Dagur - 16.04.1994, Side 11
Laugardagur 16. apríl 1994 - DAGUR -11
Vernharð varð tvöfaldur Norðurlandamcistari um síðustu helgi og sýnir hér
viðurkcnningar sínar frá mótinu.
Enska knattspyrnuliðið Tottenham Hotspur cr í miklu uppáhaldi hjá Vern-
harði og þegar hann var 8 ára ræætist draumurinn að hcimsækja liðið. Hcr
er hann mcð Steve Pcrriman, þávcrandi fyrirliða Tottenham.
Hvítá. Það má kannski segja að ég
sé að ögra gungunni í mér, gera eitt-
hvað sem ég er ofboðslega hræddur
VÍð.^
Ég verð líka að viðurkenna að ég
er dálítið hrekkjóttur og hef sérstak-
lega gaman af því að gera símaat í
þeim sem ég kannski rétt kannast
við. A móti um daginn hringdi ég
t.d. í alla félagana og þóttist vera
indverskur starfsmaður í afgreiðslu
hótelsins. Ég sagðist hafa fengið þau
fyrirmæli að vekja þá kl. 3 um nótt-
ina og þóttist ekkert skilja í mót-
mælum þeirra."
/
A mikið mömmu að þakka
Vemharð dregur cngan dul á að
júdóferil sinn á hann að verulcgum
hluta mömmu sinni að þakka. „Ef
hún hefði ekki líka tekið ástfóstri
við þessa íþrótt þá væri ég enn að
berjast hér á innlendum mælikvarða.
Það alveg sama hversu mikið ég æfi
hér hcima og sama hversu sterkur ég
verð, éf ég fer ekki út til að æfa og
keppa eins og ég hef gert þá verð ég
rassskelltur á crlendum mótum. Það
eru alltaf að koma einhver ný brögð
og harkan er miklu meiri úti. Maður
fékk hálfgert sjokk fyrst þegar mað-
ur fór að keppa úti. Þessar keppnis-
ferðir hefur mamma og Ijölskyldan
að lang mestu leyti fjármagnað og
stutt við bakið á mér á ýmsa lund.“
Skal verða bestur
Markmið Vcmharðs um þessar
mundir er OL í Atlanda í Bandaríkj-
unum 1996. Hvað skyldi Vemharö
telja sig þurfa að gera til að ná því
markmiði.
„Ég^ þarl' aö leggja nánast allt
undir. Ég er að sækja um svokallað-
an Ólympíunámsstyrk sem Alþjóða
ólympíunefndin veitir. Ef ég fæ
hann verð ég kostaður í eitt ár í góð-
an skóla úti þar sem júdó er stundað.
Ég hef áhuga á að fara til Bandaríkj-
anna en þá þyrfti ég líka að koma til
Evrópu á næsta ári og taka þátt í
mótum til að tryggja mér sæti á
Ólympíuleikunum.
Ég veit að ég á erindi á Ólympíu-
leikana og það væri grátlegt að
missa af þeim út af peningavand-
ræðum. Peningadæmið er það eina
sem stendur í vegi mínum. Fólk
heldur auðvitað að ég sé að ofmetn-
ast eftir Noröurlandamóúð en ég
verð að stcfna á toppinn. Ég hef allt-
af gert það og sætti mig ekki við
neitt annað. Ég skal verða bestur og
tel mig liafa það til að bera sem þarf
og geta unnið það upp sem á vant-
ar.“
Hjátrúin
íþróttamenn eru frægir fyrir ýmsa
siði sem þeir koma sér upp og
flokka má undir hjátrú. Vernharð er
þar engin undantekning þó ein hjá-
trúin hafi reyndar fallið á Norður-
landamótinu á dögunum. „Þannig er
mál með vexti að ég fór aldrei á kló-
settið til að pissa meðan á móti stóð.
Ég man nú reyndar ekki hvenær
þetta byrjaði en ég hef staðið fast
við þetta.
A Norðurlandamótinu í Færeyj-
um lenti ég í því að bíða í þrjá
klukkutíma eftir úrslitaglímunni í
opna flokknum. Ég var alveg ger-
samlega kominn í spreng og á end-
anum varð ég að fara á klósettið og
var auðvitað niðurbrotinn maöur. En
síðan vinn ég glímuna og héðan í frá
get ég pissað á mótum. Annað má
nefna sem er að ég hringi aldrei
heim í miðju móti til að segja hvern-
ig gengur."
Líkt við Bjarna
Vemharð er oft líkt við júdókappann
Bjama Friðriksson og gjaman kall-
aður arftaki hans. „Ég hef fylgst
lengi með Bjarna og hann var mitt
átrúnaðargoð. Hins vegar fer mjög í
taugamar á mér þegar verið er að
bera mig saman við hann. Ég er ég
og hann er hann. Við glímum mjög
ólíkt en sennilega losna ég aldrei við
þetta. Auðvitað er ég svekktur að ná
ekki að vinna hann áður en hann
hætti cn vonandi fæ ég samt tæki-
færi til þess.“
Verðurðu fyrir óþægindum af því
að vera góður í júdó, t.d. á skemmti-
stöðum?
„Auðvitað þarf maður að hlusta á
sömu brandarana livað el'tir annað,
„nú skal ég taka þig í karphúsið
eða eitthvað slíkt, en cftir að athygl-
in jókst dró maður úr skemmtanalíf-
inu. Mér finnst samt gaman að
dansa og vildi gjama læra gömlu
dansana.
Annars finnst mér bara gaman ef
fólk þekkir mig og mér fannst það
sérstaklega gaman um daginn þegar
ég var að fara suður og starfsmaður-
inn á tlugvellinum skrifaði nafnið
mitt án þess að spyrja hvað ég héti.
Mér fannst það alveg frábært. Hins
vegar getur veriö erfitt fyrir mig
þegar fólk er að hcilsa mér því ég er
svo ómannglöggur.
Bygging þjón-
ustumiðstöðvar
í Reykjahlíð við Mývatn
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur ákveðið að hefja
undirbúning að byggingu þjónustumiðstöðvar í Reykja-
hlíð. Átaksverkefni í atvinnumálum í Mývatnssveit hef-
ur verið falið að vinna að undirbúningi málsins.
Fyrirhugað er að í þjónustumiðstöðinni geti rúmast
hverskyns opinber þjónusta, verslun, veitingar, bensín-
sala og annað það er getur eflt viðskipti og starfsemi í
húsinu.
Þjónustumiðstöð er ætluð lóð í Reykjahlíð á horni
Hlíöarvegar og þjóðvegar 87, örskammt frá vegamót-
um þjóðvegar no. 1 til Austurlands.
Aðilar sem kynnu aö hafa áhuga á að taka þátt í bygg-
ingu á húsinu eða kaupa þar húsrými fyrir starfsemi
sína hafi samband við skrifstofu Átaksverkefnisins
Múlavegi 2, 660 Reykjahlíð, sími 96- 44390 fax 96-
44390, fyrir 26. apríl n.k. Skrifstofan er opin mánu-
daga-fimmtudaga frá 10.00-15.00.
Júdóið er fasti punkturinn
Nú orðið hugsa ég um lítið annað á
daginn en júdó. Það cr mjög erfitt að
hugsa um skólann. Ég er núna í
þremur fögum í VMA og hef fengið
að komast upp með alveg rosalega
mikið varðandi mætingu og notið
mikils skilnings skólayfirvalda. Hins
vegar er ég áhugalaus í skólanum
því ég stefni ekki að ncinu. A þess-
ari stundu stcfni ég ckki að neinu
öðru í lífinu en ná sem lengst í júdó-
inu. Það er fasti punkturinn í tilver-
unni og þaö eina sem ég er öruggur
um þegar ég vakna á morgnana fyrir
utan fjölskylduna." HA
tþ -
Aðalfundur NLFA
verður haldinn í Kjarnalundi mánudaginn
18. apríl kl. 20.00.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagar hvattir til að mæta og nýta tækifærið til að
skoða hina nýinnréttuðu gistiaóstöðu í Kjarnalundi,
áður en sumarhótelið tekur til starfa.
Stjórn Náttúrulækningafélags Akureyrar.
S1 .............-.................-..■-.....
Nú er að hefjast nýtt lokað námskeið
fyrir karla á mánudögum, miðvikudögum
og fimmtudögum kl 20.00
Frábærir tímar sem byggjast aðallega upp
á pöllum og tækjum
Karlmenn!
Tilvalið að
koma sér
í form fyrir
sumarið
IíVTd
-If-4
Greiðslukortaþjónusta
PULS 180
HEILSURÆKT
KA-heimilinu • Simi 96-26211