Dagur


Dagur - 16.04.1994, Qupperneq 2

Dagur - 16.04.1994, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Laugardagur 16. apríl 1994 FRÉTTIR Þormóður rammi og Grandi: Beggja hagur að auka samstarfið - sagði Ólafur Marteinsson, forstjóri Þormóðs ramma hf. Velta Þormóðs ramma jókst um 46,2% á milli ára. Mynd: GG Aðalfundur I>ormóðs ramma hf. á Siglufírði var haldinn í gær, en rekstrarhagnaður varð á ár- inu 1993 að upphæð 110,7 millj- ónir króna að teknu tilliti til söluhagnaðar, gengistapa o.fl. A árinu 1992 var 45 milljón króna tap á rekstrinum. Veltan varð 1.500 milljónir króna, sem er 46,2% aukning milli ára. Sam- þykkt var að greiða hluthöfum 10% arð. Á sl. ári störfuðu að jafnaði 200 manns hjá fyrirtæk- inu og námu launagreiðslur 388 milljónum króna. Þormóður rammi hf. hefur fyrst og fremst haslað sér völl í rækju- framleiðslu sem er um 50% af veltu fyrirtækisins, en bolilsk- vinnsla er um 40%. Fyrirtækið gerir út ísfisktogarana Sigluvík og Stálvík sem hafa verió á rækju- veiðum og frystiskipið Sunnu sem verið hefur á rækjuveiðum í Flæmska hattinum en er nú hér við land. Auk þess á fyrirtækið frystiskipið Arnarnes sem skráó er í St. Vincent og er nú á rækjuveið- um í Flæmska hattinum. Fyrirtæk- ió starfrækir auk þess fiskvinnslu, bæði frystingu og söltun; rækju- vinnslu og reykhús. Lax sem fyr- irtækið fær frá laxeldisstöðinni Silfurstjörnunni í Kelduhverfi er reyktur og seldur gegnum sölunet Coldwater í Bandaríkjunum og hefur framleiðslan líkaó mjög vel vestan hafs. Ríkissjóóur seldi nýlega öll hlutabréf sín í fyrirtækinu, alls 16,6%, og keypti Grandi hf. í Reykjavík 16,2% þeirra fyrir lið- lega 86 milljónir króna en 0,4% þeirra höfðu áður verið seld fyrir um eina milljón króna. Nafnverð bréfanna sem Grandi hf. keypi er 47 milljónir króna og gengi hluta- bréfanna því 1,47, sem er eilítið lægra verð en Handsal hf„ sem sá um sölu þeirra, gerði ráð fyrir að þau færu á. Ólafur Marteinsson, forstjóri Þormóðs ramma hf„ var spurður hvernig forráðamönnum fyrirtæk- isins litist á að fá svo sterkt út- gerðarfyrirtæki sem Granda hf. sem eiganda að 16,2% af hlutafé fyrirtækisins? „Ég sé ekkert nema kosti við þaó. Það gæti leitt til þess að sam- starf verði við Granda hf. um hrá- efnisöflun eða hráefnismiðlun en það hefur verið samstarf milli okkar í kvótaskiptum og fleiru og ég get ekki séð annaó en aö það sé beggja hagur að auka það sam- starf. Fyrirtækin vinna á tiltölu- lega ólíkum miðum; togarar Granda veiða t.d. mikinn karfa þannig að ekki ætti að koma ti! hagsmunaárekstra. Þeir hjá Granda hljóta að hafa keypt hlutabréfin í Þormóði ramma vegna þess að það er góð fjárfesting og ég held jafnframt að sölugengi hlutabréfa ríkissjóðs hafi veriö kaupandanum mjög hagstætt. Ég hef þá trú að ákvæðið um að einn kaupandi mætti ckki kaupa nema 250 þúsund króna hlut í upphafi hafi verió sett vegna þess að það greip um sig viss skjálfti í Einkavæðingarnefndinni eftir splu ríkisins á SR-mjöli,“ sagói Ólafur Marteinsson. GG Nýjar perur Ódýrir morguntímar verð 270,- krónur. Pallar, magl, rass og læri, lokaðir kvenna- tímar. Líkamsræktin Hamri sími 12080. Sundlaug Akureyrar: Blikk- og tækniþjónustan bauð lægst Blikk- og tækniþjónustan á Ak- ureyri átti lægsta tilboðið í lóða- framkvæmdir við Sundlaug Ak- ureyrar. Sex tilboð bárust og voru þau opnuð í gær. Framkvæmdir þær sem tilboðið nær til felast m.a. í því að byggja eimbaö, setja upp vatnsrennibraut- ir með tilheyrandi lengingarlaug- um, gera barnalaug, steypa stoð- og skjólveggi, reisa geymsluskúr og endurnýja núverandi heita potta, helluleggja og leggja lagnir og snjóbræðslukerfi í stéttar og gróóursetja tré og runna. Kostnaðaráætlun tæknideildar Akureyrarbæjar hljóðaði upp á 31,9 milljón króna, en Blikk- og tækniþjónustan bauð 26,6 milljón- ir (83,4%). Önnur tilboð voru eft- irfarandi: Garðverk sf. og SJS- verktakar 28,9 milljónir (90,9%), Fjölnir hf. 30,7 milljónir (96,4%), Björgvin Leonardsson 31,3 niillj- ónir (98,3%), Verkval 36,3 millj- ónir (113,9%) og Vör hf. 37,1 milljónir (116,4%). Inni í þessu útboði voru ekki kaup á t.d. vatnsrennibraut, en bærinn hefur þegar fest kaup á 55 metra rennibraut í Bretlandi fyrir um 8 milljónir króna. Önnur efn- iskaup bæjarins fyrir framkvæmd- ir í sumar nema 5-6 milljónum króna. óþh Kaupfélag Húnvetninga: Veltusamdráttur 3,8% MYNDLISTASKÓLINN Á AKUREYRI Kaupvangsstræti 16 • Pósthólf 39 • 602 Akureyri • Bréfasími 96-12398 Myndlistaskólinn á Akureyri auglýsir inntöku nýrra nemenda í fornámsdeild, málunardeild og grafíska hönnun, veturinn l994-'95. Umsóknarfrestur til 10. maí. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 96-24958. Skólastjóri. 3F HUSEIGN TIL SÖLU Húseignin nr. 10, við Nngvailastræti á Akureyri er til sölu. Tilboð óskast og skal þeim skilað í pósthólf 524 á Ak- ureyri fyrir 23. apríl n.k. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Húseignin er kjallari, hæð og ris samtals 170,3 fm. Eignin er í góðu standi. Arinn í stofu og parket á gólfi. Upplýsingar hjá Einari í síma 41240 og 41222 á Húsavík, hjá Njáli í síma 21538 á Akureyri. - rekstrartap 16,7 milljónir króna Aðalfundur Kaupfélags Hún- vetninga á Blönduósi er haldinn í dag. Velta félagsins á sl. ári var 473,8 milljónir króna á móti 492 milljónum króna 1992, sem er um 3,8% saindráttur milli ára. Guðsteinn Einarsson, kaupfé- lagsstjóri, segir ástæðu þess t.d. að áburðarsala dróst saman hjá fyrirtækinu, sem er bein afleið- ing af samdrætti í landbúnaði í Húnavatnssýslum. Afkoma fyrir fjármagnsliði batnaði töluvert, þó ekki nægjanlcga mikið, en tap var af reglulegri starfsemi að upphæð 10,9 milljónir króna en á árinu 1992 var rekstrartap- ið 19,3 milljónir króna. Afskriftir af hlutabréfaeign og stofnsjóði Sambandsins námu 6 milljónum króna og því nam tap Kauplélagsins kr. 16.735.000 cftir öll tjármagnsgjöld en var á árinu 1992 kr. 16.851.000. Áárinu 1992 var hins vegar söluhagnaður af eignum sem ekki var á sl. ári. I skýrslu kaupfélagssstjóra til aðalfundar segir m.a.: „Samdráttur í veltu þeirra deilda sem voru í rekstri bæði árin var rúmlega 1%, þ.e. rekstri Hóla- nesútibúsins var hætt á árinu 1991 og á árinu 1992 var rekstri þess breytt í hlutafélag þannig að það er ekki inni í áðurnefndum tölum en var hins vegar í rekstri þannig að það skekkir aðeins samanburð- inn. Afkoma félagsins er slæm, og það er gert upp með tapi að upp- hæð 16,7 milljónir króna. Þetta cr verri afkoma en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir. Þeir þrír þættir scm mest munar um eru eftirfar- andi: Framlcgð lækkar vcgna mik- ils afsláttar og afskrifta fatnaðar, cn verulegar áhcrslubreytingar urðu í fataverslun kaupfélagsins og var þar afskrifaó á annan tug milljóna. Þar var mikill birgóa- vandi scm ákveðið var að afskrifa aó mcstu. Vaxtagjöld eru nokkuð hærri en gcrt var ráð fyrir, og síöast en ekki síst áfskriftir á stofnsjóðum og hlutafjárcignum fyrirtækja tengdum Sambandinu." Lítil arðsemi verslunar Vaxtargjöld námu 17 milljónum króna sem er nokkuð hátt hlutfall af veltu, en Kaupfélagið er þrátt fyrir það mcð tiltölulega hagstæóa lánasamsetningu. Afkoma Kaup- félagsins undirstrikar þá staðreynd að arösemi vcrslunarreksturs á landsbyggðinni er ckki mjög mik- il. í árslok 1993 voru starfsmenn Kaupfélags Húnvetninga alls 40 en voru að meðaltali 46 á árinu, og nam upphæö launagreiðslna alls 56,1 milljón króna. Átta starfsmenn skrifstofu tilheyra bæði Kaupfélaginu og Sölufélagi Austur-Húnvetninga, en starfs- menn þess voru á sl. ári að meðal- tali 33, þar með taldir starfsmenn mjólkursamlags, og námu heildar- launagreiðslur til starfsmanna 55,8 milljónum króna. Upphæð launagreiðslna er mjög svipuö ár- ið 1993 og hún varárið 1992. „Umræðan um sameiningu mjólkursamlaga kemur alltaf upp öðru hverju enda eiga sér nú stað miklar breytingar, bæði í verslun- arrckstri og landbúnaði, og þá er horft til nýrra og betri leiða og stærri rekstrareininga," sagði Guðstcinn Einarsson, kaupfélags- stjóri á Blönduósi. GG Akureyrarbær: Átta hundruð 16 ára og eldri sóttu um sumarvinnu Meinleg villa var í frétt blaðsins í gær um unisóknir unglinga á Akureyri um sumarvinnu. Fram kom í fréttinni að 800 unglingar 16 ára og yngri hafí sótt um vinnu, en þarna átti að sjálfsögðu að standa 16 ára og eldri. Beðist er velvirðingar á þessari missögn. Rétt er aó fram komi að um næstu mánaðamót verða auglýst laus til umsóknar störf í unglinga- vinnunni, þ.e. aldurshópurinn 14 og 15 ára. óþh

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.