Dagur - 21.04.1994, Blaðsíða 1

Dagur - 21.04.1994, Blaðsíða 1
Aðalfundur Útgerðarfélags Akureyringa hf. haldinn í gær: Eigið fé nálgast 2 milljarða króna - nýtt skip ÚA kemur til Akureyrar á morgun - almenningi til sýnis á laugardag Gunnar Ragnars, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfé- lags Akureyringa hf., segir að áætlanir geri ráð fyrir hagnaði af rekstri félagsins í ár, en hins vegar sé nokkuð ljóst að afkom- an verði lakari en á síðasta ári. Þar komi m.a. til skerðingar aflaheimilda á undanförnum ár- um og sjómannaverkfallið í árs- byrjun. A aðalfundi Útgerðarfélags Akureyringa hf. í gær kom fram að hagnaður af reglulegri starf- semi félagsins var 202 milljónir króna á síðsta ári en var 146 millj- ónir árið 1992. Að teknu tilliti til tekna af eignarhlut í SH og ýmissa gjalda s.s. skatta nam hagnaður ársins 112 milljónum króna á móti 10 milljónum króna á árinu 1992. Eignastaða ÚA er sem fyrr afar sterk. Heildareignir í árslok voru bókfærðar á rúma 4 milljarða króna. Skuldir námu um 2,2 millj- örðum. Eigið fé í árslok var því 1,8 milljarður og jókst um 257 milljónir frá árinu 1992. Aflinn Heildarafli skipa ÚA á síðasta ári var tæplega 20.800 tonn á móti 21.600 tonnum árið 1992. Afli á úthaldsdag dróst saman um 0,7 tonn á síðasta ári samanborið við 1992. Athyglisvert er að frá árinu 1988 hefur afli á úthaldsdag dreg- ist saman um 15,5 tonn sem er tæplega 32%. Fram kemur í árs- skýrslu ÚA að niðurskurður afla- heimilda í þorski sl. þrjú ár hafi verið um 50% og nú sé útlit í karfa og grálúðuveiðum tvísýnt vegna minnkandi afla á úthalds- dag og smækkandi karfa og grá- lúðu. Ekki út úr Mecklenburger Mikið hefur verið að undanfömu rætt um málefni dótturfyrirtækis ÚA í Þýskalandi, Mecklenburger Hochseefisherei. Fram kemur í ársskýrslunni að unnið hafi verið að breyttum áherslum innan fé- lagsins, sérstaklega í framleiðslu um borð í skipunum. Þá hafi vinna að markaðsmálum verið mikil og skilað árangri. Síðan segir orðrétt: „Samkvæmt samkomulagi milli hluthafa í MHF getur hver ein- stakur hluthafi óskað eftir slitum á félaginu ef eigið fé lækkar um 8 millj. DM. Ljóst er að sú staða er nú komin upp. Það er hins vegar mat stjómenda ÚA að ekki sé ráð- legt að nýta þennan rétt á þessari stundu. Rökin fyrir því eru þau helst að nýr framkvæmdastjóri er nú rétt byrjaður að stjóma í félag- inu og svo hitt að besti veiðitími á úthafsveiðum fer nú í hönd. Þann- ig gefst tími til að meta stöðuna frá grunni og taka ákvarðanir þeg- ar líða tekur á sumarið. Möguleik- amir liggja einkum í því að lækka framleiðslukostnað og vinna frek- ari markaði sem gætu gefið hærra verð.“ Greiddur 10% arður Á aðalfundinum í gær var sam- þykkt að greiða hluthöfum, sem voru 1.801 í árslok, 10% arð. Jafnframt var samþykkt tillaga stjómar um útgáfu jöfnunarhluta- bréfa (10%). Einnig var samþykkt að veita stjóm heimild til að bjóða út nýtt hlutafé - 150 miljónir króna. Bæjarbúum boðið að skoða nýja skipið Eins og fram hefur komið bætist nýtt skip í flota ÚA síðar í þessari viku. Skipið, sem ber nafnið Sval- bakur EA-2, mun leggjast að bryggju um hádegisbil á morgun, föstudag, og verður móttökuat- höfn kl. 12.30. Forráðamenn ÚA bjóða bæjarbúa velkomna til þess að taka á móti skipinu. Gunnar Ragnars sagði að skipið yrði al- menningi til sýnis nk. laugardag kl. 13-18 og vildi hann hvetja fólk til þess að koma og skoða það. Magnús Magnússon, útgerðar- stjóri ÚA, sagði að í byrjun maí færi nýi Svalbakur á úthafskarfa- veiðar á Reykjaneshrygg og væri við það miðað að þeim túr yrði lokið fyrir sjómannadaginn. Krist- ján Halldórsson verður skipstjóri Svalbaks, Sæmundur Friðriksson fyrsti stýrimaður og Bergur Bergsson 1. vélstjóri. óþh Nýi Svalbakur EA-2 er ekkert meðalskip og víst er að Akureyringum á eftir að bregða í brún þegar hann leggst að bryggju á Akureyri á inorgun. Þessi mynd var tekin á dögunum úti í Kanada. Eins og sjá má er nafn skipsins komið á sinn stað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.