verða að auki þókaðir tímar á laugardagsmorgun. Kl. 18.30 Fundur í Alþýðuhúsinu. 1. Fyrirlestur og ráðgjöf um atvinnutengda sjúk- dóma. Magnús Ólafsson vinnuvistfræðingur. Kl. 20.30 Áframhald fundar eftir matarhlé. Makar rafiðnaðarmanna eru velkomnir. 2. „Barið á bumbur". Fyrirlestur og ráðgjöf um áhrif mataræðis og líkamsþjálfunar á þyngdar- og fitutap. Ólafur Sæmundsson næringarfræðingur. 3. Er aukin líkamsþjálfun raunhæfur kostur í fyrir- byggjandi heilsuvernd? Hilmar Björnsson íþróttafræðingur. 4. Létt spjall um starfsemi RSÍ og RFN. Guðmundur Gunnarsson, Helgi R. Gunnarsson og Pétur Pétursson. Boóið verður upp á léttar veitingar. Lausnarseðill páskakrossgátu Lausn: Nafn: Heimilisfang: Póstnúmer: Sími: Utanáskriftin er: Dagur - (páskakrossgáta) • Strandgötu 31 Pósthólf 58 ■ 602 Akureyri Skilafrestur er til 25. apríl nk. Tónlistin úr Skilaboða- skjóðunni komin út

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.