Dagur - 31.03.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 31.03.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 31. mars 1993 EFST í H UdA HALLPÓR ARINBJARNARSON Að verða pabbi Ég væri að skrökva, bæði að sjálfum mér og öðrum, ef ég segði ekki að það sem er mér efst í huga um þessar mundir er sú ánægjulega staðreynd að vera orðinn faðir í fyrsta sinn. Þó svo að þetta hafi, eins og lög gera ráó fyrir, staóið til í tæpa 9 mánuói, þá eru menn sennilega aldrei fyllilega vióbúnir þessu mikla kraftaverki sem fæðing nýs einstak- lings er. Svo var í það minnsta raunin með þann sem þetta skrifar. Þrátt fyrir að hafa um lítió annað hugsaó upp á síð- kastið en yfirvofandi fjölgun í fjölskyldunni, kom hún samt einhvern veginn á óvart. Þetta er engu að síður staóreynd sem ekki verður umflúið aó takst á við. Af skiljanlegum ástæöum upplifir hver og einn það aðeins einu sinni að verða pabbi í fyrsta skipti, þó ég viti reyndar ekki hversu frá- brugðið það er öðru sinni. Allt í einu er nýr einstaklingur kominn í heiminn sem í rauninni er hluti af manni sjálfum. Þetta hefur óhjákvæmi- lega ýmsar breytingar í för með sér á lífsmynstri þeirra tveggja einstaklinga sem nú eru orðnir foreldrar. Við tekur uppeldi á nýjum þjóðfélagsþegn. Uppeldi barna er ekki lengur einkamál foreldra. Hlutur ýmissa stofnana samfélagsins í barnauppeldi er umtalsverð- ur því stærstur hluti barna fer á dagheimili og leikskóla og allir fara í skóla. Það skiptir því verulegu máli meö hvaða hætti þessum hlutum er fyrir komið og almennt séö hvaða skilyrði samfélagið býður þeim sem eignast börn. Það hefur vart farið fram hjá neinum aö verulega hefur kreppt að í þjóðfélaginu á undanförnum misserum. Hagur fyrirtækja hefur versnað, tekjur heimilanna dragast saman og ætli hió opinbera að halda sömu tekjum gerist það varla nema það taki til sín stærri hiuta af því sem fyrirtækin og heimilin afla. Aukin skattheimta er ekki vinsæl og því gjarn- an gripió til nióurskurðar. Niðurskurður á framlögum til upp- eldis- og skólamála er afar slæmt mál. Vafalaust má víða hagræða en staðreyndin er sú að framlög til þessara mála- flokka verður að auka. Það veróur að gera ungu fólki það léttara að eignast og aia upp börn. Sem betur fer virðast stjórnmálamenn byrjaðir að skynja þá kröfu samfélagsins að hlúa betur að fjölskyldunni og þeim málaflokkum er að henni snúa (sbr. borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík). Aldrei er það eins Ijóst og á krepputímum hvar hin raunverulegu verðmæti liggja, hinn eini og sanni þjóðarauður. Hann felst í börnunum okkar. Stjörnuspá - eftir Athenu Lee Spáin gildir fyrír helgina f Vatnsberi ^ C20.jan.-18. feb.) J Láttu ekki blekkjast af yfirborbs- mennsku svo hugsabu þig tvisvar um ábur en þú stekkur af stab, sérstaklega þegar peningar eru annars vegar. fi4ón ^ \Tv*TV (23. júlí-22. ágúst) J Komdu í verk því sem sat á hakanum í gær. Þetta er mikivægt, sérstaklega ef peningar eru í spilinu. Vertu vibbúinn ab breyta til. fFiskar ^ (19. feb.-20. mars) J fMeyja A ( (23. ágúst-22. sept.) J Þú færb fréttir sem ýta undir ab þú gerir áætlanir varbandi framtíbina. Farbu eftir eigin hugbobum ef þú lendir í deilum. Ósköp venjuleg helgi er framundan varðandi leik og störf. Hins vegar eru ástarmálin mun áhugaverðari og í reynd, blómstra þau þessa dagana. f Hrútur ^ (21. mars-19. apríl) J Littu til baka og leystu gamalt ágrein- ingsmál eba komdu gömlum draumi í framkvæmd. Einhver ferðalög eru fyr- irsjáanleg. Vw W f23- sept.-22. okt.) J Upplagbur tími til ab koma hugmynd- um þínum á framfæri eba jafnvel ab koma þeim í verk. Þab er annab hvort ab hrökkva eba stökkva. f jjgp Naut yýC '”V (20. apríl-20. maí) J Helgin verbur ótrúlega róleg og af- slöppub. Fólk í kringum þig er tilbúið til ab setjast nibur og ræba málin. Njóttu þess. ffmO Sporödreki^ (23. okt.-21. nóv.) J Vinsemd annarra kemur sér vel því þab aubveldar þér ab taka erfiða ákvörbun. Þetta gæti haft mikla þýb- ingu fyrir persónulegt samband. f /jvk Tvíburar ^ \^/V JK. (21. maí-20. júní) J Annasöm helgi er fyrirsjáanleg svo láttu tafir ekki ergja þig. Ef eitthvab gengur ekki upp skaltu bara snúa þér ab öbru. f AA Bogmaöur 'A \ (22. nóv.-21. des.) J Þú gætir þurft að læbast á tánum því vibkvæmt samband þolir litla röskun. Þetta ætti ab líba hjá um helgina. Happatölur: 1,17og 34. fyjjúr Krabbi 'A (21. júni-22. júlí) J Nú fer ab róast eftir erfibleikatímabil. Þér hættir til ab taka of skjótar ákvarb- anir til ab flýta fyrir þér. f Steingeit ^ Vrrn (22. des-19.jan.) J Einhverjar líkur eru á ruglingi eba mis- skilningi svo best væri ab breyta engu varbandi fyrirætlanir helgarinnar. Reyndu ab skemmta þér vel í kvöld. ^ Café Karóhna: Lris Ingvarsdóttir sýnir grafíkverk - „mannleg reynsla í myndum“ Fimmtudaginn 31. mars, skír- dag, verður opnuð sýning á graf- íkverkum írisar Ingvarsdóttur í Café Karólínu á Akureyri. Þar sýnir íris 15-16 ný verk, sem hún hefur verið að vinna í vetur. Þetta er fyrsta einkasýning íris- ar og fannst henni tilvalið að bregða sér norður á fornar heimaslóðir. Iris Ingvarsdóttir er fædd á Pat- reksfirði 1962 en hún fluttist til Akureyrar 9 ára gömul og braut- skráóist frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1982. Hún tók myndlist við Myndlistaskólann á Akureyri sem valgrein og hélt áfram námi nokkru eftir að hún fluttist suður og útskrifaðist úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Is- lands 1988. Hún á að baki fjórar samsýningar; í Stúdentakjallaran- um 1988, Hafnargallerí 1988, Safnahúsinu á Sauðárkróki 1989 og Asmundarsal 1990. Iris nam einnig uppeldis- og kennslufræði og stundar myndlistina samhliða kennslustörfum. Aóspurö sagði Iris að ágætlega gengi að sameina þetta tvennt og hún kvaðst líka nota myndlistina dálítið í kennslunni, enda væri íris Ingvarsdóttir hefur orð mynd- listarmannsins Paul Klee að leiðar- Ijósi: „Listin framleiðir ckki það sem við sjáum, heldur laetur hún okkur sjá.“ hægt að lesa margt úr myndmáli nemendanna og þróa hugmyndir út frá því. En hvernig verk ætlar að hún að sýna á fyrstu einkasýning- unni; hvert sækir hún myndefnið? „Ég er mjög upptekin af því að vinna út frá mannlegri reynslu í myndunum. Ég geri skissur um til- finningar, reynslu og samskipti fólks og sé fyrir mér ákveðna mynd. Síðan vinn ég í zinkplötur; verkin eru ætingar unnar í zink, og þá læt ég vinnuferlið ráðast dálítið þegar ég vinn beint í plötuna. Ut kemur mynd sem ég hef óljósa hugmynd um hvernig á að líta út, en hún verður aldrei alveg eins og þá er spennandi að sjá hvemig myndmálið virkar og hvaða merk- ingu maður sér út úr myndinni. Það er líka gaman að heyra hvað aörir segja, því fólk upplifir mynd- ir á svo ólíkan hátt,“ sagöi Iris. Hún sagói þetta líka tengjast eign pælingum um áhrif mynd- málsins og hvernig það virkaði á annan hátt en orð, enda annars konar tjáningarmiðill. „Ég hef gaman að velta fyrir mér muninum á orðinu og myndmálinusagði Iris. „Myndmiðillinn er heillandi tjáningarform.“ Sem fyrr segir er þetta fyrsta einkasýning Irisar og verður hún opnuð í Café Karólínu á skírdag og verður uppi í aprílmánuði. Gestir geta þá spreytt sig á myndmálinu í grafíkverkunum og rennt einhverju niður í leiðinni. SS íþróttamiðstöðin að Hóli á Siglufirði: Aðstaðan hefur örvað söluna hjá tippurum Hörður Bjarnason tippari fylgist með cr Birgitta Pálsdóttir færir inn raðirn- ar hans. Guðmundur Davíðsson fylgist einnig með. Mynd: GG Knattspyrnufélag Siglufjarðar (KS) hefur aðsetur í íþróttamið- stöðinni að Hóli og þar er m.a. rekin öflug getraunastarfsemi. Bæði eru þar í gangi svokallaðir hópleikir sem um 30 siglfírskir tipparar taka þátt í og svo eru Siglfirðingar einnig þátttakend- ur í hópleik Islenskra getrauna. Um þessar mundir eru þeir í 8.- 10. sæti með 76 stig ásamt hóp- um sem heita Utanfarar og IFR en Siglfírðingarnir kalla sig Fjöltefli. Efstir í hópleiknum eru Stóla- tipp frá Sauðárkróki og Breióablik með 79 stig, í 3. sæti Bond með 78 stig og í 4. til 7. sæti með 77 stig eru Stöngin inn, Bláa lónið, Flakkararnir og Kjarkurinn sem samanstendur af félögum í Golf- klúbbi Akureyrar. Enn eru fimm vikur eftir í hópleiknum og sti- gamunur sáralítill þannig að liðin í 8. til 10. sæti gætu allt eins trón- að á toppnum eftir fimm vikur þegar hópleiknum lýkur. Eftir nokkru er að slægjast, en fyrstu verðlaun gefa 4 utanlandsferðir á einhverja knattspyrnuveislu, önn- ur vcrðlaun tvær ferðir og þrióju verðlaun eina ferð, allt meö Sam- vinnuferóum-Landsýn. Siglfirðingar hafa ckki rióið feitum hesti frá gctraunakeppninni til þessa, þó voru þeir með 13 lciki rétta vorið 1993 sem gaf 200 þúsund krónur, og tvisvar hel'ur komiö upp seðill með 12 leiki rétta. Um daglegan rekstur á Hóli sér Guðmundur Davíðsson, cn Birgitta Pálsdóttir er þar á laugar- dögum til að mæta mestri umferð tippara en olt er þar hópur manna að lylgjast með beinum útsend- ingurn frá knattspyrnuleikjum. Siglllrðingar virðast vera rnjög duglegir aó taka þátt í alls konar getraunastarfsemi og cr þess skcmmst aó minnast að milljóna- vinningur í Lottói l'ór þangað og nýlega kom þangað bónusvinning- ur í Víkingalottói að upphæð lið- lcga 100 þúsund krónur cn þessir miðar voru keyptir í Siglósport. GG Afmælisbarn fimmtudagsins Farðu gætilega næstu vikurnar því þú gætir orbið fórnarlamb óprúttinna sölumanna. Eftir það er brautin greib og líklegt að þú fáir ósk þína upp- fyllta. Ræktabu vináttu vib abra og gakktu í félagsskap af einhverjum toga. Afmælisbarn sunnudagsins Árib framundan verbur ár tækifæra. Hvab vibskiptin varbar mun þér verba best ágengt í félagi vib abra og flest bendir til þess ab saman fari vibskipti og ánægja. Þá eru miklar líkur á ferba- lögum í tengslum vib vinnuna. Afmælisbam fösfudagsins Árib byrjar illa og líklega er þab afleib- ing óheppni. En þetta líður fyrr hjá ef þú tekur á vandamálinu af ró og festu. Eftir þab verbur heppnin þér hlibholl varbandi ný kynni vib manneskju eba hóp. Talsverbar líkur eru á ferbalögum á árinu. Afmælisbarn mánudagsins Hætta er á ab vegna of mikils sjálfs- trausts verbir þú fyrir vonbrigbum sem særa stolt þitt. En þab varir ekki lengi og í einkalífinu mun ástin blómstra þrátt fyrir ab trúnabur verbi brotinn. Fjármálin verba í góbu lagi þetta árib. Afmælisbarn laugardagsins Ef þú heldur ab allt árib verbi eins og næstu tveir mánubir hefur þú rangt fyrir þér því þeir verba mun rólegri en framhaldib. Þú munt því fá gott næbi til ab hugsa málin. Ferbalög eða fólk frá útlöndum setur sterkan svip á árib. Afmælisbarn þribjudagsins Þú gerir þér full miklar vonir varbandi árib framundan. Það hefur verib erfitt hjá þér upp á síðkastib en þótt vonir þínar rætist ekki, eru bjartari tímar framundan. Gættu abhalds í fjármál- um og farbu varlega í ástarmálum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.