Dagur - 31.03.1994, Blaðsíða 14

Dagur - 31.03.1994, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 31. mars 1994 F RAMHALDSSACA BJÖRN DÚASON TÓK SAMAN Saga Natans og Skáld-Rósu 26. kafli: Upp taldar ýmsar lækningar Natans Þaó er hvort tveggja, aó flestar lækningar Natans eru gleymdar, og hinar, er í minni manna eru, verða fæstar taldar eftir tímaröð, og svo hefir því eigi verið viókom- ið í sögunni hér, til aó skýra náió frá þeim. En nú þykir ekki eiga vió aó fresta því lengur. Skulu þær nú skráóar hér í einu lagi, sem í minnum eru, og fylgt tímaröó að því næst veróur komist og heim- ildir leyfa. Á Litladal í Svínadal bjó Ingi- björg, ekkja séra Jóns á Auókúlu, er drukknaói í Svínavatni. Helga hét dóttir þeirra, er var með móð- ur sinni, vel gefin og skáldmælt. Hún fékk þá veiki aó allur líkam- inn varð máttlaus hægra megin. Var henni leitað lækninga, bæði til landlæknis og til séra Jóns í Stærra-Árskoti og kom fyrir ekki. Natan var þá á Lækjarmóti. Var hann loks beóinn um að gera til- raun, og fór hann þangað. Hann læknaói haria; fékk hún góóa heilsu og varö háöldruó. í Stóra- dal bjó þá Þorleifur hreppstjóri Þorkelsson, Ingibjörg hét kona hans, þau voru höfóingshjón mikil. Um þessar mundir var Ingibjörg þjáð af kölduflogum og öngvitum og mikilli hræðslu. Var nú Natan sóttur aó Litladal. Hann gaf henni 2 dropa tvisvar, og saug nokkrum sinnum brjóstglas á brjósti henni, batnaði henni að fullu. Vinnukona var þar umkomulítil, er Halldóra hét, Erlendsdóttir. Hún var heilsu- veik og lá í rekkju meö höfuó- svima og hiksta svo miklum, aó hún kom ekki upp orði. Þá mælti Natan: „Ætli Guó borgi ekki fyrir aumingjann, ef ég káka viö hana?“ Gaf hann henni síóan fá- eina dropa úr glasi; sofnaði hún þá og svaf hálftannað dægur, svitnaói hún mjög. Þá er hún vaknaði, gaf hann henni aftur 2 dropa. Tók hún aó hressast. Varó hún alheil og lifói lengi. Enga borgun tók Natan fyrir þetta, en Þorleifur sæmdi hann stórgjöfum aó skilnaði. Er allt þetta tekiö eftir Ingibjörgu, konu Þorleifs, er varð gömul- Björn Ólsen, umboðsmaóur á Þingeyrum, átti þá konu er Guó- rún hét, Runólfsdóttir. Hún var hin mesta merkiskona að viturleik og góógirni. Hún hafói lengi verið heilsuveik og var leitaó til allra lækna er best var treyst og til var náð, en það var árangurslaust. Eitt sinn kom Natan að Þingeyrum og gisti þar. Tók Ólsen þá til orða. „Þú læknar alla, Natan, nema konuna mína,“ Natan kvaó hann aldrei hafa beóið sig þess. Sagói Ólsen þaó satt vera. Guórún kom þá til þeirra. Horfói Natan á hana og mælti: „Það mun varla þurfa svo mikils við, sem búið er til að kosta, til ógagns eins“. Réð hann henni aó drekka af fjallagrösum og blóóbergi, og boróa eigi mjólk- urmat. Meóalaglas hét hann aó senda henni: úr því skyldi hún taka 4 dropa á hverju kvöldi undir svefn. Hún fór aó ráóum hans, og varð alheil að þrem vikum liónum. Launuðu þau honum vel og kvaó hún þó of lítið. Natan kvaó þaó æriö, og þó mundi hún enn sýna sér veglyndi: Hún mundi láta sig njóta sannmælis eftir dauðann, þaö mundu eigi of margir gjöra, hún mundi lifa hann, og henni mundi aó maklegleikum veróa trú- að. Þetta er haft eftir Guórúnu sjálfri. Var vinátta milli Natans og Þingeyrarhjóna eftir þetta. Þess er getið, aó Natan hafi læknaó konu Blöndals sýslu- manns, en um sjúkdóm hennar eða atvik að lækningunni er eigi getið. - Þá er þau Natan og Rósa ferð- uðust til Akureyrar, sem fyrr er sagt, kom til Natans maóur sá, er Þorvaldur hét, og bað Natan hjálpar við vararmeini. Þaó var krabbi. Natan bar áburó á vörina, gaf honum inn 4 dropa og fékk honum meóul. Af þessu batnaði meinió. Eigi tók Natan borgun fyrir þetta, því maóurinn var fátækur. Var það venja hans, aó lækna fá- tæka borgunarlaust, en setja upp því hærri borgun sem menn voru efnaðri. - Guðrún hét kona Beina-Þor- valdar. Hún veiktist ákaflega og lá í rekkju, rænulaus. Natan var þá á Vatnsenda og var hann sóttur. Hann gaf henni 4 eða 5 dropa úr glasi í matspæni af vatni, leið hún þá í ómeginn. Þá lét hann mjólka kú á flösku og renndi úr henni um pípu ofan í Guðrúnu. Fékk hún þá sem krampadrætti. Þá gaf hann henni aftur fáa dropa í vatni og tók þá úr öðru minna glasi. Fór hún þá aö lifna við, og var alheil eftir fáa daga. Dóttir Þorvaldar, er Guórún hét, 14 ára eóa 15, var svo illa haldin af kaunum á fótunum, að hún gat lítt á ferli verió. Natan lét hana fá áburó, og af honum batn- aði henni á stuttum tíma. - Þorleifur hét bóndi á Vatns- horni. Ingunn hét kona hans. Hún hafói ber í vör. Var Natan beðinn að lækna hana í þetta sama sinn, er hann fór til baka. Hann kvað það kosta 4 spesíur. Bónda þótti það of dýrt og gekk eigi aó. Natan sagði, aó meira mundi það kosta áóur lyki. Úr berinu varó krabba- mein, og dó konan úr því fjórum árum síóar. Þetta er allt tekió eftir Guðrúnu Þorvaldsdóttur, hún var enn á lífi 1897. UM VÍÐAN VÖLL Úr myndasafni Dags: Tauviðgerð Þcssi mynd er tekin af þremur starfsstúlkum Sambandsverksmiöjanna á Akureyri áriö 1980. Þær heita Heiórún Hallgrímsdóttir, Jóhanna Geirs- dóttir og Svandís Agnarsdóttir og þær eru hcr að vinna viö tauviðgerö eða svokallaða pillun. Lögfræðingurinn Hermann Sveinbjörnsson, fyrr- verandi ritstjóri Dags og núvcrandi fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, tók myndina. Rosmhvalanes: Skagi í Gull- bringusýslu, gengur norður úr Reykjanesskaga og afniarkast aó sunnan af Fitjum og Osabotnum; flatlent og bungumyndað. A há- bungunni er Keflavíkurflugvöllur. Helstu þéttbýlisstaðir á Rosm- hvalanesi eru Sandgerói, Garður, Keflavík, Ytri-Njarðvík og Kefla- víkurflugvöllur. (Islenska alfræöioröabókin, Om og Orlygur 1990) DACSKRÁ FJÖLMIÐLA SJÓNVARPtÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS SKÍRDAGUR 13.10 Queen 1 Þáttur um rokkhljómsveitina Queen úr þáttaröðinni Smellum frá 1986. Stjórn upptöku: Friðrik Þór Friðriksson. 13.40 fslenskt þjóðlif í þúsund ór Svipmyndir úr safni Daniels Brúuns. Heimildamynd um ísland aldamótanna eins og það birtist í ljósmyndum ferðagarpsins Daníels Bruuns. Umsjónarmaður er Baldur Hermannsson, þulur Rúrik Haraldsson og dagskrár- gerð annaðist Rúnar Gunnars- son. Áður á dagskrá 13. nóvem- ber 1988. 14.20 Frá kúgun til frelsis Um jólin 1956 kom hingað til lands hópur ungverskra flótta- manna. Þetta fólk hafði flúið heimaland sitt þegar rússneski herinn barði niður uppreisn þjóð- arinnar gegn kommúnisma og komst yfir landamærin til Austur- ríkis. Þar dvaldist það í flótta- mannabúðum ásamt tugum þús- unda samlanda sinna uns Rauði kross íslands hjálpaði því til að byrja nýtt líf á íslandi. í þessum þætti eru atburðirnir í Ungverja- landi rifjaðir upp, sagt frá komu fólksins til íslands og hvernig því hefur gengið að skjóta rótum hér. Umsjónarmaður er Magnús Bjarnfreðsson og Saga film fram- leiðir þáttinn. Áður á dagskrá á sunnudag. 15.00 Jón Oddur og Jón Bjarni íslensk fjölskyldumynd frá 1981 gerð eftir sögum Guðrúnar Helgadóttur. Áður á dagskrá 8. september 1991. 16.40 Keppni norrænna hljómsveitarstjóra 17.50 Táknmólsfréttir 18.00 Tómas og Tim (Thomas og Tim) Sænsk teikni- mynd um vinina Tómas og Tim sem lenda í ótrúlegustu ævintýr- um. Þýðandi: Nanna Gunnars- dóttir. Leikraddir: Felix Bergsson og Jóhanna Jónas. (Nordvision) 18.10 Matarhlé Hlldibrands (Hagelbácks matrast) Sýndir verða tveir þættir úr syrpu um skrýtinn karl sem leikur sér með súrmjólk. Þýðandi: Edda Krist- jánsdóttir. Lesari: Jón Tryggva- son. (Nordvision - Sænska sjón- varpið) 18.25 Flauel 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Viðburðaríkið Kristín Atladóttir segir frá helstu listviðburðum sem eru á döfinni. 19.10 Einmanalegt líf (Efter ensomheden) Heimildar- mynd um fjölskyldulíf og búskap á Suður-Grænlandi. Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir. 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.35 Biafra-málið Samskipti íslands, Nígeríu og Bí- afra á árunum 1967-70. Heimild- armynd um tilraunir íslenskra stjórnvalda og hagsmunaaðila til að koma íslenskri skreið í verð og um áhættuflug íslenskra flug- manna með mat og hjálpargögn til Bíafra frá eyjunni Sao Tome. 18. apríl nk. eru 25 ár síðan sér- stakt flugfélag í eigu Loftleiða og þjóðkirkna Norðurlanda, Flug- hjálp hf., var stofnað til að koma nauðsynjum til bágstaddra í Bí- afra. Höfundur handrits er Jón Kristin Snæhólm, þulur er Ingi- björg Gréta Gísladóttir og mynd- gerð önnuðust þeir Sigurður Kjartansson og Stefán Ámi Þor- geirsson í Kjól og Anderson. At- riði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 21.15 Abraham Fyrsta verkið í flokki 15-20 sjón- varpsmynda sem gerðar eru eftir efni gamla testamentisins og verða á dagskrá næstu misseri. Seinni hluti myndarinnar verður sýndur föstudaginn langa. Leik- stjóri er Joseph Sargent og í helstu hlutverkum eru Richard Harris, Barbara Hershey, Maxim- ilian Schell og Vittorio Gassman. Þýðandi: Veturliði Guðnason. 22.50 Gan Ainm í Reykjavík Upptaka frá tónleikum írsku þjóð- lagasveitarinnar Gan Ainm á Tveimur vinum í Reykjavík í nóv- ember síðastliðnum. Hljómsveit- ina skipa fimm ungir menn og auk frumsamins efnis flytja þeir þjóðlagatónlist frá írlandi og við- ar að. Stjórn upptöku: Björn Em- ilsson. 23.45 Montreux-hátíðin Upptaka frá Djass- og heimstón- listarhátíðinni í Montreux. Meðal þeirra sem koma fram eru Eddie Murphy, Santana, John McLaug- hlin og A1 Green. 00.45 Dagskrárlok SJÓNVARPIÐ FÖSTUDAGUR 1.APRÍL FÖSTUDAGURINN LANGI 12.15 Tróílus og Kressída Leikrit eftir William Shakespeare í uppfærslu BBC. Leikstjóri: Jon- athan Miller. Aðalhlutverk: Anton Lesser, Suzanne Burden, Kenneth Haig, Benjamin Whitrow, John Shrapnel og Charles Gray. Skjátextar: Jón Benedikt Guðlaugsson. 15.25 Sálin í útlegð er... Leikin heimildarmynd sem Sjón- varpið lét gera árið 1974 um séra Hallgrím Pétursson. Leiðsögu- maður vísar hópi ferðafólks um helstu söguslóðir skáldsins, svo sem Suðurnes og Hvalfjarðar- strönd, og rekur æviferil þess, en inn á milli er fléttað leiknum at- riðum úr lífi Hallgríms. Höfundar myndarinnar eru Jökull Jakobs- son og Sigurður Sverrir Pálsson. Áður á dagskrá 23. október 1988. 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Gulleyjan 18.25 Úr ríki náttúrunnar Endurkoma dýranna. (Survival - Another Ark) Bresk myr.d þar sem segir frá starfsemi Hai Bar- hreyfingarinnar í ísrael sem hefur það að markmiði að gera dýralíf í landinu eins fjölbreytt og það var til forna. Þýðandi og þulur: Óskar Ingimarsson. 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Poppheimurínn Tónlistarþáttur með blönduðu efni. Umsjón: Dóra Takefusa. Dagskrárgerð: Sigurbjörn Aðal- steinsson. 19.30 Vistaskipti (A Different World) Bandarískur gamanmyndaflokkur um uppá- tæki nemendanna í Hillman-skól- anum. Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir. 20.00 Fréttir 20.25 Veður 20.30 Sæmundur Klemensson íslenski dansflokkurinn flytur ballett Ingibjargar Björnsdóttur við tónlist Þursaflokksins. Áður á dagskrá 19. apríl 1987. 20.55 Abraham Fyrsta verkið í flokki 15-20 sjón- varpsmynda sem gerðar eru eftir efni gamla teslamentisins og verða á dagskrá næstu misseri. Leikstjóri er Joseph Sargent og í helstu hlutverkum eru Richard Harris, Barbara Hershey, Maxi- milian Schell og Vittorio Gass- man. Þýðandi: Veturliði Guðnason. 22.35 Svo á jörðu sem á himni íslensk bíómynd frá 1992. Leik- stjóri: Kristín Jóhannesdóttir. Að- alhlutverk: Pierre Vaneck, Tinna Gunnlaugsdóttir, Helgi Skúlason, Álfrún Örnólfsdóttir, Valdimar Flygenring, Sigríður Hagalín, Christian Charmeant og Christ- opher Pinon. 00.35 Útvarpsfréttir i dagskrár- lok SJÓNVARPIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 09.00 Morgunsjónvarp bamanna 10.50 Hlé 11.00 Patentlausnir Endursýndur umræðuþáttur frá þriðjudegi. Umsjón: Sigurður Pálsson. 12.00 Póstverslun - auglýsingar 12.15 Queen 2 Þáttur um rokkhljómsveitina Queen úr þáttaröðinni Smellum frá 1986. Stjóm upptöku: Friðrik Þór Friðriksson. 12.45 Staður og stund 6 borgir. Sigmar B. Hauksson brá sér til Búdapest, reyndi að átta sig á andrúmslofti borgarinnar og því sem gerir hana ólíka öðrum borgum. í seinni þáttunum sex verður farið í heimsókn til Brussel, Hamborgar, Fort Lau- derdale, Ajaccio á Korsiku og Lissabon. Framleiðandi: Miðlun og menning. Endursýndur þáttur frá mánudegi. 13.00 í sannleika sagt Endursýndur þáttur frá miðviku- degi. 14.05 Bíafra-málið Samskipti íslands, Nígeríu og Bí- afra á árunum 1967-70. Heimild- armynd eftir Jón Kristin Snæ- hólm. 14.45 Einn-x-tveir Áður á dagskrá á miðvikudag. 15.00 íþróttaþátturinn Sýndar verða svipmyndir frá Evr- ópumeistaramótinu í þolfimi sem fram fór í Búdapest fyrir skömmu. Magnús Scheving tryggði sér Evrópumeistaratitil í karlaflokki og Carmen Valderas frá Spáni í kvennaflokki. Umsjón: Samúel Örn Erlingsson 15.55 Enska knattspyrnan Bein útsending frá leik efstu lið- anna í úrvalsdeildinni, Blackburn Rovers og Manchester United. Amar Björnsson lýsir leiknum. 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Völundur (Widget) Bandarískur teikni- myndaflokkur um hetju sem get- ur breytt sér í allra kvikinda líki. Garpurinn leggur sitt af mörkum til að leysa úr hvers kyns vanda- málum og reynir að skemmta sér um leið. Þýðandi: Ingólfur Krist- jánsson. 18.25 Verulelkinn Flóra íslands Áður á dagskrá á þriðjudag. 18.40 Eldhúsið Endursýndur þáttur frá miðviku- degi. Dagskrárgerð: Saga film. 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Strandverðir (Baywatch III) Bandarískur myndaflokkur um ævintýralegt lif strandvarða í Kalifomíu. Aðal- hlutverk: David Hasselhof, Nicole Eggert og Pamela Anderson. Þýðandi: Ólafur B. Guðnason. 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.35 Lottó 20.45 Simpson-fjölskyldan (The Simpsons) Bandarískur teiknimyndaflokkur um Hómer, Marge, Bart, Lísu og Möggu Simpson og ævintýri þeirra. Þýð- andi: Ólafur B. Guðnason. 21.15 Blátt áfram Björk Steinunn Sigurðardóttir rithöf- undur mælti sér mót við Björk Guðmundsdóttur söngkonu í Lundúnum dagstund snemma í mars og spjallaði við hana um það sem er að gerast í lifi hennar. Stjórn upptöku: Egill Eðvarðsson. 22.10 Vor- og sumartískan Brugðið verður upp svipmyndum frá nýlegri sýningu Módelsam- takanna en þar gat að líta sumar- tískuna fyrir konur, herra, börn ög unglinga. Þá er fjallað um ís- lenska hönnun og sýnd sumarlín- an í andlitssnyrtingu. Umsjónar- maður er Katrín Pálsdóttir og dagskrárgerð annast Agnar Logi Axelsson. 22.35 Óbærilegur léttleik! til- verunnar (The Unbearable Lightness of Being) Bandarísk bíómynd frá 1988 byggð á sögu eftir Milan Kundera um ungan kvensaman lækni sem dregst inn í ólgu stjórnmálanna í Tékkóslóvakíu. Leikstjóri: Philip Kaufman. Aðal- hlutverk leika Daniel Day Lewis, Lena Olin, Juliette Binoche og Erland Josephson. Þýðandi: Jó- hanna Þráinsdóttir. Kvikmynda- eftirlit ríkisins telur myndina ekki hæfa áhorfendum yngri en 14 ára. 01.20 Útvarpsfréttir í dagskrár- lok SJÓNVARPIÐ SUNNUDAGUR 3. APRÍL PÁSKADAGUR 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 11.00 Messa Bein útsending frá páskaguðs- þjónustu í Bessastaðakirkju. Séra Bragi Friðriksson prófastur þjón- ar fyrir altari og séra Bjarni Þór Bjarnason predikar. Organisti er Þorvaldur Björnsson og söng- stjóri John Speight. Á undan messunni fræðir Birgir Thomsen áhorfendur um sögu kirkjunnar. Útsendingu stjórnar Tage Amm- endrup. 13.00 Ljósbrot Úrval úr Dagsljóssþáttum vik- unnar. 14.00 Porgy og Bess Söngleikur eftir George Gersh- win og fleiri í uppfærslu Trevors Nunns. Með helstu hlutverk fara Willard White, Cynthia Harmon og Gregg Baker. Fílharmóníu- hljómsveit Lundúna leikur. Stjórnandi er Simon Rattle. Þýð- andi: Þrándur Thoroddsen. 17.05 Sarek - ísalög og urta- garðar (Sarek - En resa i Rapadalen) Mynd um náttúruparadís í Norð- ur-Svíþjóð. Þýðandi og þulur: Þor- steinn Helgason. (Nordvision - Sænska sjónvarpið) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Stundin okkar Leikskólabörn af Kópasteini taka lagið, sýndur verður úlfaldadans, lesin verður saga frá liðnu sumri, Píni og Pína bregða á leik, Anna MjöU syngur með Þvottabandinu og sex ungir gítarleikarar koma í heimsókn. Umsjón: Helga Stef- fensen. Dagskrárgerð: Jón Tryggvason. 18.30 SPK 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Boltabullur 19.25 Töfraskórnir (Min ván Percys magiska gymna- stikskor) Sænskur myndaflokkur. Sagan gerist um miðja öldina og fjaUar um ævintýri ung drengs sem dreymir um að eignast töfra- skó. Þýðandi: Helgi Þorsteinsson. (Nordvision) 20.00 Fréttir og veður 20.25 Minni Ingólfs Tilbrigði Jóns Þórarinssonar við hið góðkunna lag Jónasar Helga- sonar sem hann samdi við ljóð Matthíasar Jochumssonar. Sin- fóníuhljómsveit íslands ásamt Kór íslensku óperunnar og Karla- kór Reykjavíkur flytja undir stjórn Páls P. Pálssonar og Jóns Stef- ánssonar. Upptaka frá hátíða- höldum á ArnarhóU í tUefni af 200 ára afmæU Reykjavíkurborgar 18. ágúst 1986. 20.40 Konan sem vildi breyta heiminum HeimUdarmynd um skóla Þóru Einarsdóttur fyrir holdsveikar stúlkur í Madras á Indlandi. Um- sjón: Stefán Jón Hafstem. Kvik- myndataka: Sveinn M. Sveinsson. 21.25 Draumalandið (Harts of the West) Bandarískur framhaldsmyndaflokkur um fjöl- skyldu sem breytir um lífsstU og heldur á vit ævintýranna. Aðal- hlutverk: Beau Bridges, Harley Jane Kozak og Lloyd Bridges. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. 22.15 Kontrapunktur Svíþjóð - Danmörk. Tíundi þáttur af tólf þar sem Norðurlandaþjóð- irnar eigast við í spurninga- keppni um sígUda tónUst. Þýð- andi: Ýrr Bertelsdóttir. (Nordvisi- on) 23.15 Lítil píslarsaga úr Passíu- sálmum Hallgríms Péturssonar Gömul sáUnalög í útsetningu Þor- kels Sigurbjömssonar sem einnig er stjórnandi. Áður á dagskrá 26. mars 1972. 23.35 Útvarpsfr. í dagskrárlok

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.