Dagur - 21.04.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 21.04.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 21. apríl 1994 ÍsMiíí* Skógræktarfélag Eyfirðinga Abalfundur Skógræktarfélags Eyfirbinga fyrir árið 1994 verbur haldinn fimmtudaginn 28. apríl kl. 20 í Galtalæk. 1. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins. 2. Fræðsluerindi, Árni Steinar Jóhannsson, umhverfisstjóri. 3. Kynntir verða möguleikar félaga til leigu skógræktarlands á Hálsi í Eyjafjarðarsveit. Stjórnin. 4P OPÐHÚS Laugardaginn 23. apríl kl. 16 verður kosninga- skrifstofa Alþýðubandalagsins á Akureyri opnuð í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18. Frambjóðendur verða á staónum og boðió verður upp á kaffi og meðlæti. Allir velkomnir. Kosningaskrifstofan verður eftirleiðis opin alla daga kl. 16-18. Kosningastjóri er Jón Haukur Brynjólfsson. Sími á kosningaskrifstofu er 25875. Alþýðubandalagið á Akureyri. HOTEL KEA Gleðilegt sumar! I Hljómsveitin Marmilaði leikur fyrir dansi laugardagskvöld 2% Húsið opnað kl. 23.00 fyrir aðra en matargesti. X/y ☆ ☆ ☆ Alla sunnudaga okkar vinsæla sunnudagsveisla á Súlnabergi Súpa, tveir kjötréttir ásamt desserthlaðborði. Verð aðeins kr. 1.050. Frítt fyrir börn 0-6 ára 'L gjald fyrir 7-12 ára. Höldum áfram ökkar sívinsælu pizzu- og hamborgaratilboðum. Hamborgarar frá kr. 185. Pizzur „tvær fyrir eina". Sé pizzan tekin heim færð þú aðra eins fría. FRÉTTIR Sveifarstjórnakosningarnar 28. maí nk.: Undirbúningurinn á fulla ferð Það styttist í sveitarstjórnakosn- ingarnar og eru flokkarnir sem bjóða fram, komnir á fulla ferð við undirbúning þeirra. Á Ak- ureyri bjóða fjórir flokkar fram, Alþýðubandalag, Al- þýðuflokkur, Framsóknarflokk- ur og Sjálfstæðisflokkur og hafa listar þeirra þegar verið birtir. En þaö er aö fleiru að hyggja fyrir kosningarnar en að stilla upp listanum, m.a. að opna kosninga- skrifstofu, ráða kosningastjóra, vinna stefnuskrá, huga að útgáfu- málum og kynningum og margt fleira. Kosningaskrifstofa Alþýðu- bandalandsins veróur sem fyrr í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18 og hefur Jón Haukur Brynjólfsson, verið ráöinn kosningastjóri flokks- ins. Alþýðuflokkurinn er með kosningaskrifstofu að Gránufé- Fulltrúar á lista Framsóknarflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri í næsta mánuði, buðu gcstum og gangandi kaffisopa í miðbæ Ak- ureyrar sl. föstudag og ræddu þau mál sem helst brenna á bæjarbúum. Mynd: ÞI Sjálfstæðismenn opnuðu kosningaskrifstofu í Listhúsinu Þingi við Hóla- braut á laugardag. Mynd: Robyn Símí 27586 Kynníng Laugardagínn 23. apríl kynnír Sígríður I Óskarsdóttír barnapela í Vöggunní, Sunnuhlið frá kl. 10-12 lagsgötu 4 en ekki hefur verið gengið frá ráðningu kosninga- stjóra. Bragi Bergmann, fyrrum rit- stjóri Dags, hefur verið ráðinn kosningastjóri Framsóknarflokks- ins en kosningaskrifstofa flokks- ins er að Hafnarstræti 90. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur opnað kosningaskrifstofu í Listhúsinu Þingi við Hólabraut og hafa tveir starfsmenn verið ráónir á skrif- stofuna, þau Magnús Már Þor- valdsson og Ásta Pálmadóttir. KK Listasafnið á Akureyri: Ljómandi aðsókn að sýningunum - leiðsögn í boði í dag Nú stendur yfír í Listasafninu á Akureyri sýning á ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar og málverkum Guðmundar frá Miðdai. Að sögn Haraldar Inga Haraldssonar, forstöðumanns, hefur aðsókn að þessum sýning- um verið afar góð. „Þaó hefur verið gríðarleg að- sókn og fólk hefur haft mikla ánægju af þessum myndum. Sýn- ingargcstir eru mikið að spá í gömlu ljósmyndirnar og því þótti okkur upplagt að fá menn sem þekkja myndirnar vel til aó vera með leiósögn á sýningunni,“ sagði Haraldur Ingi. Leiðsögn um Ijósmyndasýning- una verður á boóstólum í dag og nk. sunnudag. Haraldur Sigur- geirsson, bróóir Vigiusar, mun spjalla við gesti um myndirnar og llciri fróðir menn koma jafnvel þar við sögu. Nánari upplýsingar íast í Listasafninu á Akureyri. SS Amtsbókasafnið: Útlán jukust um 5,8% milli ára Heildarútlán á bókum, hljóð- bókum og myndböndum hjá Amtsbókasafninu á Akureyri á árinu 1993 voru 122.857 bindi, á móti 115.993 bindum árið 1992. Aukningin er 6.867 bindi eða 5,8% og er hún nær eingöngu í heimalánum bóka til einstak- linga. Lán til skipa, skóla og stofnana voru 4.281 bindi, sem er 244 bindum færra en 1992 og munar þar mestu að minna var lánað til lögreglustöðvarinnar (fangelsis- ins) en oftast áður. Þessar upplýsingar koma fram í ársskýrslu Amtsbókasafnsins 1993. Þar má sjá að útlán drógust nokkuð saman tvo fyrstu mánuói ársins miðað vió árið á undan en síðan tóku þau mikinn kipp í mars og hcldu llugi út árið. Flest bindi voru lánuð út í mars, 10.380, en fæst í maí, 7.381. Togarar Samherja voru iðnastir vió bókakassana og fengu alls 1.596 bindi en togarar ÚA komu skammt á eftir með 1.514 bindi. Heimlán af lestrarsal voru 1.190 bindi (766 árió 1992), heimsendar bækur 3.157 (2.422), hljóðbækur 5.092 (4.452) og myndbönd 5.297 (5.783). Alls nutu 62 lánþegar, aldraðir og öryrkjar, heimsendingarþjón- ustunnar, en félagar í Soroptim- istaklúbbi Akureyrar annast út- keyrslu á bókunum. Skráðir gestir á lestrarsal skv. gestabók voru 4.953 (5.119), eða um 18 á dag til jafnaðar. Alls voru lánuð 46.437 bindi (41.264) úr prentskilasafninu til notkunar á lcstrarsal. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.