Dagur - 21.04.1994, Blaðsíða 16

Dagur - 21.04.1994, Blaðsíða 16
Akureyri, fimmtudagur 21. apríl 1994 q|Pq Verður þessi gœðastimpill á nyju innréttingunum og hurðunum þínum? Trésmiðjon fllfa • Óscyri 1 o • 603 flkurcyri Sími 96 12977 • Fox 96 12978 Vinnslu innfjarðarrækju að Ijúka hjá Geflu hf.: Erfiðlega horfir um hrá- efnisöflun úthafsrækju Sáttum debetkortin Bankakerfið, greiðslukorta- fyrirtækin og Kaupmanna- samtökin hafa náð að setja niður deilur um þjónustugjöld af de- betkortum sem staðið hafa í tæpt ár. Alls hafa verið gefin út um 25.000 debetkort sl. 4 mán- uði, þar af meirihlutinn VISA ELECTRON. Ragnar Sverrisson, formaður Kaupmannafélags Akureyrar, seg- ir að eftir sem áður hafí kaupmaó- urinn kostnað af uppsetningu posatækis, símalínu o.fl. en kostn- aður bankanna hafi lækkaö um mörg hundruð milljónir frá því sem upphaflega var ákveðið. Einnig lækkar þóknun VISA um 7%. A móti kemur öryggið af notkun kortanna, hættan af fals- aðri eða innistæðulausri ávísun minnkar. Ragnar segir að ef ekki hefði komið til harðrar andstöðu og samstöðu kaupmanna hefði ekki tekist aö lækka gjaldskrá bankanna. Mál þessi verða rædd á aðalfundi Kaupmannafélagsins nk. mánudagskvöld. Einar S. Einarsson, forstjóri VISA, segir að samningurinn marki ákveðin þáttaskil í greióslu- miðlun hérlendis en ljóst sé að í framtíðinni muni debetkortin taka við af kreditkortum í töluverðum mæli. Einar telur aö þegar notkun debetkorta verður oróin almenn muni kostnaður við greiðslumiðl- un í landinu lækka því tékkar hafa verið mjög dýrir. Oryggið eykst en tékkafals bitnar helst á sjopp- um, matvöruverslunum og leigu- bílstjórum. GG Bæjarstjórn Húsavíkur: Bjarg hf. fær stöðuleyfi við tjaldstæðið Bæjarstjórn Húsavíkur hefur samþykkt samhljóða tillögu Bjarna Aðalgeirssonar (B) og Þorvalds Vestmanns Magnús- sonar (D) um að veita Trésmiðj- unni Bjargi stöðuleyfi fyrir tveimur sumarhúsum við tjald- stæði bæjarins, þar til tilbúið verði svæði fyrir sumarhús sem fyrirhugað er að skipuleggja upp af Gvendarbás, sunnan Kald- baks. I tillöguni er skilyrt að fyrir- tækið beri kostnað af tengingu húsanna við vega- og lagnakerfi bæjarins. Bygginganefnd hafði áöur hafnað erindi Bjargs og bent á fyrirhugað orlofshúsasvæói við Kalbak, og vill stefna aó því aó þaö verði tilbúið til byggingar sumarið 1995. IM O VEÐRIÐ Áfram verður svalt í veðri á Norðurlandi og gengur í norð- an og norðvestan stinnings- kalda á Norðurlandi á sumar- daginn fyrsta með éljagangi. Á föstudag verður noróaust- ankaldi og éljagangur um mestallt Norðurland með allt að 5 stiga frosti, en á laugar- dag verður slydda eða élja- gangur með hlýnandi veðri, 0- 4 stiga hita. Afkoma rækjuverksmiðjunn- ar Geflu hf. á Kópaskeri var heldur betri á árinu 1993 en árið áður en þá var rekstrartap upp á 1,5 milljónir króna. Þó er ekki um rekstrarhagnað að ræða. Aðalfundur fyrirtækisins verður haldinn í júnímánuði. Stærsti hluthafi er útgerðarfyrir- tækið Jökull hf. á Raufarhöfn með 62% hlut, en Öxarfjarðar- hreppur á 25% og aðrir minna, bæði einstaklingar og fyrirtæki ásamt Kelduneshreppi. „Við teljum okkur vera á réttri leið með rekstur verksmiðjunnar hvað varðar nýtingu og töluvert meira magn af rækju var unnió á sl. ári en á árinu 1992, eöa um 1.300 tonn af hráefni. Þrátt fyrir aukningu á framleiöslu hefur af- urðaverðið erlendis lækkað um- talsvert og fyrirsjáanlegir eru ein- hverjir erfiðleikar ef það hækkar ekki á næstu misserum. Horfurnar í rækjuiðnaði eru því mjög slæmar um þessar mundir," sagði Kristján Þ. Halldórsson, framkvæmdastjóri Geflu hf. á Kópaskeri. Hjá verksmiðjunni eru 16 heilsársstörf en starfsmannafjöldi Ef ekkert verður gert í bygg- ingarmálum safnanna á næstunni þarf fljótlega að fara að líta í kring um sig eftir auknu geymslurými „úti í bæ“. Eina vonin er sú að ný bæjarstjórn Iáti málefni safnsins til sín taka, því fullljóst er að einskis er að vænta frá þeirri stjórn sem senn kveður.“ Þannig kemst Lárus Zophon- íasson, amtsbókavöröur, að orði í ársskýrslu Amtsbókasafnsins á eitthvað meiri. Sú rækjuskel sem til fellur við rækjuvinnsluna á Kópaskeri er urðuð þar sem ekki fæst neitt verð fyrir hana. Ekki hefur það orðið að veruleika að nýta hana í laxafóður en viðræður hafa verið vió Krossanesverk- smiðjuna að taka hana til vinnslu í bræðsluiínu hjá verksmiðjunni en kostnaður við aó flytja hana með bifreið til Akureyrar er of mikill. Krossanesverksmiðan tekur rækjuskel til vinnslu frá Strýtu hf. Allskæð hálsbólga sem svo- nefndir streptókokkar valda hefur verið í mikilli út- breiðslu á Akureyri. Þetta eru keðjusýklar og er hálsbólgan mjög smitandi og þarf að með- höndla sérstaklega. Verkfall meinatækna hefur hins vegar gert heilsugæslulæknum nokkuð erfitt um vik við sjúkdómsgrein- ingu. Samkvæmt skýrslu Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri greindust 167 tilfelli af streptó- Akureyri 1993. Hann ræðir þar m.a. um húsnæðismál safnsins, en lítió hefur þokast áfram meó ný- bygginguna sem bæjarstjórn ákvað að byggð skyldi í tilefni 125 ára afmælis bæjarins árið 1987. „Er nú svo þrengt að safninu að geymslurýmió í bókhlöðunni er löngu þrotið og það pláss sem sal'nið fékk til umráða í Víðilundi fyrir hálfu öðru ári má heita full- nýtt. Væntanlega verður hægt að laga aðstöðuna þar með því aó á Akureyri og eins kemur hún með gámum sjóleiðina frá Vest- fjörðum. Innfjarðarrækjuveiði á Öxar- firði er að ljúka og þarf því senn aö snúa sér aó vinnslu á úthafs- rækju en útvegun hráefnis gengur erfiðlega þrátt fyrir mokveiði á miðunum þessa dagana. „Það gengur mjög erfiðlega að fá kvóta um þessar rnundir," sagði Kristján Þ. Halldórsson. GG kokka hálsbólgu í marsmánuði á móti 51 í febrúar og eru þetta óvenju mörg tilfelli. Inilúensa er alveg horfin úr skýrslum Hcilsugæslustöðvarinnar en í mars greindust 11 með lungnabólgu, 485 mcð kvef, háls- bólgu, bronkítis og hliðstæða kvilla og 4 meö gin- og skanka- sótt. Rauðir hundar þjökuöu 59 og 12 voru meó hlaupabólu. Þá voru 94 með magakveisu, 10 með kláðamaur og 1 greindist með flatlús. SS kaupa hillur í þá gcymslu á þessu ári, en það brcytir cngu um að- stöðuna í bókhlöðunni,“ scgir enn- fremur í skýrslunni. Þá er einnig minnst á þörf fyrir útibú frá Amtsbókasafninu í Gler- árþorpi, en í ársskýrslu safnsins fyrir 12-14 árum var fyrst vakin athygli á þessari hugmynd. Málið hefur tlækst í bæjarkerlinu síöan en nú er þeirri spurningu varpað fram á ný í ársskýrslunni hvort ekki sé tímabært að huga að útibúi í Glerárþorpi. SS Atvinnuástandiö: Aldrei fleiri atvinnuleysis- dagar í mars Atvinnuleysisdagar í mars- mánuði sl. voru skráðir tæp- lega 171 þúsund á landinu öllu, um 87 þúsund hjá körlum og um 84 þúsund hjá konum. Skráðum atvinnuleysisdögum hefur fjölg- að um tæplega 10 þúsund frá mánuðinum á undan en fjölgað um tæplega 26 þúsund frá mars- mánuði í fyrra. Aldrei áður hafa mælst fleiri atvinnuleysisdagar í mars, samkvæmt yfirliti frá Vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins. Atvinnuleysisdagar í mars sl. jafngilda því að 7.870 manns hafi að meðaltali verió á atvinnuleysis- skrá í mánuðinum, þar af 4.007 karlar og 3.863 konur. Þessar tölur jafngilda 6,3% af áætluðum mann- afla á vinnumarkaði, samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar eða 5,5% hjá körlum og 7,5% hjá konum. Það eru að meðaltali um 450 fleiri atvinnulausir en í síðasta mánuði en urn 1.180 lleiri en í mars í fyrra. Síðasta virka dag marsmánaðar voru 7.989 manns á atvinnuleysisskrá á landinu öllu en það er um 132 færri en í lok febrú- ar. Atvinnulausum fjölgar í heild að meóaltali um 6% frá febrúar- mánuði en hefur tjölgaö um 18% frá mars í l'yrra. Undanfarin 10 ár hefur atvinnuleysi minnkað um 0,6% að meðaltali frá febrúar til mars. Atvinnuástandið er farið að verða mjög slæmt í marsmánuði og hefur nú aukist þrjú ár í röð frá febrúarmánuði en aukningin nú er þó hlutfallslega minni en undan- iarin tvö ár. KK c Eldavél -— m /a/trii/ Tr io bökunarofn og uppþvottavél - i kr. 99.845 □ KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, simi 23565 1» Við tökum vel á móti ykkur alla daga til kl. 22.00 Byggðavegi 98 Húsnæðismál Amtsbókasafnsins: Ný bæjarstjórn eina vonin - þörf fyrir útibú í Glerárþorpi Hálsbólga í sókn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.