Dagur - 31.03.1994, Blaðsíða 9

Dagur - 31.03.1994, Blaðsíða 9
Ellert Guðjónsson hefur verið framkvæmdastjóri Þórshamars hf. frá árinu 1982. Hann segist hafa kynnst ótrúlegum breyt- ingum á þó ekki lengri tíma. Nýir bílar hafi rutt sér braut og ný tæki ekki síður, fullkomin réttingartæki, bremsu- og still- ingartölvur og margt fleira. Þróunin er ör í þessari grein. Hann segir breytingarnar í raun meiri en fólk geri sér almennt grein fyrir. „Þórshamar var fyrst og fremst þjónustufyrirtæki fyrir bifreiða- eigendur á öllum sviðum, svo sem í sambandi við viðgerðir, rétting- ar, málun, smurningu og vara- hlutaverslun, um allt Norðurland. Þetta eru ekki aðeins varahlutir í Fimmtudagur 31. mars 1994 - DAGUR - 9 Bifreiðaverkstæðið Pórshamar hf. 50 ára Þórshamarshúsið. Þetta veglega húsnæði er ckki fullnýtt í dag, betri bílar og vegir gera það að verkum að bilanir eru fátíðari en á árum áður. Mynd: Robyn. Ellcrt Guðjónsson, framkvæmdastjóri Þórshamars, scgist hafa kynnst ótrú- legum breytingum í faginu á skömmum tíma enda hafi þróunin verið ör. Mynd: Robyn. „Fyrirtækið er traust og hefur alla burði til að spjara sig“ þá bíla sem við höfum umboð fyr- ir heldur alla bíla. Við eigum við- skipti austur á ilrði og vestur á strandir," sagói Ellert í upphafi þessa afmælisspjalls. „Þegar Vcladeild KEA var inn- lirnuð í Þórshamar árið 1990 juk- ust umsvif fyrirtækisins umtals- vert og þá lórum við að þjóna bændum og búaliði meó traktora, heyvinnuvélar og önnur landbún- aðartæki. Flestir starfsmenn Véla- deildarinnar l'ylgdu ntcð þannig að þekkingin kom inn í fyrirtækió og hún hcfur haldist og aukist. Þaó hafa ekki síður orðið gífurlega miklar nýjungar í landbúnaðar- geiranunr, traktorar cru kontnir með tölvur og heyvinnutæki hafa gjörbrcyst í samræmi við þróun í heyverkun. Maður verður að fylgjast vcl með tímanum til að gcta vcitt scm bcsta þjónustu.“ Sérfræðingar í Volvo og flciri tegundum - Hafa þessar öru brcytingar á bíl- um, varahlutum og tækjum ckki í för með sér erfiólcika í lagcrhaldi? „Það þarl' aö gæta mjög vel upp á alla þætti birgóahalds, cnda cru komnar tölvur til aó gera okkur auövcldara fyrir. Við vcrðum að halda utan um þctta af festu.“ - Víkjurn aó bílunum. Þórs- hamar hefur verið nteð untboð fyrir ýmsar bifrciðategundir gegn- unt árin, en hvcrs vegna hafa ver- ið svona miklar sveiflur í þessu? „Astæðan er sú að vió erum aðcins meó umboð fyrir bifreiða- innflytjcndur í Rcykjavík og þcir hafa fariö á höfuðið, horfið af markaðnunt, nýir komið í staðinn og svo framvegis. Hreyfingarnar hafa verið miklar og margir horl'- ið af sjónvarsviðinu. Við voruni t.d. búnir að þjóna GM í fimmtíu ár, eða frá upphafi, en umboðið fór frá okkur á þessu ári cftir að Jötunn hf. hætti í bílainnflutningi. En svona stórt fyritæki verður að hafa rneira en citt uniboó og það er.öllum til góós að vera með sem breiðasta línu, þótt auðvitað séu takmörk fyrir öllu. Við erunt mcð Lada og Hy- undai frá Bifreiðum og landbún- aðarvélum, Volvo og Daihatsu frá Brintborg, Man vörubíla frá Krafti og Honda bíla frá Gunnari Bernhard hf. Volvo þjónustuum- boðið hcfur verið hjá okkur síðan 1955 og við teljum okkur því vera sérfræðinga í þcirri tegund, sem og reyndar mörgum öðrum. Þá vorum við með umboð frá Jötni hf. meðan það fyrirtæki var við líði og höfurn síðan þjónað öðrum innflytjendum sem tóku við þeirn umboðum.“ - segir Ellert Guðjónsson, framkvæmdastjóri Þórshamars Inniaðstaða fyrir 12 bíla og 10 þungavinnuvélar - Þórshamar er með stórt vcrk- stæói, hvaö getið þió tekið marga bíla inn í einu? „Þctta cru í rauninni tvö bíla- vcrkstæði. Fólksbílaverkstæðið er lyrir hinn almcnna bíleiganda og þar getum við tekiö 12 bíla inn í cinu. I tengslum vió vcrkstæðið rekum við stóra varahlutaverslun fyrir alla bíla. Síðan cr hér stórt vcrkstæði fyrir vörubíla, traktora, gröfur og aðrar þungavinnuvélar. Það cru ekki mörg fyrirtæki á landinu sem eru með jal'n góða aðstöóu fyrir stærri bíla. Við get- unr tekið 10 stór tæki inn í einu." - En nýtist þessi húsakostur nógu vel? „Nú oróið erum viö oft með of lítil vcrkcfni fyrir svo stórt hús- næði. Það vinna 18 bifvélavirkjar hjá Þórshamri í dag cn æskilegt væri að þeir væru 25 ef rniðaó cr vió húsakostinn. Starfsmenn eru samtals 33 og 36-37 á suntrin. Ef vcrkefnin væru næg gætu starfaö hér unt eða yllr 40 rnanns, en það cr sá tjöldi scm var hérna 1982. Mcð tilliti til kringumstæðna vil ég segja að við séurn vel sant- kcppnishæfir í verðum og gæðum og ég lít að rnörgu leyti björtum augurn til framtíðarinnar. Fyrir- tækið er traust og hefur alla burði til að spjara sig .“ Afsláttarkort og afmælishátíð - Ætlið þið aó gera ykkur daga- mun á 50 ára afmælinu? Var út- gáfa afsláttarheftisins sem dreil't var í hús ef til vill liður í því? „Já, okkur þótti tilhlýðilegt að gera eitthvað fyrir gantla og nýja viðskiptavini og gáfum því út af- mælisafsláttarkort sem hægt er að nota hér í öllum deildum. Vió fengum ýntsa vcitingastaði í lið með okkur og viðskiptavinirnir geta því bæði fengið afslátt af þjónustu fyrirtækisins og veiting- unt á matsölustöðum. Vió ætlum síöan að halda upp á afmælið með starfsfólkinu í Mý- vatnssveit 9. apríl og bjóóa því ásamt mökum þar til árshátíðar. Hér cru mjög góöir starfsmenn. Eg hef ávallt reynt að gegnumlýsa niína starfsmenn og ég held aö þaö sé óvíöa aó finna jafn sam- heldinn og góðan hóp.“ Aðspurður um framtíðina sagði Ellert aö Þórshamar ætti lóð noró- an við núverandi húsnæði og þar sem farvegur Glerár hefði verið færður væri hún vel byggileg. Hann sagði aó horft væri til þessar lóðar i framtíðinni en þó væri ljóst að steinstcypan væri ekki lengur það gull sem hún var og menn yrðu að lara varlega í fjárfesting- ar. Þórshamar rekur bílasölu í samvinnu við Bílaval sunnan Tryggvabrautar og Ellert sagói að hugsanlega yrði hún færð noróur yfir á næstu árum. „Við ætlum ekki að sitja auó- um höndum þótt ekki verði ráðist í umfangsmiklar framkvæmdit á næstunni. Vió verðunt með sölu- ntenn á feróinni í okkar byggðum og vió ætlum að reyna að þjóna bændurn og bíleigendum vel og stefnum aó því að bæta okkur á öllum sviðunt. Viö munum fylgjast með og taka upp nýjungar eins fljótt og við getum og skyn- samlegt er,“ sagði Ellert Guðjóns- son. SS „Það eru ckki mörg fyrirtæki á landinu sem cru með jafn góða aðstöðu fyrir stærri bíla,“ segir framkvæmdastjórinn. Mynd: Robyn. „Þetta voru yflrleitt amerískir bflar“ - segir Hrafn Sveinbjörnsson sem byrjaði í faginu 1942 Hrafn Sveinbjörnsson hefur unnið við bifvélavirkjun í meira en hálfa öld eða frá ár- inu 1942. Hann hefur verið á Þórshamri nánast frá stofnun fyrirtækisins og starfar þar enn sem verkstjóri og lætur engan bilbug á sér finna. Eins og gefur að skilja hafa orðið gríðarlegar breytingar í faginu á fmimtiu árum og við báðum Hrafn að ritja gamla tímann aðeins upp. „Ég byrjaói haustið 1942 á Mjölni sern nemi í bifvélavirkj- un. Unt áramótin 1946-47 kcypti Þórshamar hf. Mjölni og það má segja að ég hali fylgt meó í kaupunum. Megnið af mann- skapnum fékk vinnu hjá Þórs- hamri og ætli starfsmenn hafi ekki vcrið 12-15 allt í allt eftir sameininguna,“ sagði Hrafn. - Hvaða bíla voru þið að fást við þania upp úr stríðsárunum? Var Willys kominn til sögunnar? „Já, einmitt, Willysamir voru að koma sent landbúnaðartæki fyrst og frcnist á árunum 1946 og 1947. En þeir bílar sem voru mest í uniferð voru frá 29 módel- inu upp í 38. Það var lítið flutt inn af bílum rétt fyrir stríó.'4 Bílarnir teknir til grunna á veturna - Voru þetta ckki bílar sem þörfnuöust mikillar viðgerðar? Vegirnir voru náttúrlega vondir og sjálfsagt ekki sterkt í bílunum. „Jú, vegirnir voru slæmir og allt annað í bílunum en t dag. Það var miklu meira gert við þá og bílar sem voru í vinnu á sumr- in voru alveg teknir til grunna á Hrafn Sveinbjörnsson, vcrkstjóri bjá Þórshamri, fylgdi mcð í kaup- ununt þegar Þórshamar kcypti Mjölni uni áramótin 1946-47. veturna, en bílar voru lítið notað- ir yfir vetramtánuðina." - Var fólksbílaeign nokkuó orðin almenn á þessurn árum? „Nci, langt frá þvt. Hérna voru leigubílar og einstaka fólks- bílar, en fáir höfðu efni á þeim. Yfirleitt stóðu þessir einkabílar á vetuma. Þeir voru settir í hús." Hrafn sagói að þetta hefðu mcst verið vömbílar og slíkir vinnuþjarkar sem voru í gangi á þessum árum og það þurfti mörg handtök til að halda þeim gang- færum. Meó stööugum viðgerð- unt entust bílarnir von úr viti og þeir voru rnargir gömlu skrjóð- arnir sem höktu unt vegi og veg- leysur. - Þú hefur lifaó og hrærst í I heimi bílanna öll þessi ár. Hefur þróunin ckki vcrið jákvæð að þínu mati? „Jú, það hal'a orðið miklar framfarir og gæðin alltaf aukist. Mér finnst þó aldrei hafa orðið nein stökkbreyting, þetta hefur vcrið aó þróast smám saman gcgnunt árin." - Eru einhverjar tegundir þér sérstaklega minnisstæðar? „Þetta voru nú ekki svo marg- ar tegundir. Ford og Chevrolet voru nánast alls ráðandi og svo kom Dodge á markaðinn í stríð- inu, 1941-42. Willys kom 1946 og svo var alltaf einn og einn bíll af annarri tegund, Buick og fleiri. Þetta voru yfirleitt amer- tskir btlar. Skoda kom eftir stríð og Evrópumarkaðurinn fór að opnast þannig að tegundunum Ijölgaði." Aldrei hugleitt að skipta um vinnustað Og síðustu árin hafa japanskir btlar flætt inn í landið. Hrafn segist ekki gera upp á milli teg- unda, hann hefur átt allmargar gerðir bíla frá ýmsurn löndum og hann er ekki einn af þeim heittrú- uóu sem vilja aðeins bíl frá ákvcónu iandi. - Nú ertu búinn aó vinna við bifvélavirkjun frá 1942 og á Þórshamri síóan í ársbyrjun 1947. Hefur þér aldrei dottiö t hug að breyta til eða fara annað? „Nei, ég hcf aldrei hugsað um það í alvöru að skipta um vinnu- stað en mér hel'ur svo sem dottið í hug að hætta alveg. En ég hef verið mjög ánægður hér á Þórs- hamri öll þessi ár,“ sagói Hrafn að lokum. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.